Tíminn - 19.05.1988, Síða 20
Sparisjóösvextir
á téKKaraKninga
hávaxtaKjörum
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF
Auglýsingadeild hannar
auglýsinguna fyrir þig
Ökeypis þjónusta
Fisksölumálin vestanhafs:
Verulegt tap vegna
kaupa á fiskblokk
Verulegar birgðir af fiskblokk höfðu safnast um síöustu áramót
hjá sölufyrirtækinu Iccland Seafood Corporation í Bandaríkjunum.
Vegna verðlækkunar á blokk á Bandaríkjamarkaði stefnir nú í
umtalsvert tap hjá fyrirtækinu af þessum sökum. Eru horfur á að
það tap muni hlaupa á einhverjum miljónum dollara.
Þetta kom fram á aðalfundi sölu- vík í gær í tengslum við nýafstaðinn
félagsins sem haldinn var í Reykja- aðalfund Félags Sambandsfiskfram-
leiðenda. Meðal þess, sem þar kom
fram, var að sala Iceland Seafood
Corporation jókst um 15,2 miljónir
dollara eða 9,7% frá árinu á undan.
Heildarsala fyrirtækisins á flökum
og verksmiðjuframleiddum vörum
varð 172,3 miljónir dollara, saman-
borið við 157,1 miljón árið 1986.
Milljónir á hverjum laugard
Upplýsingasími: 6851/1
Lengst af á síðasta ári einkenndist
markaðurinn í Bandaríkjunum af
mun meiri eftirspurn eftir freðfiski
en hægt var að fullnægja. Þrátt fyrir
miklar verðhækkanir í dollurum tal-
ið á því tímabili skorti samt mikið á
að Bandaríkin gætu boðið sambæri-
legt verð við það sem framleiðendur
þóttust sjá á öðrum mörkuðum. Þar
var fyrst og fremst um Evrópulönd
að ræða, þar sem í boði var hækk-
andi verð og til viðbótar mjög sterkir
gjaldmiðlar. Er talið fullvíst að hlut-
ur Bandaríkjanna í heildarútflutn-
ingnum hefði orðið mun meiri ef
ekki hefði komið til það samspil
gjaldmiðlanna sem varð á liðnu ári.
Þegar leið að hausti fór hins vegar
að gæta samdráttar vestra. Þá breytt-
ust aðstæður þannie að ekkí yar
lengur um að ræða hreinan seljenda-
markað, heldur það sem menn þar í
landi nefna kaupendamarkað.
Birgðir fóru að safnast af fiskblokk
í Bandaríkjunum hjá öllum seljend-
um og tilhneigingar fór að gæta til
verðlækkunar af þeim sökum. Hjá
Iceland Seafood Corporation varð
veruleg Dirgðasöfnun á síðustu mán-
uðum liðins árs af þessum ástæðum,
og það svo að um áramótin voru
birgðir um þrem fjórðu hærri en í
byrjun ársins. Aðeins hluti blokkar-
birgðanna var frá íslandi, en megin-
þorrinn blokk sem keypt hafði verið
vestra til vinnslu í verksmiðju fyrir-
tækisins.
{ ágúst var opinber verðskráning
á blokkinni 2,00 dollarar á pundið
og hafði hækkað úr 1,70 í ársbyrjun.
Síðan hefur verðið hins vegar lækk-
að töluvert. Það er núna 1,80 dollar-
ar pundið, en heyrst hefur um lægra
verð, allt niður í 1,50-1,60 dollara.
Þessi lækkun var fyrirséð um ára-
mót, en birgðir Iceland Seafood
voru hins vegar ekki lækkaðar í
verði í tæka tíð til by“ "g unnt værj
áo taicá tiiiit til þessa í reikningsupp-
gjöri fyrirtækisins. Nánar til tekið
horfa mál þannig að Iceland Seafood
muni tapa um einni miljón dollara
fyrir hver tíu sent sem blokkarpund-
ið lækkar. Eins og horfur eru núna
á markaðnum er því talið fullvíst að
fyrirtækið muni tapa umtalsverðum
fjárhæðum á yfirstandandi ári vegna
þessarar verðlækkunár. -esig
Eigendaskipti á skóverksmiðjunni Iðunni á Akureyri:
Skór frá Striki
eftir 1.
Frá og með 1. ágúst í sumar halda
nýir menn um stjórnartaumana hjá
skóverksmiðjunni Iðunni á Akur-
eyri. Reyndar skiptir verksmiðjan
einnig um nafn á þessum tímamótum
og mun bera nafnið Strikið í höfðuð-
ið á samnefndu hlutafélagi 6 Akur-
eyringa um rekstur verksmiðjunnar.
Jón Ellert Lárusson, einn sex-
menninganna, segir að sumarmán-
uðurnir verði nýttir til endurskipu-
lagningar á rekstrinum. Að hans
ágúst
sögn eru ekki fyrirætlaðar neinar
stórar rekstrarbyltingar eða umpól-
anir í framleiðslu verksmiðjunnar.
Gert er ráð fyrir að þrír eigenda
verksmiðjunnar muni vinna við
hana, þeir Haukur Ármannsson,
Ármann Þorgrímsson og Sigurður
Magnússon. Jón Ellert, Unnar Þór
Lárusson og Guðmundur Eiríksson
munu að auki sitja í stjóm fyrirtækis-
ins. óþh
fréttastjóri
Bogi Ágústsson hefur verið
ráðinn fréttastjóri Sjónvarpsins.
Bogi fæddist í Reykjavík 6.
apríl 1952. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1972, nam síðan sagnfræði við
Háskóla íslands og stundaði
kennslu í íslensku og ensku með
námi. Árið 1977 var hann ráðinn
fréttamaður hjá Sjónvarpinu.
Bogi var fréttamaður Sjónvarps-
ins á Norðurlöndum frá 1984 til
1986 og síðan aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Útvarpsins í rúmt
ár uns hann réðist til Flugleiða
sem blaðafulltrúi.
Bogi er kvæntur Jónínu Maríu
Kristjánsdóttur, kennara, og eiga
þau þrjú böm.
Nýskipaður fréttastjórí Sjón-
varpsins, Bogi Ágústsson.