Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 8
18
HELGIN
Laugardagur 27. ágúst 1988
SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMALSAKAMAL SAKAMAL S
■-
Myrt á 15 ára afmælisdaginn
Líkið fannst sundurstungið í grunnri gröf, vafið í plast og
rúmlak. Fimmtugur kunningi stúlkunnar sagði að þetta
hefði allt verið fyrir slysni. Vandalaust var að útiloka það,
enda kom fleira til sögunnar.
Krystal King var ekki slæm
stúlka, aðeins skapmikil og svolítið
uppreisnargjörn, eins og vinir
hennar sögðu. Hún hafði tvisvar
strokið að heiman áður en hún
varð 15 ára, en ekki farið langt og
komið aftur fljótlega og lofað að
bæta ráð sitt. Hún var ljóshærð,
bláeygð og vel vaxin og leit út fyrir
að vera eldri en hún var. Samt
reyndist henni erfitt að fá vinnu,
því alltaf var beðið um skilríki.
í þriðja skiptið kom Krystal þó
ekki aftur og foreldrar hennar
tilkynntu hvarf hennar á 15 ára
afmælisdegi hennar, 12. september
1986. Þau óttuðust að eitthvað
hefði komið fyrir hana, þar sem
hún vissi að afmælisgjafir og veisla
biðu hennar heima fyrir.
Fulltrúar unglingaeftirlitsins í
Gulfport í Mississippi könnuðust
við Krystal frá fyrri skiptum, er
tilkynnt hafði verið um strok
hennar. Þeir voru vissir um að hún
kæmi heim þegar hún væri orðin
peningalaus og ætti hvergi höfði
sínu að halla. Verið gat líka að hún
hefði farið til stærri borganna,
New Orleans, Miami eða jafnvei
til Hollywood, til að vera með
öðrum unglingum á götunum þar.
Ef það síðasta væri rétt, var ekki
líklegt að foreldrar Krystal heyrðu
frá henni fyrr en hún lenti í vand-
ræðum af einhverjum toga. Þangað
til gat lögreglan fátt aðhafst annað
en senda út lýsingu á Krystal og
fingraförum hennar.
Grunsamleg gröf
Daginn eftir var maður að viðra
hund sinn í skóglendi í grennd við
Saucier, strjálbýlt svæði í norðan-
verðri Harrison-sýslu. Hann rak
augun í eitthvað sem virtist vera
nýleg gröf. Hann vildi ekki róta
neitt í þessu, af ótta við að þar
kynni að vera lík. Þó tilkynnti
hann fulltrúum lögreglustjóra um
fund sinn. Þeir komu á staðinn og
gerðu ráð fyrir að þarna væri grafið
dýr. Ef vera kynni að annað leynd-
ist í gröfinni, voru kallaðir út menn
frá morðdeildinni og grafarar.
Tekin var videomynd af gröfinni
og umhverfinu og þar leitað vand-
lega að sönnunargögnum. Ekkert
fannst sem benti til að glæpur hefði
verið framinn á staðnum. Ef lík
væri í gröfinni, hefði það verið flutt
á staðinn, annars staðar frá.
Efsta moldarlagið var fjarlægt
varlega og ekki var komið nema
um 30 sm niður, þegar eitthvað
kom í Ijós sem virtist vera líkami,
vafinn í hvítt lak. Líkinu var lvft
upp á börur og innan undir lakinu
var það vafið í glæran plastdúk.
Hann var rakinn utan af.
Lögreglumenn morðdeildarinn-
ar voru ýmsu vanir, en þeir grettu
sig af þeirri sjón sem við blasti.
Þarna var lík ljóshærðrar, ungrar
stúlku, sem hafði verið grimmilega
stungin og skorin. Nánari rannsókn
sýndi að hún hafði verið skorin á
háls og peysa hennar síðan bundin
utan um. Nærbuxum hennar var
troðið langt niður í hálsinn.
Nú var farið að athuga lista yfir
týnt fólk og fljótlega varð séð að
hér gat aðeins verið um að ræða
Krystal King, sem skýrsla hafði
verið gerð um daginn áður. Ættingi
Krystal Lom á staðinn og bar
formlega kennsl á líkið.
Dauði í afmælisgjöf
Líkið var nú afhent lækni til
krufningar, en ljóst var strax, að
Krystal hafði verið myrt á seinasta
sólarhring. Plastið og lakið var
sent til rannsóknarstofu lögregl-
unnar.
- Það hefur þá verið á afmælis-
degi hennar, sagði ættinginn niður-
brotinn.
- Þvílík afmælisgjöf, sagði einn
fulltrúinn við sjálfan sig.
Rannsóknarlögreglumennirnir
Payne og Terrell fengu málið til
rannsóknar og fyrst lá fyrir að
komast að, hvar Krystal King hefði
verið á afmælisdaginn.
Þeim fannst ráðlegast að hefjast
handa í skemmtigarðinum í næstu
verslunarmiðstöð, þar sem ung-
lingar hópuðust gjarnan saman.
Vandalaust reyndist að hafa uppi á
unglingum, sem könnuðust við
Krystal, en enginn minntist þess að
hafa séð hana í fylgd með neinurn
sérstökum daginn áður.
Ein stúlka, sem spurð var, sagð-
ist vita að Krystal hefði strokið að
heiman og ætlað sér til New Or-
leans. Hún gat sér þess til að hún
hefði lagt af stað á puttanum, en
lent á einhverjum brjálæðingi á bíl.
Payne leist ekki á þá kenningu.
Hann benti á að sundurstungið
líkið hefði verið vafið í plast og
síðan rúmlak. Það benti til að
Krystal hefði verið myrt í húsi.
Ökumaður, sem var á ferð af
tilviljun, hefði að líkindum fleygt
líkinu í skurð og slíkir voru yfirleitt
ekki með rúmfatnað í bílum
sínum.
Síðdegis fengu lögreglumennirn-
ir fyrstu vísbendinguna í málinu.
Tveir unglingar, sem þekktu
Krystal, sögðust hafa séð hana
með töluvert eldri manni um
klukkan sex kvöldið áður. Þeir
lýstu manninum sem „rónalegum"
með úfið hár og ósnyrt skegg.
- Hafið þið séð hann áður?
spurði lögreglan.
Báðir unglingarnir hristu höfuð-
ið. Þeir gátu heldur ekki svarað,
hvert parið hefði farið, en bættu
við að ekki væri útilokað að ein-
hver af kunningjum Krystal vissi
eitthvað meira um manninn og
nefndu sérstaklega eina stúlku.
Drykkja í heimahúsi
Haft var uppi á henni og ljóst var
að henni brá mjög við spurningar
lögreglunnar. Augljóst þótti að
hún vissi eitthvað, en var treg til að
segja frá því.
- Þú veist með hverjum Krystal
var í gærkvöldi? sagði Terrell.
Eftir nokkurt hik sagði stúlkan:
- Ef foreldrar mínir komast að
þessu, drepa þeir mig.
- Krystal King var myrt, minnti
Payne hana á. - Viltu heldur að
menn, sem gera svona við stúlkur,
gangi lausir?
Stúlkan hríðskalf, meðan hún
sagði frá. Þær Krystal höfðu farið
í skemmtigarðinn kvöldið áður og
Krystal sagt henni frá tveimur
mönnum, sem hún þekkti. Þeir
bjuggu í bænum og Krystal hafði
hvatt hana til að koma með sér í
heimsókn til þeirra. Krystal fullyrti
að þeir ættu alltaf nóg að drekka
og þarna gætu þær komist í frábært
samkvæmi.
Stúlkan kvaðst hafa látið til leið-
ast, en Krystal hringt til húsráð-
anda. Hann sótti þær og ók þeim
heim til sín. Þar fengu þær kaktus-
vín og bjór og allir horfðu á
sjónvarpið um stund.
Um tíuleytið hefði stúlkan viljað
fara heim. enda höfðu foreldrar
hennar sagst fara að leita hennar ef
hún væri ekki komin á tilsettum
tíma. Krystal reyndi að fá hana til
að dvelja lengur, en hún fór samt
og skildi Krystal eina eftir hjá
mönnunum.
Aðspurð um nöfn mannanna,
mundi stúlkan aðeins að sá sem
Krystal hringdi í, var kallaður
Gerald, en hinn Dave. Hins vegar
gæti hún hæglega vísað á húsið sem
þeir bjuggu í. Nei, þeir höfðu ekki
gert sig líklega til neins misjafns,
meðan hún var inni og komið fram
af stökustu kurteisi.
Bara slys
- Þú ert heppin að hafa komið-
þér burtu, sagði Payne.
Eftir þessar upplýsingar fóru
Payne og Terrell til saksóknara og
fengu húsleitarheimild og hand-
tökuskipun á Gerald Holland, sem
hafði á leigu húsið, sem stúlkurnar
höfðu verið í heimsókn í.
- Hafi hún verið myrt þar, hlýtur
að finnast blóð ennþá, sagði
Terrell. - Hún var ekki svo lítið
skorin.
Meðan heimildirnar voru útbún-
ar, var nafni Geralds Holland rennt
gegn um tölvu til að fá frekari
upplýsingar.
Ekki stóð á þeim. Gerald James
Holland var fimmtugur og hafði
fengið dóm 1974 fyrir að nauðga 13
ára stúlku í Texas. Hann hafði
verið náðaður þremur árum síðar
og ekki verið handtekinn síðan.
Krystal King vingaðist við mið-
aldra mann, sem myrti hana á
hroðalegan hátt á 15 ára afmæli
hennar.