Tíminn - 18.09.1988, Qupperneq 7

Tíminn - 18.09.1988, Qupperneq 7
Laugardagur 17. september 1988 11 ■ ri'rrwr'iTi ■ HELGIN W 7 1----------- I BETRI SÆTUM JLU illll illl. ilIllBP U BLACK WIDOW - SVARTA EKKJAN Hún giftist til fjár og drepur Aðalhlutverk: Debra Winger og Theresa Russell Leikstjóri: Bob Rafelson Þetta er hörku spennumynd sem er vel þess virði að eyða kvöldstund yfir. Leikkonurnar tvær, þær Debra Winger og Theresa Russell komast vel frá sínum hlutverkum. Þó finnst mér að Theresa ætti að hugsa betur um línurnar. Full feit til að standast samanburð við Debru þegar þær stöllur eru létt- klæddar í hinum ýmsu atriðum myndarinnar. En þetta var útúr- dúr. Svarta ekkjan er nafn á baneitr- aðri köngulló sem velur sér maka og drepur hann eftir eðlun. Myndin dregur nafn sitt réttilega af þessu baneitraða skorkvikindi. Svarta ekkjan fjallar um óvenju- lega og mjög svo dularfulla konu. Hún velur sér fórnarlamb, með það að markmiði að giftast, drepa og auðgast. Stjörnugjöf: ★ ★ ★ ... A Ml « INGS W!PCW@»I SHE MATES AND SHE KILLS, Miðaldra milljónamæringar eru eftirlæti svörtu ekkjunnar. Hún spinnur vef sinn af mikilli natni og ekki fyrir neinn venjulegan mann að sjá í gegnum hann. Theresa Russell er sannfærandi í hlutverk- inu. Eirðarlaus starfsmaður dóms- málaráðuneytis Bandaríkjanna, er vinnur að rannsókn hinna ýmsu glæpaverka fyllist þeirri þráhyggju (að því er yfirmenn hennar halda) að tengja megi saman dauðsföll nokkurra manna. Með mikilli fyrir- höfn og eftirgrennslan kemst Debra Winger á spor ekkjunnar. Só slóð er hættuleg og áður en hún veit af er hún föst í neti svörtu ekkjunnar. Toppurinn á myndinni er endir- inn, eins og vera ber. Hann er óvæntur og þú hefur gaman af honum.-ES „TOPP TUTTUGU" 1.( 1) Hentu mömmuaf lestinni (Háskólabíó) 2. ( 7) Princess Bride (J.B. Heildsala) 3. ( 6) Kæri Sáli (Háskolabíó) 4. ( 5) Nornirnarfrá Eastwick (Steinar) 5. ( - ) Dragnet (Laugarásbíó) 6. ( 2) NoWayOut (Skífan) 7. ( - ) BlackWidow (Steinar) 8. ( 4) Revengeof The Nerds #2 (Steinar) 9. ( 8) SummerSchool (Háskólabíó) 10.(15) EyeofTheTiger (Myndbox) 11. ( 3) The Bourne Indentity (Steinar) 12. ( 9) SomeKindofWonderful (Háskólabíó) 13.(14) ThreeFortheRoad (Steinar) 14.(18) MadetoOrder (Steinar) 15.(11) TheSqueeze (Steinar) 16.(16) Full Metal Jacket (Steinar) 17.(12) The Pick-up Artist (Steinar) 18. ( - ) QuietCool (Skífan) 19. (-) AmazingStories//5 (Laugarásbíó) 20.(10) WindmillsofTheGods (J.B. Heildsala) INVASION OF THE BODY SNATCHERS: Stjörnugjöf: ★ ★ V2 Ðlómafrjóin taka yfir Aðalhlutverk: Donald Sutherland, Brooke Adams, Leonard Nimoy, Jetf Goldblum og Veronica Cartwright Leikstjóri: Philip Kaufman Myndband: Steinar hf. Að undanförnu hef ég horft á nokkrar myndir af þessum toga, þ.e. myndir um það sem „gæti“ gerst í framtíðinni, þó svo að engin þeirra hafi á nokkurn hátt líkst þessari. Strax í byrjun myndarinn- ar náðist upp nokkur spenna og ekki er hægt að segja annað en manni hafi orðið hrollkalt svona við og við, þannig að ég mæli með peysu þegar horft er á myndina. Invasion of the body Snatchers fjallar annars um innrás geimvera á jörðina, (þó svo að það komi ekki beint fram). Verurnar eru svolítið öðruvísi en við eigum að venjast þar sem þær vaxa upp úr litlum rauðum blómhnöppum, sem allt í einu fara að vaxa á trjánum. Donald Sutherland og Brooke Adams vinna bæði hjá heilbrigð- ismálaráðuneytinu. Þau fer að gruna að ekki sé allt með felldu með eiginmann Brooke, svo og fjölmarga aðra sem þau umgang- ast. Þau fara að grennslast fyrir um hlutina og komast að raun um að hér er meira en lítið skrítið á ferðinni. Verurnar sem koma út úr blómhnöppunum taka á sig manns- mynd og innan skamms verður ógerningur að greina á milli venju- legra manna og þessara óboðnu geimvera, nema geimverurnar öskra mjög sérkennilega þegar mannleg vera verður á vegi þeirra. Þegar aðeins þrjár mannlegar ver- ur eru eftir, virðist ekkert geta komið í veg fyrir að óþekktu verurnar geti yfirtekið jörðina. Ekki verður farið nánar út í endi myndarinnar sem er hreint frábær og kemur áhorfandanum þægilega á óvart. Myndin er að mörgu leyti mjög vel gerð, sérstaklega þegar verurn- ar eru að vaxa út úr blómhnöppun- um. Þá er leikurinn mjög góður á köflum, en mér finnst Veronica t Cartwright vera ósannfærandi og ' stundum of geðveikisleg í leik sínum. -ABÓ HELL CAMP: Hver segir að konur geti ekki verið töff? Aðalhlutverk: Tom Skerrlt, Lisa Eichorn, Anthony Zerbe, Richard Roundtree Leikstjóri: Eric Karson Myndband: Skífan Þrammandi herkonur fyrir utan ráðstefnusali Nordisk forum í Osló þótti mörgum ekki beinlínis í anda þeirrar jafnréttisbaráttu sem rekin hefur verið á undanförnum áratug- um. Hins vegar þættu slíkar konur eflaust litlir bógar miðað við þá herkonu sem er í aðalhlutverkinu í kvikmyndinni Hell Camp. Myndin sú hefur allt það til brunns að bera sem stríðsmyndir jafnan hafa, bar- daga, líkamlega áreynslu, góðu mennina (konuna), vondu menn- ina, skothríð, eld, o.s. frv. Munur- inn er hins vegar sá að ein af aðal hetjunum í myndinni er kona, meira að segja falleg kona, sem lendir mitt í þrekraunum herm- Stjörnugjöf = ★★ V2 anna. Barátta hennar við að verða meðtekin í þetta karlasamfélag leiðir síðan til þess með hrjúfum hætti að atburðarásin tekur óvænta stefnu og verður aðal spennugjafi myndarinnar. Þessi kona er það sem oft er kallað verulega töff. Söguþráðurinn er í stórum drátt- um sá að hópur bandarískra her- flugmanna, þar á meðal áður- nefndur kvennmaður, lætur skrá sig í erfiðasta námskeið sem boðið er upp á af bandaríska hernum. Allir hafa sínar ástæður fyrir því að fara í þennan kúrs. Enginn þeirra gerði sér þó grein fyrir því að í námskeiði þar sem tilgangurinn er að læra að láta óvininn í frum- skógunum ekki ná sér og að brotna ekki saman ef hann gerir það, yrði meðferðin á þátttakendum eins og raunin varð á. í heild má segja að þessi mynd sé bara þokkaleg af stríðsmynd að vera og spennan helst nokkuð vel út myndina. -BG Athugasemd Meinleg villa komst einhvena hluta vegna inn á síðuna „í betri sætum“ um síðustu helgi, sem verður að leiðrétta. í stjömugjöfinni fyrir The Right Stuff féllu tvær stjömur niður. The Right Stuff fékk 3 Vfe stjömu, en ekki eina og hálfa eins og misritaðist Beðist er vei- virðingar á mistökunum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.