Tíminn - 27.05.1988, Qupperneq 12
12 Tíminn
Föstudagur 27. maí 1988
FRÉTTAYFIRLIT
BEIRÚT — Sýrlenskar her-
sveitir munu halda inn í hinn
stríðshrjáöa suðurhluta Beirút-
borgar og stilla þar til friðar eftir
Íriggja vikna átök Hizbollah
reyfingarinnar sem íranar
styoja og Amal hreyfingarinnar
sem Sýrlendingar styðja. Sýr-
lenski herinn hefur beðið
átekta í tvaer vikur samkvæmt
samkomulagi Sýrlendinga og
Irana, á meðan reynt hefur
verð að ná samkomulagi hinna
stríðandi trúbræðra. Þar sem
hvorki hefur gengið né rekið í
þeim málum munu Sýrlending-
ar nú taka málin í sínar hendur
líkt og þeir gerðu í vesturhluta
Beirútborgar í fyrra.
HANOI - Utanríkisráðherra
Víetnam Nguyen Co Thach
mun ræða við bandaríska
embættismenn um framtíð
þeirra háttsettu manna stjórnar
og hers Suður-Víetnams sem
verið hafa í haldi frá því Víet-
namstríðinu lauk. Embættis-
mönnum þessum hefur nýlega
verið sleppt úr endurhæfingar-
búðum.
MOSKVA - Forysta
sovéska kommúnistaflokksins
hefur samþykkt tillögur um að
kjörnir embættismenn í Sovét-
rikjunum fái aðeins að gegna
sama embættinu í tvö fimm
ára kjörtímabil. Gert er ráð fyrir
að þessi regla gangi yfir allt
embættismannakerfið sem
kjörið er, allt frá hinum lægstu
og upp í toppembættismenn.
Tillögurnar verða lagðar fyrir
þing sovéska kommúnista-
flokksins sem kemur saman í
júnímánuði.
MOSKVA - Sovéska þingið
samþykkti ný lög um sam-
vinnurekstur eftir að hafa neytt
stjórnina til að gefa eftir í
skattamálum.
JÓHANNESARBORG-
Tværsprengjursprungu I Pret-
oríu höfuðborg Suður-Afríku í
gær, en þá voru 40 ár liðin frá
því Þjóðarflokkurinn sem nú er
við stjórn, komst til valda. Fjór-
ar konur særðust í sprenging-
unni.
BRUSSEL - Varnarmála-
ráðherrar NATO hafa beðið
Itali um að taka við 72 banda-
rískum F-16 orrustuþotum
sem átt hafa bækistöð á Spáni.
Þessi beiðni kemur í kjölfar
áskorunar Bandaríkjamanna
um að Natoríkin jafni þá byrði
að hafa vígvélar staosettar I
löndum sínum.
WASHINGTON - Banda-
ríkjamenn munu leita eftir til-
lögum frá ríkjum Rómönsku
Ameríku um það hvernig koma
skal Noriega frá völdum í Pan-
ama. Þessi ákvörðun Banda-
ríkjamanna kemur í kjölfar
þess að viðræður við Noriega
um að hann láti af völdum,
runnu út í sandinn.
BAHRAIN - íranskir hrað-
bátar réðust á skip á Hormuz-
sundi. Skipið sem siglir undir
fána Líberíu er rúmlega 15
þúsund tonn að stærð.
ÚTLÖND
lllllll!
Illilllllll
Illlllllllllll
Sandinistar og Kontrar halda áfram friðarviðræðum:
Suður-Afríka:
Enn hylja klæðin
vopn í Níkaragva
Tveir hvítir óeirðalögreglu-
þjónar í Suður-Afríku voru í gær
dæmdir til dauða fyrir að pynta
og myrða svartan ungling í óeirð-
um sem urðu í Lingelihle þorpi
fyrir tveimur árum.
í óeirðunum voru svartir ung-
lingar teknir höndum af suðurafr-
ísku óeirðalögreglunni og þeir
pyntaðir. Einn þeirra, hinn átján
ára gamli Stuurman, var svo illa
limlestur eftir pyntingarnar, að
lögregluforinginn sem stjórnaði
lögreglusveitinni skipaði fyrir að
hann yrði „tekinn af“. Annar
lögreglumaðurtók því unglinginn
niður að árbakka, skaut hann í
höfuðið og henti líkinu í ána.
Lögregluforinginn og lögreglu-
maðurinn voru báðir dæmdir til
dauða og verða hengdir fyrir
morðið. Eru þetta fyrstu hvítu
lögreglumennirnir í Suður-Afr-
íku sem verða teknir af lífi fyrir
glæpi framkvæmda á meðan þeir
sinna skyldustörfum frá því kyn-
þáttaóeirðir tóku að brjótast út
að ráði í Suður-Afríku árið 1984.
Bæði Sandinistastjórnin og Kontraskæruliðar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki grípa til vopna á meðan á
friðarviðræðum stendur þó vopnahlé renni út. Þessir Kontraskæruliðar geta því slappað af og nýtt sér aðstoð
Bandaríkjamanna í friði.
Sandinistastjórnin í Níkaragva og Kontraskærulidar hafa lýst því
yfír að hvorugur aðilinn muni grípa til vopna eftir að núverandi
vopnahlé rennur út og friðarviðræður standa yfír. Þrátt fyrir að enn
sé hyldýpi á milli þessara stríðandi afla í friðarviðræðunum í
Níkaragva, þá hafa leiðtogar þeirra lýst yfir að þeir stefni að því að
borgarastyrjöldinni í landinu verði formlega lokið ekki seinna en í
septembermánuði og að þá liggi fyrir undirritað friðarsamkoinulag.
Samninganefnd Kontramanna ræðna við leiðtoga Sandinistastjórn-
kom til Managva, höfuðborgar Ník-
aragva, á miðvikudag til friðarvið-
Verður fjórði fundur Reagans
og Gorbatsjovs hatdinn í haust?:
Reagan aftur
til í tuskið
Ronald Reagan Bandaríkja-
forseti gaf í skyn að hann væri
einu sinni enn til í tuskið með
Mikail Gorbatsjov Sovétleiðtoga
og vilji gjarnan halda leiðtoga-
fund í haust til að skrifa undir
samkomulag um fækkun lang-
drægra kjarnavopna. Reagan er
nú í opinberri heimsókn {
Hclsinki á leið sinni til ieiðtoga-
fundarins í Moskvu sem hefst á
sunnudaginn, en Ijóst er að ekki
næst að ganga frá samningi um
fækkun langdrægra kjarnavopna
fyrir þann tíma.
Á leiðtogafundinum í Moskvu,
scm verður sá þriðji í röð-
inni, verða fjögur máiefni
efst á baugi. Það eru af-
vopnunarmál, strfðsátök
víðs vegar um heiminn, þá
sérstaklega í Mið-Austur-
löndum og í sunnanverðri
Afríku, - en að undan-
förnu virðist hafa þokað í
samkomulagsátt í Afríku,
- atmenn samkipti stór-
veldanna tveggja og að lok-
um mannréttindamál.
Gert er ráð fyrir að;
Reagan muni koma inn á
mannréttindamál í ræðum
sínum í Finnlandi, enda er
Finnland táknrænt í því
sambandi þar sem Banda-
rfkjamenn hafa mjög barist
fyrir því að Sovétmenn
héldu mannréttindaákvæði
Helsinkisáttmálans.
Forseti Bandaríkjanna
hefur ekki sótt Sovétríkin
heim frá því Richard M.
Nixon þáverandi Banda-
ríkjaforseti hélt til Sovét-
ríkjanna í opinbera heim-
sókn árið 1974.
arinnar. Helstu leiðtogar Kontra eru
í samninganefndinni og tekur harð-
línumaðurinn Enrique Bermudez nú
í fyrsta sinn þátt í viðræðunum við
Sandinista, en Bermudez gagnrýndi
vopnahléssamkomulag það sem
Kontrar gerðu við Sandinistastjórn-
ina á sínum tíma. Bermudez var
háttsettur innan þjóðvarðliðs Sóm-
ósas forseta á sínum tíma.
Sandinistar hafa lagt fram friðar-
tillögur sem eru mjög á skjön við
þær tillögur sem Kontrar lögðu fram
í síðustu viku. Sandinistar hafa þó
fallist á tímasetningar þær er Kontr-
ar gerðu ráð fyrir í sínum tilögum.
Sandinistar vildu áður að friður
kæmist á í júnímánuði og að Kontrar
legðu þá niður vopn. Nú hafa þeir
fallist á að stríðið taki ekki formleg-
an endi fyrr en í september. Gera
þeir ráð fyrir að sumarið verði notað
til viðræðna um pólitískar umbætur
í landinu sem báðir aðilar geti sætt
sig við og að vopnin verði kvödd og
Kontrar haldi inn í þjóðlíf Níka-
ragva að nýju eftir það.
Mikill fjöldi Kontraliða sem haft
hafa aðsetur sitt á afmörkuðum
svæðum í Níkaragva hefur að undan-
förnu haldið til Hondúras til að
njóta efnahagsaðstoðar Bandaríkja-
manna, en samkvæmt vopnahlés-
samkomulaginu mega Bandaríkja-
menn aðstoða Kontra í öllum þátt-
um öðrum en hernaðarlegum. Kem-
ur þetta mörgum Kontranum vel þar
sem matvæli og vistir voru víða af
skornum skammti hjá þeim.
ÚTLÖND
UMSJÓN:
Hallur
Maqnússon
BLAÐAMAÐU
Drápu eigin mann
í stad skæruliða
Indverskir lögreglumenn í Punjabhéraði gerðu þau afdrifaríku
mistök þegar þeir voru að eltast við skæruliða Shíka, að skjóta einn
félaga sinn til bana og særa sex aðra í misgripum.
Reagan Bandaríkjaforseti sem er á
leið til Moskvu til viðræðna við
Gorbatsjov vill gjarnan hitta hann
enn á ný í haust.
Lögreglan f Chandigarh, höfuð-
stað Punjab, sagði að atvikið hefði
átt sér stað á miðvikudag þegar
lögreglan var að elta uppi skæruliða
Shíka við borgina Juluundur, en að
undanförnu hafa herskáir Shíkar
myrt fjölda hindúa í hefndarskyni
fyrir árás indverskra sérsveita á
Gullna hofið í Amritsar.
Tveir hópar sérþjálfaðra lögreglu-
manna áttu í eftirförinni og hóf
annar hópurinn skotárás á menn
sem þeir töldu vera flýjandi Shíka og
felldu einn mann. Svo óheppilega
vildi til að hinir flýjandi Shíkar voru
lögreglumenn úr hinum hópnum
sem komnir voru á slóð skærulið-
anna. Sá hópur brást ókvæða við
skotárásinni og svaraði í sömu mynt
og særði þá sex lögreglumenn til
viðbótar.
Lögreglan í Punjab hefur lagt til
atlögu við skæruliða Shíka víðs veg-
ar um Punjabhérað og byggir á
upplýsingum sem nokkrir þeirra
Shíka er tóku Gullna hofið í Amrits-
ar herskildi á dögunum hafa gefið
um félaga sína. Annar lögreglumað-
ur lét lífið í árás á skæruliða Shíka
og tveir Shíkar hafa fallið.
Lögreglan hefur nú mjög öfluga
gæslu um Gullna hofið til að koma í
veg fyrir að vopnaðir Shíkar taki það
herskildi að nýju. Pílagrímar sem
halda til hofsins eru ferjaðir í hópum
og er gerð vopnaleit á þeim áður en
þeir halda inn í hofið.
Umsjónarmenn Gullna hofsins
sem er heilagasti staður Shíka í
Punjab, hafa neitað að undirrita
yfirlýsingu um að þeir banni vopna-
burð í hofinu. Talsmaður nefndar-
innar sagði að slík yfirlýsing yrði
ekki gefin fyrr en leiðtogum Shíka
sem nú eru í fangelsi verði sleppt úr
haldi.
Hvítar
löggur
dæmdar í
gálgann
Sérsveitir lögreglunnar í Punjab gera alvarleg mistök: