Tíminn - 27.08.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. ágúst 1988
HELGIN
15
undsen hefðu verið ágætir vinir.
Aumundsen drukknaði er hann tók
þátt í leiðangri til þess að bjarga
ítalska landkönnuðinum Nobile.
Flugvélin sem flutti björgunarmenn-
ina fórst í hafi norðan Noregs.
Ýmsir vildufá
hann sem forseta
Vilhjálmi Stefánssyni var mikið í
mun að frétta hvað um væri að vera
á íslandi, þegar hann fékk þennan
unga gest til sín, ekki síst af ætt-
mennum sínum. Svo vel vildi til að
ég kunni nokkur skil á ýmsu af þessu
fólki, enda ættaður úr Eyjafirðinum,
þar sem voru búsettir ýmsir náfrænd-
ur hans.
Þá spurði hann hvernig Jóni Dúa-
syni gengi við endurheimt
Grænlands. Hann hafði miklar mæt-
ur á Jóni og sagði að hann væri
„mjög athygliverður maður, mjög
athygliverður." Einnig hvernig væri
með „flokk Vilhjálms í>órs“ - en þar
mun hann hafa átt við Framsóknar-
flokkinn. Já, ísland var honum ofar-
lega í huga og það kom fram að þrátt
fyrir þessa löngu fjarveru töluðu þau
hjónin gjarna saman á íslensku, en
Evelyn gat talað íslensku þegar hún
kærði sig um og það sem þó merki-
legra var, hún söng á íslensku. Þama
spilaði hún fyrir mig á píanó og söng
sjálf með „Góða tungl“ og „Sofðu
unga ástin mín.“ Vilhjálmur hafði
ferðast mikið um ísland og þá með
frænda sínum Jónasi frá Hriflu, til
dæmis austur að Klaustri. Hann
sagði að Jónas hefði boðið sér Ieg-
stað á Þingvöllum, en að ekkert
hefði verið ákveðið um það. Líka
kom fram að hann vildi vita hvort
ekki væri mikið flogið á íslandi.
Þegar hann var ráðgjafi hjá Pan
American um flugmál, hefði félagið
haft áhuga á að afla sér einkaleyfis á
flugi til fslands, en til slíks kom
auðvitað ekki, þar sem landsmenn
tóku flugmálin í eigin hendur.
Enn man ég eftir að hann spurði
hvort Ásgeir Ásgeirsson hefði verið
endurkjörinn bg í framhaldi af því
var minnst á að Gunnar Thoroddsen
hafði stungið upp á því í blaðagrein
að Vilhjálmur yrði fyrir valinu, þeg-
ar rætt var um frambjóðanda til
fyrsta forseta fslands. Þótt aldrei
yrði nú alvara úr þessu þá kvaðst
Vilhjálmur hafa heyrt að í skoðana-
könnun meðal 500 lesenda Vikunnar
hefði hann hlotið flest atkvæði, en
næstir komið þeir Sveinn Björnsson
og Jónas Jónsson. Vissulega hefði
Vilhjálmur orðið verðugur í slíkt
embætti, slíkan orðstír sem hann
hafði getið sér meðal annarra þjóða.
Vilhjámur kvaðst ekki hafa heyrt af
þessu fyrr en all löngu síðar, en gat
sér þess til að upptökin hefði Jónas
Jónsson átt - hann hefði ætlað sér að
kljúfa Sjálfstæðisflokkinn og setjast
sjálfur í stólinn. Þessa gat land-
könnuðurinn sér til og hafði gaman
af.
Verk að vinna
Þetta man ég nú helst úr heimsókn
minni til Vilhjálms og endurtek hve
ógleymanlegt það var að hafa átt svo
einlægan fund með slíkum merkis og
hæfileikamanni, sem svo mikið orð
fór af, því ég var aðeins nítján ára,
sem áður segir, en hann orðinn
aldraður, 77 ára. Hann lést 1962.
Það sem mér er einnig minnisstætt
frá samtali okkar er að það var eins
og hann væri alltaf vinnandi, þótt
hann sæti á spjalli. Hann var sífellt
að hugsa, skrifa, lesa og tjá sig í
senn.
Það er ekki vafi á að honum voru
það vonbrigði að íslensk stjórnvöld
skyldu ekki sýna boði hans um að
þiggja bókasafnið mikla meiri
skilning, en ég vona að það verði
bætt upp eftir því sem tök eru á með
því að sýna minningu hans þann
sóma sem hæfir. Ég kom mörgum
árum síðar í Árnesbyggð í Manitoba
í Kanada, þar sem hann var fæddur,
og sá mér til gleði að þar hafði
honum verið reistur veglegur minn-
isvarði. Þar er verk að vinna að fyrir
okkur hérna megin hafsins, því ís-
lenskur var hann alla tíð og upprun-
inn átti þátt í að kveikja áhuga hans
á norðrinu."
Við þökkum Heimi fyrir frásögn-
ina og birtum hér með stutt ágrip af
störfum Vilhjálms er hann tók sam-
an fyrir all mörgum árum. Því er við
að bæta að nú í októberlok er
ákveðið að haldin verði í Vancouver
í Kanada heimsráðstefna um ferða-
mál og alþjóðamál og þ.á m. um
samstarf rfkja fyrr og síðar á norður-
slóð. Þar hlýtur starf Vilhjálms að
verða á dagskrá. Á ráðstefnunni
mun Heimir Hannesson verða meðal
þáttakenda og hyggst hann nota
þetta tækifæri til þess að gera grein
fyrir vísindastörfum Vilhjálms og
þýðingu þeirra, því enginn íslend-
Heimir Hannesson:
Vilhjálmur Stefánsson
- Líf og starf
Vilhjáimur Stefánsson land-
könnuður yar fæddur í Huldu-
hvammi í Árnesbyggð á Nýja ís-
landi í Manitoba, Kanada, 3. nóv-
ember 1879. Faðir Vilhjálms, Jó-
hann Stefánsson, var fæddur að
Tungu á Svalbarðsströnd við Eyja-
fjörð, en bjó á Kroppi í Eyjafirði,
áður en hann fluttist búferium til
Vesturheims. Stefán Stefánsson,
fyrrum bóndi á Varðgjá og síðar á
Svalbarði á Svalbarðsströnd, var
föðurbróðir Vilhjálms Stefánsson-
ar. Kona Jóhanns og móðir Vil-
hjálms var Ingibjörg Jóhannes-
dóttir, hreppstjóra í Hofstaðaseli i
Skagafirði.
Árið 1876 fluttust foreldrar Vil-
hjálms vestur um haf og settust að
í Árnesbyggð í Nýja íslandi. Árið
1881 fluttust þau til Norður-Dak-
ota og settust að í Víkurbyggð.
Kallaði Jóhann bæ sinn Tungu.
Ólst Vilhjáhnur upp þar syðra, en
taldi sig kanadískan þegn.
Sagt er, að Vilhjálmur hafi verið
hægfara barn og nokkuð einrænn i
leikum. Snemma fór að bera á
námshæfileikum hjá honum. Eftir
barnaskólanám í Mountain stund-
aði hann náin í ríkisháskólanum i
Grand Forks, en lauk þó ekki
fullnaðarpróti þaðan.
Árið 1902 gekk hann í ríkishá-
skólann í Iowa. Lauk hann fjögurra
ára námi á níu mánuðum og braut-
skráðist árið 1903. Sæmdi háskól-
inn Vilhjálm síðar doktorsnafnbót
í heiðursskyni.
Næstu þrjú árin stundaði Vil-
hjálmur vísindanám við Harvard-
háskóla og lauk þarmeistaraprófí.
Hugur Vilhjálms hneigðist fyrst
aö bókmenntum, og eitthvaö orti
liann á háskólaárunum. Fyrstu rit-
smíðar hans fjölluðu uin islenskar
bókmenntir. Síðan hcfur Vilhjálm-
ur Stefánsson ritað 23 bækur, og
hafa margar þeirra orðið heims-
frægar.
Uin æsku sína ritar Vilhjálmur i
fyrsta kaflu bókarinnar „Veiði-
mcnn á norðurvegum'*, og kennir
þar margra grasa. Lífsbarátta land-
nemanna og ævintýraþrá Vilhjálms
speglast í eftirfarandi frásögn:
„Ópin sléttan var i minum aug-
um ævintýraland. Vísundarnir
voru horfnir, en bein þeirra hvitn-
uðu uin allt, og djúpir götuslóðar
eftir þá lágu í bugðum endalaust
um luutir og leiti. Sitting Bull og
Indíánar hans voru á næstu grösum
og engin lömb að leika sér við, svo
að þcir okkar, sem gætnari vorum,
óttuðust hann, en hinir sem langaði
í ævintýrin, vonuðu, að herflokkar
hans kæmu cinhvern dag í augsýn
út við sjóndeildarhringinn. Ég gat
séð sjálfan mig í huganum, þar sem
ég var hraustur njósnari, er úr
Ijarlægð hafði gætur á varðeldum
Indíána, og sveitin átti líf sitt
undir. En einn dag fréttum við, að
Sitting Bull licfði verið skotinn.
En þó að vísundarnir væru
farnir, þá var þó Vísunda-Villi
(Butíalo-Bill) enn á mcðal vor.
Ýinsir af kúasmölunum, sem ég
vann með, höfðu þekkt hann.
Flestir þcirra hældu sér af því að
vera meiri skyttur en hann. Hæ-
verska cr engin sérstök dygð við
landamærin, og ekki er afbrýðis-
semi ókunn.
Fyrsti inetnaður minn, að því er
ég man, var að vera Vísunda-Villi
og drepa Indíána. Þegar ég varð
kúasmali og fór að ganga klæddur
cins og Vísunda-Villi og stinga á
mig skammbyssunni á morgnana.
þá fékk ég annan metnað, og
fyrirmyndin varð Robinson Cru-
soe. Sá metnaður hefur fylgt mér
síðan.“
Fyrstu ár frumbyggjanna voru
liarðir rcynslutímar. Með látlausu
striti breyttu þeir eyðimörkinni i
frjósöm akuryrkjuhéruð. Um
þennan mikla reynslutíma ritar Vii-
hjálmur:
„Eftir látlaust tveggja ára strit
hafði fólk mitt eignast þægilegt
bjálkahús, og skógarhöggið gekk
vel. En þá kom flóð og drekkti
sumu af búpeningnum, tók burt
heyin okkar og nágrannnnnu og
skildi eflir skort, er með vorinu
varð að hallæri. Sagt er, að bróðir
minn og systir hafi dáið af harð-
rétti, og sumir af nágrönnum okkar
urðu hungurmorða. Ofan á þetta
bættust ógnir bólusóttarinnar, því
að fursóttir og hallæri verða löng-
um samferða.“
Vilhjálmur Stefánsson ritar
skemmtilega um skólamenntun
sína og æskudrauma:
„Skáldmetnaður minn hélst,
meðan ég var að lesa flest ensk
skáld og skáld á einum tveimur eða
þremur öðrum tungum. Svo kann
að virðast, að þetta hafi verið
óhentugur undirbúningur fyrir mig
til að veiða hvítahirni og rannsaka
heiinskautalönd. Ég er ekki viss
um það. Landkönnuður er skáld
athafnanna, og að sama skapi mik-
ið skáld sem hann er landkönnuð-
ur. Hann þarf sál til að sjá sýnir,
engu síður en hann þarf þrótt til að
hafa sig á móti stórhríöum ... Ferð
Magcllans var eins ágæt og alger
úrlausn stórfelldrar hugsjónar, eins
og leikrit eftir Shakespearc. Nátt-
úrulögmál er ódauðlegt ljóð.“
Og Vilhjálmur valdi til náms og
helgaði líf sitt þeim vísindum, er
fjalla um lífið á jörðunni.
„Darwin og Spencer tóku nú
það sæti, er Keats og Shellcy höfðu
áður skipað.“
Og nú hóf Vilhjálmur Stcfánsson
þann vísindafcril, er aflaði honuin
heimsfrægðar.
Það væri að bera í bakkafullan
lækinn að reyna að telja upp helstu
mannraunir og afrek Vilhjálms
Stefánssonar á norðurslóðum.
Fyrstu kynnum sínum af hinum
frumstæðu Eskimóuin lýsir Vil-
hjálmur á þessa leið:
„Maðurinn frá Connccticut hjá
Mark Twain lagðist til svefns á
nítjándu öld og vaknaði á tímum
Arþúrs konungs t hópi riddara, er
riðu af stað í brakandi brynjum
hefðarfrúm til hjálpur. - V'ið höfð-
um ckki einu sinni sofnað, en
gcngið út úr tuttugustu öldinni inn
í land, þur sem menn að andlegum
þroska og menningu heyrðu til
miklu eldri öld en Arþúrs konungs.
Þeir voru ekki á borð við þá, sem
Cæsar fann í Gallíu og á Bretlandi
- þeir voru líkari cnn eldri veiði-
mönnum, er lifðu á Bretlandi og í
Gallíu í þá mund, erfyrsti pýramíd-
inn var reistur á Egyptalandi. Það
var tíu þúsund ára tímaskckkja, að
þeir skyldu vera á sama meginlandi
og sumar borgirnar okkar, svo sem
andlegu líti þcirra og cfnahag var
farið ... Ég þurfti engu imyndunar-
afli að hcitu, þurfti ekki annað cn
að horfa og iilusta, því að hér voru
ekki menjar steinaldarinnar, held-
ur stcinöldin sjálf, karlar og konur,
einkar mannleg, fullkomlega vin-
gjarnleg, og buðu okkur velkomna
heim til sín og buðu okkur að
vera.“
Ekki var maturinn alltaf upp á
marga fiska aö dómi nútímamanns-
ins. Stundum lifði Vilhjálmur og
menn huns á hráum húöuin og
reipum. Þessi matargcrð hefur
sennilega aldrei birst í nokkurri
matrciðslubók.
„Máltíð okkar var tveir réttir:
Fyrst kjöt, síðan súpa. Súpan var
svo gerð, að köldu selsblóði var
hellt í soð undir eins og soðna
kjötið hafði verið fært upp úr
pottinum, og hrært rösklega í því,
þanguö til allt var komið að suðu.
Úr þessu varð súpa, á þykkt við
einskonar baunasúpur, en náði hún
að sjóða, þá storknaði blóðið og
settist á botninn. Þcgar komið var
að suðu, var slökkt á lampanum
undir pottinum, og fáeinum snjó-
hnefum var hrært samun viö súp-
una.“
í bókum Vilhjálms úir og grúir
af einfölduin leiðbeiningum, og
margar krcddumar hefur hann af-
sunnað. Margan kann að furða
það, sem Vilhjálmurscgirumsvefn
undir beru lofti í hörkufrosti:
„Mcðal hvítra manna norður
frá, svo sem Hudson Bay-félags-
inanna og hvalveiðimanna, er mikil
hjátrúarblandin hræðsla við það
aö sofna úti í köldu veöri. En
svefninn cr ekki hættulegur þreytt-
uin manni, heldur hitt að hann fer
ekki nógu snemma að sofa. Reyni
inaður aðeins hóflega á sig, svitnar
maður ekki, og meðan svo er
haldast fötin sæmilega þurr.
Eskimóar kunna að halda fötum
sínum þurrum, hve lengi sem vera
skal, en incnn sem stundum struku
af hvalveiöiskipum, kunnu það
ekki. En það var þó ckki aðalmcin
þeirra, heldur hitt að þeirgengu sig
sveitta, brutust áfram, þangað til
þeir voro orðnir rcnnblautir og
dauðuppgcfnir og féllu loksins í
svefn, er endaði með dauöa.
Aðferð mín hefur í mörg ár verið
sú, að leggjast niður úti á viðavangi
og fara að sofa, hvenær sem mig
langaði til. Ég hef oft gert það um
stjörnuhjartar vetrarnætur, þegar
frostið var 45-50° C, cða svo mikið
scm það nokkurn tima verður þar
norður frá. Reyndist mér það svo,
að kuldinn veki mig eftir 15-20
minútur. Það er ekki langur
blundur, en þegar ég vakna af
honum, er ég talsvert hressari og
geng áfram, þangað til ég verð
syfjaður aftur og fæ mér annan
blund. Hræðslan við að sofna í
miklu frosti er ekki aðeins ástæðu-
laus, heldur hcfur hún orðið mörg-
um að bana í heimskautalöndun-
um. Menn brjótast áfram og halda
sér vakandi meðan þeir geta. Á
endanum verða þeir uppgefnir og
neyðast til að sofna. Þá er það, uð
hættan kcmur, að frjósa og vakna
ckki aftur.“
Hin leyndardónisfulla gáta um ör-
lög íslenska kynstofnsins á Græn-
landi verður scnnilcga aldrei ráðin
til fulls, en eitthvaö niá ráða af
líkum. Mannfræðingurinn og land-
könnuðurinn Vilhjálinur Stefáns-
son hefur sctt fram kcnningur sínar
í málinu og styður þær með eigin
reynslu. Hann fann kynstofn norð-
ur á Viktoríueyju, scm var mun
bjurtari yfirlitum en Eskimóarnir,
nágrannar þeirra í næstu byggðum,
og háttalag þessa kynstofns var að
nokkru leyti frábrugðið lífi
Eskimóanna. Hallaðist Vilhjálmur
ingur hefur lagt jafn ríkan skerf fram
í því augnamiði að auka og bæta
skilning og samskipti um norður-
slóðir og Vilhjálmur Stefánsson.
Heimir Hannesson: „Það var
óglcymanlegt að hafa átt svo ein-
lægan fund með slíkum merkis- og
hæfilcikamanni, sem svo mikið
orð fór af.“ (Túuamjnd: Pjetur)
helst að þeirri skoðun, að nienn frá
íslensku byggðunum á Grænlundi
kunni að hafa haldið vestur fyrir
Baffinsflóa og séu þessir Ijósu
Eskimóur afkomendur þcirra.
f annarri norðurförinni (1908-
1912) heimsótti Vilhjálmur þennan
einkennilega kynstofn, og lýsir
hann sjálfur á skemmtilegan hátt
fyrstu kynnum sínum af þessu
frumstæða fólki, scm ef til vill er
skyldara okkur en flesta kann að
gruna:
„Það var sólskin og hlýtt í veðri
um daginn, og nieðan menniroir
voro að hlaöa danshúsið, var
bumban sótt, og ung stúlka söng
fyrir okkur og sló bumbuna. Hún
sló hana líkt og mandólín, og var
sláttur hennar allur annar en
Eskimóanna vesturfrá. Söngvaroir
voru líka frábrugðnir, og hún söng
þá yndislega. Einn þeirra var með
líkum hætti og gömlu, norrænu
skáldakvæðin. Stúlkan, sem söng
hann, var sjálf bjartari en Eskimó-
ar nema í aðra ættina. Hér fclldi ég
fyrst ákvcöinn grun um, að bjarti
litarhátturinn, sem sjá mátti á
mönnum af þessunt kynflokki, og
þá enn grciniiegar mcðul þeirra, er
við síðar heimsóttum, stæði á ein-
hvern hátt í sainbandi við hina
horfnu norrænu íbúa Græi,lands.“
Vilhjálmur Stefánsson var einn af
landkönnuðum „gamla tímaus“.
Hann nam ný lönd á kanadíska
hcimskautssvæðinu, rannsakaði
lifnaðarhætti Eskimóa í hcim-
skautalöndunum og lifði nieð þeim
algjöru steinaldarlifi í þrcttán ár.
Hann lærði þá iist að „lifa af
landinu“, ferðaðist með rekísnum
yfir íshafiö með Eskimóunum, vin-
um sínum. í áratugi fræddi hann
umheiminn um leyndardóma og
dásemdir „heimskautalandannn
unaðslegu“. Vilhjálmur hefur ver-
ið kallaður „spámaður norðursins“
og það með réttu, því að spádóni-
arnir í hinni frægu bók hans
„Norðurstefna ríkisins", sem úl
kom árið 1922, hafa flestir reynst
fullkonilega réttir. Nægir þar að
bcnda á auölindir kanadíska heim-
skautslandsins og framtíðurmögu-
lcika þess, svo og flugfcrðirnar yfir
hcimskautið. Sigling kafbáts undir
heiinskautsisinn var enn ein stað-
festingin á spádómum Vilhjálms
Stcfánssonar. - Noröurhcimskaiit-
ið er sannarlega Mare Nostrum 20.
aldarinnar.
Rannsóknir Vilhjálms á norður-
hjara vcraldar gerðu hann að
hcimsfrægum manni. í áratugi
barðist hann gegn krcddum og
röngum hugmyndum almennings
um þessi lönd. „Hann hefur þá
aöferðina að fara norður með vit
og snilli, þor og þol hins hvíta
manns, og fá þar í viðbót kunnáttu
Eskimóa í því að lifa af landinu,“
skrifaði landkönnuðurinn Peary
eitt sinn um starfsbróður sinn. í
æsku var það æðsti metnaður Vil-
hjálms Stefánssonar að fylgja í
fótspor Robinsons Crusoe, og sá
inetnaður fylgdi honum um ævina.
(llciinild: Vilhjálmur Stcfúnsson eftir
Guðmund Finnbogason. Útg. Þorst.
M. Jónssunar, Akureyri 1927).