Tíminn - 31.05.1988, Síða 10

Tíminn - 31.05.1988, Síða 10
10 Tíminn, Þriðjudagur 31. maí 1988 Þriðjudagur 31. maí 1988 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Timinn 11 Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu: Piontek trúir á sína menn - Spáir Dönum sæti í undanúrslitum Scpp Piontek landsliðsþjálfari Dana hefur trú á að danska lands- liðið eigi eftir að ná langt í Evrópu- keppni landsliða i knattspyrnu sem hcfst í V-Þýskalandi nú eftir mán- aðamótin. Hann spáir Dönum sigri yfir bæði Spánverjum og ítölum í riðlakeppninni en heldur einhverri trú við landa sína í V-Þýskalandi og býst við að Danir geri jafntefli við heimamenn. Útkonian úrþessu er 5 stig og fyrsta eða annað sæti í riðlinum. Spá Piontcks gerir ráö fyrir að V-Þjóðverjar cða jafnvel ítalir fari með Dönum í undanúrslit úr 1. riðli. Spá hans er annars þannig: Danmörk-Spánn 1, England-ír- land X, Holland-Sovétríkin 2, V- Þýskaland-Danmörk X, Ítalía- Spánn 1, England-Holland 1, ítal- ía-Danmörk 2, V- Þýskaland- Spánn 1, England-Sovétríkin X, Írland-Holland 2. Spá þessi er útfylling á dönskum getraunaseðli. Á hann vantar tvo leiki, V- Þýska- land-ítalíu og Írland-Sovétríkin því Danirnir kjósa að hafa í staðinn hálflcikstölur í sínum leikjum á þessum þrettán leikja seðli. - HÁ Landsliðsþjálfarinn hefur trú á sín- um mönnum og spáir þeim fímm stigum í þremur leikjum. Vinningstölurnar 28. maí 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.413.192,- 1. vinningur var kr. 2.208.360,- og skiptist hann á milli 3ja vinningshafa, kr. 736.120,- á mann. 2. vinningur var kr. 662.286,- og skiptist hann á 302 vinningshafa, kr. 2.193,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.542.546,- og skiptist á 7.242 vinningshafa, sem fá 213 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 Grasvöllurinn við Frostaskjól er mjög illa farinn og Ijótur að sjá: Aöalleikvangur knattspyrnuliðs KR, grasvöllurinn sem í fyrra var einn sá besti á höfuðborgarsvæðinu, er mjög illa farinn. Stórir dauðir blettir eru í honum, blettir sem engin von er til að vakni til lífsins án þess að þar séu settar nýjar þökur eða sáð grasfræi. Knattspyrnudeild KR sér um völlinn og segjast menn þar hreint ekki skilja í hvað geti hafa gerst því völlurinn hafl fengið ná- kvæmlega sömu meðferð í vetur og vor eins og fyrir síðastliðið sumar. Það er aðeins keppnisvöllurinn sjálfur sem svo illa er farinn, æfinga- vellirnir við hliðina eru í mjög góðu ásigkomulagi. Lögð hefur verið loðnunót og plast ofan á völlinn og er það ætlað til að auka hitann svo sprettan aukist. Á fimmtudaginn verður leikið á vellinum, þrátt fyrir heldur bágborið ástand. „Við skiljum ekki út af hvcrju þær (flatirnar) eru svona góðar en hann (völlurinn) svona slæmur, að vísu er svolítill slakki í honum og það sat svolítil bleyta í honum þegar kuldinn kom í vor, hvort það er útaf því. Þetta er sama meðferðin og hann hefur fengið undanfarin ár, hann fékk alveg sömu meðferð í vor og haust,“ sagði Þorleifur hjá knatt- spyrnudeild KR. Hann sagði völlinn hafa lagast mikið að undanförnu við að hafa loðnunótina á honum. Að sögn fróðra manna er líkleg- asta skýringin sú að vatn hafi legið í dældum á vellinum, frosið í yfirborð- inu og drepið grasrótina þannig. Uppi hefur verið sá orðrómur að plast sem breitt var á völiinn hafi kæft grasrótina en um það er ekki að ræða, til að það geti gerst þarf plast að liggja á í marga mánuði. KR-ingar spila á vellinum í sumar en ekki verður annað séð en að þekja þurfi stóran hluta hans upp á nýtt fyrir næsta sumar því inn á milli eru steindauðir blettir. - HÁ KR-völlurinn er í slæmu ásigkomu- lagi, loðnunót og plast liggur yfir honum til að reyna að auka sprett- una en inn á milli eru steindauðir blettir sem ekki verður bjargað. Þeir koma fram á myndinni sem Ijósir fletir og eru víða eins og sjá má. Eyðilegt að sjá og verður að forar- svaði rigni eitthvað að ráði um svipað leyti og leikið verður á vellin- Um. Tímamyndir Pjetur. Dallas jafnaði og Detroit komst yfir Stórliðin LA Lakers og Boston Celtics ætla ekki að komast léttu leiðina í úrslit bandarísku atvinnum- annadeildarinnar í körfuknattleik að þessu sinni. Reyndar er alls ekki víst að þau komist yfirleitt í úrslit. Eftir leiki helgarinnar eru Dallas Maver- icks búnir að jafna viðureignina gegn Lakers, 2-2, og Detroit Pistons eru aftur komnir yfir á móti Celtics, nú 2-1. Derek Harper skoraði sem aldrei fyrr á ferlinum þegar Dallas vann Lakers 118-104 á sunnudaginn. Harper gerði 35 stig. Liðin hafa nú leikið tvo leiki í Los Angeles þar sem heimamenn unnu og sömu sögu var að segja í leikjunum tveimur í Dallas, heimasigur. Lakers leiddu 57-56 í hálfleik á sunnudaginn en Dallas tók stjórn leiksins í sínar hendur í þriðja fjórðungi. Harper skoraði 14 af stigum sínum í þeim fjórðungi og Mark Aguirre sem endaði með 26 stig bætti við 12 stigum í poka Dallasliðsins. Roy Tarpley skoraði 16 stig í leiknum, tók 13 fráköst og varði 5 skot í þessum leik sem var einn af hans betri fyrir Mavericks. Dallas var yfir 89-83 eftir þrjá fjórðunga og bætti við með 21-10 byrjun á fyrstu fimm mtnútum þess fjórða. Irvin „Magic“ Johnson var sem oft áður maðurinn sem allt var í öllu hjá Lakers. Hann gerði 28 stig og átti 12 stoðsendingar. Dumas gerði 29 stig og Isiah Thomas 28 þegar Pistons unnu Celt- ics 98-94. Celtics drógu á í lokin en heimamönnum í Detroit tókst að halda aftur af þeim. Kevin McHale skoraði mest allra á vellinum og gerði 32 stig í liði Celtics en Larry Bird gerði 19 annan leikinn í röð. Celtics og Pistons léku fjórða leik sinn í Detroit í nótt en það lið sem sigrar í fjórum leikjum keppir við Lakers eða Mavericks um banda- ríska meistaratitilinn. Magic skoraði 28 stig og átti 12 stoðsendingar en það dugði skammt gegn Mavericks. NBA-körfuboltinn: Enska knattspyrnan: Chelsea féll Chelsea féll í 2. deild ensku knattspyrnunnar þrátt fyrir 1-0 sigur á Middlesbrough í síðari leik liðanna um sæti í 1. deildinni á laugardaginn. Áhangendur Chclsea létu ófriðlega og þurfti að kalla til riddaralögregluna. Skyggði það á fagnað- arlæti áhangenda Middlesbrough en þess má geta að fyrir aðeins tveimur árum stóð til að leggja félagið niður. - HÁ/Reuter Tuttugu og eins ár iandsliöið í knattspyrnu: Leikið gegn Svíumí kvöld íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leik- mönnum 21 árs og yngri leikur í kvöld vináttu- landsleik gegn Svíum. Leikurinn verður í Vest- mannaeyjum og hefst kl. 20.00. íslenska liðið er skipað eftirtöldum leikmönn- um: Markverðir: Ólafur Gottskálksson ÍA, Páll Ólafsson KR Aðrir leikmenn: Bjarki Jóhannesson íA, Alexander Högnason íA, Haraldur Ingólfsson íA, Haraldur Hinriksson í A, Þorsteinn Halldórsson KR, Þorsteinn Guðjónsson KR, Rúnar Kristinsson KR, Einar Páll Tómasson Val, Steinar Adolfsson Val, Ólafur Kristjánsson FH, Þórhallur Víkingsson FH, Baldur Bjarnason Fylki, Pétur Óskarsson Fylki, Arnljótur Davíðs- son Fram, Helgi Bjarnason Fram, Hlynur Birgis- son Þór. Þjálfari liðsins er Yuri Sedov. Leikinn dæmir Óli P. Ólsen. - HÁ Belgíska bikarkeppnin í knattspyrnu: Arnór bikarmeistari með liði Anderlecht - Anderlecht vann Standard Liege 2-0 í úrslitum Arnór Guðjónsson og félagar vinna Standard Liege 2-0 í úrslita- sitt í hvorum hálfleik. með liðinu og varð þá jafnframt hans hjá Anderlecht tryggðu sér leiknum. Arnór átti mjög góðan Bikarmeistaratitillinn er sá fyrsti markahæstur í belgísku 1. deild- um helgina belgíska bikarmeistara- leik en skoraði ekki. Mörk Ander- hjá Amóri með Anderlecht en inni. - HÁ titilinn í knattspyrnu með því að lecht gerðu þeir Nilis og Krncevic, hann varð í fyrra belgískur meistari Leiga í stað bindingar rekstrarfjár. Sveigjanlegur afskriftatími. 100% fjármögnun. Óskert bankafyrirgreiðsla. Leigugreiðslur tengdar tekjum. Staðgreiðsluafsláttur. Lýsing hf. býður þjónustu á sviði fjármögnunarleigu. Við kaupum og leigjum þér síðan flestar tegundir véla og tækja. Landsbanki Islands R ■ \NK1 Suöurlandsbraut 22, 108 Reykjavík Sími 91-689050 -AfÖfiVGOSASMBUM

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.