Tíminn - 31.05.1988, Qupperneq 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 31. maí 1988
MEIRIVAXTAMUNUR
HJÁ EINKABÖNKUM
Ríkisbankarnir hafa boðið upp á
1 til 3% lægri vexti á útlán en
einkabankarnir síðustu tvo mánuð-
ina. Eftir töluverðar sveiflur á
vöxtum í febrúarmánuði og framan
af marsmánuði komst stöðugleiki á
vaxtakjör sem haldist hafa í stórum
dráttum óbreytt síðustu tvo mán-
llði.
Ef gögn Seðlabankans um vaxta-
kjör bankanna eru skoðuð, hafa
orðið litlar breytingar frá 1. apríl
til 21. maí. Svo dæmi séu tekin af
útlánsvöxtum bankanna eru for-
vextir á víxlum nú 30% hjá Búnað-
arbankanum og Landsbankanum
en 31% hjá Samvinnubankanum
og Alþýðubankanum, 31.5% hjá
Útvegsbankanum, Iðnaðarbank-
anum og sparisjóðunum og 32%
hjá Verzlunarbankanum.
Vextir af yfirdráttarlánum eru
33% hjá ríkisbönkunum en fara
upp í 36% hjá einkabönkunum. Af
almennum skuldabréfum eru vext-
irnir lægstir hjá Búnaðarbankan-
um, 31%, en fara upp í 34% hjá
hinum bönkunum.
Útlánsvextir einkabankanna
hafa ekki lækkað síðan 1. apríl en
þeir hafa hins vegar hækkað í
sumum tilfellum. Þótt kjör ríkis-
bankanna séu því hagstæðari á
þessu sviði virðast þau ekki hafa
skilað sér í auknum viðskiptum.
Fólk er ef lil vill ekki jafn meðvitað
um muninn á útlánsvöxtum og
muninn á innlánsvöxtum. Umræð-
an hefur að undanförnu að mestu
leyti snúist um vaxtakjör á innláns-
reikningum en þar bjóða einka-
bankarnir í sumum tilfellum upp á
heldur hærri vexti. Munurinn er þó
minni en gengur og gerist með
útlánsvextina. Vaxtamunurinn
virðist því almennt meiri hjá einka-
bönkunum.
Sem dæmi um vexti á innlánum
eru vextir á almennum sparisjóðs-
bókum 18% hjá Búnaðarbankan-
um, Samvinnubankanum og spar-
isjóðunum. Iðnaðarbankinn er
með 18.5%, Landsbankinn, Út-
vegsbankinn og Verzlunarbankinn
með 19% og Alþýðubankinn með
20%. Svipaður munur er á öðrum
innlánum en ríkisbankarnir bjóða
upp á heldur hærri vexti á óbundn-
um skiptikjarareikningum. JIH
Verðbréfaviðskipti
Samvinnubankans:
Ný skulda-
bréf Lindar
Verðbréfaviðskipti Samvinnu-
bankans standa nú að nýju útboði
skuldabréfa fyrir fjármunaleigufyr-
irtækið Lind hf. Boðin eru út bréf að
fjárhæð 100 miljónir króna, og er
nafnverð þeirra 100 og 500 þúsund
krónur. Þau eru með einum gjald-
daga í lok lánstímans sem getur
verið 2-5 ár. Bréfin eru án nafnvaxta
og kemur raunávöxtun þeirra fram í
afföllum frá nafnverði, en þau eru
seld miðað við 11% raunávöxtun.
Þá eru bréfin með endursöluábyrgð
Samvinnubankans sem skuldbindur
sig til að selja þau innan tveggja
vikna, komi fram ósk um slíkt. -esig
Ferskfisksölur erlendis:
Hæsta karfaverð
síðan í janúar
í síðustu viku fékkst heldur betra
verð fyrir íslenska fiskinn en í marg-
ar vikur þar á undan. Þannig seldi
Ögri RE tæp 100 tonn af karfa í
Þýskalandi, og hefur ekki fengist
hærra verð fyrir karfa þar í landi
síðan fyrstu söluvikuna í janúar.
Ögri var eina skipið sem landaði í
Þýskalandi og scldi hann 343,1 tonn
í Bremerhaven í síðustu viku á 18,16
milljónir króna. Meðalverðið var
52,93 krónur. Af karfa voru 99,4
tonn, sem fóru á 96,03 krónur hvcrt
kíló og hefur aðeins einu sinni verið
hærra í Þýskalandi á þcssu ári. Það
var fyrstu söluviku í janúar, en þá
fengust 98,01 króna fyrir kílóið.
237,4 tonn voru af grálúðu, sem fór
á 34,37 krónur og loks voru 6,3 tonn
af blönduðum afla, sem fór á 72,25
krónur.
Þau voru hins vegar tvö skipin
sem scldu í Bretlandi í vikunni sem
leið. Gnúpur GK seldi 128,1 tonn í
Hull fyrir 9,3 milljónir, eða 72,96
krónur hvert kíló. Ottó Wathne NS
seldi 134,9 tonn í Grimsby á 9,6
milljónir, eða hvert kíló á 70,97
krónur. Skipin seldu samtals 263
tonn á 18,92 milljónir, eða 71,94
krónur hvert kíló.
195,3 tonn voru af þorski, sem fór
á 72,96 krónur. 39,4 tonn voru af ýsu
sem fór á 88,60 krónur. 12,8 tonn
voru af ufsa sem fór á 29,39 krónur
og mun mi'nna var af öðrum tegund-
um.
Loks voru síðan seld tæp 505 tonn
af fiski í gámum til Bretlands fyrir
38.1 milljón. Meðalverðið var 75,47
krónur. 164,2 tonn voru af þorski
sem fór á 76,85 krónur. 163,3 tonn
voru af ýsu sem fór á 85,65 krónur.
97.2 tonn voru af kola sem fór á
60,34 krónur og 60,4 tonn voru af
blönduðum afla sem fór á 84,39
krónur. -SÓL
50 ára afmæli Sjómannadagsins:
Fjölbreytt efni í
Sjómannadagsblaði
Reglur um skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi íslands:
Slökkviliðsmenn bera út hluti úr Dalsgarði, eftir að eldur hafði komið þar upp á laugardag. Til hægri sést
lögreglumaður á tali við íbúann. Tímamynd: Pjetur.
Eldsvoði í Mosfellsdal:
Bjargað af reykköfurum
Eldur kom upp í íbúðarhúsinu
Dalsgarði í Mosfellsdal á laugar-
dag. Slökkviliðið í Reykjavík var
kallað á staðinn og fóru reykkafar-
ar inn í húsið. Þar var fyrir íbúi
hússins og var hann sofandi.
Reykkafararnir björguðu mannin-
um út úr húsinu, og varð honum
ekki meint af.
Talsverður reykur hafði myndast
í húsinu og gekk greiðlega að
slökkva eldinn. Ekki er enn ljóst
hvað olli eldsvoðanum, en unnið
er að rannsókn málsins.
-SÓL
Minnst 20 milljóna
hlutafé skilyrði
Fimmtugasti og fyrsti árgangur
Sjómannadagsblaðsins, hátíðar-
blaðs sjómannastéttarinnar, er ný-
kominn út. Blaðið er gefið út af
Sjómannadagsráði í Reykjavík og
Hafnarfirði á Sjómannadaginn ár
hvert.
Sjómannadagsblaðið er nú rúm-
lega tvöfalt að stærð, alls 232 blað-
síður að lengd, í tilcfni af 50 ára
afmæli Sjómannadagsins sem haldið
verður hátíðlegt með margvíslegum
hætti, dagana 3. til 5. júní.
Fjölmikið af fróðlegu efni er í
blaðinu. Má þar nefna ávörp forseta
íslands, biskups íslands, forsætisráð-
herra, sjávarútvegsráðherra og sam-
gönguráðherra. Pétur Sigurðsson,
formaður Sjómannadagsráðs, rekur
50 ára sögu Sjómannadagsins og
lýsir hinni miklu uppbyggingu sem
Sjómannadagurinn hefurstaðið fyrir
í öldrunarmálum. Sagt er frá sögu
Sjómannadagsráðs og rekstri fyrir-
tækja Sjómannadagsins.
„Ég þakka ykkur heiðurinn, vinir
mínir“, er yfirskrift á ræðu sem
Ólafur Thors hélt er hann veitti
viðtöku gullkrossi Sjómannadags-
ins, æðsta heiðursmerki Sjómann-
adagssamtakanna, fyrstur manna.
Ýmsir sem hafa ort, málað eða
samið tónverk um sjómenn, segja
frá. Þetta er aðeins brot af því efni
sem birtist í blaðinu, en það verður
selt í lausasölu út um allt land á
Sjómannadaginn 5. júní. Auk þcss
er því dreift í stærstu bókaverslanir
á höfuðborgarsvæðinu. Allur ágóði
af sölu blaðsins rennur sem fyrr til
samtaka Sjómannadagsins, en þau
hafa sem kunnugt er staðið fyrir
uppbyggingu Hrafnistu-heimilanna
í Reykjavík og Hafnarfirði.
Ritstjórar blaðsins eru Garðar
Þorsteinsson (ábyrgðarmaður) og
Jakob F. Ásgeirsson.
Bólusetning gegn
heilahimnubólgu
í dag (þriðjudag), kl. 17:30-
19:00, heldur dr. L. Barretto frá
Toronto, erindi í Domus Medica
um árangur bólusetningar gegn
Haemophilus Influenzae (heila-
himnubólgu) á 2ja mánaða börn-
um ogeldri í Kanada. Fyrirlestur-
inn er á vegum landlæknis og
borgarlæknisembættanna. Allir
sem starfa við ungbarna- og
mæðraeftirlit eru velkomnir.
Stjórn Verðbréfaþings Islands
hefur nýlega afgreitt reglur um
skráningu hlutabréfa og er þingið nú
rciðubúið til að taka umsóknir um
skráningu til meðferðar. Meðal skil-
yrða um skráningu cr það að fyrir-
tæki sem gefur út hlutabréf hafi
minnst 20 millj. kr. hlutafé, minnst
65 millj. kr. bókfært eigið fé og að
lágmarki 15% hlutafjárins í eigu
fleiri en 50 aðila. Þótt búist sé við að
mörgum kunni að þykja reglurnar
strangar t.d. varðandi upplýsingar
um fyrirtækið, fullyrða stjórnar-
menn að þær kröfur sem reglurnar
gera séu tiltölulega hóflegar þegar
borið er saman við erlenda markaði
í hæsta gæðaflokki.
Stjórn Verðbréfaþingsins telur
líklegt að ýmsar breytingar þurfi að
eiga sér stað áður en mikil viðskipti
verða með hlutabréf. t.d. aukin
þátttaka stærri fjármagnsaðila svo
sem lífeyrissjóða og verðbréfasjóða.
Áhugi núverndi eigenda fyrirtækja
til að afla sér eiginfjár með almennu
útboði þurfi einnig að aukast. Skatt-
areglur varðandi fjárfestingu í
hlutabréfum og öðrum fjárhagsleg-
um sparnaði þurfi að samræma og
fyrirtækin sömuleiðis að opnast al-
menningi meira en nú er.
ítarlegar upplýsingar um fyrirtæk-
ið, þ.e. starfsemi þess, stærstu eig-
endur, reikninga og fleira, verða að
fylgja umsóknum um skráningu. í
gagnkvæmum samningi verður fyir-
tækið að skuldbinda sig til að gefa
Verðbréfaþinnginu jafnóðum upp-
lýsingar um atriði sem áhrif geta haft
á markaðsverð bréfanna, svo sem
um ársuppgjör og hlutaársuppgjör,
breytingar á samþykktum. kosning-
ar. greiðslu arðs og fleira.
Níu aðilar hafa fengið aðild að
Verðbréfaþingi íslands: Fjárfesting-
arfélagið, Kaupþing, Landsbankinn,
Seðlabankinn, Útvegsbankinn,
Verslunarbankinn, Verðbréfavið-
skipti Samvinnubankans, Sparisjóð-
ur Hafnarfjarðar og Verðbréfamar-
kaður Iðnaðarbankans.
Aðilar að Verðbréfaþingi fslands
eru nú 9 talsins.