Tíminn - 31.05.1988, Síða 20
Sparisjóösvextir
á tékkareikninga
meö
hávaxtakjörum
SA
ÍSLANDS HF
Auglýsíngadeild hannar
auglýsinguna fyrir þig
Ókeypis þjónusta
686300 Tíminn
m
^ v V '* • ""
liniinn
HRESSA
KÆTA
Gestir vínveitingahúsa að ærast vegna hávaða:
Útkeyrðir af
djöfulgangi
1 1
9
Þrátt fyrir að rannsóknir
Vinnueftirlits ríkisins fyrir fjór-
um og sjö árum, hafi leitt í ljós
að hávaði á skemmtistöðum er
vel yfir settum hávaðamörkum,
hafa eigendur skemmtistaða ekk-
ert aðhafst í málinu. Vinnueftir-
litinu berast sífellt kvartanir frá
gestum skemmtistaðanna sem
eru orðnir útkeyrðir af djöful-
ganginum, en keyrt hefur um
þverbak á síðustu árum.
Nýjasta dæmið er frá síðustu
helgi, en þá voru lætin orðin svo
mikil, að starfsfólk skemmtistað-
arins var farið að ganga á gesti og
biðja þá um að kvarta yfir hávað-
anum við yfirmennina.
Hörður Bergmann, upplýs-
inga- og fræðslufulltrúi Vinnueft-
irlitsins, sagði í samtali við Tím-
ann í gær, að hann hefði að vísu
ekki enn fengið neina kvörtun frá
þessum ákveðna skemmtistað.
Hann benti hins vegar á, að á
árunum 1981 og 1984 hefðu verið
gerðar hávaðamælingar á sex
stórum og vinsælum skemmti-
stöðum í Reykjavík.
„Það kom í Ijós, að af þcim 22
starfsmönnum á þessum
skemmtistöðum sem báru háv-
aðaskammtamæla, unnu allir í
hávaða sem mældist yfir 85 deci-
bel að meðaltali. Þrír af hverjum
fjórum unnu í hávaða sem var
yfir 90 decibel,“ sagði Hörður í
samtali við Tímann í gær.
Sett hávaðamörk fyrir starfs-
fólk er 85 decibel og allur hávaði
þar fyrir ofan er talinn skaðlegur
fyrir heyrnina. Þannig kveða regl-
ur á um að starfsfólk megi ekki
vinna í hávaða sem er yfir 85
decibel, nema þá með heyrnar-
hlífar. Annars verði að minnka
hávaðann.
Að sögn Harðar ber þó nokkuð
mikið á því að gestir skemmti-
staða hafi samband við Vinnueft-
irlitið og kvarti yfir hávaða, en
slíkum kvörtunum er ekki sinnt,
þar sem eftirlitið starfi fyrir starfs-
fólkið, en gestir eru þar inni í
mesta lagi í nokkrar klukku-
stundir. Þeirra vettvangur væri
því annars staðar. -SÓL
Verður þetta algeng sjón? Þjónn
ber drykki á borð með heyrnar-
lilífar vegna djöfulgangsins.
(Timinn: Gunnar)
Stanley Kubrickósátturviö íslenskaútgáfu „Full Metal Jacket“:
Neitar útgáfu á
textuðu eintaki
Leikstjórinn heimsfrægi, Stanley
Kubrick, sem á að baki myndir
eins og A Clockwork Orange og
The Shining, neitaði nýverið að
samþykkja íslenska myndbandaút-
gáfu á nýjustu mynd sinni, Full
Metal Jacket, eða Skothylkinu,
eins og rnyndin heitir á íslensku,
eftir að hafa skoðað textað eintak.
Kubrick, sem er annálaður sér-
vitringur innan kvikmyndaheims-
ins, krafðist þess að fá sent textað
eintak út áður en hann samþykkti
útgáfuna. Hann neitaði hins vegar
að samþykkja íslensku útgáfuna.
Hann vill ekki að þýðanda, út-
gefanda eða framleiðanda á íslandi
sé getið og þá var hann líka ósáttur
við textunina. Hann vill ekki að
textinn komi á undan eða eftir að
orðið er sagt, heldur á textinn að
koma þegar viðkomandi segir
hann. Fyrst hafði hann krafist að
myndin yrði textuð í Bandaríkjun-
um, en þegar útskýrt var að stafir
eins og þ,ð,ö og æ þyrftu að vera
til staðar, féll hann frá þeirri kröfu.
fslenski þýðandinn hefur því set-
ið með sveittan skallann síðustu
daga við að breyta þýðingunni í
samræmi við kröfur Kubricks og er
gert ráð fyrir að eintak númer tvö
fari utan á morgun. 5amþykki
hann það heldur ekki, er líklegt að
Steinar hætti við útgáfu á mynd-
inni.
Til marks um stífni Kubricks og
sérvisku, má geta þess að hann
hefur enn þann dag í dag ekki
samþykkt að mynd hans, A Clock-
work Orange, verði gefin út á
myndbandi í Bretlandi. Ástæðan
er sú að þegar myndin var sýnd á
sínum tíma fékk hún slæma dóma
hjá breskum gagnrýnendum. Það
hefur hann enn ekki fyrirgefið, og
samþykkir því ekki útgáfu í Eng-
landi, Skotlandi, Wales eða írlandi
og er frekar illa við að gefa myndir
sínar út í löndum sem eru nálægt
Bretlandi. -SÓL
Auglýsing fyrir „Skothylkið“. Ýmislegt bendir til að hún komi ekki í bráð
á myndbandaleigur.
ASÍ hyggst leita álits hjá Alþjóöa vinnumála-
stofnuninni á lagasetningu ríkisstjórnarinnar:
Samþykktu
Genfarför
Miðstjórn ASf hefur samþykkt að
fara með lagasetningu ríkisstjórnar-
innar, þar sem samningsréttur
verkalýðsfélaganna er takmarkaður,
fyrir Alþjóða vinnumálastofnunina.
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ,
sagðist í gær eiga von á því að það
yrði gert á næstu dögum.
Ásmundur lýsti því yfir í gær í
kjölfar formannafundar ASÍ að þess
yrði krafist af ríkisstjórninni að hún
afturkalli lagasetninguna svo að
frjáls samningagerð yrði endur-
heimt. Sagði hann að verkalýðsfé-
lögin um land allt muni búa sig undir
að fylgja þeirri kröfu eftir ef ríkis-
stjórnin lætur sér ekki segjast.
„Formannafundur ASI fordæmir
ósvífna árás ríkisstjórnarinnar á
samningsrétt verkalýðsfélaganna og
þá kjaraskerðingu sem henni fylgir.“
Svo hljóðar ályktun sem formenn
aðildarfélaganna samþykktu á fundi
sínum í gær.
Formennirnir töldu að með síend-
urteknum lagaboðum um kjara-
skerðingu og afnám samningsréttar
væri verkalýðshreyfingin svipt að-
stöðu til þess að sinna á eðlilegan
hátt því meginhlutverki sínu að
semja um kaup og kjör. „Þannig er
grafið undan trausti félagsmanna á
samningagerð og þar með trausti
þeirra á verkalýðsfélögunum. Slíkar
aðgerðir eru því alvarleg atlaga að
félagafrelsinu."
Námsmaður týndur
Ekkert hefur spurst til íslensks
námsmanns í Texas í Bandaríkjun-
um í tvo og hálfan mánuð. Pilturinn,
sem er 25 ára, hefur verið við nám í
North Texas University.
Hann brá sér í frí til Kaliforníu en
þaðan hringdi hann í skólafélaga
sinn í Texas og bað hann um að
símsenda sér peninga svo hann kæm-
ist til baka með flugi. Bíl hans hafði
verið stolið, ásamt öllum skilríkjum
hans. Peningarnir voru sendir en
ekkert hefur spurst til piltsins. Síðast
sást til bíls hans í smábæ, sem er 3
km frá landamærum Mexíkó. Lög-
reglan í Bandaríkjunum hefurdreift
upplýsingum um piltinn um öll
Bandaríkin og Kanada.