Tíminn - 14.07.1988, Qupperneq 12

Tíminn - 14.07.1988, Qupperneq 12
12 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT STETTIN — Mikhail Gorbat- sjov leiðtogi Sovétríkianna heimsótti skipasmíðastöðina í Stettin, en þar er eitt sterkasta vígi hinna ólöglegu verkalýðs- samtaka Samstöðu. Gorbat- sjov fékk kurteislegar móttökur hjá verkamönnunum, en marg- ir þeirra yfirgáfu salarkynni áður en Gorbatsjov hafði lokið ræðu sinni. TEL AVIV — Ríkisútvarpið í ísrael sagði að herréttur hefði stytt fangelsisdóm liðsforingj- ans Charlie Danino sem stöðv- aði ekki undirmenn sína er þeir grófu fjóra Palestínumenn lif- andi í þorpinu Kafr Salem í febrúarmánuði. Danino hafði fengið fjögurra mánaða dóm, en þarf aðeins að sitja inni í tvo mánuði. FRANKFURT — Líbaninn Mohammed Ali Hammadi sem sakaður er um fluarán og morð sagði réttinum að hann hefði tvisvar smyglað sprengiefnum inn í Vestur-Þýskaland, en neitaði því að hann tilheyrði hinum öfgafullu Hizbollah sam- tökum í Líbanon. NIKÓSÍA — Mir-Hossein Mousavi forsætisráðherra ír- ans gaf lítið út á ósigra íranska hersins á vígstöðvunum að undanförnu, en sagði að undanhald iranska hersins á tveimur stöðum væri aðeins tímabundið og í undirbúningi sé stórsókn sem muni gera út um stríðið. Talsmaður írakska hersins í Bagdad sagði að sveitir íraka hefðu náð bænum Halabja á norðurvígstöðvun- um á vald sitt, auk þess sem írakar hefðu sótt 40 km inn í íran í suðurhluta landins. S.Þ. — George Bush varafor- seti Bandaríkjanna mun mæla fyrir hönd Bandaríkjastjórnar þegar Öryggisráð tekur fyrir skotárás Bandaríkjamanna á írönsku farþegaþotuna yfir Hormuzsundi. MOSKVA — Spenna jókst enn í Kákasusríkjum Sovét- ríkjanna eftir að héraðsstjórnin í Nagorno-Karabakh hafði lýst því yfir að héraðið hefði slitið sambandi við Azerbaijan og væri nú sjálfstætt hérao innan Sovétlýðveldisins Armeníu. MONROVIA — Líberískir hermenn komu í veg fyrir að fyrrum varaforseti landsins, J. Nicholas Podier næði að kom- ast út úr landinu ásamt 11 skæruliðum er honum fylgja. Podier er sakaður um að hafa undirbúið misheppnað valda- rán árið 1984. Fimmtudagur 14. júlí 1988 ÚTLÖND .. ■' - : /v ^ ... ... .. . .. T;- ... ,,,r. ... .. ; Hliðiö inn á Helleniok herflugvöllinn utan viö Aþenu. Bandaríkjuntenn þurfa að hverfa frá þessari mikilvægu herstöð sinni iim mitt ár 1990 ef ekki næst samkomulag við grísk stjórnvöld. Suður-Líbanon: Blóðið rennur íbar- dögum Blóðið rann í Suður-Líbanon í gær þegar ísraelskir hermenn og liðsmenn í suður-líbanska hernum áttu í hörðum átökum við skæruliða hinna öfgafullu Hizbollah samtaka. Skæruliðarnir höfðu hreiðrað um sig í þorpi rétt norðan við öryggisbelti það er ísraelsmenn hafa lýst yfir að sé meðfram landamærum ísraels. ísraelar og skjólstæðingar þeirra beittu skriðdrekum, þungvopnuðum bifreiðum og þyrlum í átökunum, en tilgangur þeirra var að flæma Hiz- bollah menn á brott. Að minnsta kosti þrír Hizbollahmanna munu ekki hörfa frá bænum, því þeir féllu í átökunum. Sömu örlög hlaut einn lermaður úr liði ísraelsmanna. Bandarískir hermenn burt frá Grikklandi Gríska ríkisstjórnin hefur krafíst þess að Bandaríkjamenn loki herstöðvum sínum í Grikklandi og eiga síðustu bandarísku her- mennirnir að vera komnir úr landi um mitt ár 1990. Bandaríkjamenn hafa fjórar stórar herstöðvar staðsettar á Grikklandi auk þess sem bandarískir hermenn eru staösettir á tuttugu minni varðstöðum í landinu. Að undanförnu hafa farið fram viðræður milli grískra og bandarí- skra stjórnvalda um áframhaldandi veru bandarísks herliðs á Grikkl- andi, en niiverandi herstöðvarsamn- ingur rennur út um næstu áramót. Segja Grikkir að viðræðurnar hafi siglt í strand og því er Bandaríkja- mönnum gefinn sautján mánaða frestur til að hypja sig, eftir að núverandi samningur rennur út. Alls munu vera um 3700 banda- rískir hermenn í Grikklandi, flestir þeirra á mikilvægum herflugvelli Bandaríkjamanna nærri Aþenu og flotastöð á grísku eyjunni Krít. Forsætisráðherra Grikklands, Andreas Papandreou, sem hét því að loka bandarískum herstöðvum á Grikklandi þegar hann var fyrst kjörinn árið 1981, sagði að ríkis- stjórn sín myndi halda þó áfram viðræðum við Bandaríkjastjórn. Hingað til hafa viðræður ekki mjak- ast neitt þrátt fyrir að átta sinnum hafi verið sest niður við santninga- borðið. Grikkir hafa viljað gera her- stöðvasamning sem feli það í sér að Bandaríkjamenn taki afstöðu með Grikkjum í deilunni við Tyrki um svæði í Eyjahafi. Á það hafa Banda- ríkjamenn ekki getað fallist, enda treysta þeir mjög á Tyrki og hafa sjálfir herstöðvar í Tyrklandi. Talið er ólíklegt að samkontulag náist um nýjan herstöðvasamning fyrir þingkosningarnar sem fram fara í Grikklandi í júní á næsta ári, þar sem Papandreou geti ekki bakkað í þessu máli, án þess að sýna frant á einhvern ávinning. Bandaríkjamenn eiga ekki aðeins í erfiðleikum með herstöðvar sínar í Grikklandi. Herstöðvasamningur þeirra á’Filippseyjum ernú að renna út og hefur gengið treglega að fá hann endurnýjaðan. EB kaupir appelsínur af Palest- ínumönnum Fimm lönd Evrópubandalags- ins hafai gert kaupsamning á appelsínum og öðrum sítrus- ávöxtum við Palestínumenn sem búa á hernumdu svæðunum á Gaza. Gert er ráð fyrir að Palest- ínumenn selji 16 þúsund tonn af þessum safaríku landbúnaðaraf- urðum, án milligöngu ísraelskra útflutningsfyrirtækja sem hingað til hefurveriðskilyrði. Með þessu vilja Evrópubandalagsríkin reyna það hvort hugur fylgi máli hjá ísraelskum stjórnvöldum, sem gefið hafa í skyn að Palest- ínumenn geti sjálfi.r selt vörur sínar til útflutnings. Ný hryðju- verkasam- tök bera ábyrgðina Áður óþckkt hryðjuvcrka- amtök Palestínumanna í Líbanon segjast bera ábyrgð á hinni grim- mtlegu árás sem gerö var á gríska farþegaferju á mánudag og kost- aði níu manns lífið. „Samtök pfslarvotta alþýð- uuppreisnarinnar í Palestínu, Abu Jihad Unit, gerðu skyndi- árás á tugi Sfonista, bandarískra óg breskra hermanna um borð í gríska skipinu „Borg Poros", sagði í yfirlýsingu samtakanna. Yfirlýsingin var vélrituð á ar- abísku og send til alþjóðlegrar fréttastofu í múslímska hluta Vestur-Beirút. Hópurinn sagöi ódæðið vera endurgjald „fyrir dráp og útrým- ingaárásir glæpasamtaka banda- rískra gyðinga í Palcstínu, Lfban- on og á Persaflóa og hefnd fyrir heimskulega baráttu og stuðning brcska forsætisráðhcrrans við glæpi gyðinga". í yfirlýsingunni sagði cinnig að árásin á farþcgaferjuna „væri ckki bcint að hinni vinsamlegu grísku þjóð...". Sovétríkin: Blankheit Kanans há útflytjendum Bandarísk fjárlög koma nú í veg fyrir að nær fímmhundruð Sovétmenn, flestir Armenar, sem fengið hafa leyfí frá sovéskum yfírvöldum, geti yfírgefíð Sovétríkin. Heilu armensku fjölskyldurnar hafa selt allar eigur sínar eftir að hafa fengið brottfararleyfí, en eru nú á vergangi í Moskvu vegna þess að fjárveiting Bandaríkjaþings sem ætluð var til þess að greiða götu Sovétmanna er hugðust flytja til Bandaríkjanna er upp urin. Er ljóst að næstu sovésku útflytj- endurnir sem fá landvistarleyfi í Bandaríkjunum komast ekki þangað fyrr en í nóvember þegar fjármagn verður tiltækt á ný. Er þetta mjög neyðarlegt fyrir Bandaríkjamenn sem hamrað hafa á því að stjórnvöld í Sovétríkjunum veiti þegnum sínum ferðafrelsi. „Við sofum á lestarstöðvum og í almenningsgörðum," sagði Gevork Akhparyan sem beið fyrir utan bandaríska sendiráðið í Moskvu ásamt áttatíu öðrum Armenum sem fengið hafa leyfi til að flytja úr landi. „Hvað getum við gert? Við seldum allt sem við áttum. Við höfum enga vinnu heima. Ég ætla að segja þeim að við getum ekki farið aftur til Jerevan." Gevork yfirgaf Jerevan ásamt fjöl- skyldu sinni eftir að bandaríska sendiráðið hafði sent honum bréf þar sem fjölskyldan var boðuð til Moskvu í viðtal, áður en þau héldu til Bandaríkjanna. En þegar til Moskvu kom voru dyr sendiráðsins þeim læstar. Sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, Jack Matlock sagði blaða- mönnum að við þessu væri ekkert að gera, þegar peningarnir til þessa liðar væru upp urnir gæti sendiráðið því miður ekkert gert. Á sama tíma beið Gevork með þriggja ára dóttur sinni og sex öðrum fjölskyldumeðlimum fyrir utan send- iráðið og vonaði að kraftaverkið gerðist. Ef ekki þann dag, þá þann næsta. En ekkert bendir til að auka- fjárveiting til þessa mála fáist, svo Gevork og fjölskylda hans þarf að líkindum að bíða fram í nóvemb- ermánuð. Það er vonandi að haustið verði milt. UMSJÓN:

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.