Tíminn - 31.05.1988, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 31. maí 1988
Tíminn 13
Gagnkvæmt eftirlit með tilraunasprengingum langdrægra
kjarnorkuflauga rætt á fundi leiðtoga stórveldanna:
Líklegt er talið að Ronald Rea-
gan forseti Bandaríkjanna og
Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi
undirriti samkomulag um tilrauna-
sprengingar langdrægra eldflauga
áður en fjórða fundi leiðtoganna
lýkur, að sögn bandarískra og
sovéskra liernaðarsérfræðinga.
Samkomuiag það sem um er rætt
nær tii og fellur að því samkomu-
lagi um tilraunasprengingar sem
fyrircr. Nýjasamkomulagiðmundi
skylda stórveldin til að tilkynna
hvort öðru fyrirfram um tilraunas-
prengingar langdrægra eldflauga á
landi og sprenginga úr kafbátum.
Sovéski talsmaðurinn Gennady
Gerasimov sagði að í dag yrði að
öllum líkindum tilbúið uppkast að
samkomulaginu um langdrægar
eidflaugar. “Þctta er gott skref,“
sagði talsmaðurinn. Bandarískir
hemaðarsérfræðingar tóku undir
orð Gerasimov sem komu fram á
fundi sem haldinn var í gær á
öðrum degi leiðtogafundarins.
Reagan og Gorbatsjov.
Samkvæmt upplýsingum frá
Gcrasimov og talsmanni Hvíta
hússins Marlin Fitzwater þá áttu
lciðtogarnir 90 mínútna fund með
hclstu ráðgjöfum sínum þar sem
cinkum var rætt um takmörkun
vígbúnaðar almennt. „Þeir ræddu
um fyrri tiilögur og bentu á að
báðar þjóðirnar væru að nálgast
hvor aðra í þessu máli,“ sagði
Fitzwater.
Bandarískir og sovéskir sér-
fræðingar sögðu að á fundinum
væri einnig að vænta minniháttar
samkomulags um sannprófun
kjarnorkuvopnatilrauna. Leið-
togarnir vonast einnig til að þeir
nái einhverjum árangri hvað varð-
ar að skera niður varabirgðir lang-
drægra kjarnorkuvopna um helm-
ing í hvoru landi um sig og sagt cr
að eitthvað hafi þokast í samkomu-
lagsátt í þeim efnum. Reagan og
Gorbatsjov munu að áuki staðfesta
þeirra fyrra samkomulag unt með-
aldrægar kjarnorkueldflaugar á
morgun, miðvikudag en leiðtog-
arnir undirrituðu það samkomulag
í Washington á sfðasta fundi
sínum.
Sérfræðingar þjóðanna beggja
hafa komið saman til funda þrisvar
sinnum síðan Reagan kom til
Moskvu á sunnudag, en áætlað er
að þeir hittist aftur í dag til að
reyna að afmarka núverandi
ágreining um takmörkun lang-
drægra kjarnorkuvopna.
Gerasimov sagði að leiðtogarnir
kæmust að öllum líkindum að mál-
amiðlun um mikið ágreiningsmát
þar með talið reglur um „eruise“
flugskeyti og einnig sagði hann að
vænta mætti einhvers samkomu-
lags um hreyfanlegar eldflaugar.
Fitzwater og Gerasimov sögðu að
ríkin tvö væru á öndverðum meiði
um það hvað varð til þess að
viðræður risaveldanna urn iang-
drægar eldflaugar fóru út um þúfur
á Reykjavíkurfundinum.
Bæði ríkin telja ógerlegt aðsam-
komulag um takmörkun langdræg-
ra kjarnorkueldflauga náist á þess-
um fundi leiðtoganna en sam-
kvæmt Gerasimov þá vilja Sovét-
menn að gengið vcrði frá sam-
komulaginu áður en Reagan fer frá
sem forseti Bandaríkjanna í janúar
á næsta ári.
Þórarinn Þórarinsson:
Bandaríkin, Sovétríkin og
Evrópa þurfa að vinna saman
Athyglisverð frétt birtist í Morg-
unblaðinu síðastliðinn laugardag
(28. maí) um skýrslu Alþjóðaherm-
álastofnunarinnar. Þar segir í upp-
hafi:
„Hættan á klofningi vofir yfir
Atlantshafsbandalaginu ef það
endurskoðar ekki stefnu sína and-
spænis öldu nýrra afvopnunartil-
lagna frá Sovétmönnum. Vestræn-
um þjóðum er ögrað en jafnframt
opnast margvíslegir möguleikar.
Vestræn ríki mega ekki vera svo
upptekin af ögruninni sem í þessu
felst að þau glati tækifærinu, scgir í
árlegri skýrslu Alþjóðahermála-
stofnunarinnar í London (IISS), sem
birt var á fimmtudag.
í skýrslunni segir að viðleitni
Míkhaíls Gorbatsjovs til að endur-
skoða utan- og innanríkisstefnu Sov-
étríkjanna sé einkum að þakka að
árið 1987 var ár þíðunnar í samskipt-
um austurs og vesturs. Hápunktur
ársins í þessu tilliti var leiðtogafund-
urinn í desember, sem einkenndist
af gagnkvæmum velvilja.
f fyrsta kafla skýrslunnar þar sem
fjallað er um horfur í alþjóðamálum
segir að engum dyljist að grundvalla-
rbreytingar hafi mótast á síðasta ári.
Þróun heimsmála virðist vera að
taka nýja stefnu en enginn getur þó
sagt til um hvert hún leiðir. Heimur
sem skipst hefur í tvær andstæðar
fylkingar er að taka á sig fleiri
myndir. Það sem einu sinni taldist
einlit ógnun af kommúnisma er nú
að leysast upp í frumhluta sína, segir
í skýrslunni.
Andspænis afvopnunarfrumkvæði
Sovétmanna ættu vestræn ríki nú að
endurskoða stefnu sína varðandi
samskipti austurs og vesturs og reyna
sjálf að sýna frumkvæði til að stuðla
að traustara alþjóðakerfi. Samning-
urinn um útrýmingu meðaldrægra
flauga og horfur á frekari niður-
skurði á kjarnorkuvopnum þjóna
þessu markmiði. Nú virðist mögu-
legt að sæta lagi á öllum sviðum.
Vert er til dæmis að skora á Sovét-
menn að fallast á ójafnan niðurskurð
hefðbundinna vopna í Evrópu með
tölulegt jafnvægi að leiðarljósi. Sov-
étmenn hafa sýnt að þeir vilja fá
ráðrúm til að leysa úr efnahagsvand-
ræðum heima fyrir.“
Þá segir í skýrslunni samkvæmt
frásögn Mbl., að bregði vestræn ríki
ekki skjótt við, geti Gorbatsjov
gengið á lagið og aukið frumkvæði
sitt, sem stuðlað gæti að klofningi
innan Nató.
Við þetta má bæta því, að það
virðist þegar ljóst, hvert þetta nýja
frumkvæði Gorbatsjovs mun verða.
f grein eftir einn af fréttaskýrendum
rússnesku fréttastofunnar APN, sem
birtist í blaði hennar 29. apríl síðast-
liðinn, er þetta rakið. Höfundur
greinarinnar heitir Nikolaj Shshlin.
Fyrirsögn hennar er: Sameiginleg
örlögSovétríkjanna, Bandaríkjanna
og Vestur-Evrópu.
Efni greinarinnar er á þessa leið:
„Eftir fáeinar vikur hittast aðalrit-
ari miðstjórnar rússneska Kommún-
istaflokksins og forseti Bandaríkj-
anna aftur, í þetta sinn í Moskvu.
Það verður fjórði fundur leiðtog-
anna á tveimur og hálfu ári, og sýnir
það að töluverður árangur hefur
orðið, bæði í Moskvu og Washington
síðan fyrsti fundur leiðtoganna var
haldinn í Genf.
Dagskrá fundarins í Moskvu er
vel kunn. Þar verður rætt um tak-
mörkun vígbúnaðar, fyrst og fremst
árásarvígbúnaðar, svæðishundnar
deilur, mannréttindi og tvíhliða
tengsl ríkjanna. En ef það er enginn
vafi á um hvað verður þarna rætt, er
þó talsverð tvísýna á hvað út úr
viðræðunum kemur.
Ég vil þó benda á að viðræður
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna
eru ekki mál þessara stórvelda ein-
na. Ástandið í alþjóðamálum hefur
einnig áhrif á þær. Sovétríkin og
Bandaríkin verða að samræma að-
gerðir sínar vilja bandamanna sinna,
Varsjárbandalagsins öðrumegin og
Nató hinumegin. Og Evrópa getur
ekki gert sig ánægða með hlutverk
hlutlauss áhorfanda meðan á viðræð-
um Sovétríkjanna og Bandaríkjanna
stendur.
Vestur- og Austur-Evrópa hafa
sínum eigin hagsmunum að gegna.
og þeir fléttast inn í viðræður Sovét-
ríkjanna og Bandaríkjanna. Geta
þær látið sig engu varða hvort víg-
búnaður í álfunni verður takmarkað-
ur, hvort sem um er að ræða kjarn-
orkuvígbúnað eða hefðbundinn?
Auðvitað ekki, Evrópa fagnaði INF
samningnum. En það nægir ekki
Evrópu að losa sig við sovéskar og
bandarískar eldflaugar. Sá tími er
að koma að Evrópa verður að hugsa
um fleiri en sjálfa sig, og fara að
huga að sínum eigin vígbúnaði. Nú
er tækifæri til að fækka verulega í
herjum og skera niður hefðbundinn
vígbúnað frá Atlantshafi til Úral, en
hvort þetta tækifæri verður notað
veltur verulega á frjálsum vilja og
öflugum aðgerðum allra þjóða
Evrópu.
Evrópubúar eru allir jafnáhyggju-
fullir vegna ástandsins sem ríkir
víðsvegar um heim. Evrópa, með
sín víðfeðmu tengsl við allar þjóðir
heims, fylgist grannt með ástandinu
í Mið-Austurlöndum, í Suður-
Afríku, í Mið-Ameríku og öðrum
eldfimum svæðum heimsins. Enginn
er þar sigurvegari, allir tapa, þar á
meðal Evrópubúar, þegar hitnar í
kolunum í svæðisbundnum deilum.
Míkhaíl Gorbatsjov hafði mjög rétt
fyrir sér þegar hann sagði að næst á
eftir kjarnorkuvánni væru það
„vandamál suðurs og norðurs sem
ógnuðu siðmenningunni": „Afvopn-
un til þróunar" er lykillinn að lausn
margra mála sem þróunarlöndin
standa nú frammi fyrir. Iðnvæddu
ríkin, hvaða þjóðfélagskerfi sem þau
hafa, hefðu fyrir löngu átt að taka
höndum saman um að stuðla að
þróun „þriðja heimsins", sem enn
líður undir oki fyrrverandi nýlendu-
tíma.
Gamli heimurinn, með sínar ríku
mannúðar- og lýðræðishefðir, með
sínar mannréttindayfirlýsingar og
víðtæku tengsl milli ríkja sem búa
við ólík þjóðfélagskerfi, gæti gegnt
þarna veigamiklu hlutverki. Það var
í Evrópu sem Helsinkisáttmálinn
var gerður. Ef hann væri þróaður
áfram væri þar komið gott fordæmi
fyrir allar þjóðir heims.
Þórarinn Þórarinssun
Evrópubúar sitja við sama borð í
stjórnmálum, efnahagsmálum og
menningarmálum, og þeir þróa
mannleg samskipti sameiginlega.
Þeir búa einnig á sameiginlegu heim-
ili. Það er ekki hægt að segja að dyr
Evrópu séu öðrum þjóðum lokaðar.
Vestur-Evrópa er skipulagslega
tengd Bandaríkjunum, og Sovétrík-
in ætla sér ekki að reka neinn fleyg
milli Vestur-Evrópu og Bandaríkj-
anna. Allt slíkt er hreinn hugarburð-
ur ef ekki blátt áfram lygi. Sovétríkin
vilja efla tengsl sín við allar þjóðir
Evrópu, sem og allan heiminn.
En ef maður hugar að væntanleg-
um leiðtogafundi, er hægt með vissu
að segja, að Evrópa verður ekki
sniðgengin í þeim viðræðum sem þar
fara fram, heldur tekið fullt tillit til
afstöðu hennar. Við lifum í fjöl-
breyttum heimi, þar sem uppi eru
margvíslegar skoðanir, og þar sem á
margvíslegan hátt er tekið á pólitísk-
um málum. En þessi heimur er
jafnframt heildstæður, og það er
ekki hægt að leysa nein af vandamái-
um hans nema maður taki tillit til
hagsmuna nágranna sinna, jafnt og
sinna eigin."
Hér lýkur grein hins rússncska
fréttamanns. I tilefni af henni, er
ekki úr vegi að minna á að hugmynd-
in um samvinnu Bandaríkjanna,
Sovétríkjanna og Vestur-Evrópu er
ekki ný. í raun byggðist Marshall-
hiáloin á henni. Hún var að vísu
fyrst og fremst hugsuð til viðreisnar
Vestur-Evrópu, en ríkjum Austur-
Evrópu stóð opið að eiga aðild að
henni. Tékkar og Pólverjar vildu
þiggja boðið, og Molotof utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna fór til við-
ræðu við fulltrúa Bandaríkjanna,
ásamt 86 manna sendinefnd. Þátt-
takan í Marshallhjálpinni fólst ekki
aðeins í samskiptum við Bandaríkin,
heldur einnig í samstarfi Evrópu-
ríkja innbyrðis. Stalín taldi það
skilyrði vera andstætt efnahagskerfi
kommúnistaríkjanna. Hann hafnaði
því aðild Sovétríkjanna og lét önnur
Austur-Evrópuríki gera hið sama.
Með því glataðist tækifæri, sem
hefði getað lagt grundvöll að víð-
tækri samvinnu Bandaríkjanna,
Sovétríkjanna og allra Evrópuríkja.
Slík samvinna gæti hafa breytt allri
heimsmyndinni. f stað slíkrar sam-
vinnu magnaðist kalda stríðið og
tvískipting Evrópu í austur og vestur
varð enn meiri en áður. Nú er ekki
meginatriðið að deila um hverjum
þetta var að kenna, heldur að taka
upp þráðinn aftur á nýjum og heppi-
legum grundvelli.
Þótt Bandaríkin og Sovétríkin séu
kölluð risaveldi, standa þau að veru-
legu leyti á brauðfótum og áhrif
þeirra fara dvínandi víða um heim,
sbr. Afganistan og Mið-Ameríku.
Jafnframt vex upplausn og óöld víða
um heim, sér í lagi geta Bandaríkin,
Sovétríkin og Vestur-Evrópa lítið
breytt þessu. Öðru máli gegnir, ef
þessir aðilar gætu tekið höndum
saman og haft sameiginlega forustu,
t.d. um viðreisn í þriðja heiminum.
Leiðtogafundurinn í Moskvu ber
ekki þann árangur, sem til var ætlast
í upphafi varðandi samdrátt og út-
rýmingu langdrægra kjarnork-
uvopna. En risaveldin mega samt
ekki gefast upp. Skynsamlegasti
næsti áfangi í afvopnunarmálum gæti
verið samningur um takmörkun
hefðbundinna vopna og herafla.
Hann gæti líka reynst stórt spor í þá
átt að samfylkja Bandaríkjunum,
Sovétríkjunum og Vestur-Evrópu
til víðtækari viðreisnar á sviði al-
þjóðamála yfirleitt.