Tíminn - 16.07.1988, Qupperneq 10

Tíminn - 16.07.1988, Qupperneq 10
10 HELGIN Laugardagur 16. júlí 1988 Nýjar upplýsingar um slysið á Chappa- quiddick í nýrri bók slysið hefði orðið. Allt og sumt sem hann sagði var: „Það hefur orðið slys.“ Eg þurfti ekki að vita meira, jrað eina sem hugur minn meðtók var að segja honum að fara að brúnni eins fljótt og hann gæti. “ Síðan heldur frásögnin áfram af því hvernig Gargan, Markham og Kennedy hlupu sem fætur toguðu að brúnni og á meðan Kennedy lá á bakinu með hendur undir hnakk- anum köfuðu þeir Markham og Gargan niður að bílnum. { þeim stríða straumi sem bíllinn hafði lent í varð það fljótlega ljóst að björgunartilraun tveggja drukk- inna manna var dæmd til að mistak- ast. „Ég var að hugsa um að það yrði að tilkynna strax um hvað hefði gerst,“ er haft eftir Gargan í bókinni. í bókinni er því haldið fram að Kennedy hefði sagt: „Gott og vel, akið mér til Edgartown". Á meðan mennirnir þrír voru á leið- inni að strönd eyjarinnar, and- spænis sumarleyfisstaðnum sem þeir komu frá, tautaði Kennedy sí og æ, skv. Gargan: „Trúirðu því Joe? Trúirðu því Joe? Trúirðu að það hafi raunverulega gerst?“ Lögð á ráðin Síðan er haft eftir Gargan í bókinni hvernig öldungadeildar- þingmaðurinn hefði þagað sem fastast um hvað hann hygðist fyrir en virtist ekki vera reiðubúinn að tilkynna um slysið. Hann bað um að vera fluttur aftur til sumarbúst- aðarins svo að þeir gætu borið saman bækur sínar. Hann stakk upp á því að þegar hann væri aftur kominn á hótelið sem hann hafði átt að dveljast á, gæti Gargan „uppgötvað" slysið og tilkynnt lög- reglunni að Mary Jo hefði verið ein í bflnum. En það voru ýmsir vankantar á þessari áætlun, hvorki öldunga- deildarþingmaðurinn né Markham þekkti Mary Jo mjög vel og hvor- ugur þeirra vissi hvort hún kynni að aka bíl eða hvað þá hvort hún hefði ökuskírteini. Þeir vissu ekki heldur hvort einhver hefði séð Kennedy við brúna. Og þar að auki gerði Gargan sér grein fyrir því að það myndi verða því sem næst ómögulegt að fá hitt fólkið í þátt í kosningabaráttunni, og Charles Tretter, lögfræðingi og bardagamanni í kosningabarátt- unni. Gargan, sem var allsherjarredd- ari Kennedy-fjölskyldunnar, sá um að fyrir hendi væru drykkjarföng, steik til grillunar og tónlist úr ferðaútvarpi. Engu að síður var erfitt að ná upp stemmningu í veislunni, enginn virtist vera í skapi til að skemmta sér. Gargan minnist þess að Edward Kennedy yfirgaf veisluna ásamt Mary Jo Kopechne um kl. 23.50. „Það hefur orðið skelfilegt slys“ í áðurnefndri bók segir Gargan frá því að skömmu eftir miðnætti hafi La Rosa farið fram í eldhús en snúið strax til baka og sagt Gargan að öldungadeildarþingmaðurinn hefði beðið hann um að hitta sig. Þegar hann kom út sat Kennedy í baksætinu á Plymouth Valiant. „Það hefur orðið skelfilegt slys,“ sagði Kennedy. „Bíllinn fór út af brúnni niðri við ströndina og Mary Jo er í honum.“ Gargan heldur áfram að rekja minningarnar: „Hann gerði mér það ljóst að hann hefði keyrt bílinn og að Mary Jo hefði verið með honum. Hann sagði ekki hvernig Hér hefur Oldsmobfllinn verið dreginn upp úr ánni og rcistur á réttan kjöl. Kafari er að kanna ástandið að innanverðu. ... en það er Joseph Gargan, náfrændi Kennedys og samstarfs- maður sem hefur nú leyst frá skjóðunni veislunni til að sjá Kennedy fyrir fjarvistarsönnun og koma honum þannig úr klípunni. Að því er Gargan segir varð Kennedy pirraður þar til hann sagði þegar bíllinn var því sem næst kominn til strandarinnar: „Allt í lagi, Joey, ég skal sjá um þetta. Far þú aftur tilbaka og komdu stelpunum ekki úr jafn- vægi. Blandaðu þeim ekki í málið.“ Gargan og Markham til undrun- ar, að því er bókin segir, stökk Kennedy út úr bílnum og stakk sér út af bryggjunni í vatnið. Það var stuttur spölur að synda frá Chappa- quiddick til Edgartown. Gargan, sem fannst lítið til um hvernig Kennedy brást við slysinu, sagði: „Ég vona að þessi drullusokkur drukkni.“ Gargan og Markham trúðu ekki eigin augum og eyrum næsta morgun. Þeir höfðu reiknað með því að sundsprettur Kennedys hefði komið fyrir hann vitinu. En Gargan segir að þegar hann hafi Fyrir 19 árum gerðist sá atburður að ung stúlka, Mary Jo Kopechne fannst drukknuð í bfl Edwards Kennedy öldungadeild- arþingmanns, sem lengi þótti líklegur frambjóðandi Demókrata- flokksins til forsetaembættis Bandaríkjanna. Alla tíð síðan hefur leyndardómur hvflt yfir atburðarásinni sumarnóttina 1969 á Chappaquiddick en nú hefur frásögn eins aðstoðarmanns Kenn- edys loks svipt hulunni af hvað gerðist og þar kemur í ljós samsæri um þögn og blekkingu. Þetta kemur fram í nýútkominni bók. Tildrög slyssins hafa aldrei verið upplýst Allt það sem í rauninni hefur verið vitað um það sem gerðist þar til nú er að Mary Jo, ung stúlka sem vann ritarastörf í innsta hring aðdáenda Roberts Kennedy í for- setaframboðskeppninni 1968, fannst látin f Oldsmobile-bíl Edwards, þar sem hann lá á hvolfi í á við Chappaquiddick-eyju á dimmum sunnudagsmorgni, 19. júlí 1969. Um kvöldið, þegar fréttir af atburðinum höfðu borist vítt og breitt var þegar farið að leita svara við ýmsum áleitnum spurningum. Það var fréttablaðið Newsweek sem lagði línuna. „Eins og málið liggur fyrir virtist það sem gerðist hjá Teddy Kennedy um miðnæt- urbil á föstudaginn var á litlu eyjunni Chappaquiddick, varla frábrugðið öðrum slíkum tilvikum sem lögreglumenn skrifa í lög- regluskýrslur á hverri nóttu á þess- um árstíma. Veislan Veislan var önnur árshátíðin hjá sex ógiftum stúlkum, sem þekktar voru sem „ketilherbergisstúlkurn- ar“. Þær höfðu allar unnið ýmist sem ritarar eða hærra settar í kosningabaráttu Roberts Kennedy til útnefningar Demókrataflokks- ins til forsetaembættis, en þegar hann féll fyrir morðingjahendi höfðu þær dreifst í allar áttir og tekið að sér ný störf. Ein þessara kvenna átti upp- ástunguna að því við Joseph Gargan, náfrænda Kennedys og náinn samverkamann hans á stjórnmálasviðinu, að þau hittust aftur í smáveislu á þessari Iitlu eyju, Chappaquiddick. Gargan tók sumarbústað þar á leigu og bauð Edward Kennedy og fjórum öðrum mönnum, Jack Crimmins, sem stundum var bíl- stjóri Kennedys, Paul Markham lögfræðilegum ráðunaut hans, Ray La Rosa, sem hafði tekið virkan Náfrændi Kennedys leysir frá skjóðunni Dauði Mary Jo Kopechne við Chappaquiddick-brúna hefur nú aftur vakið umtal og vekur enn á ný grunsemdir í garð Edwards Kennedy öldungadeildarþing- manns. Nú, einmitt þegar Kennedy býður sig fram til öldungadeildar bandaríska þingsins, reiðubúinn að sitja þar sitt fimmta kjörtímabil fyrir Massachusetts, hefur Joseph Gargan, náfrændi hans og lög- fræðingur, rofið 19 ára þögn og upplýst hvað í rauninni gerðist á Chappaquiddick-eyju þessa dapur- legu sumarnótt árið 1969. Þessar uppljóstranir Gargans koma fram í bók eftir Leo Damore sem nefnist „Senatorial Privilege, The Chappaquiddick Cover-up“ (Forréttindi öldungadeildarþing- manns, hvernig atburðunum á Chappaquiddick var haldið leynd- um) sem er í þann veginn að koma út. Ef það sem þar kemur fram er sannleikanum samkvæmt hefur Kennedy blekkt bæði lögreglu og rannsóknarblaðamenn í næstum því tvo áratugi og notið við það aðstoðar hirls öfluga pólitíska veld- is Kennedy-fjölskyldunnar sem ber ábyrgð á samsæri þagnarinnar. Kennedy-fjölskyldan neitar þess- um ásökunum. Það sem haldið er fram í bókinni að Gargan fullyrði nú er að Kennedy hafi ákveðið að segja ósatt um hver hefði ekið bílnum og hefði ekki virst hafa áhuga á að bjarga lífi Mary Jo Kopechne. Hann hefði vanrækt að láta vita af slysinu þar til næstum 10 tímum seinna. í bókinni er lögð áhersla á að ef Kennedy hefði sýnt meiri aðgát og umhyggju og látið vita fyrr um hvernig komið var, kynni Kopechne að vera lífs enn í dag. Karlmaður ekur stúlku heim eft- ir veislu sem staðið hefur lengi kvölds á sumarleyfisstað, nær ekki að komast inn á mjóa brú á vegi sem hann þekkir ekki og lendir í ánni... En þegar viðkomandi mað- ur er öldungadeildarþingmaður, meðlimur Kennedy-fjölskyldunnar sem er á uppleið, og þegar a.m.k. 8 klst. líða frá slysinu þar til hann lætur vita af því - og þegar vitað er að nánustu samstarfsmenn öld- ungadeildarþingmannsins hafa verið ákaflega áhyggjufullir yfir drykkjuvenjum hans, glannalegum akstri og kvensemi, er æpandi þörf fyrir nákvæmlega þær skýringar ... Jo Mary Kopechne árið 1969 sem voru látnar iiggja milli hluta undarlega óljósar, eftir að Teddy var búinn að draga sig í hlé á fjölskyldusetrinu í Hyannisport.“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.