Tíminn - 14.07.1988, Qupperneq 7
Fimmtudagur 14. júlí 1988
Tíminn 7
Athugasemd frá
Bryndísi Schram
Kæri Indriði
Vegna fréttar í blaði þínu í gær
um að ég hafi látið símastúlkur
Alþingis bjóða til afmælis míns á
Hótel íslandi um síðustu helgi langar
mig að biðja þig að birta eftirfarandi:
Þegar ég fyrir nokkrum vikum
ákvað að halda hálfrar aldar afmæli
mitt hátíðlegt, fannst mér skynsam-
legast að senda ekki út kort né
heldur hringja í nokkra manneskju.
Ég bað hins vegar skólabróður minn,
ritstjóra Morgunblaðsins að birta
mynd af mér í tilefni dagsins í
Dagbókinni, þar sem undir stóð, að
ég væri með opið hús og tæki á móti
gestum á tilteknum tíma. Þannig var
ég viss um að skilaboðin bærust til
allra (blað allra landsmanna!) og ég
kæmist hjá því að gleyma einhverj-
um sem gjarnan vildu gleðja mig
með nærveru sinni.
Ég sver ekki fyrir það, að mamma
hafi hringt í einhverjar gamlar vin-
konur sínar, en að það hafi hvarflað
að mér að láta símastúlkur háttvirts
Alþingis standa í slíku er fáránlegt
og þykir mér leitt að Albert Guð-
mundsson, gamall kunningi fjöl-
skyldunnar, skuli láta hafa slíkt eftir
sér.
ps. Eiginmaður minn hafði engin
afskipti af þessu.
Bryndís Schram.
Frá framkv.st.
Alþýðuflokks
Kæri Indriði.
Vegna dylgja um afmæli Bryndís-
ar Schram í blaðinu þínu í dag vil ég
taka fram eftirfarandi:
Skrifstofur stjómmálaflokkanna
vinna ýmis verk til aðstoðar þing-
mönnum, m.a. að segja þeim frá eða
minna þá á fundi, ráðstefnur og
samkomur af ýmsu tagi. Það getur
t.d. oft talist til skylduverka eða
almennrar kursteisi af þingmanna
hálfu að sýna hug sinn með skeyta-
sendingum, blómum eða heimsókn-
um við ýmsar kringumstæður í lífi
samþingmanna sinna. Dæmin eru
mörg og misjöfn. I mínu minni eru
þau allt frá afmælisveislum til jarð-
arfara þingmanna eða skyldfólks
þeirra.
Vegna afmælis Bryndísar Schram
hringdi ég til framkvæmdastjóra
stjórnmálaflokkanna og sagði þeim
frá deginum og fyrirhugaðri móttöku
á Hótel íslandi. Ég bað þá að
tiikynna þetta þeim úr hópi sinna
manna sem vegna vinskapar vildu
vita. Þetta var án vitunar Bryndísar,
en sjálfsögð greiðasemi við vini
þeirra hjóna í öðrum flokkum. Þetta
erindi mitt var sams konar og erindi
framkvæmdastjóra Framsóknar-
flokksins, sem fyrir örfáum vikum
hringdi og sagði mér frá fyrirhugaðri
afmælisveislu Steingríms Hermanns-
sonar. Hann var ekki að bjóða f
veislu. Hann var að láta vita af
merkisdegi. Þetta var gott dæmi um
fyrirhyggju og kurteisi.
Ég bað einnig símaþjónustu Al-
þingis að koma sams konarskilaboð-
um til þingmanna Alþýðuflokksins.
Á sumrin eru þingmenn víðs vegar
um land á fundum, vinnustöðum og
ferðalögum vegna starfa sinna. Þeir
geta líka verið í fríi eins og venjulegt
fólk. Á hverjum degi eru það síma-
stúlkur Alþingis, sem gerst vita um
ferðir þeirra. Þær taka við skilaboð-
um og samviskusamir þingmenn eru
í tíðu sambandi við þær. Þessi starf-
semi símaborðsins er því eðlileg og
sjálfsögð þjónusta og nýtist öllum
sem þurfa að koma orðum til þing-
manna.
Allt þetta veit Albert Guðmunds-
son og allt þetta veit sérhver dugandi
manneskja úr hópi fréttamanna, sem
njóta þessarar þjónustu Alþingis.
„Frétt“ Tímans er því ótrúlegur
rógur í garð konu sem hefur ekkert
til saka unnið annað en að vera
landsþekkt, gift umdeildum stjórn-
málamanni og hafa líklega fengið
fleiri vini í fimmtugsveisluna sína en
þeir Albert og ritstjórar Tímans til
samans.
Ætti ekki einhver að biðjast af-
sökunar?
Virðingarfyllst,
Guðmundur Einarsson,
framkvæmdastjóri
A Iþýðuflokksins.
Athugasemd
frá ritstjóra
Öll Jón greiðir ölföng sín
afmælis á dögum,
en borgar aldrei brennivín
í bændur í skuldaklöfum.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma
Jónína Sigurjónsdóttir, húsfreyja
Byggðarhorni, Sandvikurhreppi, Arnessyslu
sem lést 10. júlí s.l. verðurjarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn
16. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður að Laugardælum.
Geir Gissurarson
Gissur Geirsson Ásdís L. Sveinbjörnsdóttir
Úlfhildur Geirsdóttir Sigvaldi Haraldsson
Hjördís J. Geirsdóttir Þórhallur Geirsson
Gísli Geirsson Ingibjörg K. Ingadóttir
Brynhildur Geirsdóttir Kristján Einarsson
barnabörn og barnabarnabarn.
MP
Mustríal
HJÓLAGRAFAN
SEM
SKARAR FRAMÚR
BUNADARDEILD
ARMULA3 REVKJAVÍK SlMI 38900
DAL-BO baggavagnar
★ Dekk 850x12 ★ Rúmmál 30 rúmm.
★ Til afgreiðslu strax ★ Gott verð
★ Góð greiðslukjör
FLATAHRAUNI 29
220 HAFNARFIRÐI.
S-91. 651800
BOÐI