Tíminn - 18.09.1988, Síða 3

Tíminn - 18.09.1988, Síða 3
T Laugardagur 17. september 1988 HELGIN 3 'i „Augafullir erum við í kvöld, og alla næstu viku!“ Frá vinstri: Lárus Halldórsson Dalvík, Stefán Friðgeirsson Dalvík, Sigurður Eiðsson bóndi Hreiðarsstaðakoti og Einar Hall- grímsson bóndi Urðum í ár sá Pálmi Stefáns., margfrægur norðlenskur spillemann, og félagar um fjörið. Þegar líða tók á ballið fóru að streyma svitalækir niður veggi Höfða. Einhver orðaði það svo að ballið hefði verið svo helvíti gott að húsið hefði einfaldlega grátið af gleði. Gamanið var víðar en inn í svíng- andi Höfðanum. Undir húsvegg drógust saman ungir elskendur og tóku eina létta Amorsyrpu. Ekki nóg með það. Leikurinn barst í brekkurnar suður undir á. Par gátu ástföngnu pörin leikið sér í friði fyrir sterkum ljóskösturum varða lag- anna. Aftur að fara í göngur? Hætta verður leik þá hæst hann stendur segir einhversstaðar og það gilti einnig um þetta dúndur réttar- ball. Enn einar göngur og réttir voru 'að baki með öllu tilfallandi kryddi. Menn geta strax farið að undirbúa sig fyrir næsta ár, eða hvað? Eins og áður segir verður fjárstofn í Svarfaðardal felldur á þessu hausti vegna riðuveiki. Næsta haust verður því fátt um kindur í Svarfaðardal. Mönnum ber þó lagaleg skylda til að kemba öll gangnasvæði, með öðrum orðum að fara í fjárlausar göngur. Það verður að koma í ljós hvort mönnum tekst að ári að halda upþi þessari velþekktu svarfdælsku réttarstemmningu án kinda. Ef að líkum lætur verður það ekki neinum vandkvæðum bundið. Þeirri hug- mynd hefur verið hreyft að halda minningarhátíð íslensku sauðkind- arinnar í Tungurétt haustið 1989. Góð hugmynd og vert að athuga gaumgæfilega. Pví er hér með slegið föstu að á haustdögum 1989 verði, eins og segir í bragnum góða,: Kneifað vín á Krosshóli, daðrað við dætur byggðarlagsins á Tungurétt og haugfullt stóð á Höfðaballi! Unga fólkið hafði einna mestan áhuga á sölulúgucn kvenfélagsins Tilraunar. Fyrir innan lúgurnar kenndi ýmissa grasa, pylsur, kók, prins og kúlur, hreinlega allt sem góðri sjoppu sæmir! Hær., Steingrím á Sökku, Steingrím heitinn gangnaforingja á Ingvörum, Ríkharð í Bakkagerði eða Friðjón í Kjötbúðinni? Svið og hangikjöt á hverjum bæ Þegar líða tók á daginn fór fólk að tínast í burtu af Tungurétt. Flestir notuðust við bílana, aðrir við þarf- asta þjóninn og enn aðrir við tvo jafnfljóta. Sumir héldu til síns heima og tóku að undirbúa dansiball á Höfða en gleðimennimir fylktu liði á bæi, sýndu sig og sáu aðra. Hinn klassíski íslenski matseðill, með hangikjöt og svið í öndvegi, er í heiðri hafður í Svarfaðardal um gangnahelgi. Til að krydda matinn eru síðan tíðum bornar fram dýrar guðaveigar, viskí, koníak eða vodka. Hratt flýgur stund og tekið er að rökkva í sveitinni. Þau fáu fjalla- lömb, sem komu af fjalli í fylgd með mæðrum sínum, bíta grænt gras á túnum og auka á birgðavanda Jóns Baldvins, ráðherra fjármálá. Mannfólkið undirbýr sig hinsveg- ar fyrir gangnaball á Höfða, snotru samkomuhúsi í landi Hóls í Svarfað- ardal. Iðandi síldir í síldartunnu Þetta rómaða ball, sem Ung- mennafélagið Atli sér um, er eina samkundan sem efnt er til á árinu í þessu húsi. Öll önnur böll og sam- komur í Svarfaðardal eru haldin í Þinghúsinu á Gmnd. Höfðaballi er ekki hægt að lýsa með orðum. Það þarf að upplifa. Hljómsveitinni er komið fyrir í öðr- um enda hússins en síðan hreyfast „síldimar“ hægt og rólega á dans- gólfi „síldartunnunnar" í takt við tónaflóð. - /jm Nú getur þú eignast hlut í góðum banka Nýir hluthafar Forkaupsréttur núverandi hluthafa til kaupa úr hlutafjárútboði ársins 1988 rann út í ágúst s.l. Takmörkuð fjárhæð er enn óseld og nú gefst nýjum aðilum kostur á að eignast hlutabréf í bankanum. Ávinningur Eigendur Alþýðubankans eru launafólk, félög þess og stofnanir, um 900 talsins. Bankinn hefur vaxið og eflst á síðustu árum og verður æ betur búinn til að sinna því megin verkefni sínu að þjóna launafólki í landinu. Auk þess halda hlutabréf í Alþýðu- bankanum verðgildi sínu vel, þau njóta skattfríðinda og gefa arð - eru því góð fjárfesting. Hægt er að skrifa sig fyrir hlut í öllum afgreiðslum bankans. Nánari upplýsingar veitir aðalbókari í síma 91-621188. Notaðu þetta tækifæri. Taktu þátt í eflingu eigin banka - það er þinn hagur. Alþýðubankinn hf Reykjavík, Akranesi, Akureyri, Blönduósi og Húsavík.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.