Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 2
HELGIN Laugardagur27. ágúst 1988 12 íveruherbergja sinna. Séra Jón Héð- insson gekk inn til Ögmundar og töluðust þeir við af hljóði, en er þeir léttu skrafinu og séra Jón gekk burt, segja menn að biskup hafi sagt: „Ráða muntu verkum þínum, séra Jón Héðinsson." Fógetinn drepinn f þetta mund sátu þeir Diðrik og förunautar hans í timburstofunni að drykkju. Sá hét Jón Björnsson, prestur á Torfastöðum, sem látinn var hella á fyrir þá. Séra Jón þessi var í stórum sökum og því var hann settur til þessa, en annars hefði hann ekki mátt hafa samneyti við þá Diðrik, þar sem þeir voru í banni. Skyldi hann ekki til spara að veita þeim eins og þeir vildu. Þegar bænd- ur komu að íveruherbergjunum hlupu sumir þeirra upp á garðinn hjá portinu, en sumir þeystust inn um dyrnar. Varð af þessu hávaði mikill svo að þeim mönnum Diðriks varð hverft við. Spratt þá Diðrik upp úr sæti sfnu, leit út um glugga og sá að þar voru menn með vopnum og spurði hverju gegndi er hann sæi þar atgeira marga, spjót og kesjur. Séra Jón sagði þetta vera vinnumenn staðarins og færu þeir nú með glensi sínu og gamni. Hefði biskup gefið þeim nokkrar könnur öls til virðing- ar við komu Diðriks hingað. Diðrik bauð þá þegar tveimur manna sinna að sækja byssur þeirra út í tjaldið. Jafnskjótt sem þeir komu í tjaldið eystra, í Þykkvabæ og Kirkjubæ. Þeir voru komnir yfir Ölfusá og að Kotferju, þegar Diðrik kom í hug að ríða í Skálholt til fundar við Ögmund biskup, en það var ekki upphaflega áætlað. Pétur Spons og Hans Vitt hétu tveir förunauta hans og sagði hann þeim nú að halda áfram yfir Þjórsá og bíða sín í Odda. Sjálfur hélt hann í Skálholt með þeim átta sem eftir voru. Er þangað kom lét hann slá upp tjaldi sínu fyrir framan timburstofuna. Var honum veittur matur og öl sem hann lysti, en ekki fann hann Ögmund biskup þann dag. En að morgni næsta dags fund- ust þeir og töluðust við. Spurði biskup þá Diðrik hví hann héldi áfram að leggja undir sig klaustrin, meðan ekki væri ljóst hvort sá væri skýlaus vilji konungs. Diðrik svaraði fyrst fáu um þetta, líkt og á Alþingi, og þá illu einu. Skildu þeir þá að sinni. En eftir þetta fór Diðrik tví- eða þrívegis inn í stofu til biskups og skeytti skapi sínu á gamla mannin- um. Valdi hann honum mörg háðu- leg orð og ósæmileg, kallaði hann blinda biskup, hundsvott, hunda- drífara og öðrum háðungarorðum. Kvaðst hann og mundu geta lagt undir sig allt Island við sjöunda mann, ef hann vildi. Ögmundur biskup kvað hann eiga orð sín sj álfan og bað hann að víkja burtu af staðnum með góðu og skyldi honum til reiðu matur og drykkur í ferðina. Mætti hann velja það er hann vildi, hvort sem væri vín, mjöður eða bjór og hvað sem væri matarkyns. Kvaðst biskup ekki vilja gera honum nokk- urt mein, en það sæi hann sjálfur að hann fengi engu ráðið við fólk sitt, ef eitthvað kynni í að skerast með þeim, með því að hann væri sjón- laus. En Diðrik gaf þessum orðum engan gaum, heldur varð hann enn þrjóskari. Sátu þeir svo þann dag og voru alls ugglausir um sig. Jón Néðinsson safnar liði f þennan tíma var séra Jón Héð- insson offizialis í Skálholti og ráðs- maður, en offizialis var sá maður er næstur gekk biskupi að völdum í kirkjunnar efnum. Honum þótti nóg um aðfarir þeirra Diðriks og föru- nauta hans. Gerði Jón nú boð nokkr- um bændum og landsetum staðarins, þeim er hann taldi best mega trúa. Brugðu þeir skjótt við og komu heim í Skálholt að morgni næsta dags á Lárenziusarmessu, 10. ágúst. Fyrir þessum mönnum voru þessir helst tilgreindir: Jón Sigurðsson, kallaður að auknefni refur eða rebbi. Hann bjó á eignarjörð sinni Gröf í Grímsnesi, en síðar á Búrfelli. Ann- ar var Sveinn Þorsteinsson á Bílds- felli, þriðji Ögmundur bryti í Skál- holti og fjórði Jón Snorrason, ráðs- maður á Hömrum í Grímsnesi, úti- búi Skálholtsstaðar. Hinn fimmti er nefndur Núpur Jónsson, vinnumað- ur á Hömrum þá og segist hafa verið þar um nóttina fyrir Lárenzíusmessu í vitnisburði sínum um þá atburði er þá gerðust. Hafði hann verið heimil- ismaður í Viðey þegar klaustrið var tekið og verið þar hart leikinn og barinn með köðlum. Þóttist hann því eiga Diðrik og liði hans grátt að gjalda. Þegar bændur komu í Skál- holt voru þeim bornar nokkrar könnur öls úti við eða í skemmu, svo þeir voru vel hreifir er þeir gengu til Ein af vaxtöflum þeim sem komið hafa upp við fomieifauppgröft í Viðey og talíð er að séu frá tið klausturhalds þar. (Tímamynd Pétur). Margt hafa þeir hugsað og misjafnt, sem átt hafa erindi yfir sundið tU Viðeyjar í aldanna rás. Þar hafa milúl örlög verið ráðin. (Tfmamynd Rúben) hjuggu hinir tjaldið ofan á þá og drápu þá báða. Fékk annar 14 áverka áður en hann féll og varð Ögmundur bryti banamaður hans. Þegar Diðrik sá hverju fram fór vildi hann drepa séra Jón Björnsson, en hann fékk borgið sér með þeim hætti að hann kastaði af sér kápunni sem hann hafði yfir sér, skaust á dyr og sló þá hurðinni að timburstofunni í lás, en bændurnir umkringdu hana þá þegar. Ólafur Ingimundarson hét hesta- maður Diðriks. Hann mætti liði bænda í göngunum hjá biskupsbað- stofunni fyrir framan sjálfar dymar og mælti: „Gefið mér greiðan gang, bræður mínir, því að ég er íslenskur eins og þið.“ Einn hinna varð til andsvara og mælti: „Þú hefur mörgu með þeim stolið og fyrir þá. Hefur þú og lengi verið lagsmaður þeirra og fylgt þeim lifandi. Samirog vel að þú fylgir þeim dauður.“ Lagði sá hinn sami þegar til Ólafs og í gegn. Allar voru dyr harðlæstar, svo ekki máttu Diðrik og félagar hans komast burtu. Jafnframt áttu bænd- ur erfitt með að ná í stofuna til þeirra. Varð þá Sveinn á Bíldsfelli til að opna þeim inngöngu með þeim hætti að hann tók stein mikinn, svo að á tveggja meðalmanna færi mundi að valda og kastaði á hurðina, svo hún molaðist sundur. Komust nú bændur í stofuna og voru þeir fremstir Jón refur, Sveinn á Bílds- felli, Jón Hamraráðsmaður og Núpur. Drápu þeir síðan þá sem inni voru. Ekki er þess getið hver hafi orðið banamaður hvers af þeim Diðriksmönnum, nema Jón refur varð sjálfum Diðrik að bana. Það sagði hann sjálfur síðar Jóni Egils- syni, sem var systursonarsonur hans: Jón hafði kesju í hendi og sótti þegar að Diðrik, en Diðrik varðist lengi vel og karlmannlega og hafði þó ekki annað sér til varnar en borðdisk og rýting. Fékk Jón ekki lengi komið lagi á hann, uns hann tók það ráð að hann krækti kesjunni aftan í herða- blað honum og kippti honum síðan í tveim rykkjum fram á gólfið, svo að hann féll á grúfu fyrir fætur honum. Rak Jón síðan spjótsskaftið út um fremra glergluggann á stof- unni, til þess að fá lagi komið við, stakk kesjubroddinum rétt ofan á milli herða honum og kvaðst hann nú mega hælast um það ef lysti, að hann mundi leggja allt ísland undir sig. Lét Diðrik svo líf sitt. Voru þá allir vegnir, nema smásveinn Diðriks, tólf vetra gamall, Jakob að nafni. Hann hafði skriðið inn undir borðið. Vildi Sveinn þá drepa hann og kvað hann mundu koma þeim að óliði, ef hann lifði. En Jón refur kvað það aldrei skyldi verða, því sveininn væri ungur og saklaus að þessu. Varð Jakob þessi síðar heyr- ari í Skálholtsskóla á dögum Mar- teins biskups og er svo mælt að hann hafi málað mynd af Jóni ref, svo líka að allir máttu þekkja að ásynd og yfirliti. Voru síðargerðareftirmynd- ir af henni og hengdar upp í búðum allra kaupmanna sunnanlands. Því var það að Jón áræddi aldrei eftir þetta að koma í nokkurn kaupstað að sögn. Hér mun og hafa til dregið það að bróðir Diðriks, Kort van Mynden, var lengi kaupmaður í Hafnarfirði og synir hans eftir það. Jón hafði og mikinn vara á sér eftir þetta. Hann átti tvo hesta, bleika að lit, léttfæra mjög. Hestana tamdi hann svo að þeir gátu stokkið með hann á baki sér yfir Grafarhlaup, en það var langt jarðfall eða djúpur ós við bæinn í Gröf, ófær öllum hestum öðrum yfir að stökkva. Er mælt að Jón hafi ætlað sér þetta undanfæri, ef skjótt þyrfti til að taka og á hann væri leitað. Skrokkamir dysjaðir Þessir atburðir urðu 10. ágúst 1539. Báru bændur lík hinna vegnu eða drógu út fyrir portið og köstuðu þeim þar í dys. Þar var þá brunnur á miðju hlaðinu og var þangað sótt allt vatn til neyslu á staðnum. Úr brunninum lá og bunustokkur inn í ölhituhúsið og var vatnið ekki sótt með öðru móti til bruggunar, heldur veitt þann veg inn. En nú vildi svo til að blóðið úr búkunum rann niður í brunn þennan og var hann byrgður eftir það. Þá voru líkin flutt austur yfir Söðlahóla og dysjuð þar. Einnig voru drepnir hestar þeirra og dysjað- ir þar í kös með þeim og þar með klæði þeirra og reiðtygi. Þó voru sumir sem flettu þá klæðum og tóku til sín það sem þeim helst sýndist fémætt. Er hér tilnefndur Eyjólfur Kolgrímsson. Hann var að vígi þessu og sagði er búkarnir voru út dregnir: „Vér höfum unnið hofverk í dag; vér skulum vinna annað á morgun." Fylgikona Eyjólfs var viðstödd og leitaði hún ákaft í pyngjum þeirra föllnu og tók þaðan bæði gull og silfur. „Diðrik bað að heilsa þér...“ Jafnskjótt og þessu var lokið var maður sendur frá Skálholti í Odda og skyldi hann segja mönnum Dið- riks þar að koma til Hruna og það með að Diðrik hygðist ríða norður í land um Kjalveg. Þetta undruðust þeir, en fóru þó til Hruna, tjölduðu þar norðar á túninu og báðu um öl og mat. Ráðsmaður prestsins, séra Jóns Héðinssonar, Stefán að nafni, kvað þá bráðlega skyldu fá matinn. Annar þessara manna, Pétur Spons, var talinn mestur illvirki allra manna Diðriks. Pétur lagði sig nú til svefns í tjaldinu, en hinn vakti. Nokkru síðar verður hinn við það var að vopnaðir menn koma af Hrunanum, sem er fell við bæinn í Hruna. HIupu þeir í átt að tjaldinu, tólf saman, og voru vopnaðir. Vakti hann þá skjótt Pétur og segir hvað títt sé. Pétur stökk upp í flýti, þreif spjót sitt og stökk út úr tjaldinu. Guð- mundur hét sá er sótti að Pétri, allra manna karskastur og illfengur. Pétur varðist drengilega og vann Guð- mundur ekki á honum, þótt í her- klæðum væri. Þá kom að sá maður sem Jón hét, kenndur við móður sína og kallaður Önnuson. Hann tók upp öxi og kastaði í höfuð Pétri og mælti um leið: „Diðrik bað að heilsa þér og sendi þér þetta með.“ Þegar Pétur fékk þennan áverka, hugðist hann forða sér og hlaupa í kirkjuna. Ráðsmaðurinn var þá í heygarðinum og hlóð úr heyi. En er hann varð þessa var sem Pétur ætlaðist fyrir, hljóp hann úr heyinu og í veg fyrir Pétur, staðnæmdist í sáluhliðinu og varnaði honum inngöngu þar til hinir komu og unnu á honum. Sá hét Þorsteinn Ófeigsson sem lýsti á hendur sér vígi Péturs. En það er að segja af förunauti Péturs, Hans Vitt, að hann hljóp vestur í flóðin hjá Hruna og sá maður á eftir sem Sigurður hét Bernarðsson. Baðhannsérþágriða, en fékk ekki. Kvað hann þá Sigurð mundi verða drepinn, ef hann ynni á sér. En Sigurður sinnti því engu og drap hann þar, en lýsti síðan vígi á hendur sér. Síðan voru þeir dysjaðir þar skammt frá. Það er mælt að flestir sem voru að þessum vígum í Hruna hafi dáið voveiflega og ekki náð prestsfundi, þótt þeir æsktu. En Sigurður Bern- harðsson var veginn 16 árum síðar. Þessi tíðindi spurðust skjótt víða. Þegar fregnin um vígin spurðist vestur yfir heiði tóku þeir sig saman, sem sætt höfðu mestri misþyrmingu í Viðey um vorið, fóru út í eyna og komu þar í dögun innan viku frá vígum þessum. Drápu þeir þar þá menn Diðriks, sem skildir höfðu verið eftir til þess að gæta klausturs- ins, en þeir voru fjórir. „Grófu þeir ■ t'WíiíS’SStS’*'!’*"'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.