Tíminn - 27.05.1988, Page 7
Föstudagur 27. maí 1988
Tíminn 7
fllll
IIIilI ARNAÐ HEILLA
Afmæliskveðja:
Jóhann G. Möller
VOR ’88
GUFFEN dreifarinn frá Kverneland
hefur svo sannarlega fengið góðar
viðtökur hjá íslenskum bændum.
Hann er sterkur, en léttbyggður og
hentar á þunna og þykka mykju.
Fáanlegur í stærðunum
2.600 1 - 6.500 1.
UMBOÐSMENN OKKAR -
YKKAR MENN UM LAND ALLT
í kvöld gefst margfalt tilefni til
mannfagnaðar og vinafunda hjá
okkur jafnaðarmönnum. Jóhann G.
Möller og kona hans, Helena Sig-
tryggsdóttir, halda upp á sjötugsaf-
mæli Jóhanns að heimili Jónu dóttur
þeirra, Hraunteigi 24, Reykjavík.
Dóttir þeirra Jóhanns og Helenu,
dr. Alda Möller, matvælaverkfræð-
ingur, heldur upp á 40 ára afmæli sitt
sama daginn. Dótturdóttir Jóhanns
og Helenu og nafna hennar fagnar
brautskráningu sem nýstúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík. Fá-
einum dögum síðar mun yngsta
dóttir Jóhanns og Helenu verða
brautskráð frá læknadeild Háskóla
íslands. Það er því margfalt tilefni til
mannfagnaðar og vinafunda með
ættgarði Jóhanns og Helenu og vin-
um þeirra og vandamönnum.
Hver er Jóhann G. Möller? Það
vita allir Siglfirðingar, sem komnir
eru til vits og ára, allir jafnaðarmenn
sem einhvern tíma hafa verið virkir
í starfi Alþýðuflokksins; og allir
þeir, sem einhvern tíma hafa gengið
til liðs við verkalýðshreyfinguna á
íslandi og lagt liðsinni baráttumálum
hennar fyrir bættum kjörum og betra
mannlífi í okkar landi.
Við erum því mörg sem í dag
minnumst Jóhanns G. Möllers þakk-
látum huga og samfögnum honum
og fjölskyldu hans í þessum áfanga-
stað.
Hver er Jóhann G. Möller?
Ef ég ætti að nefna einhvern
einstakling sem öðrum fremur mætti
vera öðrum til eftirbreytni sem sann-
ur jafnaðarmaður í orði og verki, þá
væriþaðhann. Hannáfáasínalíka.
Að gera meiri kröfur til sjálfs sín
en annarra er í mínum huga einföld,
látlaus en um leið kröfuhörð og
eftirsóknarverð dyggð. Jóhann G.
Möller er þess konar maður. Pess
vegna þykir okkur vænt um hann.
Oft hef ég heyrt Jóhann Möller
flytja mál sitt á mannfundum okkar
jafnaðarmanna. Reyndar eru óvíða
haldnir eftirminnilegri fundir en á
Siglufirði, þar sem andi hans svífur
yfir vötnunum. Oft hefur honum
sollið móður af ákefð og einlægni
fölskvalausrar réttlætiskenndar. Oft
hafa ræður hans því hrært dýpri
strengi í hjörtum okkar en ræður
annarra manna, sem sléttmálli
þykja. En hjá Jóhanni eru það ekki
bara orðin sem hrífa. Maðurinn sem
þau mælir hefur reynst svo trúr sinni
hugsjón í öllu sínu lífi og starfi að
það gefur orðum hans sérstakt gildi
og ljær þeim þungan sannfæringar-
kraft.
Hugsjónin sem hreif Jóhann ung-
an til dáða er heillandi draumsýn.
Margir hafa játað henni ást sína af
heitu blóði æskufuna. Hinir eru fáir
sem reynst hafa æskuhugsjón sinni
svo trúir að líf þeirra sjálft er eins og
staðfesting á göfgandi krafti hennar
og mannbætandi yl.
Þess konar maður er Jóhann G.
Möller. Ef við jafnaðarmenn tryðum
á mannasetningar í mynd hinnar
heilögu katólsku kirkju hefðum við
fyrir löngu tekið hann í dýrlingatölu.
Pess vegna er hann ekki kaþólikki.
Þess vegna m.a. erum við jafnaðar-
menn.
Ætli ég hafi ekki fyrst heyrt Jó-
hanns G. Möllers getið í heimahús-
um við pólitískt kaffibollaorðaskak
Isafjarðarkrata í bernsku minni. Og
fannst þess vegna eins og ég hefði
þekkt hann alla tíð þegar ég komst
17 ára gamall til Sigló á síld og reifst
við Jóhann um pólitík í kaffitíman-
um í síldarbræðslunni. Þá var ég
bolsi en hann vinstrikrati. Seinna
þegar ég fór að koma til funda á
Siglufirði fannst honum ég vera
orðinn hægrikrati. Hann var alltaf
sami óforbetranlegi vinstrikratinn.
Var, er og verður. Ég afneita hins
vegar harðlega og staðfastlega nafn-
gift hægrikratans. Auk þess verð ég
æ vinstri sinnaðri sem ég hitti og
heyri Jóhann oftar-og líka eftir, því
sem ég sit lengur í þessari ríkisstjórn,
sjötugur
svona innan sviga! Vonandi verð ég
orðinn eins „vinstrisinnaður" og
Jóhann, þegar ég verð sjötugur.
Nafn Jóhanns G. Möllers er ekki
bara tengt nöfnum Alþýðuflokksins
og verkalýðshreyfingarinnar. Þá
kemur mér hann f hug þegar ég
minnist Siglufjarðar þar sem mér
hefur alltaf fundist andi Jóhanns
svífa yfir vötnunum. Þar er hann
fæddur og fóstraður frá blautu barns-
beini og þar liggja öll hans spor.
Hann er maðurinn, sem talaði ekki
um nauðsyn þess að útbreiða AI-
þýðublaðið. Hann gerði það - í eigin
persónu; það þýðir að hann fór
sjálfur fótgangandi eða á hjólinu
sínu til að safna áskrifendum, koma
blaðinu til þeirra og rukka fyrir það.
Þetta stalst hann til að gera, þegar
aðrir hvíldust eftir erfiði dagsins.
Að loknu gagnfræðaprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri árið
1934 gekk Jóhann í þjónustu Síldar-
verksmiðja ríkisins á Siglufirði þar
sem hann hefur unnið í meira en
hálfa öld. Hann sat í stjórn SR í 12
ár, þar af sem varaformaður stjórnar
1961-1971. Jóhann var bæjarfulltrúi
Alþýðuflokksins á Siglufirði frá
1958-1982 og forseti bæjarstjórnar
seinustu 4 árin. Nú hefur Kristján
sonur hans leyst föður sinn af hólmi
sem oddviti okkar jafnaðarmanna í
bæjarstjórn Siglufjarðar. Jóhann
Möller hefur gegnt fjölda annarra
trúnaðarstarfa fyrir Alþýðuflokkinn
og verkalýðshreyfinguna. Hann var
í stjórn Verkamannafélagsins Þrótt-
ar á Siglufirði 1957-1963 og ritari
Verkalýðsfélagsins Vöku frá 1976 til
þessa dags. Hann átti lengi sæti í
flokksstjórn Alþýðuflokksins og í
verkalýðsmálanefnd hans. Hann
hefur verið umboðsmaður og frétta-
ritari Alþýðublaðsins á Siglufirði frá
ómuna tíð. Allt er þetta ævistarf en
þó er hvergi nærri allt tíundað.
Kristján vinur minn Möller, sonur
Jóhanns og Helenu, á ekki langt að
sækja íþróttaáhugann né heldur syn-
ir hans barnungir. Jóhann Möller
var einn af stofnendum Knatt-
spyrnufélags Siglufjarðar og einnig
lengi í stjórn Skíðafélags Siglfirð-
inga. Þar að auki er Jóhann óforbetr-
anlegur bindindismaður. Og mesta
furða hvað hann getur umborið
breyskleika okkar hinna í þeim
efnum.
Jóhann G. Möller á nú þegar að
baki langt og farsælt ævistarf í þágu
bernskuhugsjónar sinnar og heima-
byggðar, sem hann ann heitu hjarta.
Forsjónin hefur líka kunnað að meta
hann að verðleikum því að hún
hefur fært honum þá hamingju í
einkalífi sem er óforgengileg. Ham-
ingja Jóhanns heitir Helena Sig-
tryggsdóttir frá Árskógsströnd, væn
kona og eiguleg. Hún hefur alið
bónda sínum sex börn sem eru hvert
öðru mannvænlegra. Þau eru því
umvafin barnaláni sem heitir öðrum
orðum Guðsblessun. Meðan sá ætt-
bogi er uppi er óþarft að örvænta um
aldingarð jafnaðarstefnu í okkar
hrjóstruga landi - þótt hann rigni
eldi og brennisteini.
Fyrir hönd okkar íslenskra jafnað-
armanna flyt ég Jóhanni G. Möller
og konu hans Helenu alúðarþökk
fyrir ómetanlegt starf í þágu hug-
sjónar, málstaðar og hreyfingar í
meira en hálfa öld. Það starf var ekki
til einskis unnið og mun þó bera
ríkulegri ávöxt í framtíðinni. Þannig
munum við eða niðjar okkar að
lokum uppskera eins og til var sáð.
Jón Baldvin
Hannibalsson
formaður
Alþýðuflokksins
Vélabær hf., Andakílshr. S. 93-51252
Ólafur Guömundsson
Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-56622
Dalverk hf. Búöardal S. 93-41191
Guðbjartur Björgvinsson
Kvennahóll, Fellsstrandarhr. Dal. S. 93-
41475
Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-4198
J.R.J. Varmahlíö S. 95-6119
Bflav. Pardus. Hofsósl S. 95-6380
Bílav. Dalvikur, Dalvik S. 96-61122
Dragi, Akureyri S. 96-22466
Vélsm. Hornafjarðar hf. S. 97-81540
Víkurvagnar, Vík S. 99-7134
Ágúst Ólafsson
Stóra-Moshvoli, Hvolsveili S. 99-8313
Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769
Vélav. Guðm. og Lofts, Iðu S. 99-6840
t
Þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför
Einars Sigurðssonar
brúarsmiðs,
Mánagötu 8, Reyðarfirði
Elínbjörg Guttormsdóttir
Sigurður Einarsson
Þórunn Björk Einarsdóttir
Berglind Einarsdóttir
t
Þökkum öllum er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
Margrétar Guðmundsdóttur
Dalbæ, Hrunamannahreppi
Sérstakar þakkir til starfsfölks Ljósheima á Selfossi.
Börn, fóstursynir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Frá Fósturskóla íslands
Umsóknarfrestur um framhaldsnám við Fóstur-
skóla íslands, er framlengdur til 4. júní.
Skólastjóri
& Almennt
kennaranám
til B.ED.prófs
KENNARA-
HÁSKÓLI
ÍSLANDS
Umsóknarfrestur um þriggja ára almennt kennaranám
við Kennaraháskóla íslands ertil 5. júní, en dagana 14.
og 15. júlí verður tekið við viðbótarumsóknum. Áttatíu
af hundraði væntanlegra kennaranema eru valdir úr
hópi þeirra sem sækja um fyrir 5. júní. 120 nýnemar
verða teknir inn í Kennaraháskólann næsta haust.
Umsókninni skal fylgja staðfest afrit af prófskírteinum.
Umsækjendur koma til viðtals í júní, þar sem þeim
verður gefinn kostur á að gera grein fyrir umsókn sinni.
Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða annað nám sem
skólaráð telur jafngilt.
Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást á
skrifstofu skólans, Stakkahlíð - 105 Reykjavík, sími:
91-688700.
Rektor Kennaraháskóla íslands
Félagsstarf aldraðra í Reykjavík
Sumarferðir 1988
í sumar eru áætlaðar 14 ferðir innanlands á vegum
Félagsstarfs aldraðra hjá Reykjavíkurborg.
Upplýsingar eru veittar í Fréttabréfinu um málefni
aldraðra, sem borið verður út til allra Reykvíkinga
67 ára og eldri á næstunni og í Hvassaleiti 56-58
í síma 689670 og 689671, þar sem tekið er á móti
pöntunum.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar