Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 27. ágúst 1988
r.
HELGIN I
21
"1
I
I
A fjórum hjólum - Reynsluakstur: Toyota Carina II GL 1600 16 ventla:
Framsækin og fulltamin,
en vantar allan skapofsa
i
Carína II er fallegur bfll og sómir sér vel nær hvar sem er. Hann er hins vegar ekki mjög ólíkur bflum ■ sama
flokki 1vjapanskra evrópubfla" eða t.d. litla bróður stærstu Corollunnar. Takið eftir öryggisatriðum eins og
hnakkapúðunum í aftursætunum. Tímamyndir g.e.
inni. Það má því segja að bílstjór-
um Carina II sé falið meira iykla-
vald en mörgum öðrum bílstjórum.
Hvað sem líður allri kaldhæðni
af þessu tagi, verð ég að vara við
einu atriði. Þegar hliðarrúða bíl-
stjórans er opnuð eftir að ekið
hefur verið í bleytu og jafnvel
rigningum, þá dropar beint niður í
þetta mikilvirka stjórnborð. í
reynsluakstrinum blotnaði Tíminn
tvisvar í fingurna og er það út af
fyrir sig saklaust mál. Hins vegar
varð mér hugsað til framtíðarinnar
þegar bíllinn hefur verið í notkun
við misjöfn veðurskilyrði í fjölda
ára, hvort ekki verði þetta veikur
blettur í viðhaldinu.
Einangrun
Hljóðeinangrun er með allra
besta móti miðað við bíl sem er
ekki á sjálfstæðri grind. Hann er
enda smíðaður með einangruðum
sjálfstæðum styrktarbitum sem
halda bílnum saman við fjöðrunar-
og stýrisbúnaðinn. Þetta er kallað
hjólabitar í bæklingi fyrir bílinn,
sem annars er á frekar slakri ís-
lensku. Það heyrðist alls ekki mikill
munur á veghljóði þótt ekið væri af
malbikuðum vegi yfir á steyptan,
eða yfir á malarvegi. Verður það
að teljast góður árangur hj á Toyota
þar sem ekki er um grindarbíl að
ræða.
Sterkasti leikur þessa bíls er úti
á vegum. Þú ert öruggur f þjóð-
vegaakstri og ökumaður og farþeg-
ar eru stöðugir í sætum sínum
hvernig sem viðrar á vegi. Holur
og önnur óáran valda ekki miklum
usla þótt oft virtist vera hindranir
úr fjarska að sjá í reynsluakstrin-
um. Hann dúar ekkert og hann
sveiflast ekkert út af laginu þrátt
fyrir tilþrif. Þetta er mjög skiljan-
legt með hliðsjón af því að hann er
búinn sjálfstæðri fullkominni fjöðr-
un á hverju hjóli og enginn heill
öxull verður til að skemma útkom-
una.
í framúrakstri
Við framúrakstur reyndist bíllinn
mjög öruggur. Hægt var að auka við
sig hraða með nokkrum inngjöfum
og kom þá í ljós að hann hafði yfir
ágætum krafti að ráða. Skilar 16
ventla 1600 vélin út tæpum hundrað
hestöflum við 6000 snúninga. Fyrir
mitt eigið aksturslag verð ég þó að
segja að hér mætti vel bjóða upp á
útgáfu með nokkuð djarfari útborun
í krafti. Hann bætir t.d. ekki mikið
við sig þegar hann er kominn í
hundrað og ... við framúrakstur við
bestu skilyrði. (Ég ætla ekki að
missa ökuskírteinið út á greinarkorn
í helgarblaði Tímans!)
Það er hérna sem ég þarf að rifja
aftur upp hestamennskuna. Hann er
einna helst eins og fulltaminn góð-
hestur sem búið er að venja allan
skapvilja úr og frumkvæði. Hann
bara fer fram úr þegar þú vilt fara
fram úr og gerir það nokkuð örugg-
lega, en hann á engin ósköp eftir
sem hægt væri að kreista út eftir því
í hvernig skapi þú ert. Það er eins og
hann vanti þessi 10 hestöfl til viðbót-
ar við uppgefið afl sem grípa má til
við ákveðið samspil skaphafnar og
viljafestu í bland við dulda getu
farkostsins.
Kristján Björnsson
Carina II er annar bfll en Carina
hefur verið. Hann er lítið eitt
stærri, þyngri, aflmeiri og hlaðinn
lítið eitt meiri lúxus en sá eldri. Þó
margt minni við fyrstu sýn á eldri
bílinn verður að koma skýrt fram
strax hér í byrjun að Carina II er
hannaður algerlega frá grunni og
er margt að finna í þessum bíl sem
byggt er á annarri grundvallarhugs-
un en í Carina.
Það sem lýtur beint að ökumanni
og finnst strax og ekið er af stað,
eru breyttirstýriseiginleikar. Hann
virkar nokkuð stífur í stýri og allt
að því þungur í hægum og kröpp-
um beygjum innanbæjar. Þetta
skilar sér auðvitað vel í aksti úti á
vegum eða á þjóðbrautum eins og
ég hef kosið að kalla það. Hann er
einhvern veginn ekki beint þungur
í akstri, en frekar þéttur fyrir á
velli. Honum bregður þá heldur
ekki í brún þegar komið er á fullan
ferðahraða á þjóðbraut eða sé
þeyst yfir holótta malarvegi. Þarna
skilar þessi ágæta stýrissamstæða
kostum sínum ríkulega.
Áshalli núll
Ein helsta skýring þessa er sú að
hjólhalli framhjóla hefur verið af-
numinn og telst því núll. Er það
kallað 0 gráðu áshallastilling. Þetta
veldur því að hann leitar alls ekki
inn í beygjur á vegum úti eða fylgir
veghallagerð, en hann eltir heldur
ekki rákir eða farvegi í yfirborði
vega. Öryggið ofar öllu mætti þetta
framtak heita og er það bara vel.
Ég var bara ekki ánægður með
þetta atriði svo ég segi eins og er
og hef alla tíð verið veikur fyrir
bílum sem koma mér meira á
óvart. Þetta er enginn galli en
getur frekar flokkast undir smekks-
atriði.
Líkast til má rekja þessar sér-
skoðanir mínar aftur til hesta-
mennskunnar en í þeim efnum hef
ég ekki ánægju af því að ríða hesti
sem finnur ekki upp á neinu sjálfur
eða rataði t.d. ekki eftir stígum ef
hann langaði til þess. Hann verður
líka að geta tekið einhverjar gæð-
ingsrokur og hlaupið upp á miðjum
spretti. Kem ég betur að því síðar
hvernig þetta síðarnefnda tengist
Toyotunni á annan hátt.
Þægindi og íburður
Gæði, þægindi og einangrun eru
með því allra besta sem gerist í
fjölskyldubílum. Þetta eru þó allt
atriði sem verða að vera í mjög
góðu lagi ef Carina II á að geta
heitið samkeppnishæf í þessum
stærðarflokki fjölskyldubíla. Með-
al annarra hliðstæðra bíla í sama
flokki má nefna Mözdu 626, MC
Galant, Chevrolet Monza Classic,
Ford Sierra, Saab 900 og svo
framvegis.
Það hefur heldur ekki verið til
sparað við íburðinn í Carinu II og
verður það að vera mat hvers og
eins hvernig hann tekur því. Einum
úr kaupendahópnum gæti þótt sem
hann mætti vera heldur látlausari
og verðið þá líka lægra, en aðrir
eru einu sinni þannig sinnaðir að
þeir vilja hafa þetta allt, sem
aðeins þekktist í dýrustu Kadilják-
um fyrir fáeinum árum. Takkaóðir
heimilisfeður munu að öllum lík-
indum una sér vel við stjómvölinn
á lengri og skemmri ferðum. Lík-
lega væri þó réttara að tala um
takkaóða afa og ömmur ef tekið er
mið af kaupverðinu og venjulegum
launatöxtum skrifstofumanna t.d.
Eitthvað fyrir takkaóða
Hér er að finna rafmagnstakka
fyrir hliðarspeglana báða, raf-
magnstakka í hverri hurð fyrir
rúðuhalara og mikilúðlegt takka-
borð fyrir bílstjórann til rúðuhaln-
ingar upp og niður á hverri hurð,
eða nokkurs konar „master" fyrir
allar dyr. Þar er auðvitað læsing
sem gerir alla aðra rúðuhalara
óvirka ef ekki dugar fyrir bílstjór-
ann að hrópa á farþega sína að hala
nú niður eða loka gluggum. Þá
getur hann læst alla farþega sína
inni eða úti, ef því er að skipta,
með einum takka í bílstjórahurð-
+
Þægindi,
íburður, ör-
yggi. fjöðrun,
vinnsla vélar.
Þyngd, véla-
rafl, kyrrstæð-
uþyngd á stýri.
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
J