Tíminn - 14.07.1988, Page 15

Tíminn - 14.07.1988, Page 15
Fimmtudagur 14. júlí 1988 Tíminn 15 lllllllllllll! AÐ UTAN Með meltinguna í lagi í framandi löndum Glas af vatni lætur ekki mikið yfir sér og virðist saklaust, en vatnið í Suðurlöndum er fullt af bakteríum, sem við sem erum vön tæra Gvend- arbrunnavatninu, þolum illa. Meltingartruflanir vegna baktería í mat eru algengar hja ferðalöngum á suðrænum slóðum. Það er sérstaklega ungt fólk, sem verður fórnarlömb matareitrunar, því það borðar oftast mat sem seldur er tilbúinn úti á götu og ávexti sem seldir eru á mörkuðunum. En þessi matur er ekki hættulaus fyrir viðkvæman maga ferðalangsins. Varist vatnið Það helsta sem ber að varast er ósoðið vatn. Þeir allra varkárustu passa sig á að hafa lokaðan munn- inn þegar þeir eru í sturtu, en komið hefur í ljós að óreyndir ferðamenn eru ekki eins varkárir. Þeir taka frekar upp hætti íbúanna, synda í vötnum eins og þeir, en átta sig ekki á því að fyrir þá er vatnið hættulegra. Ráð til ferðalanga Það eru nokkrar meginreglur, sem ferðamenn ættu að hafa í huga þegar þeir hyggja á ferðir suður á bóginn. Þó matur sé heitur, er ekki þar með sagt að hann sé laus við bakteríur. Ef honum hefur verið haldið heitum, en ekki látinn sjóða, ná bakteríurnar sér á strik. Löngum hefur verið sagt að ávextir sem hægt er að flysja séu hættulaus- ir. En í rannsókn, sem Læknaskól- inn í Texas stendur að, kom í ljós að vatnsmelónur voru mjög meng- aðar, því kaupmennirnir höfðu sprautað vatni inn í þær til að auka þyngd þeirra. Forðast ber mjólk og sósur, sem standa á borðum á veitingastöðum fara illa í maga. Ungdómurinn velur ódýru leiðina, en borgar stundum með heilsunni Eins og áður segir er það helst unga fólkið sem verður fyrir matar- eitrun. Það lifir eins ódýrt og kostur er á ferðalögum. Pizzur, hamborgarar og pylsur sem seldar eru á götum úti eru ódýrasti kostur- inn. Hægt er að borða úti undir berum himni og nota bakpokann sem sæti. Ef borðað er á veitinga- húsum, er það ekki aðeins dýrara, heldur þarf að finna geymslu fyrir farangurinn og gefa þjóninum þjórfé. Ungu ferðamennirnir eru yfirleitt best á sig komnir líkam- lega, en komið hefur í Ijós að 60% þeirra fá matareitrun vegna bakt- ería í mat. f Læknaskólanum í Texas var byrjað árið 1975 að fylgjast með bandarískum námsmönnum sem fóru til Mexíkó. Rannsóknin hefur haldið áfram allt til dagsins í dag og eru þrjú verkefni í gangi. Þeir sem laga matinn sjálfir eru í minnstri hættu, en þeir sem borða á mexíkönskum heimilum fá oftast matareitrun. Fylgstvar meðlækna- nemum sem dvöldu vetrarlangt í Guadalajara og kom í ljós að þeir fengu miklu sjaldnar matareitrun en menntaskólakrakkar, sem fóru til Mexfkó yfir sumartímann. Læknanemarnir voru líklega var- kárari vegna þess að þeir þekktu þá hættu sem getur stafað af bakt- eríum í mat, en einnig var þetta skýrt með því að þeir væru eldri og ábyrgari. Að kunna að segja nei takk! En það getur verið erfitt að neita mat sem manni er boðinn á einka- heimili, sérstaklega ef mikið er fyrir manni haft. í bók sem nýlega kom út í London, „Að halda heilsunni erlendis", segir að best Sé að segja sem svo: „Eg hef verið veikur undanfarið og get ekki borðað neitt ennþá.“ Hvort þetta er ráð sem allir sætta sig við er ekki víst, en heilsan er dýrmæt og ætli það borgi sig ekki stundum að vera svolítið eigingjarn. Michael Kleln Födurlandsvinir urðu afbrotamenn Víefnamstríðið var mjög umtalað og umdeilt á sínum tíma. Eftir lok þess hefur mikið verið talað um vandamál bandarísku hermannanna sem börðust í Víetnam. Þeir hafa margir átt erfitt með að aðlagast þjóðfélaginu á ný. Þegar Jim Armstrong kom heim til Bandaríkjanna eftir að hafa barist í Víetnam, voru byssur og byssuleikir eina ástríða hans. Hann átti þrettán byssur af öllum stærð- um og gerðum og hann geymdi þær á mörgum stöðum í húsinu; í baðherberginu, undir koddanum og undir rúmi. Það var eins og hann þyrfti alltaf að vera viðbúinn árás óvina. Hann varð sífellt of- beldishneigðari og fyrir sex árum lenti hann í rifrildi við eiginkonu sína sem endaði með því að hann skaut hana. Hún lifði af, en hann var sendur í fangelsi til að afplána tuttugu til fjörutíu ára dóm fyrir tilraun til morðs. Þegar í fangelsið kom hitti Jim fjöldann allan af fyrrum hermönnum, sem barist höfðu i Víetnam. Þeir höfðu allir svipaða sögu að segja og hann. Glæpamenn eða fórnarlömb? Af fimmþúsund og fimmhundr- uð föngum í fylkisfangelsi Michi- gan eru tólfhundruð fyrrverandi hermenn sem voru í Víetnam. Engar tölur eru til um það hve mikill hluti allra fanga í Ameríku var í Víetnam, en vitað er að stór hluti þeirra varð afbrotamenn er heim kom. Sálfræðingar halda því fram að hermennirnir þjáist af miklu álagi eftir stríðið, sem hafði mikil sálræn áhrif á þá. Fangarnir eru einnig að reyna að finna skýringar á þessari hegðun þeirra eftir að þeir snéru heim. Einn þeirra segir: „Ég býst við að ef við hefðum flatmagað á ströndinni á Bahama eyjum, í stað þess að berjast í skógum Víetnam, hefðum við ekki orðið svona. Ströndin hefði ekki gert mig brjál- aðan.“ Erfitt að fá hjálp Hægt er að meðhöndla sjúklega spennu með lyfjum eða með viðtöl- um við sálfræðing. En fangarnir þurfa að bíða lengi eftir hjálp. í fangelsinu í Michigan er tveggja til þriggja ára bið eftir viðtali við sálfræðing. Að sögn fanga fá aðeins verstu tilfellin hjálp: „Þeir fá sprautu af deyfilyfi og eru settir inn í bólstrað herbergi, það er öll hjálpin. “ Samtök fyrrverandi hermanna í Víetnam reka spítala þar sem sálræn hjálp er veitt. En fangarnir komast ekki langt án gæslumanns og þeir þurfa sjálfir að borga laun hans. í Jackson fangelsinu í Michigan hafa fangarnir reynt að hjálpa sér sjálfir. Þeir hittast á hverju mánu- dagskvöldi og ræða málin. „Er einhver okkar raunverulegur glæpamaður?" spyrja þeir. „Hinir fangarnir eru að reyna að finna út hvernig löggan náði í þá, við erum að reyna að finna út af hverju við frömdum glæpinn. Við vorum not- aðir sem leigumorðingjar einn daginn, hinn daginn fórum við heim, beint í verksmiðjuna og áttum að gleyma öllu sem gerst hafði. Þetta erekki svona einfalt.“ Fyrrverandi hermenn sem börðust í Víetnam, nú fangar. „Við erum fórnarlömb, ekki glæpamenn“, segja þeir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.