Tíminn - 31.05.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.05.1988, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 31. maí 1988 Tíminn 9 Alexander Stefánsson alþm.: Nauðsyn áætlunar um íbúðaþörf næstu 10 ár Þegar nýju húsnæðislögin frá 1986 voru til meðferðar á Alþingi hóf Alþýðuflokkurinn undir forystu núverandi félágsmálaráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur hatramman áróður gegn frumvarpinu, ekki síst samkomulagi aðila vinnumarkaðarins um nýja húsnæðislöggjöf. - Forystu- menn vinnumarkaðarins voru kallaðir „þrýstihópar og aðilar utí bæ“. Allt tínt til til að gera nýja húsnæðiskerfið tortryggilegt. Það átti að vera einskis virði. Páverandi félagsmálaráðherra var ófrægður í ræðum og riti, borinn sökum um ósannindi og svik - Alþýðublaðið og Helgar- póstur undir forystu krata látinn birta ómerkilegan persónulegan áróður dag eftir dag til að ófrægja ráðherra. Þessi ósvífni áróður náði tilgangi sínum að því leyti til, að eftirspurn eftir lánum var langt umfram áætl- un og eðlilega þróun mála. Kerfisbreyting í húsnæðismálum 1986 nálgaðist það takmark að gera fólki kleift að eignast eigið húsnæði með hagstæðum lánum, með allt að 70% iánshlutfalli til 40 ára. Fyrrverandi ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar náði þar með því takmarki að lán til hús- bygginga nálgaðist allt að 80% af byggingakostnaði á kjörtímabil- inu. Fyrrverandi ríkisstjórn og að- ilar vinnumarkaðarins og þeir sem sömdu frumvarpið að lögunum reiknuðu með að þetta nýja kerfi sem tók gildi 1. september 1986 yrði að fá þriggja til fimm ára reynslutíma til að sanna gildi sitt, þess vegna væri ekki skynsamlegt að gera á því viðamiklar breytingar fyrr en sú reynsla væri fengin. Hins vegar yrði að hraða endur- skoðun á félagslega kerfinu, með það í huga að auka þar valkosti, efla verkamannabústaðakerfið og auka byggingu leiguíbúða, ekki síst sveitarfélaga og samtaka aldr- aðra, öryrkja, námsmanna o.fl. En í heildarsamkomulaginu 1986 var þetta eitt af aðalatriðun- um. - Þessi endurskoðun var hafin. Ný ríkisstjórn kom til valda í júlí á sl. ári. f starfssamningi hennar er kafli um húsnæðismál sem vinna á eftir á kjörtímabilinu. Fyrsta atrið- ið er að fjárhagsgrundvöllur hús- næðislánakerfisins verði treystur, uppbygging og fjármögnun félags- lega íbúðakerfisins verði endur- skoðuð. Sett verði sérstakt laga- ákvæði um kaupleiguíbúðir og fjár- mögnun þeirra. Markmiðið verði óbreytt frá fyrri lögum að húsnæðislánakerfið fullnægi eðlilegri lánaþörf og að greiðslubyrði fjölskyldna vegna húsnæðisöflunar verði ekki óeðli- lega mikill hluti ráðstöfunartekna. Allt er þetta gott og blessað, en framkvæmdin er vandmeðfarin. Ef jákvæður árangur á að nást er að mínu mati ljóst að traust og gott samstarf við aðila vinnumarkaðar- ins og þar með lífeyrissjóði lands- manna er meginmál, án þess geng- ur dæmið ekki upp. Það voru því fyrstu stórmistök núverandi félagsmálaráðherra á fyrstu vikum starfstíma ríkisstjórn- arinnar, að undirbúa og kynna bráðabirgðalög, sem áttu að rjúfa að verulegu leyti það samkomulag, þann grundvöll gildandi laga um fjármagn lífeyrissjóða og rétt líf- eyrisþega að húsnæðiskerfinu. Þessi mistök ráðherra urðu til þess að forystumenn lífeyrissjóða vildu ekki ganga til samninga sl. haust um fjármagn til bygginga- sjóðanna fyrir árin 1989-1990 sem komu beinlínis í veg fyrir að hægt yrði að halda áfram að afgreiða lánsumsóknir, sem hlóðust upp hjá Húsnæðisstofnun, m.a. fyrir nei- kvæðan áróður undir forystu nú- verandi félagsmálaráðherra og Al- þýðuflokksins. Ef þetta hefði ekki skeð er ég sannfærður um að ástandið í dag væri allt annað í þessum málum. Félagsmálaráðherra náði ekki fram vilja sínum um bráðabirgða- lög sl. sumar, sem betur fór, en umræðan fór í gang og lífeyrissjóð- ir fóru í biðstöðu. Stjórnarfrumvarp var síðan lagt fram í þingbyrjun sl. haust um sama efni. Við sem eigum sæti í félagsmála- nefndum þingsins fengum það hlut- verk að lagfæra frumvarpið til að forða slysum, lögðum við áherslu á að sætta sjónarmið aðila vinnu- markaðarins og lífeyrissjóða, sem vildu ekki þessar breytingar. Við breyttum frumvarpinu grein fyrir grein, þannig var það sam- þykkt á Alþingi rétt fyrir jól. Þessi lagabreytring hafði ekki afgerandi áhrif á stöðu húsnæðismála, og breytti ekki afstöðu lífeyrissjóða því miður nema takmarkað, sem lýsir sér í því, að lífeyrissjóðir í heiid hafa ekki enn gengið frá samningum um skuldabréfakaup fyrir árin 1989 og 1990, sem hefur skaðað núgildandi húsnæðiskerfi og skapað áframhaldandi óróa og óvissu, sem hleður upp umsóknunt um lán. Starfsemi Húsnæðisstofnunar heldur að sjálfsögðu áfrant af full- um krafti. Á þessu ári fer gegnum kerfið lánsfé að fjárhæð um 8.3 milljarðar, sem gerir 35 millj. út- streymi lána hvern virkan dag árs- ins að sögn framkvæmdastjóra, Sigurðar E. Guðmundssonar. Hins vegar er löngu tímabært, að gera alvöruáætlun og úttekt á íbúðaþörf hér á landi t.d. næstu 5-10 ár. - Það getur varla verið þjóðhagslega skynsamlegt fyrir fámenna þjóð að auka sífellt íbúðabyggingar án slíkrar áætlunar, sem styðst við staðreyndir. Kaupleigufrumvarpið Félagsmálaráðherra lagði fyrir þingflokka stjórnarflokkanna drög að frumvarpi til laga um kaupleigu- íbúðir í byrjun desember. Við fyrstu sýn var Ijóst að hér var um að ræða frumvarp, sem ekki væri eðlilegt að afgreiða án þess að sctja það í samhengi viö endurskoðun á félagslega kerfinu, sem allir eru sammála um að þörf sé á í samvinnu við aðila vinnu- markaðarins. En það sem kom mest á óvart er, að gert er ráð fyrir að kaupleigu- kerfi fari einnig inní almannakerfi byggingasjóðs ríkisins með ákveðnum forréttindum, án þess að það eigi að vera sérstaklega fyrir þá efnaminni í þjóðfélaginu og inní lánakerfi með forgang til lána þar sem þúsundir bíða eftir lánsloforðum. Ég átti von á því að fulltrúar Alþýðuflokksins í ríkis- stjórn legðu aðaláherslu á lausnir fyrir þá tekjuminni í landinu. Þessi ákvörðun gengur þvert á allt tal þeirra á opinberum vett- vangi. Með þessari hugmynd óbreyttri, hygla þeir verktökum og vel stæðu tekjuháu fólki og rýra um leið getu byggingasjóðs ríkisins til almennra lánveitinga. Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks voru sammála um Alexandcr Steánsson. að eðlilegast væri að tengja hug- myndina um kaupleiguíbúðar- frumvarpið endurskoðun félags- lega kerfisins, þannig að það nýttist í fyrstu þeim efnaminni í þjóðfélag- inu um leið og sveitarfélögum og félagasamtökum yrði auðveldað að auka kaup og byggingu leiguíbúða. Þessu hafnaði fulltrúi Alþýðu- flokksins og félagsmálaráðherra. Mál þetta er til meðferðar á Alþingi. Leitað var umsagnar aðila vinnumarkaðarins, lífeyrissjóða, sveitarfélaga, ýmissa félagasam- taka. Svör bárustfrá aðeins 14aðilum. Vakti sérstaka athygli að Hús- næðisstjórn kom sér ekki saman um umsögn, mjög fá sveitarfélög og heldur ekki nema fáir í samtök- um vinnumarkaðarins. Virðist því takmarkaður áhugi á frumvarpinu. Flestir töldu að eðlilegra hefði verið að tengja þessar hugmyndir um kaupleiguíbúðir endurskoðun húsnæðiskerfisins, ekki síst félags- lega þætti laga. Ljóst er að sveitarfélög, sem ekki hafa rúman fjárhag, munu hika við að byggja eftir þessu kerfi, vegna framlaga og ábyrgðar sem þessu fylgir. Minni kostnaður er að byggja verkamannabústaði eða leiguíbúðir,sbr. B-liö 33. gr. laga. Sótt er með ofurkappi að ná þessu frumvarpi gegnum þingið fyrir þinglok og vitnað í sérstakt samkomulag formanna stjórnar- flokkanna frá 2. júlí 1987, þar sem gert er ráð fyrir að gerð verði tilraun með þetta lánaform í ca. þrjú ár samhliða almenna og fé- lagslega kerfinu. Hins vegar er Ijóst að fjárhagshlið þessa lána- forms er í lausu lofti og fellur alls ekki inn í þann ramma sem hús- næðiskerfið er í dag. Þess vegna átti að fresta af- greiðslu þess og fella þennan val- kost inn í endurskoðun húsnæðis- kerfisins í heild. Reynslan mun sýna að þetta er rétt mat. Við framsóknarmenn höfum lagt fram breytingu á 33. grein laga um byggingasjóð verkamanna, sem lengir lánstíma til bygginga lcigu- íbúða á vegum sveitarfélaga, sam- taka aldraðra, öryrkja, náms- manna úr 31 ári í 43 ár, lánin cru 85% með 1% vöxtum. Þessi breyt- ing auðveldar þessum aðilum að hefja stórátak í byggingu leigu- íbúða með viðráðanlegum kjörum, sem m.a. lækkargreiðslubyröi lána um 48 þúsund pr. ár, miðað við 4 milljóna kr. íbúð. Þar sem ekki þarf að bíða af- greiðslu cftirslíkum aðgerðum eins og í almannakerfinu er hér um hagstæðustu aðgerð að ræða, ekki síst í sveitarfélögum þar sem hús- næðisskortur er stórt vandamál, og bygging hagkvæmra leiguíbúða því góð lausn. Hér er hægt að færa til fjármagn cf vilji er fyrir hendi. Jafnhliða þessari breytingu þarf að leggja ríka áherslu á endurskoð- un félagslega kcrfisins, þar sem treysta þarf að efla lánakerfi bygg- ingasjóðs verkamanna. Bygging verkamannabústaða er það hagstæðasta kerfi, scnt við íslendingar höfum eignast og hcfur lyft grettistökum í íbúðabygging- um á hagkvæman hátt fyrir launa- stéttir í landinu. Endurskoðun og endurnýjun þessa kerfis með möguleikum á fleiri valkostum m.a. í byggingu leiguíbúða er viðráðanlegur kostur í dag, en verður að gerast í fullu samstarfi við aöila vinnumarkaðar- ins og launþegahreyfinguna í heild. Félagsmálaráðherra á hverjum tíma verður að átta sig á því að hann getur ekki leikið einleik í þessum núkilvæga málaflokki. Hann verður að þola eðlilega gagn- rýni og skilja nauðsyn á samstarfí við almannasamtök í landinu. Klögumál og hótanir og persónu- legar ávítur á einstaka þingmenn skila engum árangri nema síður sé, en skilja eftir efasemdir um hæfni viðkomandi í starfi. BÓKMENNTIR......... ........................................- iiliiílii ' .i'íllllM Besti vinur Ijóðsins Ekki veit ég nákvæmlega hvað felst á bak við nafnið Besti vinur ljóðsins. Einhvers konar samtök munu það þó vera, og ungur en samt vel kunnur maður úr íslenska ljóð- aheiminum, Hrafn Jökulsson, geng- ur þar í fararbroddi af dugnaði og eljusemi. En hvað sem því líður er full ástæða til að þakka ánægjulegt ljóða- kvöld sem þessi samtök stóðu fyrir að Hótel Borg að kvöldi miðviku- dags. Þarna var raunar verið að minnast nokkurra afmæla. Besti vin- ur ljóðsins er tveggja ára um þessar mundir, í ár er aldarafmæli Guð- mundar Kambans og áttatíu ára afmæli Steins Steinars. Tvö Ijóðskáld, þeir Sigurður A. Magnús- son og Sigfús Daðason, áttu sextugs- afmæli á dögunum, og skammt er síðan Þorsteinn frá Hamri varð fimmtugur. Þarna var lesið úr Ijóðum þeirra Kambans og Steins, og afmælisbörn- in þeir Sigurður, Sigfús og Þorsteinn mættu allir og lásu verk eftir sig. Þarna kom líka Jón úr Vör og las eftir sig tvö gömul en sígild ljóð. Var allt þetta hið ánægjulegasta á að hlýða. Og ekki vantaði þarna heldur ungu skáldin. Þarna lásu tveir úr þeirra hópi sem báðir hafa vakið athygli með forvitnilegum bókum, þeir Geirlaugur Magnússon og Stef- án Snævarr. Einnig las þarna Ragn- hildur Pála Ófeigsdóttir, sem vakti athygli með vel gerðri ljóðabók í vetur leið. Af þeim yngri og óráðnari komu þarna fram þrjú skáld, Hrafn Jökulsson, Steinunn Ásmundsdóttir og Kristján Þórður Hrafnsson. I skemmstu máli sagt var þessi kvöldstund einkar vel heppnuð og ánægjuleg. Salurinn á Hótel Borg var nokkurn veginn þéttsetinn og ungt fólk var áberandi. Mun þetta þó vera ívið minni aðsókn en verið hefur á fyrri ljóðakvöldum Besta vinar ljóðsins. En aðsókn og viðtök- ur þarna benda þó óncitanlega til þess að ljóðið eigi sér enn hljóm- grunn hjá töluverðum hópi fólks. Fyrir þá sem hafa haft áhyggjur af minnkandi gengi Ijóðagerðar hér á landi er kvöld sem þctta því uppörv- andi. Skiljanlegt er að aðstandendur slíkar samkomu eigi ckki létt með um að segja skáldum fyrir verkum um hvað þau skuli lesa. En þó má vera að hógværar ábendingar um að velja heldur ný og óbirt Ijóð til lestrar en gömul og löngu prentuð ættu hér rétt á sér. Að öðru jöfnu mætti ætla að það nýja þyki hér sem endranær forvitnilegast, og að skáld- in geti þá líkt og prófað hljómgrunn ljóða sinna með því að lesa þau upp á samkomum sem þessum. Þó er þetta ekki einhlítt, því að til dæmis hefði mátt heyra saumnál detta í salnum meðan Þorsteinn frá Hamri las nokkur ljóð úr einni af bókum sínum. Er Þorsteinn enda ágætur upplesari og flytur eigin Ijóð þannig að ánægja er á að hlýða. Af nýju efni, sem þarna var frumflutt, er kannski helst að nefna ljóð Steinunnar Ásmundsdóttur. Hún hefur ekki gefið út bók og var nefnd þarna í gamni skáld götunnar. Það var viss ferskleiki í ljóðunum sem hún las sem virðast lofa góðu. f heild var þetta því ánægjuleg samkoma, og það sem hæst rís að henni lokinni er sá ljóðaáhugi sem aðsóknin að henni ber vott um. Það er býsna lífseig þjóðtrú hér að útgáfa ljóðabóka sé fyrirfram vonlaust fjár- hagsdæmi. Það skyldi þó ekki vera að þeirri trú mætti hnekkja með dálitlu af skipulagðri markaðssetn- ingu og auglýsingaáróðri líkt og notað er við sölu á öðrum „vöruteg- undum". -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.