Tíminn - 27.05.1988, Page 6

Tíminn - 27.05.1988, Page 6
6 Tíminn Föstudagur 27. maí 1988 Sjúkrahús Patreksfjarðar Framkvæmdastjóri Staða framkvæmdastjóra við sjúkrahúsið á Pat- reksfirði er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að hafa borist fyrir 30. júní n.k. Nánari upplýsingar gefur formaður sjúkrahús- stjórnar Úlfar Thoroddsen í síma 94-1221, vinnu- sími. Sjúkrahús Patreksfjarðar 24. maí 1988 Lausar stöður Við háskólann á Akureyri eru lausar til umsóknar eftirtaldar lektors- stöður: 1. Lektorsstaða í iðnrekstrarfræðum. Kennslugreinar: Framleiðslu- stjórnun, framleiðslu- og birgðastýring og vinnurannsóknir. 2. Lektorsstaða í tölvufræði. 3. Lektorsstaða í rekstrarhagfræði. Kennslugreinar: Markaðsfræði, afurðaþróun og reikningshald. 4. Lektorsstaða í hjúkrunarfræði. 5. Lektorsstaða í lífeðlisfræði. 6. Lektorsstaða, hálft starf, í sálarfræði. Kennslugreinar: Sálarfræði, vöxtur og þroski. 7. Lektorsstaða, hálft starf, í félagsfræði. Kennslugreinar: Almenn félagsfræði og heilbrigðisfélagsfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 22. júní n.k. Menntamálaráðuneytið, 25. maí 1988 IÐNSKOLINN I REYKJAVlK Skólanum verður slitið föstudaginn 27. maí kl. 14.00 í Hallgrímskirkju. Prófskírteini verða afhent þeim sem lokið hafa námi í grunndeildum málm-, tré- og rafiðna, námi í meistaraskóla og burtfarar- prófi frá skólanum. Skólaslitin eru opin öllum. Aðstandendur nemenda og áhugamenn um starf- semi skólans eru sérstaklega boðnir velkomnir. Iðnskólinn í Reykjavík Hafnarfjörður Kjörskrá vegna forsetakosninga sem fram eiga að fara þann 25. júní 1988 var lögð fram til sýnis á bæjarskrifstof- um Hafnarfjarðar að Strandgötu 6, þann 25. maí s.l. Skrifstofan er opin frá kl. 9.30 - 15.30 alla virka daga. Kærufrestur vegna kjörskrár er til 10. júní 1988. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði \~Z:j Tónlistar- xy kennarar!!! Tónlistarskóli Siglufjarðar, Aöalgötu 27, 580 Siglufirði. Tréblásarakennara vantar að skólanum næsta skólaár. Æskilegt væri að viðkomandi gæti tekið að sér slagverks- kennslu. Nánari upplýsingar gefur Tony í síma 96-71809. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Skólastjóri Styrkir til háskólanáms í Frakklandi Frönsk stjórnvöld bjóða fram 2 styrki til háskólanáms í Frakklandi á skólaárið 1988-89, annan til náms í kvikmynda- gerð og hinn í listasögu. Umsóknum, ásamt staðfestum afritum af prófskírteinum og meðmælum, skal skila til menntamálaráðuneytisins, Hverfis- götu 6,150 Reykjavík, fyrir 15. júní n.k. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamátaráðuneytið, 25. maí 1988 Not á bíl fyrirtækis metin sem 155.000 kr. hlunnindatekjur á ári: Stadgreidsla af „Grandavögnum" um 55 þúsund kr. Þau hlunnindi sumra launþega að hafa bíla frá launagreiðendum sín- um til afnota eru ekki undanþegin skatti fremur en önnur laun. Öheft not launþega af bíl fyrirtækis eru nú metin sem 10.000 km akstur á ári, að lágmarki, og þar með til um 155 þús. króna hlunnindatekna. Launagreið- andi (fyrirtæki) verður síðan að standa skil á 35,2% staðgreiðslu- skatti af þeim launagreiðslum sem öðrum, þ.e. að skila um 55 þús. króna staðgreiðsluskatti til ríkis- sjóðs vegna hlunninda af hverjum bíl, sem það skaffar starfsmönnum sínum til frjálsra afnota, samkvæmt upplýsingum sem Tíminn fékk hjá embætti ríkisskattstjóra. Algengast mun að menn njóti slíkra bílahlunninda hjá því fyrirtæki sem þeir þiggja hjá laun fyrir sitt aðalstarf. Þau þýða í raun að brúttó- tekjur manna eru hækkaðar í kring- um 155 þús. kr. á ári, eða um tæplega 13 þús. kr. á mánuði miðað við núgildandi mat. Bílahlunnindin, sem færð eru inn á svokallaðan hlunnindareikning í launabókhaldi fyrirtækisins, eru reiknuð til viðbót- ar öðrum tekjum og staðgreiðslu- skattur síðan reiknaður af heildar- upphæðinni. Má segja að skattur af bílahlunnindunum reiknast í kring- um 4.550 kr. á mánuði, sem standa verður skil á í ríkissjóð. Hjá ríkisskattstjóra er nú til at- hugunar að breyta mati á bílahlunn- indum, t.d. þannig að hlunninda- tekjurnar og þar með skattur af þeim mundu hækka eftir því sem um dýrari og nýrri bíl er að ræða. Grannar okkar Svíar munu t.d. hafa þennan háttinn á að meta hlunnindin sem hlutfall, um 22%, af stofnkostn- aði bílsins. Óheft notkun á t.d. 1,5 millj. króna bíl yrði þaannig metin til 330 þús. króna hlunnindatekna á ári, hvar af greiða þyrfti rúmlega 116 þús. kr. í staðgreiðsluskatt. Hvort hagkvæmara telst fyrir launþega að njóta hlunninda af bíl fyrirtækis ellegar bílastyrks vegna notkunar á eigin bíl getur oltið á ýmsu, kannski ekki hvað síst því hve mikið hann notar bílinn. Við litla notkun gæti verið hagkvæmara fyrir launþega að fá bílastyrk og standa sjálfur undir rekstrarkostnaði. Við mikil not á dýrum bíl mun oftast hagkvæmara að láta launagreiðanda standa undir rekstrarkostnaðinum. Hvað skattalega meðferð snertir á í báðum tilfellum að standa skil á staðgreiðsluskatti. - HEI Um 31.000 manns út jan.-apríl nú, w 26.300 í fyrra og 20.700 áriö 1986: Útlendingar 1.250 færri en í apríl ’87 Erlendir ferðamenn hér á landi voru um 6.250 nú í apríl, sem er um 1.250 manns færra heldur en í sama mánuði í fyrra. Þessi fækkun gæti svarað til um 43-44 millj. kr. sem hótel, veitingahús og verslanir hafa orðið af og samtals um 65 milljóna króna minni erlendra gjaldeyris- tekna að fargjöldum meðtöldum sé miðað við áætlun Seðlabankans um gjaldeyristekjur af erlendum ferða- mönnum á síðustu mánuðum ársins 1987. Líklegt er að íslenskum ferða- þjónustumönnum séu það vonbrigði að erlendir ferðamenn á fyrstu 4 mánuðum þessa árs eru ekkert fleiri en á sama tíma í fyrra, eða alls um 21.450 talsins. Hvort VR-verkfallið á þarna hlut að máli eða aðrar ástæður verður Hjá útgáfufyrirtækinu Myllu- Kobba er út komin bókin Siglufjörð- ur, 170 ára verslunarstaður, 70 ára kaupstaðarréttindi. Hér er um að ræða endurútgáfu, en bókin kom fyrst á markaðinn árið 1968 í tilefni af 100 ára verslunar-og 50 ára kaupstaðarréttindum Siglu- fjarðar. í formála bókarinnar kemur fram að fyrstu tveir hlutar hennar séu óbreyttir frá fyrri útgáfu. Þessa kafla ritar Ingólfur Kristjánsson. Þriðji hluti bókarinnar, Siglufjörður 1918- ekki lesið úr skýrslum útlendingaeft- irlitsins. En ljóst er að íslendingar hafa a.m.k. ekki fækkað utanferðum sínum að sama skapi. Rúmlega 9.500 {slendingar brugðu sér út yfir pollinn í aprílmán- uði eða um 1.060 fleiri en í apríl í fyrra. Utanlandsfarar þá orðnir um 31.000 frá áramótum. Það var um 18% fjölgun frá metárinu 1987 og um 50% fjölgun frá sama tímabili 1986, þegar utanlandsfarar voru tæp- lega 20.700 á fyrsta þriðjungi ársins. Verði fjöigunin áfram hlutfallslega jafn mikil gæti tala utanfara slagað hátt í 170 þúsund manns á þessu ári, eða sem svarar öllum íslendingum á aldrinum 16 til 75 ára, ef enginn færi oftar en einu sinni. - HEI 1988, er sumpart óbreyttur frá fyrri útgáfu en sögu síðustu tveggja ára- tuga, ritaðri af Benedikt Sigurðssyni og Guðmundi Ragnarssyni, hefur verið hnýtt aftan við kaflann. Þá hefur í þennan kafla verið bætt um 150 ljósmyndum. Aftast í bókina hefur verið bætt ítarlegri manna- nafnaskrá. í þessari bók er samankominn mikill og ómetanlegur fróðleikur um sögu Siglufjarðar á þessari og síðustu öld. En einnig er hún dýrmætur moli til atvinnusögu þjóðarinnar. óþh Eitt af verkum Gulay Barryman sem verða á sýningunni. Islenskt landslag Sýning á olíumálverkum Gulay Berryman, fer fram í Menningar- stofnun Bandaríkjanna, Neshaga 16, dagana 3. til 12. júní næst- komandi. Sýningin er opin dag- lega frá klukkan hálf níu á morgn- ana til átta á kvöldin. Myndirnar á sýningunni eru af íslensku landslagi, enda segist Berryman hafa heillast mjög af því og litatilbrigðunum, strax við komuna til landsins. Gulay Berryman er fædd og uppalin á Tyrklandi. Eftir skóla- nám þar, fór hún í listaskóla í Parfs, en síðan lá leiðin aftur til Tyrklands þar sem hún vann sem textílhönnuður. Hún býr nú hér á landi ásamt manni sínum sem er starfsmaður bandarísku utan- ríkisþjónustunnar. Endurútgefinn Siglufjörður

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.