Tíminn - 31.05.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.05.1988, Blaðsíða 3
Tíminn 3 Þriðjudagur 31. maí 1988 Viðskiptaráðuneytið birtir gögn um gjaldeyrissöluna: Seðlabankinn tapaði Viðskiptaníðuneyiiö birti i gær upplýsingar frá Seölabankanum um gjaldeyrissöluna 9. til 11. maí. síöustu dagana fyrirgengísfeilingu. l>ar kemur fram að viöskiptabank- arnir og sparisjóöirnir græddu verulega á þeim kaupum sem þá fóru fram en Seðlabankinn tapaði aö sama skapi. Gjaldeyrisktiup banka og spari- sjtxta af Seölabankanum og við- skiptamönnum voru rúmlega 1.010 milljónum króna umfram gjaldeyr- issölu til viðskiptamanna og höfðu innlánsstofnanir vcrulegan hagnað af þessum gjaldeyriskaupum þegar gengið var lækkaö. Pó voru þessi kaup í samræmi viö gildandi reglur á þessu sviði. bað gefitr einmitt tilefni til að athuga rækiléga fyrir- komulag á gjaldeyrissölu Scöla- bankans til viöskiptabankanna, aö mati viðskiptaráðuneytisins. Salan fer nú fram á því gengi sent er skráð þegar gjaldeyrispönt- un er staðfest en afltending gjald- eyrisins getur dregist um 1-2 dttgíi eftir því hvemig stendur a hjá Seðlabankanum. Seðlabankinn ber því aimenna gengisáhættu i þessum viðskiptum og er Ijóst að hann tapaöi nú á þeim verulegum gengismun. Seðlabankinn seldi innlánsstofnunum gjaldeyri fyrir 2.210 milljónir króna 9. tíl 11. mat'. bar af voru staöfcstar pantanir frá 10. og II. maí 1.580 milljónir króna sem átti að afgreiða 1.1. og ló. maí. Langstærsti hluti þess gjaldeyris sem viðskiptabankarnir keyptu af Seðlabankanum í að- draganda gengislækktmarinnar var því enn í Seðlabankanum þegar gengisskráning var felld niður. Jón Sigurðsson, viðskiptítráðherra vill því athuga nektlcga hvort breyta megi reglum um gjaldeyrissölu Scðlabankans til banka og spari- sjóðit þannig aö dregið verði tir gengisáhættu hans. f'riim keniur í brófi Seðlabank- itns að gjiildevrissalan v;ir langsam- legii mest miðvikudagiiin II. niití. eöa rúmlegii 1.230 milljónir króna, en diiginn áður var luin um 470 milljónir króna. I’ví var ekki gripiö i laumana fyrr en gert viir. segir i Irétlatilkynningu frá ráðuneytinu. Samtals seldu viðskiptahankarij- ir gjaldeyri fyrir tæplcga 2.4(10 milljónir krtimi 9. lil II. mai. Þar af yoru um 720 niilljónir króna vegna greiðshi afbórgiina og vaxta aí erlendum lánum sem viöskipta- bitnkarnir hafa endurlánað til inn- lendm aðila en 1.620 milijúnii króna vegna annars sem skipiisi ;i margvíslega notkun. Al stærstu liöunnm má nefna um 950 milljónir króna vcgnii innflutnings. rúmlegit 180 milljónir vegna lerðakostnaö- ;ir. um 110 milljónir vegna ís- lenskra skipafélaga og læplega 100 milljonir vegna greiöslu á vöruvtxl- um og erlendtint reiknihgsskuld- um. .HH > Fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hófst á Nýja Sjálandi í gær: Verkefni aðeins leyst í vinsamlegu andrúmsiofb' Alþjóðahvalveiðiráðið hóf sinn 40. ársfund í Auckland á Nýja Sjálandi í gær. Fyrir hönd íslands er 8 manna sendincfnd, þar á meðal Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra. í ræðu sem hann flutti við upphaf fundarins, sagði hann m.a. að sendi- nefnd íslands kæmi með bjartsýni á fundinn um að ráðið muni takast á við þau mikilvægu mál sem á dagskrá væru í anda víðtæks samstarfs og samvinnu. Hann sagði að eftir árs- fundinn á síðasta ári hefði íslenska sendinefndin látið í ljósi áhyggjur vegna sumra starfsaðferða sem tekn- ar hefðu verið upp og vissra ákvarð- ana, sér í lagi þeirra sem miðað hefðu að því að sniðganga rétt ríkisstjórna aðildarríkjanna, sam- kvæmt 8. grein hvalveiðisáttmálans frá árinu 1946. „Pessar áhyggjur áttu fyrst og fremst rætur sínar að rekja til ótta um að aðgerðir ráðsins mótuðust af vilja til að valda erfiðleikum í ís- lenskum utanríkismálum, á öðrum sviðum en þeim sem tengjast samn- ingum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Sem betur fer hefur síðan tekist um það samkomulag að halda þannig á ágreiningsmálum innan ráðsins, aö þau hafi ekki áhrif á þessi utanrík- ismál. Því getur ríkisstjórn íslands nú metið það starf scm fram fer á þessum fundi eitt og sér,“ sagöi Halldór í ræðu sinni. Hann sagði að íslcnska sendi- nefndin hefði haft af því áhyggjuraö vísindanefnd ráðsins væri mcð aö- gerðum sínum að beina vísindastarf- semi á vcgum þess inn á stjórnmála- legar brautir. Raunin hafi hins vegar orðið önnur á fundi nefndarinnar í San Diego og því fagnaði íslenska sendinefndin. Halldór benti á aö ríkisstjórn fslands legði á það mikla áherslu að Ijúka því heildarmati á hvalastofn- unum sem ákveðið var á 34. ársfundi ráðins fyrir 1990. ísland hefði þegar hafið vísindalegt rannsóknarstarf sem miðaði að því að ákvaröa stærð og ásigkomulag stofnanna. „Alþjóðahvalveiöiráðið þarl' að glíma við mikilvæg verkcfni. l’ví aðcins að andrúmsloft vinsemdar ríki, er hægt að búast við því að takast megi að ná því alþjóölega markmiöi aö samræma vcrnd og skynsamlcga stjórnunarstefnu í vciðum. Sendinefnd íslands mun leggja sitt af mörkum til þess aö þaö megi takast," sagði Halldór. í samtali viö Tímann í gær, s;igði Halldór aö hann byggist viö að vísindaáætlun íslcndinga yröi rædd á fundinum í dag eða á morgun og Halldnr Ásgrímsson, sjávariítvcgs- ráöherra. sagðist hitnn vera vongóður um má- lefnalcgar og skynsamlcgar umræð- ur. Á fundinum í gær var hins vegar rætt í hcild um ástand hinna ýmsu stofna, lagðar voru fram tillögur um kvóta fyrir Alaskaeskimóa og Rússa ;í noröurslóöum. Ekki varð v;irt við nein sérstök mótmæli vegna fundarins. -SÓL Alvarlegt umferðarslys á Arnarneshæðinni: í lífshættu á gjörgæsludeild eftir árekstur Ungur maður liggur nú á gjör- gæsludeild Borgarspítalans eftir að hann ók á staur á Arnarneshæðinni aðfaranótt sunnudagsins. Maður- inn, sem er rúmlega tvítugur. var á suðurleið þegar slysið átti sér stað, og að sögn lögreglunnar. virðist hann hafa ekið nokkuð greitt. Hann er enn í lífshættu. Bifreiðin, sem er lítil, japönsk fólksbifreið, lenti á staur á hæð- inni, fór í tvennt við áreksturinn og var það illa farin að klippa þurfti manninn út úr bílnum. Bíll þessi fór út af veginum á Arnarneshæð á laugardag; kona sem í bílnum var slasaðist, en ekki mikið. Síðar sama dag varð annað slys á sama stað en þá slasaðist ungur maður alvarlega. Tímamvnd GE Fyrr um daginn hafði orðið ann- ar árekstur á sama stað, en þá ók kona út af veginum, en hún slasað- ist ekki alvarlega. Bifreiðin er hins vcgar mikið skemmd. Talið er að hún hafi misst vald á bifreiðinni. -SÓL Þörungaplágan hægir á feröinni norður á bóginn: Þörungaframlínan nú vestur af Karmeyju Þörungarnir illræmdu sem hafa murkaö lífið á undanförnum sólar- hringum úr laxi og margskonar öðru lífi. halda nú norður á bóginn mcð vesturströnd Noregs mcð cilítið minni hraða en áður, þ.c. 20-25 km á sólarhring. í gærkvöldi var fram- lína þörunganna til móts við Karm- eyju (Karmöy). Samkvæmt mæling- um haffræöinga cru um 1 milljón þörunga í cinum lítra. Vísindamenn ger;i ráð fyrir að þörungatorfurnar nái norður tii Bömlafjarðar, norðan Haugasunds, innan fárra sölarhringa. Samkvæmt upplýsingum frá Fisk- oppdrcttens Salgslag í Þrándheimi í gærkvöldi áætla menn að nú hafi um 500 tonn af norskum eldislaxi orðið þörungunum að bráð. Talsmaður Fiskoppdrettens Salgs- lag greindi Tímanum frá því að ekki væri sannað, cins og þcgar hefur verið fullyrt, að þörungarnir bæru með sér eitur sem síðan dræpi fiskinn. „Það eina sem viö vitum ennþá cr aö gífurlegur fjöldi þörung- anna hreinlega kæfir laxinn. Þetta hefur veriö staðfest með allra síðustu rannsóknum vísindamanna hér í landi,“ sagði hann. Þaö kom fram hjá talsmanninum að menn byggjust við því að villti úthafslaxinn sem gcngur alla jafna upp í norskar ár, myndi bíða með að ganga upp í árnar og halda sig þannig frá þörungabreiðunum. Hann tók þó fram að erfitt væri að segja til um hegðan laxins. Norskir haf- og líffræðingar, í samvinnu við kollega þeirra í Dan- mörku og Svíþjóð, hafa átt annríkt um helgina og skoðað þessa plágu frá sem flestum hliðum. Niðurstööur þeirra rannsókna liggja ekki enn fyrir nema að litlu leyti. oþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.