Tíminn - 16.07.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.07.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. júlí 1988 ■ 1 < /_\ - * ■ HELGIN W 3 Gripið er hér niður í frásögn Goriesar, sem Þorvaldur Thor- oddsen birtir úr í Landfræðisögu íslands, þar sem hann lýsir mat- venjum Islendinga: „Hákarl og fisk éta þeir hráan og ósaltaðan, og með mögru kjöti eta þeir tólg; þeim stendur á sama, þó maturinn sé ósaltaður og brauð- laus; auk þess eta íslendingar skyr, drafla, mélgraut og blómur; hrátt tómt selspik, án salts og brauðs, eta þeir eins og sælgæti, og eins sjálfdauða gripi. Þegar þeir fá öl, drekka þeir meðan eitthvað er til, og sitja svo fast við drykkinn, að þeir gefa sér ekki tíma til að standa upp, en húsfreyja hefir nætur- gagnið til taks, ef einhver þarf þess; sér til skemmtunar urra þeir (raula) eins og birnir eða hundar; bjórinn drekka þeir úr renndum nautshornbikurum. Aldrei bera þeir á sér peninga og það er ekki nein skömm að eta og drekka án þess að borga fyrir sig. Húsin eru grafin niður í jörðina og er þar ekki hægt að verja sig fyrir lúsum; tíu eða fleiri sofa saman í hrúgu, karl- menn og kvennfólk, og liggja andfætis undir vaðmálsvoðum; allir hafa sitt næturgagn og þvo höfuð og munn upp úr því á morgnana. Á vetrum verða börn og vinnufólk að bera húsbænd- unum mat og drykk í rúmið, og skemmta þeir sér síðan með því að tefla kotru og skák, því þeir geta ekki komizt út fyrir snjó; vinnumennirnir verða þó að fara út til þess að leita að dauðum kindum og úldnum fiskum, sem þeir hafa sér til matar.“ Guðbrandur biskup lætur til sín taka Frá skáldskapargáfu sagnarit- ara úti í hinum stóra heimi er sjónum aftur beint að framför- um í gerð íslandskorta. Guðbrandur Þorláksson, sem sat á biskupsstól á Hólum frá 1571-1627, lagði sitt af mörkum í kortagerðinni með veglegum uppdrætti af landinu. Þetta kort hefur ekki varðveist en land- fræðingurinn Ortelius gaf síðar út kort sem talið er unnið að mestu leyti upp úr frumdrætti Guðbrands. Menn vilja þó álíta að ýmsar þær kynjaverur sem eru á kortinu, þ.á m. Lagar- fljótsormurinn, hafi ekki verið á uppdrætti biskups. Athyglisvert er við þetta kort að útlínur Norðurlands, þar sem Guð- brandur þekkti best til, hafa nú fengið á sig ótrúlega rétta mynd en Suðurlandið er ennþá sem maður segir; út úr kortinu. Þá er og eftirtektarvert að Guðbrand- ur staðsetur Hóla nákvæmlega eftir breiddargráðu. Reyndar er þessi staðsetning með þeim ólík- indum að vera nánast sú hin sama og er skráð á kort árið 1988, tæpum 400 árum síðar, og fundin þá út með flókinni nú- tímatækni. En til að reyna að skýra þessa ótrúlega miklu ná- kvæmni Guðbrands biskups má benda á að hann var geysilega vel lesinn, t.d. hafði hann mikla þekkingu á stjörnufræðum. Tímamót í kortasögunni Svo er sagt að Guðbrandur hafi lagt mikla áherslu á að vanda til verka við kortagerðina til að leiðrétta þann mikla og útbreidda þvætting sem útlend- ingar höfðu lesið um og vitnað er til hér að framan. Óhætt er að fullyrða að vís- indastörf Guðbrands biskups „Hákarl og físk eta þeir hráan og ósaltaðan og með mögru kjöti eta þeir tólg,“ ... „auk þess eta íslend- ingar skyr, drafla, mélgraut og blómur; hrátt tómt selspik, án salts og brauðs, eta þeir eins og sælgæti, og eins sjálfdauða gripi.“ f frásögn sinni af íslandi og íslend- ingum sagði Olaus Magnus m.a. að veiðimenn gæfu bjarndýrsfeldi til kirkjunnar, sem síðan væru notaðir undir fætur prestanna á vetrum. mörkuðu tímamót í kortasögu og landfræðisögu íslands, því að áður hafði enginn glímt við að mæla hnattstöðu íslands. Á grunni þessara mælinga voru allir íslandsuppdrættir á 17. öld gerðir. Þar á meðal eru nokkrir uppdrættir langafabarns Guðbrands, Þórðar Þorláksson- ar, biskups í Skálholti. í safni Árna Magnússonar fannst kort sem eignað er Þórði. Þar er lögun landsins nokkurn- veginn rétt en þó eru Vestfirðir fullstórir. Reykjanesið teiknar Þórður of stutt og suðurströnd- ina of beina. Rennsli ánna er á tíðum öfugt og lögun fjalla á hálendinu tilviljanakennd og órökrétt. Efst í hægra horninu er skjaldarmerki íslands, gylltur krýndur þorskur í rauðum feldi og skildinum halda tveir fálkar. Landmælingar hafnar Það var fyrst á 18. öld sem menn fóru að beina sjónum að mikilvægi nákvæmra landmæl- inga fyrir kortagerð. Magnús Arason, fæddur í Haga á Barðaströnd árið 1683, má telja frumkvöðul í landmæl- ingum hér á landi. Magnús fór utan og nam stærðfræði og stjörnufræði. Einnig tileinkaði hann sér ótelj- andi tungumál með litlum erfið- ismunum enda er svo sagt að Magnús hafi verið gæddur mikl- um og góðum gáfum. í stuttu máli sagt æxluðust mál þannig að konungur leitaði til Magnúsar, vegna tilmæla Pét- urs Raben stiftamtmanns á ís- landi, um að gera sjó- og land- kort af eynni. Magnús tók þetta verkefni að sér en þó er óljóst af heimildum hversu hratt og ákveðið honum sóttist verkið. Þó virðist ljóst að Þórður Þorláksson, biskup í Skál- holti, hélt áfram vinnu langafa síns, Guðbrands biskups, á sviði korta- gerðar, með nokkrum uppdráttum sem gefnir voru út á 17. öld. Á þessum uppdráttum eru útlínur landsins nokkurnveginn réttar, en Vestfirðir eru þó of stórir, Reykja- nesið er teiknað of stutt og suður- ströndin of bein. á 7 árum hafi hann náð að mæla allar sýslur sunnanlands og vestan. Magnúsi entist ekki aldur til að ljúka þessu verkefni því hann féll fyrir borð á ferjubáti á Hrappsey á Breiðafirði árið 1728 og drukknaði. En sjö ára vinna Magnúsar kom mönnum vel á sporið, enda vann hann mun nákvæmari upp- drætti, með fjölda örnefna, en áður hafði þekkst. Dani að nafni Knoff hélt áfram þessari vinnu Magnúsar á árunum 1730-1734. Afrakstur hennar var síðan gef- inn út árið 1741 í yfirlitskortum af íslandi. Þessi kort voru notuð sem grunnkort við betrumbætur ým- issa hérlendra manna á íslands- kortum út öldina. í byrjun 19. aldar hófust ítarlegar þríhyrn- ingshornamælingar á strand- lengju landsins og voru þær unnar af fjölda norskra og danskra vísindamanna. Þar með hafði fengist dágóð mynd af landinu öllu, frá fjalli til fjöru. En þó vantaði enn mikið upp á að fyrirliggjandi íslandskort væru nægilega nákvæm. Einkum var kortlagning hálendisins ennþá mjög gloppótt. En þá kemur til skjalanna maður að nafni Björn Gunnlaugsson. Yfirkennarinn snýr sér að kortagerð Menn hafa átt erfitt með finna réttu lýsingarorðin til að lýsa því mikla þrekvirki sem hann réðst í árið 1831 þegar hann hóf að mæla landið vopnaður þeirra tíma þríhyrningsmælum og öðr- um vanþróuðum tólum. Hrútfirðingurinn Björn Gunnlaugsson, fæddur árið 1788, sótti stærðfræðinám í Kaupmannahöfn og kynnti sér síðan landmælingar í Holtseta- landi. Hann snéri síðan heim og hóf kennslu við Latínuskólann. Svo virðist sem hann hafi ekki getað unað sér við kennsluna því að að tveimur árum liðnum óskaði hann eftir því við stjórn- völd að fá í hendur áhöld til stjarnfræðiathugana. Við þær athuganir fékkst Björn síðan næstu ár en fór fljótlega aftur á stjá og óskaði eftir því við stjórn- völd að fá afnot af landmælinga- tækjum. Tilgangurinn var aug- ljóslega sá að sýna yfirvöldum fram á hæfni sína í landmæling- um og fá þau til að leggja fram nauðsynlegt fé til þeirra. Það varð þó úr að Bók- menntafélagið lagði út í þessa kortagerð en rentukammerið í Kaupmannahöfn lagði til nauð- synleg mælitæki. Björn hófst síðan handa í lok júní 1831. Hann byrjaði á því svæði sem hann þekkti best til, Reykjanesi. Suðvesturhluta landsins lauk hann síðan á fjórum árum. Þá gerði hann hlé í eitt ár á þessari vinnu en tók síðan tvíefldur upp þráðinn. Svo virðist sem Björn hafi á ferðum sínum til ársins 1843, farið um svo til allar byggðir landsins. Þó hefur hann trúlega ekki haft viðkomu á Hornströndum og nyrsta hluta Skaga. Fjöllin erfið yfirferðar Hálendisferðir Björns voru strjálar. Sum hálendissvæði mældi hann í þaula en önnur urðu útundan. Það sem hvað mest réði þessu er sú staðreynd að veður voru og eru enn válynd og erfitt að vinna að ýmsum mælingum. Eitt þeirra svæða sem varð útundan hjá Birni eru öræfin vestan Vatnajökuls, Tungnaárfjöll og tungan milli Tungnaár og Köldukvíslar. Björn hafði þessi orð um há- lendisferðir sínar: „Veður eru oft óstöðug á fjöllum og hindrar það ferðalög og athuganir. Og jafnvel þó veður séu blíð, þá eru þar oft þokur, væta og dimm- viðri, svo að ekki sést til fjalla- tinda. Fjöllin eru erfið yfirferðar vegna brattlendis, kletta, grjóts og sanda. Þar eru gjár, sprung- ur, fljót og hyldýpis gljúfur. Á öræfunum eru hvorki áningar- staðir né hagar og sums staðar er ekki vatn að fá. Á jöklum hindr- ar ís, hálka, sprungur, kuldi, frost og hríðar. Ferðatíminn er skammur, í mesta lagi 3'A mán- uður. Ekki er hægt að leggja upp fyrr en í júnímánuði, því að hagar eru ekki komnir fyrr fyrir hesta og aur fyrir fæti, meðan snjóa er að leysa á vorin. Ekki er hægt að ferðast lengur en til septemberloka vegna haustrign- inga og snjóa, og mörg sumur er aðeins fimmti hluti þessa tíma svo heiðríkur að hæstu fjalla- tindar sjást.“ Ómetanlegur grunnur ffyrir 20. aldar korta- gerðarmenn Afrakstur vinnu Björns var gefinn út í 34 kortum. Flest eru þau svokölluð sýslukort en að auki kort af ýmsum smærri svæð- um með leiðréttingum og við- aukum. Þau voru bylting í ís- lenskri kortagerð og ómetanleg- ur grunnur að kortagerð Dana, Bandaríkjamanna og síðar Landmælinga íslands á þessari öld. Til marks um myndugleika þessa framtaks Björns hlutu kort hans fyrstu verðlaun á kortasýn- ingu í París árið 1875, á næstsíð- asta æviári hans. í Kortasögu íslands fer Har- aldur Sigurðsson þeim orðum um kort Björns Gunnlaugssonar að þau gefi fyllri vitneskju en jáður var til staðar um byggðir landsins og búsetu, takmörk þeirra, leiðir og landslag. Þá segir Haraldur að með kortun- um hafi í fyrsta sinni fengist glöggt yfirlit um útbreiðslu jökla og fjallaþyrpinga. „Nokkurri yfirsýn er brugðið upp af dreif- ingu hitasvæða og hrauna, heiða, öræfa og hájökla. Meiri háttar fljót voru í fyrsta sinn rakin til upptaka, og stöðuvötn mörkuð af meira raunsæi en áður. ímynduð vötn hurfu, en ný komu í þeirra stað, stundum raunar á helzt til ótraustum undirstöðum," segir Haraldur Sigurðsson ennfremur. Og einkunn Þorvaldar Thor- oddsen um kort Björns er stutt og laggóð: „Þar sem Björn Gunnlaugsson fór yfir og mældi eru uppdrættir hans furðulega góðir, gerðir með hinni mestu vandvirkni og svo nákvæmlega sem framast var unnt eftir kring- umstæðum.“ óþh Helstu stuðningsrit: Haraldur Sigurðsson: Kortasaga íslands, I. og II. bindi. Óttar Ólafsson: Landafræði 1 fyrir framhaldsskóla. Sigurdur Thorarinsson: Islands kart- laggning, Ymer 1945, hafte 2. {Þorvaldur Thoroddsen: Landfræði- 1 saga íslands, I-IV bindi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.