Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 10
20
HELGIN
Laugardagur 27. ágúst 1988
TÍMANS RÁS
Jón Ingi
Herbertsson
Hótel
í fortíð, nútíð og framtíð
Menn eru ákaflega mismunandi
rökvísir í sínum málflutningi þegar
réttlæta á hina og þessa hluti. Ein
stórkostlegustu rök sem undirritað-
ur hefur heyrt lengi eru þau rök sem
forráðamaður Eimskipafélagsins
hafði í frammi þegar hann var spurð-
ur af fréttamanni útvarps nú í vik-
unni hvort það væri nú sniðugt að
fara að ráðast í byggingu eins hótels-
ins enn, þegar þau sem fyrir væru
ættu í nógu miklum erfiðleikum með
að fylla herbergi sín. Petta var ein-
mitt spurning sem hafði hvarflað að
mér, og eflaust öðrum, þegar fréttir
af áætlunum Eimskips um fjögurra
stjörnu hótel við Skúlagötuna bárust
mér til eyrna.
Svarið var á annan veg en ég hafði
búist við. Reyndar átti ég varla von á
að heyra sannfærandi rök fyrir slík-
um áætlunum og þess vegna hefði
hið skrautlega svar kannski ekki átt
að koma mér á óvart.
Svarið var eitthvað á þessa leið:
Þó aukning á hótelrými hafi verið
nokkur síðustu ár þá er hún ekki
mikil ef litið er langt aftur í tímann!!!
Við lítum á þetta sem langtímaverk-
efni... Það á ekki að láta ástandiö í
dag ráða ferðinni.!!!!
Nú halda þeir sem létu þennan ák-
veðna fréttatíma framhjá sér fara að
ég sé að skrökva. Það er ég ekki að
gera og hef ég hér minnst tvö vitni
sem urðu jafn undrandi á svip við
hlustunina.
Sem sagt, það er um að gera að
líta samtímis nógu langt aftur og
nógu langt fram í tímann en láta nút-
íðina sigla sinn sjó. Líta nógu langt
aftur í tímann til að finna hentugan
samanburð og nógu langt til að rétt-
læta óraunhæfustu hluti.
Það má segja að það sé ákveðin
tilbreyting í því að heyra svona rök
og því hafa þau tvímælalaust
ákveðið skemmtanagildi, ekki síst
þegar miðað er við síendurtekin og
leiðigjörn ummæli annarra framám-
anna þjóðfélagsins, sem segja ein-
mitt hið þveröfuga: að í dag þurfi ís-
lenska þjóðin að halda í við sig til
þess að hún fái yfirleitt að upplifa
framtíðina.
Fussað og sveiað er yfir botnlausri
óráðsíu og þenslu. Verslanahallir og
glæsihótel spretta upp eins og gork-
úlur og eru menn fyrir vikið famir að
spá í niðurfærsluleiðir til að reyna að
traðka frekari gorkúlur niður í fæð-
ingu. Við íslendingar höfum lifað
um efni fram undanfarið, (Eim-
skipsmenn myndu eflaust segja að
þetta væri rangt, sé litið langt aftur ■
tíniann, t.d. til Móðuharðindanna)
og erum óhóflega bjartsýnir á fram-
tíðina, svo bjartsýnir að við erum
þegar famir að lifa í henni, eins og
Eimskipsmennirnir.
Framtíðin er jú ákaflega spenn-
andi umhugsunarefni og ekki nema
von að menn freistist til að gleyma
stað og stund. Þannig hafa ótal-
margir rithöfundar og kvikmynda-
gerðarmenn gert hana að umfjöllun-
arefni sínu. Hvar verður maðurinn
staddur, hvernig mun umhverfi hans
líta út, hvaða tækniframfarir munu
hafa litið dagsins ljós - þetta eru
spumingar sem leita á menn. Hvern-
ig væri nú að fara að huga að fjögu-
rra stjörnu hóteli á tunglinu? Það
hlýtur að koma að því að maðurinn
taki sér bólfestu þar og ekki er ráð
nema í tíma sé tekið. Það væri lang-
tímaverkefni í lagi. Engin ástæða til
að láta svartsýnistal um nútíðina
skemma fyrir sér.
Við vitum líka hvað glæsileg hótel
skipta okkur miklu máli. Ef við
hugsum okkur hvemig þetta hefur
verið í fortíðinni, þegar við lítum
langt aftur í tímann. Ætti maður
tímavél og gæti skotist 200 ár aftur í
tímann, yrði áfalliðsvakalegt... eng-
in hótel. Maður yrði bara að gera sér
það að góðu að halla sér í tímavél-
inni í staðinn. Það sér hver heilvita
maður að slíkt gengur ekki. Reisum
því hótel og aftur hótel. Betra er að
eiga þau á lager en vakna upp við
þann vonda draum eftir svona 50-
100 ár að fá ekki fjögurra stjömu
svefnpláss.
GETTU NÚ
Fellið það hið fagra,
sem við sáum á síðustu
mynd var Meðalfell í
Kjós og munu margir
hafa verið fljótir að bera
kennsl á það.
Við höldum okkur enn
á slóðum sunnlenskra
fjalla og spyrjum nú
hvaða fjöll það séu sem
við nú sjáum á mynd-
inni. Þess má geta að
margur fjallgöngumað-
urinn hefur spreytt sig á
að arka upp með gilinu
fyrir miðri mynd.
KROSSGÁTA