Tíminn - 14.07.1988, Side 6

Tíminn - 14.07.1988, Side 6
6 Tíminn Fimmtudagur 14. júlí 1988 VERDUR HÖRPUDISKUR NÆSTA ELDISGREININ? Guðrún G. Þórarinsdóttir sjávarlíffræðingur hefur fengið styrk úr rannsóknasjóði að upphæð 2,2 milljónir til tilrauna- eldis á hörpudiski, Chlamys Islandica. Tilraunaeldið fer fram á Breiðafirði og við Yatnsleysuströnd, en Hafrannsóknar- stofnun er samstarfsaðili Guðrúnar. Hún áætlar að það taki þrjú ár að rækta hörpuskelina upp í matfisk. Tilraunin verður í raun tvíþætt til að byrja með. í fyrsta lagi verða settar út lirfugildrur til að safna hörpudisklirfunum. Eftir ár verða gildrurnar teknar upp og þá eiga að vera komnar litlir hörpudiskar sem síðan verða ræktaðir áfram í búrum. í öðru lagi verður einnig veidd undirmálsskel, um það bil ársgömul, og um 1 sm að stærð. Þessi skel verður síðan sett í ræktunarbúr sem komið verður fyrir á mismunandi dýpi. Guðrún sagði að mánaðarlega mundi hún taka búr sem staðsett hefðu verið á þrennskonar mismun- andi dýpi til að fylgjast með vextin- um. í sumar fer eldið eingöngu fram á Breiðafirði. Búrin verða sett þar, sagði Guðrún vegna þess að á Vatn- sleysuströnd eru ekki sömu náttúru- legu mið eins og á Breiðafirði. „Þar verður lirfunum safnað, en síðan næsta sumar mun ég flytja hluta þeirra á Vatnsleysuströnd. Þar er hlýrri sjór og þá er ætlunin að fylgjast með því hvort hitastig sjávar hafi einhver áhrif. Hvort það flýti vexti þeirra, hvort hitinn sé of mikill fyrir dýrin eða hvers vegna villtur hörpudiskur lifir ekki við sunnanvert land.“ Guðrún sagði að aðilar við Breiða- fjörð hefðu mikinn áhuga á að fara út í eldi á hörpudiski, þegar þessu rannsóknarverkefni væri lokið og það gæfist vel. Markaðsverð á hörpudiski er frekar lágt í dag, miðað við hvað það hefur verið á undanförnum árum. Guðrún sagði að þrátt fyrir að talað væri um að markaðsverð væri lágt, þá væri þetta í raun fokdýr matur. Það hefur sýnt sig, sagði Guðrún með allan ræktað- an skelfisk að hann er kjötmeiri og auk þess bragðbetri en villtur, þann- ig að hann ætti að gefa meira af sér í krónum talið. Til tilraunaeldisins hefur Guðrún 80 búr sem rúma um 8000 ársgamlar skeljar og 85 lirfusafnara. -ABÓ Þjóðhagsstofnun spáir enn meiri vaxtahækkunum þegar líður á árið: Slegist um lán á 75-80% „vöxtum“ Þjoðhagsstofnun spáir enn meiri vaxtahækkunum þegar liour á ario: Slegist um lán á 75-80% „vöxtum“ Þóll v»*l»-, »ff»IU o* »nn»r Unlókuko'tnaðiir w nu almrnnl kominn upp í 75-80% á ári virðút það ekki f*U eyftvluglaða Idendinga frá auknum lánlökum. nero» «ður ti. Ve*lir o* annar lántökukostnaður vegna viðskiplavisla sem menn eru »ð selja t bönkunum þeua dagani, og vella siðan á undan sér með nýjum víslum mánaðarlega, svara lil 75-80% koslnaðar á ári. samkva-ml dsrmum sem Tirniun fékk reiknimeislara í einum bankanna lil að sU á fyrir si|> i gar. I þessum dtrmum var miðað við algengar visilupphnðir (50-100 þus.l en kostnaðarhlulfallið g*li orðið mun h*rra ef um smáupphvðir v*ri að neða. Pessar „vsilaprösenlur- (75- fari ( vanskil Póll hér séu lekin 80% og þar yfir) þurfa h*ði fynr- clxmi af vlxilkostnaði (vðxlum. laeki og ekki siður þcir sem kaupa UmAkukoslnaði og/cða affnllum .lcikfðngin- sfn með afborgunum ogsiimpilgjöldum)geiallnlakend- að grciða. auk þess sem vcrslanir ur sem sknfa undir skuldab-cf ckki sem hoðið hafa honum (cins og fjðlda annarra landsmanna) hóka- l.(HX) kröna mánaðarlcgum af- horgunargrciðsium. Dankamaður- inn varaði sig hms vcgar á þvi - - að hann garii*þurfi að horga 300-350 kröna innhcímluþriknum grciðslu. þ.e. selji fynrlxki (höka- vcrt ui úlgáfa i t*ssu dcmi) skuldahrCfið þcssu Póll hagfi.cðin kcnni að vexlir dragi úr eflirspum cflir um og laði f<Uk lil sparnaðar vc larpast sCð að sú hagfrarðikcr gildi varðandi Islendinga. Þráll fyrir gifurlcga háa upplýsir þjöðhagssiofnun að i innlánsslofnana hafi aukisl llán það scm cða vfxlan Aðcms ir ARI HÆKKUNAR RAUN- VAXTA. Það scm þjöðin cyðir I cr að Þann 5 miltjarða króna ur þvf að fjármagna m iluþóknunin g*li fiafþcssum I2milljörð- Vegna mistaku við uppsctningu á meginmáli forsíðufréttar Tímans í gær sem gerði hana illskiljanlega á stórum köflum endurbirtum við þá frétt hér í heild sinni. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum tæknilegu mistökum. Þótt vaxta-, affalla og annar lántökukostnaður sé nú almennt kominn upp í 75-80% á ári virðist það ekki fæla eyðsluglaða íslend- inga frá auknum lántökum, nema síður sé. Vextir og annar lántöku- kostnaður vegna viðskiptavfxla sem menn eru að selja í bönkunum þessa dagana, og velta síðan á undan sér með nýjum víxlum mán- aðarlega, svara til 75-80% kostnað- ar á ári, samkvæmt dæmum sem Tíminn fékk reiknimeistara í ein- um bankanna til að slá á fyrir sig í gær. í þessum dæmum var miðað við algengar víxilupphæðir (50-100 þús.) en kostnaðarhlutfallið gæti orðið mun hærra ef um smáupp- hæðir væri að ræða. Þessar „vaxtaprósentur" (75- 80% og þar yfir) þurfa bæði fyrir- tæki og ekki síður þeir sem kaupa „leikföngin" sín með afborgunum að greiða, auk þess sem verslanirn- ar hafa í þeim tilfellum þá oft bætt á höfuðstól lánsins þóknun fyrir pappírsvinnu og þá áhættu sem þær taka af því að bréfin/víxlarnir fari í vanskil. Þótt hér séu tekin dæmi af víxilkostnaði (vöxtum, lántökukostnaði og/eða afföllum og stimpilgjöldum) geta lántakend- ur sem skrifa undir skuldabréf ekki reiknað með að slcppa mikið betur. Bankamaður sem Tíminn talaði við minntist t.d. á farandbóksala sem boðið hafa honum (eins og fjölda annarra landsmanna) bóka- flokka til kaups með „aðeins" um 1.000 króna mánaðarlegum af- borgunargreiðslum. Bankamaður- inn varaði sig hins vegar á því - sem margir aðrir gera kannski ekki - að hann gæti þurft að borga 300-350 króna innheimtuþóknum á hverja 1.000 króna mánaðargreiðslu, þ.e. setji fyrirtæki (bókaútgáfa í þessu dæmi) skuldabréfið eða víxlana til innheimtu í banka. Aðeins inn- heimtuþóknunin gæti því farið yfir 4.000 kr. á ári af 12 þús. króna bókapakka, auk allra verðbóta og/ eða vaxta og annars lánakostnaðar vegna afborgunarkaupanna. Þótt hagfræðin kenni að háir vextir dragi úr eftirspurn eftir lán- um og laði fólk til sparnaðar verður tæpast séð að sú hagfræðikenning gildi varðandi íslendinga. Þrátt fyrir gífurlega háa vexti upplýsir Þjóðhagsstofnun að útlán innlánsstofnana hafi aukist tölu- vert umfram innlán það sem af er þessu ári, eða um 3.000 milljónir króna. Þótt háir innlánsvextir séu einnig í boði er Þjóðhagsstofnun afar vondauf um að landsmenn auki sparnað. („Þar sem ekki er gert ráð fyrir breytingum í sparnaðarhneigð heimilanna er spáð sömu einka- neyslu í ár og í fyrra“, segir í nýrri þjóðhagsspá.) Þvert á móti er talið líklegt að samkeppnin um lánsfé muni enn harðna þegar líður á árið, sem leitt gæti til enn frekari hækkunar raunvaxta. Það sem þjóðin eyðir í er að mestu innfluttur varningur. Sú mikla eyð- sla sem Þjóðhagsstofnun telur fyrirsjáanlega þýðir að innflutning- urinn verður um 5.000 milljónum króna (20.000 kr. á hvern Islend- ing) meiri en það sem landsmenn fá fyrir útflutninginn. Þann 5 mill- jarða króna halla verður því að fjármagna með erlendu lánsfé, til viðbótar þeim 12.000 milljóna króna erlendum langtíma- lántökum, sem áður var búið að áætla. Þó svo að áætlanir standist um að notaóafþessum 12milljörð- um til afborgana eldri lána, sýnist ljóst að erlendu skuldirnar svífi vel yfir 100.000 milljónir á þessu ári. -HEI Stór könguló lenti á öxl ískaupanda: Tarantúla á ferð í Eden? Henni brá heldur betur í brún stúlkunni sem keypti sér ís í Eden í síðustu viku, þegar eitthvert flykki lenti á öxlinni á henni. „Vinkona mfn stirðnaði upp og sagði að það væri könguló á öxlinni á mér. Eg þoli ekki köngulær og spratt á fætur og veifaði höndunum og sópaði kvikindinu af öxlinni á mér,“ sagði stúlka sem varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að stór könguló, sem jafnvel gæti verið tarantúla, hvíldi sig á henni. Að sögn sjónarvotta var könguló- in jafn stór og þegar langatöng og þumalfingur mynda hring og dökk að lit. „Ég get vel skilið að konur verði hræddar við slíkt. En hér er ekkert innandyra sem ekki er til í íslenskri náttúru. Við gerum allt til að hafa hér hreint. Það eru fáir staðir jafn fjölsóttir og Eden og ef um árásir meindýra væri að ræða, þá væri ég löngu orðinn gjaldþrota,“ sagði Bragi Einarsson eigandi Eden í sam- tali við Tímann. Árni Einarsson, líffræðingur, var hins vegar ekki jafn sannfærður og Bragi. „Þetta er ekki íslensk könguló. Stærsta íslenska köngulóin er fjalla- könguló og hún er á stærð við krónupening. Hún er hins vegar gráleit og með hvítan kross á bak- inu,“ sagði Árni. Hann sagði að það gerðist iðulega að útlenskar köngulær slæddust með blóma- og ávaxtasendingum til landsins, en þær hafa ekki náð fótfestu, að því er hann best vissi. Tarantúlur hafa slæðst hingað nokkrum sinnum, en þær eru jafn stórar og sjónarvottar lýsa köngulónni í Eden og dökkbrúnar. „Það er ekki óhugsandi að um tarantúlu hafi verið að ræða. Hún hefur þá komið með sendingu sunn- an úr löndum," sagði Ámi. Þessar köngulær eru ekki hættu- legar, þó þær geti bitið. Bitið sjálft er hins vegar ekki hættulegt, þó óþægilegt sé. Tarantúlur hafa jafnan vakið óhug meðal manna og ófáar hrollvekjur hafa notað þá tegund til að hræða bíógesti. Fólk getur hins vegar hugg- að sig við að svona „útlenskar" köngulær lifa mjög stutt hér á landi. Leiðrétting Tímanum hefur verið bent á, að í frétt um, að elding hafi lostið tvær kýr á Svarfhóli um síðustu helgi, hafi bærinn verið settur í skakka sveit. Hann var sagður í Leirársveit, en hið rétta er, að Svarfhóll er neðar- lega í Svínadal í Strandahreppi. Tíminn þakkar ábendinguna og biðst velvirðingar á mistökunum. Miðum hraða ávallt við aðstæður lUMFERÐAR Práð

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.