Tíminn - 27.05.1988, Síða 4
4 Tíminn
Föstudagur 27. maí 1988
ARMULA3 REYKJAVIK S/MI 30900
BOÐA RAFGIRÐINGAR
Til afgreiðslu strax - Mikið úrval
Örugglega, því að Björn
bóndi kaupir aðeins það
besta og það ódýrasta
Boða rafgirðingar
— lang ódýrastar
'
Hafiö samband viö
sölumenn okkar
FLATAHRAUNI 29
220 HAFNARFIRÐI.
S-91. 651800
Ath. breytt hcimilisfang
Búvélar frá Boða — Boði hf. — Betri þjónusta
7 Oryggi i
fóburverkun
Heybindivelar!
Tvær gerðir Markant 55 og
verktakavélin Markant 65. Stillanleg
lengd á böggum 40-110 cm.
Öruggar og afkastamiklar vélar. A
KAUPFELOGIN
BUNADARDEILD
ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900
Iðntæknistofnun íslands:
Þekking á áli af
skornum skammti
Þrátt fyrir áralanga umræðu um
að auka þyrfti úrvinnslu úr áli hér á
landi hefur lítið orðið úr því, enda
almenn þekking á áli og hagnýtingu
þess furðu Iftil, samkvæmt könnun
um álnotkuri á fslandi sem Iðntækni-
stofnun framkvæmdi meðal málm-
iðnaðarfyrirtækja. Af 83 fyrirtækj-
um sem svör fengust frá voru 71
vélsmiðjur og vélaverkstæði. Um
helmingur fyrirtækjanna vann
eitthvað með ál. Þótt góður meiri-
hluti þeirra hafði við ýmiss vanda-
mál að etja bæði við framleiðslu og
notkun, leituðu hins vegar fæst
þeirra aðstoðar til að leysa þau -
virtust heldur læra að lifa við þau.
Flest málmiðnaðarfyrirtækin eru
iítil fjölskyldufyrirtæki sem stofnuð
eru af iðnaðarmönnum. Vinnan
tengist fremur þjónustuverkefnum
en beinni framleiðslu, aðallega fyrir
sjávarútveg og fiskvinnslu. Vegna
uppruna-og smæðar ráða fyrirtækin
ekki tæknimenntaða menn, fram-
Ieiðslutækni þeirra er einföld, yfir-
leitt niðurskurður á efni, beyging og
suða.
Að mati Iðntæknistofnunarstyðj-
Nú er í vinnslu veglegur minnis-
varði um drukknaða sjómenn frá
Stokkseyri. Sú hugmynd hefur lengi
vakað meðal Stokkseyringa að gerð
slíks minnisvarða mundi varpa Ijósi
lákan af minnisvarðanum.
ast menn lítið við skilgreind efnis-
fræðileg atriði við eftiisval í áli, svo
sem ákveðna efnasamsetningu,
hörku eða togþol og virðasf almennt
ekki vita af öllum þeim fjölda skilg-
eindra álmclma sem í boði eru.
Raunveruiegt efnisval fari því sjald-
an fram hér á lahdi, nema hvað
varðar tæringarþol. Mönnun virðist
nægja að framleiðslan hafi rétt mál
og lögun. Þetta bendi til að þess að
efnisfræðiþekking á áli sé almennt
af skornum skammti í íslenskum
málmiðnaði - menn hafi ekki
áhyggjur af því sem þeir þekkja
ekki.
Af 84.000 tonna ársframleiðslu á
áli fara aðeins 300 tonn til vinnslu í
innlendum málsmsteypum. Um
1.000 tonn eru flutt inn af hálfunnu
áli, prófílum og plötum, og önnur
1.000 tonn af fullunnum álvörum.
Miðað við svo lítinn markað verði
hugmyndir um framleiðslu á hálf-
eða fullunnum álvörum að skoðast
með útflutning í huga.
Almenn þekking á þessum eina
málmi sem framleiddur er í landinu
er sögð furðu lítil oe vonir manna
á hetjudáð þeirra mörgu, sem fallið
hafa um aldur fram í baráttunni við
Ægi konung. Og nú er þessi hug-
mynd að veruleika.
Verið er að vinna minnisvarðann í
steinsmiðju í Kópavogi. Hann verður
250 cm á hæð og 100 cm á breidd og 65
cm á þykkt.
Hugmyndina að verkinu eiga þeir
Elvar Þórðarson á Stokkseyri og Siggeir
Ingólfsson. En hönnuður og líkanss-
miður er Elvar. Sú hugmynd sem að
verkinu liggur er hafið sjálft og alda
hafsins, sem rís í brot, en í öldufaldin-
um sést í kross, sem lægir ölduna og
verður hún að ládauðum sjó. Stórbrot-
ið og tignarlegt.
Áætlaður kostnaður við gerð minn-
isvarðans er um 513 þús. krónur.
Stofnaður hefúr verið sjóður um
drukknaða sjómenn á Stokkseyri og er
ætlunin að það sem í hann safhast renni
til gerðar minnisvarðans.
Hlaupareikningur hefur verið opn-
aður í Landsbankaútibúinu á Stok-
kseyri og er númer hans 1717. Fjár-
söfun er hafin og er vonast til þess að
allir velunnarar þessarar hugmyndar
leggi málinnu lið.
Nefndin sem vinnur að þessu máli
var skipuð sóknamefnd Stokkseyrar-
kirkju, undir Torystu Siggeirs Ingólfs-
sonar, sem er formaður nefndarinnar,
Elvari Þórðarsyni listmálara, Erlu Sig-
urþórsdóttur, húsfrú og Stefáni Muggi
Jónssyni, formanni björgunarsveitar
slysavamarfélagsins á Stokkseyri.
Búið er að velja og ákveða stað fyrir
minnisvarðann og fenginn hefur verið
landslagsarkitekt til að hanna og skipul-
eggja svæðið. Gamla Stokkseyrar-hlað-
ið varð fyrir valinu, skammt norðan
kirkjugarðsins. Þykir það vel við eiga,
því þar lágu margra spor hér áður fyrr
til skipa sinna. Áætlað er að vígsla
minnisvarðans fari fram á sjómann-
adaginn 5. júní n.k.
um aukna þekkingu með tilkomu
álversins í Straumsvík hafi ekki
ræst. Nauðsynlegur búnaður til
gæðastýringar og þróunar hafi ekki
verið til í landinu. Þá hafi og næsta
lítil áhersla verið lögð á málmefnis-
ffæði og raunar efnisfræði almennt í
menntakerfi landsins.
Margþættra úrbóta er talin þörf í
þessum málum, bæði með skamm-
tíma- og langtímaaðgerðum. Þó
megi Ijóst vera að mikil og almenn
efnisfræðileg þekking í öllum hinum
litlu málmiðnaðarfyrirtækjum í
landinu geti trauðla orðið að veru-
leika, þótt bæta megi ástandið veru-
lega með frá því sem nú er með
markvissu námskeiðahaldi og
ráðgjöf. Markmið þessarar
könnunar var að draga upp sem
besta mynd af almennri álnotkun og
þekkingu í landinu, sem síðan er
meiningin að nýtist við námskeið og
námsgagnagerð og námskeið fyrir
verk- og tæknifræðinga. Sömuleiðis
er sú von látin í ijós að efnisfræði
skipi veglegri sess í skólakerfinu í
framtíðinni, í Háskóla, Tækniskóla,
iðn- og verkmenntaskólum. - HEI
Sinfóníuhljómsveitin:
Hörgull á
hljóðfæra-
leikurum
Nokkrar stöður hljóðfæra-
leikara í Sinfóníuhljómsveit fs-
lands eru lausar til umsóknar. í
byrjun júní verða umsækjendur
um þessi störf prófaðir hérlendis
og erlendis, en ljóst þykir, að
nokkuð mun verða um að erlend-
ir hljóðfæraleikarar verði ráðnir
til starfa, þar sem hörgull er á
hljóðfæraleikurum hér heima.
Aðalstjórnandi Sinfóníu-
hljómsveitarinnar er einnig af
erlendu bergi brotinn. Hann er
ungur Finni og heitir Petri Sakari.
Undanfarna mánuði hefur Petri
Sakari undirbúið starf sitt hér á
landi með því að taka þátt í
Petri Sakari, finnskur aðalstjóm-
andi Sinfóníuhljómsveitar
fslands.
mótun efnisskrár fyrir þetta
starfsár og mun hljómsveitin
bjóða upp á mörg spennandi og
skemmtileg verkefni. Lögð er
áhersla á kynningu íslenskra tón-
verka, flutning stórra kórverka
með hljómsveitinni, auk hefð-
bundinna tónleika af léttara tag-
inu, svo sem Vínartónleika og í
fyrsta skipti tónlist úr bandarísk-
um söngleikjum. Þá koma fram
margir frægir tónlistaramenn
með hljómsveitinni.
Verkefnaskrá Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands er nýkomin út, en
hana má fá á skrifstofu hljóm-
sveitarinnar í Gimli við Lækjar-
götu. þj
Stokkseyri:
Minnisvarði
um drukknaða
sjómenn