Tíminn - 14.07.1988, Side 8

Tíminn - 14.07.1988, Side 8
8 Tíminn Fimmtudagur 14. júlí 1988 Timirtn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Verðbólguþróunin Þjóðhagsstofnun segir í nýjustu þjóðhagsspá að verðbólga frá upphafi árs til ársloka verði 25%. Hér er um mikla hækkun að ræða miðað við spá stofnunarinnar í marsmánuði, en þá var gert ráð fyrir að hún yrði 16%. Þessi verðbólguspá er skýr áminning um að íslensk stjórnvöld og önnur valdaöfl í þjóðfélag- inu einbeiti sér sameiginlega að því, að hamla gegn frekari verðlagshækkunum og verðbólgu. Þótt sagt sé að verðlagshækkanir frá upphafi árs til ársloka geti orðið 25%, þá er ljóst að verðbólgustigið á þessari stundu er miklu hærra. Það þarf ekki mikið út af að bera til þess að verðbólguspá Pjóðhagsstofnunar standist ékki eins og sést á þeim mikla mun sem er á marsspánni og júlíspánni. íslendingar hafa margfalda reynslu af því að verðbólga tekur oft að vaxa risaskrefum. Það er löngu tímabært að ráðamenn þjóðarinnar, forystumenn hagsmuna- samtaka og framámenn atvinnulífsins átti sig á að það er þeirra sameiginlega hlutverk að halda uppi virkum aðgerðuni gegn verðbólgu. Samræmdar efnahagsaðgerðir, sem öll áhrifa- öfl standa að og virða, er eina ráðið sem getur dugað gegn háskalegri verðbólguþróun. Pað er því brýnt - og aldrei brýnna en nú - að samráðsstefnan frá 1986 verði endurvakin. Því miður hefur núverandi ríkisstjórn ekki tekist að viðhalda samráðsstefnunni sem gaf góða raun í tíð ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar. Núverandi forsætisráðherra, Þor- steinn Pálsson, sem átti sinn hlut að hinni virku samráðsstefnu í tíð fyrri ríkisstjórnar, ætti að beita sér af fullum þunga að því að þessi stefna fái að njóta sín að nýju. Af spá Þjóðhagsstofnunar má sjá að kaup- máttur launa mun halda sér á árinu, eða verða a.m.k. fyllilega viðunandi. Það bendir ekki til annars en að launafólk hafi, að því er kauphækk- anir varðar út af fyrir sig, tryggt vel hagsmuni sína. Það segir hins vegar ekkert um það hversu trygg önnur atriði lífskjara eru. Launþegar þurfa að hyggja betur að þessum þáttum, en einblína ekki á krónutöluhækkanir og telja þær leysa vanda sinn. Krónutöluhækkun bætir ekki kjör launþega nema tryggt sé að krónan haldi verðgildi sínu. En krónan heldur ekki gildi sínu í verðbólgu af því tagi sem nú er. Það er sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinn- ar allrar, launþega jafnt sem atvinnulífsins, að dregið verði úr verðbólgu. Hún er átumeinið sem lamar efnahag heimila, atvinnufyrirtækja og þjóðarbúsins í heild. Verðbólga er smán íslensks efnahagslífs. ___GARRI _ __ _______ Verslunin í Reykjavík Það fer ckki á milli mála aö tillaf>a Sigrúnar Magnúsdóttur borgarfulltrúa, sem Tíminn sagði frá í fyrradag, cr skynsamlcg og horfir til bóta i verslunarmálum höfuðborgarsvæðisins. Þessi til- laga gerir ráð fyrir því að skipuð verði nefnd til að móta verslunar- stefnu í Reykjavík. Á þann hátt verði unnið á móti því vandræða- ástandi sem þar er nú farið að skapast í þessum málum. Sigrún bcndir á að aðalskipulag Reykjavíkur fyrir árin 1984-2004 hafi gert ráð fyrir að árleg viðbót við vcrslunarhúsnæði í borginni fram til ársins 2004 yrði 7.500 fermetrar. Síðustu þrjú árin hali hins vcgar bæst við um 30.000 fermetrar á ári. Að því þá ógleymdu að bílafjöldi Rcykvík- inga hafi aukist svo mjög að um- lerðaröngþvciti sé orðið alvarlegt vandamál í borginni. Að áliti hennar væri eðlilegast og æskilegast að skoða verslanamál borgarinnar í hcild sinni og reyna að móta ákveðna verslunarstefnu, i stað þess að skoða hlutina eftir á, þegar málin hafa fengið að þróast í skipulagsleysi. Ekki fer á milli mála að undir þessa skoðun Sigrún- ar hljóta allir skynsamir menn að geta tckið heilshugar. Neytendur borga Það dylst engum að þau frjáls- hyggjusjónarmið, sem ráðið hafa fcrðinni í verslanamáluni Rcykvik- inga, verða dýrust fyrir neytendur þegar upp verður staðið. Offjár- festing kostar sitt, og hún er síður en svo einkamál þeirra sem reka fyrirtækin í þessari grein. Rekstur þessarar þjónustugreinar verður með því móti óhjákvæmilega dýr- ari en ella þyrfti að vera, sem neytendur greiða þá í hækkuðu vöruveröi. Óg komi til greiðslu- stöðvana eða gjaldþrota hjá þess- um fyrirtækjum þá bitnar það sömuleiðis á vöruverðinu. Það eru því neytendur í Rcykjavík sem mestra hagsmuna eiga að gæta í því að hér sé beitt hagsýni og skyn- semi, en málin ekki látin þróast í skipulagsleysi og ringulreið. Óg raunar alls ekki einir saman neytendur í Reykjavík, því að eins og allir vita er fólk víðs vegar að af landinu í síauknum mæli farið að sækja verslun til höfuðborgarinn- ar. Eins og margoft hefur vcrið bent á undanfarið er ísland stöðugt að verða meir og meir að einu verslunarsvæði. Fólk er orðið svo margfalt hreyfanlegra nú á tímum en áður var, sem aftur leiðir af sér að það sækir nú verslun um lengri leiðir en fyrrum tíðkaðist. Af þeim ástæðum má með tölu- verðum rétti segja að ofvöxtur í verslun í Reykjavík, með þar af leiöandi hækkuðum verslunar- kostnaði, sé ekki sérmál Reykvík- inga cinna heldur í sívaxandi mæli vandamál landsmanna allra. Þar skiptir ekki höfuðmáli hvort menn telja stóraukna sókn fólks til Reykjavíkur í verslunarerindum æskilega eða ekki. Sú sókn er orðin staðrevnd sem ekki verður breytt. Fjárfestingin Bygging Kringlunnar var um- deild á sínum tíma, ep Ijóst er þó að hún á ekki ncnia að hluta til sök á þeirri útþcnslu scm orðið hefur í verslun á Reykjavíkursvæðinu. Og líka er Ijóst að miðað við núverandi ástand í umfcrðarmáluni þar er staðsctning hennar síður en svo hafin yfir gagnrýni. Fleira kemur hér líka til, svo sem það að íbúar Breiðholts eru, að því er segir í málflutningi Sigrúnar Magnúsdótt- ur, mjög afskiptir í verslunarmál- um. Verslunarhúsnæöi á hvem íbúa þar mun ekki vera nema innan við cinn fímmta af því sem það er að meðaltali í horginni. Svo er þess vegna að sjá að skipulagsleysi frjálshyggjuaflanna í verslun á höfuðborgarsvæðinu hafí lcitt það af sér að til dæmis Breiðholtsbúar þurfi yfírlcitt að sækja verslun talsvert lengra en væri ef tekið hefði verið á þessum málum af festu strax í byrjun. Og taumlaus uppbygging verslunar- húsnæðis, ásamt skipulagsleysi í fjárfestingum í verslun yfirleitt, virðist eftir öllu að dæma stcfna í það að kosta neytcndur í þessu landi stórfé í hærra vöruverði en ella þyrfti að vera. Þess vegna er hér þörf á skipulagi og sky nsamlcg- um vinnubrögðum. Tillaga Sigrún- ar Magnúsdóttur um mótun versl- unarstefnu í Reykjavík er því meir en túnabær, og raunar hefur hún þar hreyft brýnu hagsmiinaniáli fvrir alla landsmenn. ■ Garri. VÍTTOG BREITT Að hengja bakara fyrir smið Samanburðarvísindi Verðlags- stofnunar á brauðverði hafa verið fjölmiðlamatur undanfarna daga og þusað hefur verið fram og til baka um vcrð á brauðum hér og kökum þar. Einhver bakari selur einhverja tcgund dýrara en annar og í Ijós kemur að bakarar á Vesturlandi selja sína vöru eitthv- að ódýrara en bakarar á Vestfjörð- um. Mikla undrun vekur að ein- hver brauð eru bæði dýrari og ódýrari í Reykjavíkurbakaríum en landsbyggðarbakaríum og með fylgja skyldugar og staðlaðar at- hugasemdir um flutningskostnað á hveiti, sem að öllum líkindum er mun minni frá Kansas til Reykja- víkur cn frá Reykjavík upp á Akranes. En það er síðartalda leiðin sem gildir í umræðunni. Auk samanburðarins um hvaða bakarar okra meira en aðrir komst Verðlagsstofnun að þeirri niður- stöðu að brauðverð hafi hækkað um lítil 30% frá áramótum, eða á hálfu ári. Frjálshyggja í framkvæmd Það er mun merkilegri niður- staða að komast að því, að gróða- pungar brauða- og kökuiðnaðarins hafa ekki síður verið duglegir að kynda undir verðbólgubálinu en bakaraofnunum, en hvað þeir eru misjafnlega dýrseldir. Bakarar eru sjálfsagt hvorki betri eða verri en aðrir athafna- menn í þessu þjóðfélagi, sem trúað er fyrir heilu atvinnugreinunum. Þeir líta ekki á neytendur öðru vísi en sem gróðalind sem á að skila þeini hámarkságóða. Meira að segja Morgunbiaðinu er farið að blöskra hvernig farið er með verslunar- og álagningarfrels- ið. Leiðara var varið undir hug- leiðingar um brauðverð í gær og er spurt þar hvort verðbólguhugsun- arhátturinn sé að breiðast svo ört út á ný að fólk sé hætt að taka eftir hækkunum af þeirri stærðargráðu sem bakarar hafa nauðgað upp á þjóðfélagið. Moggi telur almenning eiga kröfu á að vita hvers vegna verð á vöru og þjónustu hækkar hvað eftir annað um fram það sem eðlilegt getur talist. „Að öðrum kosti verður niðurstaðan sú, að við búum hér í einhvers konar gullgraf- araþjóðfélagi, þar sem menn ryðj- ast um til þess að ná sem mestu í sinn hlut.“ Sú niðurstaða sem Morgunblað- ið ræðir hér um er augljós. Hér ríkir frjálshyggja gullgrafarans þar sem hver reynir að fá eins mikið fyrir sinn snúð og hann kemst upp með. Markaðsverðið miðast ekki við framleiðsluverð og eðlilegan hagnað. heldur það eitt hvað hægt er að prakka vörunni út fyrir mikið. Kyndarar verðbólgunnar Hér er vert að hafa í huga að þótt fyrir liggi hve bakarar skara vel eld að sinni köku eru margar aðrar stéttir sem eru ekki síður duglegar að græða vel á náungan- um. Þareru þeirsem seljaþjónustu oft mun ósvífnari en þeir sem selja vöru, en þjónustusalar eiga betra með að fela gullgrafaraeðli sitt en þeir sem hægt er að fylgjast með vöruverði hjá. Alþýðublaðið er svo litterert að það leggur út af frásögninni af brauðinu dýra í umfjöllum um verðkönnun á brauði og kökum. Okur bakaranna á þó lítið skylt við verðmætamat Guðrúnar Jónsdótt- ur, sem trúað var fyrir að baka brauð, en villtist síðan mað það af leið. Bakararnir aftur á móti hafa alls ekki villst af leið frjálshyggjunnar þegar þeir verðleggja sín brauð. Þeir hafa verðið einfaldlega eins hátt og nokkur möguleiki er að selja vöruna fyrir, enda selja þeir vel. Verðmyndun frjálsrar sam- keppni er ekki til á íslandi enda er frjálshyggjan hér allt önnur en meðal milljónaþjóða. Hér á landi birtist hún aðallega sem samstaða um að okra. Hér skal enn minnt á að ofboðsverðið er meira á þjón- ustu alls konar en á vöru yfirleitt. Þessvegna er óþarfi að hengja alltaf bakara fyrir smið, þótt Verð- lagsstofnun hafi nú smeygt snör- unni um háls bakaranna með verð- könnun á framleiðsluvöru þeirra. Ef betur er að gáð eru áreiðanlega margir sem hækkað hafa sína þjón- ustu og vöru um ekki lægri prós- entu en bakararnir frá áramótum. Þeir eru víða púkarnir sem kynda undir verðbólgubálinu og græða vel á því. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.