Tíminn - 16.07.1988, Page 9

Tíminn - 16.07.1988, Page 9
8 HELGIN úti á götu Brúðkaupsferöin var stutt, farið var á handahlaupum yfir Tékkóslóvakíu til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs, og hann mátti varla vera að því, að heimsækja ættiandið. Hann drap snöggvast niður fæti á íslandi, kynnti konu síoa ættingjum og vinum, og hélt svo aftur til Berlínar. t>ar bíða hans aðkallandi verkefni í óperuhúsum, tónAeikahöllum og síðast en ekki síst í kennslustofu próíessor Hanne Lohre Kuhse, víðfrægrar sópransöng- konu, en hún hefur haft söngrödd Guðbjörns Guðbjörns- sonar, tenórs, til meðferðar undanfarna fimmtán mánuði. Þrátt fyrir annríki féllst Guðbjörn á að segja lesendum Tknans i stuttu máli frá hvað á daga hans hefur drifið frá því að hann lagði land undir fót til frekara söngnáms. Frú Flaone Lohre Kuhse kcnnir í Austur-Berlín, en Guðbjörn hefur búið í Vestur-Berlín. Hann varð því stöðugt að fara um Berlínarmúrinn og varð enn tíðförulli eftir að hann hitti stúlkuna, sem hann síðar kvæntist. Tollverðirnir beggja vegna landamæranna voru því farnir að þekkja tenórinn unga af lslandi. Hortunt var nieira að segja oft hleypt fram l'yrir biðröðina í tollhliðinu. Lengst af nam Guöbjörn söng- tæknina hjá Vincenzo Maria Demetz í Nýja tónlistarskólanum, en hclt til Þýskalands þegar að burtfararprófi loknu. „Fyrstu mánuðirnir fóru náttúr- lega í að sækja tíma og læra,“ scgir Guðbjörn. „Fljótlega fór ég svo á alþjóðlegt tónlistarnámskeið í Weimar. Ég vissi raunverulega lítið um hverjir sætu úti í áhorfendasal á slíkum námskeiðum ogfylgdust meö ungu og hæfileikaríku íólki, scm þar tók þátt. Það kom mér á óvart, að mikils metnir menn í tónlistarlífinu skyldu sækja slík námskeið, en ég söng alveg hreint ófeiminn aríur úr La Traviata og Töfraflautunni og lleira. Á eftir korn annar af tveimur leikstjórum Komische Opern í Berl- ín til ntín og hafði líkað söngurinn svo vel, að hann bauð ntér þriggja> ára samning á staðnum. Kennarinn minn sagði, að ég skyldi nú hugsa mig tvisvar um, áður en ég féllist á það. Fað gæti reynst mér erfitt að vera bundinn í Austur- Berlín í þrjú ár og hún bað mig að prútta þá niður í eitt ár. Ég reyndi það, en kom ekki neinu tauti við þá og hafnaði þess vegna að lokum samningnum. Þeir sögðust ekki vilja standa straum af menntun minni og' fá svo ekkert fyrir sinn snúð. Það er vitanlega ósköp skiljanlegt sjónar- mið. Þetta eru kaupsýslumenn. En ég var engu að síður mjög upp með mér.“ Guðbjörn sagði að slíkir samning- ar væru freistandi fyrir unga söngv- ara, en gætu verið hættulegir. „Sumir söngvarar hafa orðið út- brunnir á skömmum tíma, því að þeir þurfa ef til vill að syngja þung og vandasöm hlutverk tvisvar eða þrisvar í viku. Það þola lítið æfðar raddir ekki. Ég sé ekki eftir, að hafa hafnað þessu boði. Fyrst ég fékk tilboð núna, þá fæ ég það alveg eins eftir eitt ár eða tvö, þegar ég er rciðubúinn." Hin eina rétta leið Og ekki stendur á tilboðunum. Lcikstjóri í Korpus, sem er ein af stærstu borgum í Austur-Þýska- landi, hefur boðið Guðbirni að syngja tenórhlutverkið í einþátt- ungnum Gianni Schicci eftir Puccini. „Það er næsta vetur," scgir liann. „En það þarf að ganga í gegnum menningarmálaráðuneyti og innan- ríkisráðuneyti og fleiri skrifstofur áður en hægt verður að ganga frá því. Það er verið að vinna í þessu. en öll afgreiðsla er scin þarna austan- megin." Guðbjörn segist minna þurfa að sækja kcnnslustundir nú en áður. Námi hans sé að mestu lokið. Nú ríði á að læra hlutverk í óperum og öðrum tónverkum, sem hcnta rödd lians, og brjóta þau til mergjar. Guðbjörn segist ætla að verða al- hliða söngvari. „Ég býst ekki við að fara að sérhæfa mig í annaöhvort Ijóðasöng eða óperusöng, ítalskri óperu eða þýskri eða hvað þetta er nú kallað allt. Ég tek undir meö kennara mínunt, sent segir, að það sé aðeins til ein leið - að syngja; það er hin eina rétta. Ég hef til dæmis verið að æfa Hándel upp á síðkastið. Nú er ég að fara að syngja í Messíasi eftir Hándel í Tempelhof, sem er smáhverfi í Berlín. Þar búa um 280 þúsund manns og þeir eiga sína cigin sinfón- íuhljómsveit, sem ég syng mcð. Ég hef bundist mjög sterkum böndum við Tempelhof. Ég hef búið þar, eftir að ég fluttist til Austur-Þýska- lands, og hef fengið að æfa í kirkj- unni." Konu sína, Kati, sem nú hefur tekið upp eftirnafnið Guðbjörnsson að þýskum sið, hitti hann á alþjóð- legu tónlistarnámskeiði í Weimar í Austur-Berlín, þar sem hún var starfsmaður, en hún hefur sjálf lært söng frá því hún var fimmtán ára gömul. Meðal annars í tónlistarhá- skólanum í Weimar. „Það er nauðsynlegt, að konan skilji til hlítar viðfangsefni manns,“ segir Guðbjörn. „Kati veit af eigin raun hvers söngurinn krefst. Hún veit, að mánuður er allt of mikill tími til að eyða í brúðkaupsferðalag. Nú verðum við að drífa okkur til Austur-Þýskalands og fara að vinna. Minna á okkur aftur. Annars er öll vinnan, scm liggur að baki, unnin fyrir gýg.“ Stuttur ferill „Mitt annað heimili verður alltaf á íslandi," segir Guðbjörn, hrukkar svo ennið og spyr: „Var þetta væmið?“ „Það er eins og með svo marga íslenska söngvara, svo sem Sígríði Ellu Magnúsdóttur og Kristján Jó- hannsson, að þau búa hér heima, en eiga líka heimili einhvers staðar í útlöndum. Það er nauðsynlegt starfs- ins vegna,“ útskýrir hann. „Mig langar til að byggja minn söngferil svoleiðis upp, að mér takist að syngja fyrir landa mína reglulega, en ég stefni á að syngja ntikið erlendis. Því ráða náttúrlega peningarnir, sem eru í boði. Ferill söngvara er oft stuttur og maður veröur að reyna að ná eins miklu út úr honunt og unnt er. Þó ávallt með skynsemina að leiðar- Ijósi. Ég verð að fara rólega í sakirnar núna til að byrja með og takast ekki á hendur of erfið hlutverk, því að það gæti stytt söng- ferilinn til muna. Hann gæti jafnvel endað rnjög hastarlega, eins og ég hef orðið vitni að. Ungum tenór, sem ég áður hafði séð í vandræðunt í óperu, tókst ekki að syngja meira en fyrstu aríu sína í Rigoletto eftir Verdi, en gekk svo af sviði. Annar tenór kom í hans stað og lauk sýningunni." Tónleikagestir biðu úti á götu „Kennari minn, frú Kuhse, ráð- lagði mér að syngja sem mest á tónleikum fyrst um sinn. Síðastlið- inn vetur hélt ég ferna tónleika og eina litla. Það var í húsi svipuðu Norræna húsinu. Það koniu um sjötíu manns og fylltu húsið. Þetta voru fyrstu tón- leikarnir mínir og ég hlaut ofboð góðar móttökur. Ég söng íslensk lög, skandinavísk og ítölsk og loks þýsk Ijóð, - allt í bland. Þessir tónleikar gengu það vel. að áheyr- endurnir sjötíu komu allir á næstu tónleika. Þá sagði umboðsmaðurinn niinn: „Þetta gekk svo vel,- þeir eru auðsjáanlega mjög hrifnir af þér, Þjóðverjarnir -, að við verðum að kýla á þetta sem fyrst aftur.“ Þetta var í desember og í lok janúar hélt ég aðra tónleika. Þá var umboðs- maðurinn kominn með einn stærsta salinn í Tempelhof. Enn þá einu sinni sá ég alla tónleikagestina frá fyrri tónleikum og hafði hver tekið með sér fjóra eða fimm vini sína. Nú voru áheyrendur orðnir fjögur- hundruð. Þetta sýndi mér auðvitað, Guðbjörn Guðbjörnsson og Kati Guðbjörnsson, nýgift'og í heimsók að fólk var reglulega hrifið. Þessir tónleikar gengu raunveru- lega ennþá betur en hinir fyrri, Ég söng ljóð fyrir hlé, en lauk tón- leikunum með ítölskum og þýskum óperuaríum. Ég fékk frábærar við- tökur og var ekki sleppt af sviðinu fyrr en ég hafði sungið þrjú aukalög. Þá hætti ég. Ég var búinn að syngja stanslaust í hálfa aðra klukkustund og úrvinda af þreytu. Við vorum í sjöunda himni bak- sviðs og skutum tappa úr kampavíns- flösku í tilefni fyrstu opinberu tón- ' teikanna, sem þar að auki höfðu heppnast framar vonum. Þar spjölluðum við svo saman í um þrjá stundarfjórðunga, en þá bjó ég mig til heimferðar. Þegar ég svo gekk út úr tónleikahúsinu bakdyramegin biðu þar um fjörutíu manns enn þá fyrir utan og klöppuðu fyrir mér. Ég varð að árita efnisskrár og taka í hendur á fólki. Vitanlega var þetta mikil upphefð fyrir mig og mér leið voða vel. Því um líkt hafði aldrei komið fyrir mig áður, - ekki einu sinni hér á íslandi, Guðbjörn Guðbjörnsson, tenórsöngvari, á íslandi: Hrópuðu húrra á íslandi. Söngtónleikum Guðbjörns i þar sem allir eru svo opnir og ósparir á bravóhrópin. En þarna áttu Þjóð- verjar í hlut. Þeir eru stífir og dálftið til baka, hefur mér fundist. Þetta kom líka undirleikaranum mínum í opna skjöldu. Hann hefur leikið undir hjá söngvurum í Berlín í fimmtán ár og hann sagðist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins.“ Upp úr þessu var Guðbirni boðið að syngja sex lög í útvarpi og hann vakti slíka lukku, að hann var beðinn að syngja meira fyrir útvarpsstöðina. Þá átti að taka við tónleikasyrpa, en Berlín varð að fresta fram í september. (Tíminn: Pjetur) henni var frestað vegna brúðkaups- ins. Hún hefst í september. En hvenær fá Islendingar að heyra í Guðbirni? „Ég hef svo mikið að gera fram að áramótum, - ég er reyndar alveg uppbókaður út þetta ár -, en ég hef 1 hyggju að koma heim í febrúar eða mars og halda tónleika. Þá langar mig til að fara um landið og syngja.“ þj BÆNDUR - HELGARÞJÓNUSTA Varahlutaverslun okkar Ármúla 3, verður opin á íaugardögum i sumar frá kl. 10.00 f.h. til kl.14.00 e.h. Komiö eða hringið Beinn sími við verslun 91-39811 Greiðslukortaþjónusta BÚNADARDEILD SAMBANDSINS ARMULA3 REVKJAVlK SlMI 38900 +-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.