Tíminn - 31.05.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.05.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 31. maí 1988 Auglýsing frá Landbúnaðarráðuneytinu til þeirra aðila sem hyggja á sauðfjárslátrun á komandi hausti, svo og annarra sláturleyfishafa. Samkvæmt lögum nr. 30/1966 skal hver sá aðili sem slátrar sauðfé, eða öðrum fénaði hafa til þess tilskilin leyfi, og fullnægja ákveðnum kröfum varð- andi meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi nú í vor, getur ráðherra „þar sem brýn nauðsyn krefur, tímabundið leyftslátrun í sláturhúsum, sem ekki eru svo úr garði gerð að löggilding geti farið fram á þeim, ef yfirdýralæknir eða hlutaðeigandi héraðsdýralæknir telja að slátrun og meðferð sláturafurða geti tekist þar á viðunandi hátt“. Með vísan til þessa hefur landbúnaðarráðuneytið ákveðið að þeir sem hyggja á slátrun á komandi hausti, þurfi að hafa sótt um sláturleyfi til landbún- aðarráðuneytisins fyrir 15. júní 1988. Yfirdýralæknir og hlutaðeigandi héraðsdýralæknir munu í framhaldi af því veita nauðsynlegar umsagnirtil landbúnaðarráðuneytisins. Ráðuneyt- ið mun á grundvelli þeirra umsagna ákveða hvort leyfi til slátrunar hjá einstökum aðilum verði veitt. Landbúnaðarráðuneytið, 30. maí 1988. Útboð - loftræsikerfi Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík, óskar eftir tilboði ísmíðioguppsetningu á loftræsikerfi fyrir skrifstofuhús að Kirkjusandi í Reykjavík. Tilboð óskast í eftirtalda verkþætti. Áfangi A: - Blikkstokkar, um 5.000 kg. - Loftræsisamstæður, 8 blásarar um 30.000 m3/h. - Stýrikerfi fyrir loftræsisamstæður. Áfangi B: - Blikkstokkar um 8.500 kg. - Loftræsisamstæður, 2 blásarar um 45.000 m3/h. - Stýrikerfi fyrir loftræsisamstæður. Vinna við áfanga A skal hefjast strax og skal honum lokið 15. des. 1988. VinnaviðáfangaBákveðstsíðar. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðiskrifstofu Sigurð- ar Thoroddsen hf. Ármúla 4, Reykjavík, frá og með 1. júní 1988 gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til VST hf., Ármúla 4,108 Reykjavík, fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 21. júní 1988 en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. VERKFRÆÐISTOFA SIGUROAR THORODDSEN HF ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499 ÐOÐA RAFGIRÐINGAR Til afgreiðslu strax - Mikið úrval Örugglega. því að Björn bóndi kaupir aðeins það besla og það ódýrasta Boða rafgirðingar 'J— lang ódýrastar Hafið samband við sölumenn okkar FLATAHRAUNI 29 220 HAFNARFIRÐI. S-91. 651800 Ath. breytt heimilistang Búvélar frá Boða — Boði hf. — Betri þjónusta Ámoksturstæki óskast Óska eftir að kaupa ámoksturstæki á Ford 3000 dráttarvél. Upplýsingar í síma 95-3349. Utanríkisráðherrahjón íslands og Búlgaríu. F.v. Hr. Petar Mladenov, Edda Guðmundsdóttir, Galia Mladenova, og Steingrímur Hermannsson. Tímamynd: Pjciur Utanríkisráðherra Búlgaríu í heimsókn Utanríkisráðherra Búlgaríu. hr. Pet- ar Mladenov og frú Galia Milade- nova, ásamt fylgdarliði, eru stödd hér á landi í boði Steingríms Her- mannssonar utanríkisráðherra. Utanríkisráðherrahjónin komu hingað á sunnudag og borðuðu það kvöld heima hjá þeim Steingrími Hermannssyni og Eddu Guðmunds- dóttur. í gærmorgun ræddi hr. Mla- denov síðan formlega við Steingrím Hermannsson og embættismenn í íslenska utanríkisráðuneytinu og hitti því næst forseta Sameinaðs Alþingis. Síðdegis fóru búlgörsku gestirnir í Kollafjörð og síðan í móttöku til VigdísarFinnbogadóttur að Bessastöðum. í gærkvöldi var síðan formlegt kvöldboð í boði Steingríms Hermannssonar og Eddu Guðmundsdóttur. í dag verður farið með gestina til Þingvalla áður en þeir halda aftur úr landi síðdegis. Utanríkisráðherra Búlgaríu og fylgdarmenn ræða við íslenska utanríkisráð- herrann og embættismenn í íslenska utanríkisráðuneytinu í gær. Tímamynd: Pjctur Steingrímur Ingason og Vitek Bogdanski sigruöu vorrall Eikagrills og Bylgjunnar: 15. gírí 1. Steingrímur Ingason og Vitek Bogdanski á Datsun 510 sigruðu í vorralli Bylgjunnar og Eikagrills sem fram fór á föstudag og laugardag, þetta var önnur rallkeppni ársins sem gefur stig til íslandsmeistara- titilsins. í öðru sæti urðu feðgarnir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson á Escort 2000 RS og í þriðja sæti urðu þeir Guðmundur Jónsson og Bjartmar Árnason á Nissan 240 RS. Keppnin var mjög jöfn og spenn- andi alveg til loka og skiptust þrír keppendur á um forustuna, en hinir keppendurnir voru aðeins nokkrum sekúndum á eftir. Fyrir síðustu sér- leið hafði Steingrímur Ingason að- eins einnar sekúndu forskot á Jón Ragnarsson. Á síðustu sérleiðinni festist bíll Steingríms í 5. gír, en það kom ekki að sök, því þrátt fyrir bilunina bættu þeir tíma sinn um 16 sæti sekúndur frá fyrri ferð. Hins vegar sprakk hjá Jóni Ragnarssyni þegar 15 kílómetrar voru eftir af síðustu sérleið, þannig að þeir feðgar urðu að láta sér lynda annað sætið að þessu sinni. Pað voru 20 bílar sem hófu vorrall- ið en 14 bílum tókst að komast í endamark. -ABÓ Vitek Bogdanski og Steingrímur Ingason að loknu vorrallinu kampakátir með 1. sætið. (Tímamynd GE)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.