Tíminn - 31.05.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.05.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriöjudagur 31. maí 1988 ARMULA 3 REVKJAVIK SÍMI 38900 Alhliða vagnar í þurrhey og vothey KAUPFELOGIN BUNADARDEILD HEmpEr Fjölhnífavagnar ÁRMULA3 REYKJAVÍK SiMI 38900 Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfarandi: RARIK-88008: Háspennuskápar, 11 kV, fyrir að- veitustöð Fáskrúðsfirði. Opnunardagur: Þriðjudagur 28. júní 1988, kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríksins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudegi 30. maí 1988 og kosta kr. 300,- hvert eintak. Reykjavík 26. maí 1988. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS. Aðalfundur íslenska Álfélagsins: Skipt um formann og síðar forstjóra Af 5.179 milljóna króna brúttó sölutekjum Álversins í Straumsvík árið 1987 uröu um 22 milljónir í afgang sem hreinn hagnaður eftir að rúmlega 67 milljóna króna fram- leiðslugjald hafði verið gjaldfært. Þarna er um mikla breytingu að ræða frá 714 milljóna króna tapi árið áður. í ársskýrslu er batinn að veru- legu leyti rakinn til mikils framlags móðurfyrirtækisins til eflingar eigin fjár ISAL í árslok 1986, auk hækk- andi markaðsverðs á áli. Á aðalfundi ISAL, sem haldinn var í Zurich s.l. fimmtudag, var Ragnar S. Halldórs- son forstjóri kosinn í stjórn félagsins og síðan aftur kosinn stjórnarfor- maður í stað Halldórs H. Jónssonar. í forstjórastöðuna er gert ráð fyrir nýjum manni. Hreinar sölutekjur ISAL voru 4.911 millj. kr. á árinu, sem var um 20% hækkun frá fyrra ári. Rekstrar- gjöld voru 4.684 millj. kr., sem var aðeins 5,5% hækkun frá 1986. Stærsti liður rekstrarkostnaðarins, um 2.605 millj. kr.. var kaup á hráefni og orku sem hækkuðu um 12% frá árinu 1986. í skýrslunni segir að miðað við aðra álframleiðendur í Evrópu sé launakostnaður ISAL orðinn mjög hár. Launaliðurinn, um 835 millj. kr., var sá rekstrarliður sem mest hækkaði milli ára, eða um tæp 35%. Starfsmenn í árslok voru alls 589 þar af447 fastráðnir í verksmiðju og 112 við stjórnun og skrifstofustörf. í skýrslunni segir að áætlanagerð verði sífellt erfiðari þar sem óeðli- lega langur tími fari í kjaraviðræður við fulltrúa verkalýðsfélaga. Pá segir að rekstrarörðugleikar í kerskálun- um á síðari hluta ársins hafi leitt til nokkuð erfiðari samskipta við starfs- menn en ella. Eigna og skuldastaða ISAL var um 4.976 milljónir í árslok. Lang- tímaskuldir voru 2.253 milljónir króna sem er 905 milljónum króna lægri upphæð en í árslok 1986. -HEI Birgir Árnason, hagfræðingur um skýrslu Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins: „IMF hefur aðrar áherslur en við“ Birgir Árnason, hagfræðingur í viöskiptaráöuneytinu, er einn af þeini sein starfa nú í „vísitölunefnd- inni“, sem fjallar nú um fyrirkomu- lag verðtryggingar fjárskuldbindinga og möguleika á afnámi hennar í áföngum. Tíminn spuröi hann um þá niðurstööu Alþjóöa gjaldeyrissjóðs- ins (IMF) að verðtrygging torveldi stjórnun peningamála. Sagt var frá skýrslu sjóðsins í Tímanum í síöustu viku. „Pegar öll innlán í bönkum eru verðtryggð og bundið fé í Seðla- bankanum er verðtryggt líka, þá gerist það að verðlagshækkanir hækka innlánin í bönkunum og bindiskyldan hækkar líka. Það er því enginn sjálfvirkur „mekanismi" þegar allt er verðlryggt, sem dregur úr þenslunni. Það held ég að sé aðalathugasemd IMF.“ sagði Birgir. „Ef hins vegar bundið fé í Seðla- bankanum væri ekki verðtryggt þá þyrfti hluti af aukningu innlána bankanna að vera lagður inn í Seðla- bankann til að fullnægja bindiskyld- unni. Með því vinnurðu á móti aukningu peningamagns vegna verð- hækkana, því bankarnir gætu ekki notað aukningu innlúna til aukinna útlána. Parmeðerdregiðúrþenslu. Vandinn við hagstjórn við núver- andi fyrirkomulag er ekki sá að það kyndi undir verðbólgu en það haml- ar afskaplega lítið á móti henni. Það er í þessum skilningi sem IMF sér tormerki á aðhaldssamri hagstjórn þar sem allt er verðtryggt. En erlendis eru menn óvanir þess- ari miklu verðbólgu sem við búum við. Þess vegna er áherslan hjá þeim öðruvísi en okkar. Þeir eru að hugsa um hvaða áhrif verðtrygging hefur á heildarstjórn efnahagsmála. Það sem skiptir mestu máli hjá okkur varðandi verðtrygginguna er að henni er ætlað að eyða verðlagsáhrif- um á sparnað og lán. Við höfum meiri áhyggjur af því hverjir eru að græða og hverjir að tapa, hvort sparifé sé að étast upp í verðbólg- unni. Þess vegna eru ekki sömu áherslurnar. Við höfum önnur stjórntæki til að hamla gegn þenslu. Það er t.d. með því að hækka bindiskyldu bankanna, það hlutfall innlána sem bankar þurfa að eiga í Seðlabankanum. Þetta kom m.a. til tals í sambandi við gengisfellinguna, að hækka hana úr 13% í 15%. Hægt er að hækka lausafjárhlutfallið. Nú er bönkum skylt að eiga 8% í lausafé. Það mætti hækka og með því er líka dregið úr útlánagetu bankanna. Síðan er kannski það mikilvægasta sem eru ríkisfjármálin. Vísitölubinding er engin orsök verðbólgu. Það þarf að beita öðrum tækjum til að ná verðbólgunni niður og þegar það hefur tekist er hægt að taka vísitöluna úr sambandi án þess að það skipti nokkru máli. Afnám verðtryggingar kyndir frekar undir verðbólgu, ef maður lítur á sögulega reynslu hér á landi. Það var mikil verðbólga á 8. áratugnum en með tilkomu verðtryggingar í áföngum dró úr henni. Spurningin er því miklu frekar sú af hverju við höfum svona mikla verðbólgu og um það má hafa lærðar tölur. Við höfum djúpstæða reynslu af því að langvar- andi verðbólga án verðtryggingar, og með miðstýrðum vöxtum er ekki gott fyrirkomulag. Það sem kæmi nú í stað verðtrygg- ingar og lágra raunvaxta væru mjög háir nafnvextir. Það er mikið erfið- ara fyrir lántakendur að bera háa nafnvexti því skuldabyrgðin er svo há framan af,“ sagði Birgir. Birgir var spurður um þær tölur um sparnað sem koma fram í skýrslu IMF, samkvæmt okkar heimildum. Þar segir að sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu hafi hann verið 15,8% 1980, 8,7% 1984 og 12,5% 1987. „Ef þú tekur þróun innlána í bönkum, þróun verðbréfasjóða og ríkis- skuldabréfa, þá sérðu verulega aukningu í þessum sparnaði. Það er vitað að 8. áratugurinn dró verulega undan peningalegum sparnaði en ekki fjárfestingu, sem var eina leiðin til að verðtryggja fjármagn. Ég held að það hafi orðið veruleg aukning í peningalegum sparnaði frá 1980 og það má skrifa á verðtryggingu og hækkun raunvaxta. Verðtryggingin hækkar raunvexti úr því að vera neikvæðir í að vera jákvæðir. Síðan komu vaxtahækkanir í kjölfar Seðla- bankalaganna 1986. En það er ýmis- legt annað að gerast í þjóðfélaginu, gengdarlaus þensla og ntikil eyðsla. Þannig að þó einhverjir séu að spara þá eru aðrir að eyða. Það þarf að túlka þessar tölur IMF varlega, því það er ekki alveg ljóst hvers konar sparnaðartölur þeir eru með. 1984 höfðu tekjur dregist mjög saman og það er eðlilegt við þær kringumstæð- ur að sparnaður dragist saman," sagði Birgir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.