Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 6
I 16 Jt HELGIN Laugardagur27. ágúst1988 Ktir MONZA Nú bjóðum við uppá einstök greiðslukjör. Lánum allt að helmingi kaupverðsins í eitt ár- án vaxta og verðtryggingar. Auk þess bjóðum við umtalsverðan afslátt á Che^pDlet Monza. Chevrolet Monza SL/E 1,8 lítra vél beinskiptur/sjálfskiptur Chevrolet Monza SL/E 2,0 Ktra vél sjálfskiptur Klámspólur auöfengnar á vídeóleigum: HJAKKAÐí SAMA FARI Steinar hf. gáfu út tvö ný mynd- bönd í gær, föstudag, og ættu þau að vera komin, eða að vera á leiðinni, í hillur myndbandaleiganna. Fyrst ber að nefna myndina Three for the Road, með Charlie Sheen í aðalhlut- verki. Eftir Platoon og Wall Street er drengurinn sá kominn á toppinn og er búinn að slá bæði gamla manninn, Martin Sheen og bróður sinn Emilio Estevez við. Hér er hann sagður fara á kostum í bráð- skemmtilegri og spennandi mynd þar sem flest fer öðruvísi en ætlað var. Kerri Green og Alan Ruck bleiku hulstri. Mjög svo vandræða- legur laumaðist ég með spóluna út í bíl og var enn lúpulegri er ég kom heim með hana. Eftir að hafa horft á myndina ákvað ég að gefa henni einkunn sem um venjulega mynd væri að ræða. Hún fylgir hér á eftir. Stjörnugjöf: 0 Leikarar eða leikstjóri: Óþekktir. Söguþráðurinn var enginn. Mis- jafnlega mikið var sýnt af hinum og þessum líffærum mannslíkamans og hinar erfiðustu æfingar sem leikar- arnir settu á svið á skjánum voru til þess fallnar að gera hina best þjálf- uðu íþróttamenn öfundsjúka. Myndatakan var öðruvísi. Það er í raun alveg ótrúlegt hversu miklar nærmyndir er hægt að taka með kvikmyndavélum. Værum við að tala um andlit myndi ég segja að hægt hefði verið að telja freknurnar á andliti viðkomandi en það var lítið um andlitsmyndatökur. Flest voru skotin neðán þindar og sjálfsagt dregur það úr kostnaði þar sem förðunarfólk hefur ekki þurft að koma nálægt gerð þessarar myndar. Fyrstu tíu mínúturnar gætti ákveðins frumleika en eftir það var hjakkað í sama farinu leikurum og sjálfsagt áhorfendum til einhvurrar skemmtunar. Mæli ekki með henni. -ES Það var helst í video- fréttum Sumarkjör okkar á Chevrolet Monza þýöa - þrátt fyrir gylliboð annarra - hagstæöasta veröiö á markaðnum (dag Þrátt fyrir að bannað sé með lögum að leigja út klámspólur á myndbandaleigum, er auðvelt að koma höndum yfir slíkt efni. Undirritaður kannaði þetta nýver- ið á nokkrum leigum og voru svörin yfirleitt jákvæð þegar spurt var eftir slíku efni. Á einni Íeigunni var tekinn fram mikill doðranturog mér boðið að fletta í. Þetta kvað gert í því skyni að viðskiptavinir geti fund- ið mynd við sitt hæfi. Ég lét tilleiðast og tók eina mynd á einni af umræddum leigum. Ég bað um eitthvað saklaust (sjálfsagt mín vanþekking). Afgreiðslumaður- inn glotti og tók fram mynd í skær- „TOPP TUTTUGIT 1. ( 2) No Way Out * (Skífan) 2. ( 1) Nornirnarfrá Eastwick (Steinar) 3. ( 5) Hentu mömmu af lestinni (Háskólabíó) 4. ( 3) Kæri Sáli (Háskólabíó) 5. (-) Princess Bride (J.B. Heildsala) 6. ( 4) The Bourne Indentity (Steinar) 7. ( 6) Windmills of the Gods (J.B. Heildsala) 8. ( 9) The Pick-Up Artist (Steinar) 9. ( 7) Bigfoot and The Hendersons (Laugarásbíó) 10. (-) SummerSchool (Háskólabíó) 11. ( 8) The Man with two Brains (Steinar) 12. (-) Revenge of The Nerds # 2 (Steinar) 13. (13) Bluegrass (Steinar) 14. (16) Full Metal Jacket (Steinar) 15. (10) TheSqueeze (Steinar) 16. (-) Rita, Sueand BobToo (Steinar) 17. (11) Innerspace (Steinar) 18. (14) Slamdance (Steinar) 19. (15) Blue Velvet (J.B. Heildsala) 20. (19) Dirty Dancing (J.B. Heildsala) /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.