Tíminn - 31.05.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.05.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 31. maí 1988 Símaskráin 1988 Afhending símaskrárinnar 1988 til símnotenda er hafin. í Reykjavík er símaskráin afgreidd á eftir- töldum afgreiðslustööum Pósts og síma: Arnar- bakka 2, Ármúla 25, Eiðistorgi 15, Hraunbæ 102, Kleppsvegi 152, Kringlunni, Laugavegi 120, Lóuhólum 2-6 og Pósthússtræti 5. Afgreiðslutími virka daga (mánud.-föstud.) kl. 8.30- 16.30, nema fimmtudaga kl. 8.30-18.00. í Kringlunni er opið alla virka daga frá kl. 8.30- 18.00. Á Seltjarnarnesi er skráin afhent á póst- og símstöðinni Eiðistorgi 15. í Garðabæ á póst- og símstöðinni við Garðatorg. í Hafnarfirði á póst- og símstöðinni, Strandgötu 24. í Kópavogi á póst- og símstöðinni, Digranesi 9. í Mosfellsbæ á póst- og símstöðinni að Varmá. Utan höfuðborgarsvæðisins er símaskráin afhent á viðkomandi póst- og símstöð. Símaskráin verður afhent gegn afhendingarseðl- um, sem póstlagðir hafa verið til símnotenda. ATHYGLI SÍMNOTENDA ER VAKIN Á ÞVÍ AÐ ÞÆR SÍMANÚMERABREYTINGAR Á SVÆÐUM 98 OG 99, SEM FYRIRHUGAÐAR ERU í TENGSLUM VIÐ ÚTGÁFU SÍMASKRÁRINNAR VERÐASEM HÉR SEGIR: í VESTMANNAEYJUM VERÐA BREYTINGAR ÚR 4 STAFA í 5 STAFA NÚMER GERÐAR 4. JÚNÍ. Á 99 SVÆÐI VERÐA BREYTINGAR ÚR 4 STAFA í 5 STAFA NÚMER OG BREYTINGAR Á SVÆÐ- ISNÚMERI í 98 GERÐAR 10.-20. JÚNÍ. ÞESSAR BREYTINGAR VERÐA AUGLÝSTAR NÁNAR ÞEGAR AÐ ÞEIM KEMUR. ÞAR TIL ÞÆR HAFA FARIÐ FRAM GILDA GÖMLU SÍMANÚM- ERIN. AÐ ÖÐRU LEYTI TEKUR SÍMASKRÁIN GILDI SUNNUDAGINN 5. JÚNÍ N.K. Póst- og símamálastofnunin. Ný götu- og númera- skrá fyrir höfuðborgar- svæðið er komin út Ný götu- og númeraskrá fyrir Reykjavík, Bessa- staðahrepp, Garðabæ, Hafnarfjörð, Kjalarnes- hrepp, Kjósarhrepp, Kópavog, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes er komin út og er til sölu í afgreiðsl- um Pósts og síma. Verð skrárinnar er kr. 850.00 með söluskatti. Póst- og símamálastofnunin. Sumarbúðir í júlí Starfræktar verða sumarbúðir fyrir börn 8-12 ára í Laugagerðisskóla Snæfellsnesi. Á dagskrá verður m.a. glíma, knattleikir, sund, fjöruferðir, útivist og kvöldvökur. Dvalartími hvers hóps verður 1 vika í senn. Skólinn er í fögru umhverfi, sundlaug, nýtt íþrótta- hús og útileiksvæði er á staðnum. Upplýsingar á skrifstofu G.L.Í. í síma 680045 frá kl. 15-18. Glímusamband íslands. lílíll!!1 MINNING Aðalheiður Sigurðardóttir Áriö 1954 varð mikil breyting hjá okkur hjónum, en þá fluttumst við frá Selfossi austur á Stöðvarfjörð. Þetta voru mikil umskipti en fólkið tók okkur vel og eftir þau ár sem við áttum heima á Stöðvarfirði eignuð- umst við marga góða vini. Meðal þeirra voru hjónin Aðalheiður og Kristján í Löndum. Ég minnist þess að fljótlega eftir að við komum austur buðu þau okkur heim einn sunnudag að Löndum, fræddu okkur um byggðarlagið og sýndu okkur vitann. Þau hjón höfðu það sameiginlegt að segja mjög skemmtilega frá og fram- koma þeirra öll hafði þau áhrif að maður hlakkaði alltaf til að hitta þau. Ég minnist þess líka hvað ég saknaði þeirra hjóna er þau fluttu frá Stöðvarfirði til Reykjavíkur, en þó þau bæru mikla tryggð til byggð- arlagsins var þráin til að vera með börnum sínum yfirsterkari, en þau voru öll flutt til Reykjavíkur. Eftir að við fluttum til Reykjavíkur endurnýjuðum við kunningskap okkar og var það meðal annars vegna þess að þá kynntumst við Guðrúnu dóttur þeirra og tengda- syni Bent Jörgensen, sem eru okkar bestu heimilisvinir. Aðalheiður er sú persóna sent ekki gleymist þeim er hana þekktu. Hún hafði sfnar ákveðnu skoðanir um menn og málefni og var ekkert að dylja þær, en var jafn laus við að troða þeim á aðra sem sýndist annað. Aldurinn bar Aðalheiður sérlega vel og þó hún næði háum aldri var hún aldrei gömul. Ég sagði oft við Aðal- heiði að hún væri aðal stofuprýðin á heimilinu.oghúntók þessu alltaf vel eins og öðru spjalli okkar. Hjónaband þeirra Aðalheiðar og Kristjáns var allt til mikillar fyrir- myndar og hafði alla tíð mikil áhrif á þá sem umgengust þau. Þau unnu börnum sínum og öllum afkomend- um og með hlýju sinni og umhyggju fengu þau það margfalt endurgoldið frá þeim. Kristján, maður Aðalheið- ar lést 1977 og var það henni mikill missir, en börnin gerðu allt það sem þau gátu til að bæta henni söknuð- inn. Og í veikindum hennar undir það síðasta dvaldi hún oft hjá Guð- rúnu og Bent og var til mikillar fyrirmyndar hvað þau lögðu sig fram um að létta henni síðasta lífsspölinn. Við hjónin þökkum Aðalheiði samfylgdina og vottum aðstandend- um hennar innilega samúð. Sigurður G. Guðjónsson. Einar Sigurðsson smiður, Reyðarfirði Fæddur 3. febrúar 1923 Dáinn 13. maí 19S8 Þegar mætur samferðamaður kveður svo alltof snöggt og óvænt, kallar hugurinn fram marga minnis- stæða stund, margan vinafund. í byggðarlagi eins og heima verða allir nokkuð nánir hver öðrum, þar eru kunningja- og vinabönd knýtt í samfélagi, sem saknar allt, þegar komið er að kveðjustund. Fólk held- ur sig mest að hinni hljóðu önn hversdagsins, innan heimilisveggja eða úti á vinnustaðnum, því ætíð er ærið starfa fyrir iðna hönd og fúsan hug. Þetta er fyrst og síðast gott samfélag hjálpsemi og mannlegrar hlýju, þar sem samkennd og sam- hjálp ráða, en þar slær þó hver og einn sinn sjálfstæða tón, leggur fram sinn skerf í athöfn daganna, veitir birtu á veg fram. Einar Sigurðsson var maður hóg- værðar og festu, viðmót hans var gott og gjöfult, alvaran og umhugs- unin áttu þar sess, en undir niðri glitraði ávallt á glettnina og gaman var að heyra hann segja frá, skýrum, ljósum orðum án allra vafninga, hvort sem var nú gömul saga frá genginni tíð úr æskuhögum eða hann var að útskýra mannvirkið, sem hann var að vinna að. Ég kynntist Einari í kringum félagsmál fyrst, en saman unnum við að verka- iýðsmálum heima og gott var þar hans liðsinnis að leita. Hann var þar um tíma í forystu- sveit, en undi því betur að vera hinn virki liðsmaður, sem lagði gott til mála og ævinlega var unnt að reiða sig á. Ég kynntist þá vel skoðana- festu hans og einlægum hug í stéttar- legum málefnum, hann var sam- vinnumaður og verkalýðssinni um leið og hélt fram málstað sínum af einurð og greindist glöggt. að mikill hugur fylgdi máli. Mér er einnig minnisstætt, þegar Einar stóð í stafni okkar árlega þorrablóts. Allt varð þar að vera eins og best var á kosið og einlæg gleði hans og einstaklega hlý þökk, þegar upp var staðið, er mér enn harla hugstæð. En Einar var öllu öðru fremur maður iðni og elju, framúrskarandi vel verkfær og hafði glöggt auga fyrir öllu í þeim mörgu, vandasömu verkum, sem hann tók að sér. Hann var maður íhugull og greindur og kunni á mörgu ágæt skil. Hagleikshönd og hugur frjór unnu saman, en Einar var gæddur mikilli samviskusemi og sérlegri verklagni og til alls þurfti að vanda svo, að ekki þyrfti um að bæta. Margur unglingurinn fékk hjá Einari sinn eiginlega vinnuskóla, þar sem æðstu dyggðir voru þær að vinna vel og vinna fljótt og vanda allt sem best. Það varð mörgum heilla- ríkur skóli, er áfram var gengið út á ævibrautina. Ég ætla ekki að rekja starfssögu Einars, mikla og góða, en hún var fyrst og síðast saga smiðsins, saga brúarsmiðsins, þar sem verkin sýna merkin vítt um Austurland. Þar var hann ýmist virkur þátttak- andi áður og síðar sá, er forgöngu hafði og stýrði verki vel. Ég hygg að margir hefðu þar mátt fyrirmynd sækja m.a. í því að tryggja öryggi allra sem best - og hverfa aldrei svo frá verki, að ekki væri sem alira best frá öllu gengið. Á yngri árum stund- aði Einar bæði búskap og sótti sjó. Við hvoru tveggja farnaðist honum vel, en hugur hans stóð til smíðanna. Hann fór snemma að vinna með þeim ágæta manni Sigurði Jónssyni brúarsmið og varð síðar hægri hönd hans við brúargerð á Austurlandi. Hann tók svo algerlega við af honum 1970 og sá um fjölda framkvæmda æ síðan og var raunar í undirbúningi enn nýrra, þegar kallið kom. Einar var vel verki farinn, hafði næmt og glöggt smiðsauga og var úrræðagóður, útsjónarsamur og vandvirkur, lét verkstjórn vel og vann mikið sjálfur. Um meira en þriggja áratuga skeið átti Einar starfsvettvang hjá Vega- gerð ríkisins - vann að smíðum á vetrum m.a. við skálagerð fyrir vega- og brúargerðarhópa - hina vönduð- ustu smíð, en á sumrum voru það svo brýrnar, sem byggðar voru af alúð, kappi en einnig nærfærni þess, sem veit að vel skal til þess vanda, sem vel og lengi á að standa. Einar var ættaður úr Borgarfirði eystra af kjarnmiklu bændafólki þar. Fæddur var hann 3. febrúar 1923, sonur hjónanna að Merki í Borgar- firði: Unu Kristínar Árnadóttur og Sigurðar Einarssonar bónda þar. Faðir hans lést, er hann var 16 ára og þá stóð Einar, elstur barnanna fyrir búi með móður sinni, en hún lést, er hann var tvítugur og þá tók hann við búsforráðum og bjó þar með yngri systkinum sínutn allt til 1954. Hann hertist í eldi erfiðleik- anna og reyndist í þessu sem öðru hinn trausti og trúi drengur, sem aldrei brást. Auðveld hafa æskuárin ekki verið, en Einar óx því meir að manngildi, sem meir reyndi á. Tímamót verða svo í ævi Einars, þegar hann flytur til Reyðarfjarðar og eignast þar hinn ágætasta lífsföru- naut, Elínbjörgu Guttormsdóttur, farsæla og góða konu, verkhæfa hið besta og einstaklega hugþekka í allri viðkynningu. Þetta var árið 1954 og á Reyðarfirði hafa þau hjón búið síðan og eignast þar verulega gott heimili. Börn þeirra eru: Sigurður Kristinn trésmiður í Reykjavík, Þórunn Björk, hárgreiðslumeistari, Reyðar- firði og Berglind húsmóðir í Nes- kaupstað. Dóttir Elínbjargar er Hulda Vidal húsmóðir í Reykjavík. Þetta er gjörvilegt og gott fólk, og ágætir þjóðfélagsþegnar. Einar Sigurðsson gekk giftudrjúga ævibraut, en alltof skjótt var hann hrifinn á brott. Hann var dulur maður, en vinfastur vel, ávann sér traust allra og trúnað, því hann var ekki sá að sýnast, hann var einlægur og raunsannur og einmitt þar telst manngildið mest. Ég færi hans indælu konu og börnunum svo og ástvinum öðrum einlægar samúðarkveðjur frá okkur Hönnu. Með Einari er genginn mann- kostamaðurinn trúi, eljumaðurinn ótrauði, sem enn átti óbyggðar brýr, óunnin verk, ótal ólifuð ár, en ekki er að örlögum spurt. Ég sakna þessa veitula vinar, handtaksins trausta og margra bjartra brosa. Þar gekk góður drengur. Blessuð sé munahlý minning hans. Helgi Seljan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.