Tíminn - 27.05.1988, Blaðsíða 19
Föstudagur 27. maí 1988
Tíminn 19
Állurervarinngóður
Onassis og
konurnar
Það hlaut að koma að því að
gerður yrði sjónvarpsþáttur um
gríska skipakónginn, eins og alla
aðra kónga. Líf hans bauð svo
sannarlega upp á slíkt. Hann lagði
lag sitt við margar konur, sumar
heimsfrægar, veldi hans var stórt
og eyðslusemi hans við brugðið.
-Auður er eins og heimtufrek
ástmær, er haft eftir honum við
mörg tækifæri. -Það þarf stöðugt
að taka tillit til hans og dekstra
hann. Onassis gerði það og varð
keisari í útveginum.
Hann var ekki glæsimenni að
sjá, en einkar heillandi persónu-
leiki og bjó yfir einstöku, mann-
legu innsæi, að sögn þeirra sem
þekktu hann. Hann gætti þess að
vera alltaf sólbrúnn og hlæja fram-
an í heiminn. -Hlátur skapar
traust, en fýlusvipur gleður
engann, sagði hann. Hann gekk
þráðbeinn og horfði beint í augu
fólks.
Það var aldrei í hámæli, að
Onassis gerði hosur sínar grænar
fyrir Ingeborg nokkurri Dedichen,
dóttur norsks skipakóngs í 12 ár.
Seinna kvæntist hann Tinu dóttur
gríska skipakóngsins Livanosar og
þau eignuðust tvö börn, Christinu
og Alexander.
Árum saman hélt hann við
óperusöngkonuna Mariu Callas og
allir héldu að þau myndu giftast
eftir að hann skildi við Tinu. Það
fór hins vegar á annan veg. Onassis
kom öllum heiminum á óvart með
því að kvænast Jacqueline
Kennedy, ekkju Bandaríkja-
forseta.
í sjónvarpsþáttunum leikur Raul
Julia hlutverk Onassis, en kannske
man einhver eftir honum úr „Kossi
Kóngulóarkonunnar". Anthony
Quinn, gamall vinur Onassis er í
hlutverki föður hans, Sókratesar
og sonur hans, Lorenzo Quinn,
leikur Alexander Onassis, sem
fórst í flugslysi 24 ára gamall,
tveimur árum fyrir dauða föður
síns.
Jane Seymour leikur Mariu
Callas, konuna sem Onassis mat
svo mikils, en sem hann sveik fyrir
Jackie. Þau Maria kynntust 1957
og skömmu síðar skildi Onassis við
Tinu, en ekkert varð úr nýju brúð-
kaupi. Þegar Onassis kvæntist
Jackie, dró Maria sig í hlé. Fyrst
glataði hún vextinum, síðan rödd-
inni og loks ástinni sinni. Hún lést
einmanna og sorgmædd, 53 ára,
tveimur árum á eftir Onassis.
Sjálfur lést Onassis úr sjúkdómi,
sem eyddi vöðvum líkamans smám
saman, lagði hann í rúmið og loks
í gröfina 1975. Viðburðaríkri ævi
var lokið. Hann hafði aflað sér
gífurlegs auðs með því að flytja
olíu um heimshöfin og græddi
stórfé á Súesstríðinu og öðrum
átökum. Nú eru það Christina
dóttir hans og Athina litla, dóttir
hennar, sem njóta góðs af öllu
saman. Ekki er þess getið, hver fer
með hlutverk Christinu í þáttun-
um.
Þrjár aðalsöguhetjurnar: Francesca Annis leikur Jackie
Onassis. Raul Julia er greinilega nokkru hærri á vöxt en
Onassis var.
í nýju sjónvarpsþáttunum leikur Raul Julia skipakónginn Onassis. Ástkonu hans, Mariu
Callas leikur hin fagra Jane Seymour.
Bo Derek er greinilega ein þeirra
sem vill hafa góðan fyrirvara á
hlutunum. Nú er hún búin að
ákveða að legstaður hennar eigi að
vera alveg eins og Evitu Perón og
sagt er að eiginmaðurinn, John
Derek hafi samþykkt þetta.
Bo var að leika í kvikmynd í
Argentínu nýlega og varð svo yfir
sig hrifin af gröf Evitu, að hún
pantaði alveg eins handa sjálfri
sér. Það sem til þarf, á að höggva
í stein í Argentínu og senda til
Bandaríkjanna.
Donog
Barbra
Nú gengur það fjöllunum hærra
í Hollywood, að Don Johnson og
Barbra Streisand muni gifta sig í
september. Ýmsir eru þó tor-
tryggnir og segjast ekki trúa því,
fyrr en það sé um garð gengið. Hitt
er svo annað mál, að um hríð hefur
verið afskaplega heitt á milli stjarn-
anna.
Vinir Barbru segja að hún hafi
ekki hikað andartak, þegar Don
bar upp bónorðið, en svarað ját-
andi á stundinni.
Þau hittust af tilvilun á skíða-
staðnum Aspen í Colorado og
síðan hafa þau bókstaflega verið
saman öllum stundum. Litlu
skiptir, þó þau búi sitt hvorum
megin í Bandaríkjunum, þau
fljúga bara á milli.
-Don hefur til að bera allt, sem
Barbra metur mest, segir náinn
vinur hennar. -Hann er glæsilegur,
hefur mikinn persónuleika og er
meira en meðalvel greindur. Auk
þess er hann einn af fáum karl-
mönnum, sem hún getur ekki
stjómað eins og strengjabrúðu.
Don keypti sér nýlega hús í
Aspen, en flaug fyrst og sótti
’Barbru til að lofa henni að leggja
blessun sína yfir húsið. Það er
síðan hlutverk hennar að innrétta
ástarhreiðrið. Hjónaefnin eru líka
að leita sér að suðurhafseyju, þar
sem þau geta verið í friði, þegar
þau langar til, en eins og flestir
vita, meta þau friðhelgi einkalífsins
mikils.