Tíminn - 14.07.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.07.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 14. júlí 1988 Útflutningur á óunnum afla takmarkaður við 600 tonn: LÍÚ vill meira magn og styttri stjórnun Utanríkisráöuneytiö hefur nú ákveðið aö takmarka útflutning á óunnum þorski og ýsu, þannig að vikulegur útflutningur af þessum tegundum fari ekki yfir 600 tonn. Þarf aö sækja um leyfi til útflutnings á óunnum fiski í gámum minnst viku áður en fyrirhugaö er aö flytja hann út. Ráöuneytið tekur síðan afstööu til umsóknanna og á föstudegi er umsækjendum síðan tilkynnt hve mikiö þeir megi flytja út í vikunni á eftir. Þetta fyrirkomulag gildir um útllutning á óunnum þorski, ýsu, karfa og ufsa til loka septembermánaðar. ila á öllu tímabilinu," segir í tilkynn- „Ráðuneytið mun veita útgerðum einstakra skipa, á grundvelli þcirra umsókna sem bárust l'yrir 7. þ.m., vilyrði fyrir útllutningslcyfum fyrir helmingi þess magns sem flutt var út af þorsk- og ýsuafla einstakra skipa á sama tímabili í fyrra. Þeir scm slík vilyrði fá þurfa síðan vikulcga að óska leyfis útflutnings á tiltcknu magni og verða leyfi til vikulegs útflutnings bundin við 15% af út- flutningsheimildum viðkomandi að- ingu utanríkisráðuneytisms. „Auðvitað er æskilcgt að ekki þurfi opinber afskipti af útflutningn- um. Við eigum að geta stjórnað þessu sjálfir. Það verður liins vegar að viðurkennast að það hcfur ekki tekist. LÍÚ hefur stjórnað útflutn- ingnum á skipum og það hefur gengið vel og ágreiningslítið. bar • hefur verið reynt að fara eftir mark- aðsaðstæðum. Viðskiptaráðuneytið, og nú utanríkisráðuneytiö, hafa hins vegar stjórnað gámaútflutningnum og það hefur farið úr böndunum og valdiö verðfalli," sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ í samtali við Tímann. Kristján benti á að þessi stjórnun ráðuneytisins væri tilraun og ekki hægt að lcggja fullt mat á hana sem slíka fyrr en reynsla væri komin á hana. „Þetta er tilraun og þeir miða við síðasta ár. Þar eru verulcgir ann- markar. Nokkur skip voru í breyt- ingum, viðgerðum og fleiru á síðasta ári. Sumir hafa breytt útgerðarhátt- um og svo framvegis og það verður 'að taka tillit til þeirra," sagði Kristján. Útvcgsmenn eru auk þess ekki sáttir við tímalengd stjórnunarinnar. Þeir telja að tvcir mánuðir hefðu verið nóg, en ráðuneytið heldur sig við þrjá mánuði. „Við erum líka ósáttir við magnið. 600 tonn eru of lítið. Markaðurinn getur tekið við mun meiru á góðu verði. Við höfum hins vegar orð þeirra fyrir því að þetta sé ekki niðurneglt. Það verða hliðranir," sagði Kristján. Utanríkisráðuneytið hefur einnig ákveðið að með hliðsjón af markaðs- horfum í Evrópu á óunnum karfa og ufsa, verði engin útllutningsleyfi veitt vegna útflutnings á þessum tegundum í gámum á tímabilinu 24. júlí til 7. ágúst. Ráðuneytið mun síðan leitast viö að fylgjast með horfum varðandi sölu á óunnum karfa og ufsa og grípa til frekari takmarkana á veitingu útflutnings- leyfa reynist það nauðsynlegt. -SOL Farsóttir í maí: Kvef hrjáði 911 manns Horgarlæknir hefur sent frá sér skrá um farsóttir í Reykjavíkur- umdæmi í maí 1988. Úpplýsing- arnar cru samkvæmt skýrslum 7 lækna og Læknavaktarinnar sf. í maí hrjáði kvef og aðrar veirusýkingar í efri loftvegum flesta cða 911 manns. Inflúensu fengu 212 og lungnabólgu fengu 55. 74 fengu iðrakvef, 20 háls- bólgu af völdum sýkla og 18 fengu hlaupabólu. Þeirsjúkdóm- ar sem aðeins komu fram hjá einum voru einkirningasótt, hettusótt og maurkláði. í maí mánuði fékk enginn matareitrun, rauða hunda mislinga eða kíg- hósta í Reykjavíkurumdæmi. - ABÓ Framkvæmda- stjóri ráðinn Stjórn Markaðsskrifstofu Iðn- aðarráðuneytisins og Lands- virkjunar, sem stofnuð var í maí- mánuði sl. með sérstökum samn- ingi milli aðila, hefur ráðið Garð- ar Ingvarsson hagfræðing í starf framkvæmdastjóra skrifstofunn- ar frá og með 1. júlí. Garðar er fæddur 10. apríl 1937 og stundaði nám í Þýska- landi og lauk Dipl. Volksw. prófi frá háskólanum í Köln árið 1966. -gs Erlendir ferðamenn á tjaldstæðunum í Laugardal: Landiðerfallegt en verðlagið hátt Útlcndingar sem leið sína lcggja til íslands virðast á citt sáttir um að hér ríki gífurleg dýrtíð. Erlendir ferðamenn sem höfðu hug á að koma til landsins í sumar hafa margir hverjir hætt við sökum þessa og enn aðrir sem þegar eru hingað komnir segjast hættir við að kaupa hcr ýmsa þá muni sem þeir hugðust kaupa sökum gífurlega hás verðs. Á tjaldstæðinu í Laugardal hitti Tíminn nokkra erlenda fcrðamenn sem dvalist höfðu hér um tíma, nægilega lcngi til að kynnast vcrð- inu, og spurði hvernig þcim líkaði dvölin. Annetta Woerner og Peter Wo- erner eru frá Þýskalandi. Þau komu til íslands fyrir nokkrum dögum og hafa hug á að feröast um landið á reiðhjólum næstu fjórar vikurnar. „Landið cr rnjög fallcgt en verðið á öllu hér er ótrúlega hátt. Við heföum aldrci trúað þessu,“ sagði Peter Woerner. Og bætti við að þau hjónin væru hætt við að kaupa ýmsa muni sem þau höfðu heyrt um og haft hug á að kaupa áður cn þau komu til landsins. „Það er víst nóg að þurfa að fæða sig á meðan á dvölinni stendur," sagði Annetta Woerncr. Þau vildu þó meina að mikil náttúrufegurð bætti upp hátt verð og kváðust ánægð með dvölina. Didicr Chateau, Marie Varlet og Christophe Maitre voru tiltölulega nýkomin til landsins frá Frakklandi. Þau ætla að dveljast hér í 17 daga og sögðust hafa hug á að nýta tímann í að ferðast um landið. Aðspurð að því hvað þeim fyndist um verðlag á íslandi sögðust þau hafa vitað um dýrtíðina áður en þau komu og hcfðu því vcrið búin að gera ýmsar ráðstafanir. „Ég var hér fyrir tveimur árum og vissi því hvað allt er hér hrikalega dýrt,“ sagði Christophe Maitre. „Þess vegna komum við með ýmislegt ætilegt með okkur,“ bætti hann við að lokum. IDS Krakkarnir Didier Chateau, Marie Varlet og Cristophe Maitre voru svo forsjál að konia með ýmislegt matarkyns með sér til landsins þar sem þau vissu fyrir um verð á hlutum hér. Timamyndir:Gunnar Hjónin Annetta og Peter Woerner hyggjast hjóla um fsland en segjast verða að hætta við að kaupa ýmislegt sem þau höfðu hugsað sér vegna einmuna dýrtíöar hér á landi. Fundað um land- búnað í Fljótum Kvennalistinn gekkst fyrir ráð- stefnu um landbúnaðarmál og landnýtingu fyrir skömmu. Ráð- stefnan var haldin að Sólgörðum í Fljótum. Þangað komu liðlega 40 konur víðsvegar að af landinu, en konur á Norðurlandi höfðu veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd. Á ráðstefnunni fluttu framsögu- erindi Ásgerður Pálsdóttir Geita- skarði, Sigrún Helgadóttir Reykja- vík og Ágústa Þorkelsdóttir Vopnafirði. Einnig fjölluðu Dan- fríður Skarphéðinsdóttir og Mál- fríður Sigurðardóttir um byggða- jafnvægi og Jófríður Traustadóttir ræddi um málefni bænda og neyt- enda, og auk þess greindu þátttak- endur frá stöðu landbúnaðar í sínum heimabyggðum. Kom fram mikill uggur vegna erfiðrar stöðu bænda og mikils fólksflótta af vissum stöðum á landinu. Á ráðstefnunni kom fram sú skoðun að víða á landsbyggðinni geti fólk hvorki verið kyrrt eða flutt burtu. Mismunur á fasteigna- verði eftir því hvar eignin er staðsett á landinu sé svo gífurlegur, auk þess sem bújarðir með tak- mörkuðum framleiðslurétti eru vart seljanlegar í dag. Að sögn þeirra sem að ráðstefn- unni stóðu tókst hún mjög vel. Niðurstöður hennar verða m.a. notaðar til að móta heildarstefnu Kvennalistans í landbúnaðar- og byggðamálum. Konurnar luku lofsorði á dvölina nyrðra. Á meðan á henni stóð fóru þær í skoðunarferð um Fljót og nágrenni í boði Fljótahrepps og skoðuöu m.a. fiskeldisstöð Mikla- lax h.f. á Lambanes-Reykjum. -öb Fljótum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.