Tíminn - 16.07.1988, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.07.1988, Blaðsíða 1
 HÚRRAHRÓP Chai . ! ÚTIÁ GÖTU ný Sv •bls. 8-9 ■ ; — ■ r - 10-11 ■4 'V Á elstu uppdráttum af norðurslóðum er lögun íslands í litlu eða engu samræmi við raunveruleikann. Það má teljast eðlilegt ef litið er til þess að þessir uppdrættir voru unnir af suður-evrópskum kortagerðarmönnum sem þekktu takmarkað til þessa svæðis. Þeir gripu á lofti ýmsar lygasögur um lönd og íbúa á norðurslóðum, ekki síst á Islandi, og útfærðu þær á sinn hátt á kortum. Útkoman varð oft í hæsta máta spaugiieg. En úr þessu varð síðar bætt þegar kortagerð af íslandi færðist í hendur íslendinga sjálfra. fram þeirri kenningu að sjó- menn frá Bretagneskaga, sem voru tíðum á þorskveiðum á íslandsmiðum, hafi miðlað ým- iskonar vitneskju um ísland til kortateiknaranna. Að síðustu skal getið Carta marina, en það voru kort sem eignuð eru Olaus nokkrum Magnus. Hann var Svíi, fæddur 1490 í Skeninge. Á yngri árum . fór hann í erindagjörðum Gust- afs Vasa konungs í Svíþjoö-úl Rómaborgar. Hvernig sem á því stóð kom hann aldrei aftur úr þeirri för og dó í Róm árið 1558. Á vetrum standa prestar á bjarndýrsfeldum í I. bindi af Landfræðisögu íslands segir Þorvaldur Thor- oddsen svo frá Olausi að hann hafi lengst af búið á Ítalíu og fengist þar við ýmis vísindi, umgengist fræðimenn og orðið „leikinn í að gjöra landabréf, eptir því sem þá var títt“. í Islandskafla Norðurlanda- bókar Olausar, sem út kom 1555, eru margar hástemmdar lýsingar á landi og þjóð. Þar er þess getið að á tindum eldfjall- anna sé snjór en undir yfirborð- inu kraumi stöðugur brenni- steinseldur. Olaus varar fólk við að hætta sér of nálægt þessum fjöllum vegna hættu á að kafna í öskunni sem úr þeim gýs. UmíslendingaferOlausþeim . Allar götur frá því um 1300 kemur fyrir nafnið Ysland á kortum af norðurslóðum. En nokkrum öldum áður, eða í kringum 1000 er útgefið heims- kort sem ber heitið Cottonia. Á því korti er teiknuð eyja í norðurhöfum með heitinu Island. Lögun þessarar eyju er mjög frábrugðin réttri strand- lengju íslands, aflöng og heldur ófrýnileg. Þótt margt bendi til að hér sé um að ræða vort ástkæra Frón, þá hefur aldrei fengist fyrir því nokkur vissa. Fram að aldamótunum 1600 er gjarnan talað um fernskonar íslandskort eða kort þar sem ísland kemur fyrir. Clavus hinn danski í fyrsta lagi skal nefnt kort sem kennt er við Danann Claudius Clavus. Hann vann að gerð tveggja korta af Norður- löndum árin 1427 og 1430. Nú- tímakortagerðarmanninum þykir eflaust lítið til þessara korta koma enda útlínur lands- ins torkennilegar og í engu sam- ræmi við raunveruleikann. ísland er teiknað eins og hálft tungl fyrir vestan Noreg. Slétta kúpan snýr að Grænlandi en bugðurnar að Noregi og eru þeim megin 2 horn til endanna og tveir hakar nálægt miðju. Við það myndast þrír grunnir flóar eða víkur sem ganga inn í landið að austan. í texta sem fylgir kortinu segir m.a. að á íslandi séu allir hestar litlir, vakrir og hvítir og þeir éti þurrkaðan fisk til jafns á við ilmandi töðu. En eitt mikilvægt atriði vannst Íió á þessum kortum Clavusar, sland hefur verið staðsett til- tölulega rétt á milli Grænlands og Skandinavíuskagans. Þá má einnig geta þess að inn á seinna kortið merkti Clavus tvö þekkt örnefni hér á landi, Skálholt og Hóla. Claudius Clavus var fyrsti Daninn sem vitað ér að hafi reynt að gera uppdrætti af ís- landi. En síðar komu danskir „Á íslandi er fjallíð Hekla,“ ... „Alþýða manna er sannfærð um, að þar sé niðurgangur til helvítis". landmælingamenn mikið við sögu íslenskrar kortagerðar eins og kunnugt er. Fixland, Frixland eða Frisland í öðru lagi er vert að gefa um hinum svokölluðu Fixlandakort- um, en þau eru að öllum líkind- um unnin af suður-evrópskum kortagerðarmönnum. Kortin eru nú varðveitt í Ambrosiana- bókasafniu í Mílano á Ítalíu. Á þessum kortum er eyja nokkur vestan írlands sem ber heitið Fixland og verður að ætla að þar sé um að ræða ísland. Lögun eyjarinnar er mjðg frá- brugðin raunveruleikanum en samt sem áður nokkru nær sanni en á fyrri tíma kortum. Á yngstu Fixland-kortunum hefur ísland fengið nýtt heiti. í stað Fixlands er eyjan nú nefnd Frixland eða Frisland. Uppi eru getgátur um að þessi nöfn á landinu tengist verslun Englend- inga hér upp úr 1400 og sé afleidd mynd af Fishland eða Fiskiland. Þá vildu sumir meina Það má með sanni segja að upp- drættir Guðbrands Þorlákssonar, biskups á Hólum, hafi markað þátta- skil í gerð íslandskorta. Á þeim voru útlínur landsins almennt réttari en áður hafði sést og þá ber að geta þess merkilega framfaraspors er teknar voru upp staðsetningar eftir lengdar- og breiddargráðum. Til dæmis var staðsetning Guðbrands á biskups- setrinu að Hólum ótrúlega rétt. að Frisland og Vínland hið góða væri eitt og sama landið. Þriðja gerð korta fyrir 1600, þar sem íslands er getið, eru frönsk, svokölluð Dieppekort. Fransmönnunum hefur tekist nokkuð vel upp með útlínur landsins og þessi kort voru greinilega spor frammávið. Þá er athyglisvert við þessi kort að svo virðist sem kortagerðar- mennirnir hafi haft til að bera meiri þekkingu á íslandi en hinum Norðurlöndunum. Til að skýra þetta hafa menn varpað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.