Tíminn - 18.09.1988, Qupperneq 11
Laugardagur 17. september 1988
HELGIN W n
stað. - Ég gæti varla farið að opin-
bera mig, það væri kjánalegt, eftir
alla fyrirhöfnina við að sleppa frá
þessu, segir hann síðar. Ennfremur:
- Ég vildi ekki valda neinni mannes-
kju þjáningum, en þetta var mér
erfitt og þegar fram í sækir mun það
borga sig. Það var auðveldara fyrir
mig og flesta aðra að gera þetta
svona.
Elvis heldur áfram: - Margt fólk
hefur veitt mér tækifæri til að halda
áfram, án þess að opinbera mig um
of. (Óríon?) Það var mikið haft fyrir
að fela mig og skömm væri að spilla
því öllu á fimm sekúndum. Undir
lokin segir hann: - Margir spyrja
mig, hvar ég haldi til, en því get ég
auðvitað ekki svarað. Staðurinn er
prýðis felustaður.
Alls er talað mál að snældunni um
það bil 15 mínútur, en inn á milli eru
„aaa“ og „huh,“ sem Elvis notaði
mikið, því hann var langt frá fljúg-
andi mælskur. Töluvert er um urg og
sarg og hljóð á bak við, svo sem í
hrannast upp. Ekki einu sinni Sher-
lock Holmes hefði fundist þetta
viðfangsefni auðvelt. Stundum virð-
ast tilviljanirnar vera allt of margar
til að geta verið tilviljanir, en fyrst
líf Elvis var að miklum hluta leynd-
ardómur, því skyldi dauði hans ekki
halda áfram að vera það líka? Jafn-
vel eftir öll þessi ár er bitist um eigur
hans og enginn virðist geta sagt til
um, hversu miklar þær eru.
Hver er John Burrows?
Stúlka í farmiðasölunni á flugvell-
inum í Memphis sagði strax 16.
ágúst 1977 frá því að hún hefði verið
að selja manni sem var furðulega
líkur Élvis farmiða til Buenos Aires.
Maðurinn hét John Burrows, en það
er einmitt eitt þeirra dulnefna sem
Elvis notaði gjarnan þegar hann brá
sér á slóðir venjulegra borgara.
Skýrslur flugvallarins staðfesta
miðasöluna.
Er hugsanlegt að fólkið sem kom
á hljómleika hjá hinum grímu-
Þannig muna margir Elvis. Nú
kvað hann hafa yfirskegg og vera
litlu þreknari.
mér rétt sisona, en ég bið það um að
leggja eyrun við því sem ég hef fram
að færa. Ég virði auðvitað þó einhver
trúi mér aldrei. Við skulum líta á
nokkur atriði enn varðandi dauða
Elvis Presley.
- Margir nánustu vina hans, virt-
ust ekki í neinu uppnámi þegar hann
átti að vera nýdáinn, segir Gail. Þar
með er sagan ekki fullsögð. Hún
bendir líka á að Elvis hafi á sinn hátt
kvatt marga nánustu vini sína síð-
ustu vikur og daga sem hann lifði.
- í vikunni áður sagði hann sem
svo við vin sinn: - Ég verð fallegur í
kistunni. Þá faðmaði hann annan vin
sinn og sagði: - Því miður getum við
ekki hist framar. Um þær mundir
stóð fyrir dyrum hljómleikaferð hjá
Elvis, en þrátt fyrir það lét hann ekki
sauma neina búninga, lét ekki gera
neina áætlun um lagaval og sleppti
meira að segja að láta lita á sér
hárið. Það hafði hann gert árum
saman til að leyna að hann var
orðinn mjög gráhærður. Raunar
benti allt atferli hans til þess að hann
hygðist ekki koma fram opinberlega
framar.
Elvis talar á snældu
Þessa daga var líka verið að pressa
hvorki meira né minna en 20 milljón
Elvis-plötur í Indianapolis. Hvers
vegna í ósköpunum? Þegar hér var
komið frama Elvis, var plötusala
hans sáralítil og síst ástæða til að
koma upp öllum þessum birgðum.
Nokkrum dögum seinna, þegar frétt-
ist um lát hans, var nóg til af plötum
handa öllum. Það er undarlegt og
ekki síður hitt að skyndilega fengust
um öll Bandaríkin fjöll af áprentuð-
um Elvis-bolum, sem útilokað hefði
verið að framleiða á fáeinum dögum.
Eins og það sem á undan er
komið, eru þetta undarlegar tilvilj-
anir og vangaveltur, en ekki sannan-
ir um að Elvis sé á iífi og megna því
síður að færa heiminum hann aftur.
Þá leggur Gail fram trompið sitt:
Ósköp venjulega 60 mínútna
snældu. Roskin kona kom með hana
til Gail seint um kvöld í fyrra.
Konan var með sólgleraugu, þó
skuggsýnt væri og neitaði að upplýsa
annað um sjálfa sig en að hún héti
Elizabeth og væri gift inn í Presley
fjölskylduna. Hún sagði Gail að
tekið hefði verið upp á snælduna
1981 og á henni væru brot úr símtöl-
Af hverju er nafn Elvis rangt
stafsett á legsteininum?
um við Elvis. Rödd viðmælandans
hefði hins vegar verið þurrkuð út.
Gail setti snælduna í tækið sitt og
heyrði að minnsta kosti afar góða
eftirlíkingu af rödd Elvis, ásamt
aukahljóðum á bak við og brestum í
símanum. Hún hugsaði með sér að
þetta væri vert frekari athugunar.
Hún hljóðritaði gömul viðtöl við
Elvis, svo og snælduna góðu og
sendi hvorutveggja ásamt bréfi til I
raddgreiningarsérfræðings lögregl-
unnar í Houston í Texas, L.H.
Williams.
Williams beitti sömu aðferðum
við rannsókn bandsins og notaðar
voru í Watergate-málinu. Sú aðferð
leiddi í ljós að rödd manneskju er
jafn sérstæð og fingraför hennar.
Williams segir: - Ég er sannfærður
um að þama er um að ræða sömu
röddina og á grundvelli þessara
sannana ætti að fara fram opinber
rannsókn á dauða Elvis Presley.
Er Elvis Óríon?
Nú getur hvaða Bandaríkjamaður
sem er keypt snælduna og dæmt
sjálfur um það sem á henni er. Á
hinn bóginn getur líka næstum hver
sem er tekið gömul viðtöl við Elvis
og soðið eitthvað sannfærandi upp
úr þeim, einkum þegar haft er í huga
að talsvert er um misfellur og auka-
hljóð á snældunni.
Gail viðurkennir þetta allt fúslega
þó Elvis tali þarna um að hann langi
til að halda áfram í tónlistinni og
skemmta fólki. Á einum stað segir
hann orðrétt: - f stað þess að vera á
eylandi, er ég eyland. Hann segir
líka að hann langi til að gefa fólkinu
eitthvað aftur, það hafi gefið sér svo
mikið. Þessi orð gætu hafa verið
tekin úr allmörgum eldri viðtölum.
En það er annað og meira þarna:
- Ég er ekki alveg í felum núna, það
sér mig alltaf fólk, segir á einum
bílvél. Nokkur löng hlé eru líka, þar
sem rödd viðmælandans í símanum
var áður og þar heyrist alls ekki neitt.
Ef trúa má Williams, er þetta
ótvírætt rödd Elvis, sem heyrist, en
sagði hann þetta fyrir eða eftir 16.
ágúst 1977? Auðvitað segir Gail að
hann hafi talað þetta eftir á. Hvaða
ástæðu hefði hann haft fyrir þann
tíma til að ræða um að vera í felum?
Líkkistan og nafnið
Vissulega er málið dularfullt svo
slagar hátt í reyfara Agöthu Christie.
En legsteinninn mikli á Graceland
er jafn áþreifanlegur fyrir það og
árlega koma þangað 700 þúsund
manns til að votta Elvis virðingu
sína.
Hversu margir skyldu hafa veitt
því athygli að seinna nafn Elvis
Aron, er á steininum skrifað Aaron.
í öllum skjölum Elvis, allt frá skírn-
arvottorðinu, er það skrifað Aron.
Gail viðurkennir að þetta sé bara
lítið atriði, en í þessu tilfelli væri nær
útilokað að áletrun á Iegsteini væri
röng. - Elvis var mjög hjátrúarfullur
og ef hann hvílir ekki undir steinin-
um, hefði hann síst af öllu viljað
hafa nafn sitt kórrétt á honum.
Varla væri hægt að hafa villuna
öðruvísi en þetta.
Gail spyr líka hvers vegna Elvis
hafi breytt erfðaskrá sinni nokkrum
vikum áður en hann dó? Hvernig
stóð líka á að sérstök líkkista með
órjúfanlegu innsigli kom með flugvél
strax daginn eftir, þegar slíkar kistur
þarf að panta með margra vikna
fyrirvara? Hvers vegna var sú kista
nær 500 kg að þyngd, þegar þær eru
venjulega aðeins 350?
Hvernig stóð á því að þegar einn
syrgjendanna sem fékk að koma að
kistunni, snerti vangaskegg líksins,
datt það af og auðséð var að það
hafði verið límt á? Getur verið að
dularfulli maðurinn, sem fólk hefur
séð í gluggum á efri hæð Graceland,
sé raunverulega Elvis?
Spurningarnar og undarleg atvik
Hvers vegna fannst fólki likið
ekkert líkt Elvis?
Því var líkið 30 kg of létt, en kistan
150 kg of þung?
klædda Óríon hafi séð tvo menn?
Það sá mann í bol sem var blautur af
svita undir höndunum, bregða sér
að tjaldabaki til að fá sér vatnssopa
og birtast eftir nokkrar sekúndur í
þurrum bol. Var þetta sami maður-
inn, eða voru þeir tveir? Var annar
Jimmy Ellis og hinn Presley bak við
grímurnar? Eða var þetta bara mis-
sýn hjá fólkinu?
Málið flækist óneitanlega æ meira.
Gail viðurkennir að hvert atriði í
sönnunum hennar sé lítils virði eitt
sér. En séu þau öll lögð saman, verði
niðurstaðan bara ein: Elvis er lifandi
enn.
Gail skammast sín ekkert fyrir að
segja að hún verði auðug á þessu
öllu, en hún sé líka komin með
hreina Elvis-dellu á þessu sviði og
geti alls ekki hætt. Auðvitað dreymir
hana um að sanna ótvírætt að EIvis
sé lifandi, en ekki verði hlaupið að
því, jafnvel þó hún nái að tala við
hann augliti til auglitis, ef hann vilji
ekki opinbera sig.
Til að auðvelda fólki að átta sig,
setur Gail fram þrjár kenningar um
hvað raunverulega gerðist. Hún bið-
ur fólk að kynna sér þær og bera
saman við þau gögn sem hún hefur
undir höndum. Hún leggur áherslu
á að ósköp auðveit hefði verið að
framkvæma þetta á hvern veginn
sem er.
Fyrsta kenning: Elvis, sem var
áhugamaður um lík og dvaldi gjarn-
an á kvöldin í líkhúsi sjúkrahússins,
fékk lánað lík. Hringt var á sjúkrabíl
og tveir sjúkraliðar komu, en þeir
þekktu ekki líkið sem Elvis. Engin
krufning fór fram og líkinu var
skilað.
Önnur kenning: Breskur maður
sem líktist Elvis töluvert, dauðvona
af krabbameini og einstæðingur, er
fluttur til Graceland og boðið að
dvelja hjá Elvis þar til yfir lyki. - Það
styður þessa kenningu að sögur voru
á kreiki um að krabbameinslyf væru
send til Graceland seinustu vikurn-
ar, segir Gail.
Þriðja kenning: Elvis stundaði
hugleiðslu af ákafa. - Hann gæti
hafa þjálfað sig til að stöðva hjart-
slátt sinn nær alveg. Þess vegna gat
hann þóst látinn. Síðan var einfalt
að fá einn af læknum hans til að lýsa
hann látinn og ganga frá málinu,
segir Gail.
Líkið var vaxmynd
Að vísu var þá eftir að ganga frá
líkinu í kistunni. Það er ekkert
vandamál í augum Gail: - Þetta var
einfaldlega vaxmynd, segir hún. -
Margir sem sáu líkið sögðust hafa
orðið hissa á að sjá svitaperlur á enni
þess. Þannig lagað sést aldrei á
raunverulegu líki, en vax „svitnar",
rétt eins og ostur. Þarna gæti líka
verið skýringin á þyngd kistunnar.
Sú staðreynd að hún var 150 kílóum
þyngri en þær venjulegu, gæti falist
í kælikerfi til að koma í veg fyrir að
vaxið bráðnaði.
Gail gerir hlé á máli sínu og brosir
næstum sigri hrósandi. Hún viður-
kennir að eiginmaður sinn, Carm-
ine, sem er sölumaður hjá stóru
tölvufyrirtæki, sé orðinn dauðleiður
á þessu öllu og tveir synir þeirra líka.
Sjálf segir Gail að ekkert geti fengið
sig til að hætta við verk sem hvergi
nærri sé lokið, ekki einu sinni spurn-
ingin: Ef Elvis er á lífi, hvar heldur
hann sig þá?
Gail deplar ekki einu sinni auga
við spurninguna, hvað þá að henni
bregði. - Hann býr í bænum Kala-
mazoo í Michigan, svarar hún að
bragði. - Þar eru íbúar 87 þúsund.
Hann hefur aðalstöðvar sínar á Col-
umbia Plaza-hótelinu. Ég hefnokkr-
um sinnum hringt þangað og spurt
eftir John Burrows. í fyrsta skiptið
var mér sagt að hann væri á fundi og
síðan fékk ég það svar, að hann væri
ekki til viðtals. Síðan hefur mér
verið sagt að sá maður sé alls ekki til
á hótelinu. í Kalamazoo er óskráð
símanúmer undir nafni John
Burrrows.
Óþarfi er að taka fram að Gail
hefur heyrt frá mörgu fólki í Kala-
mazoo sem segist hafa séð Elvis.
Öllum ber saman um að hann sé
unglegri og mun grennri en fyrir 11
árum, um það bil 85 kíló. - Hann
gekk með alskegg á tímabili en er nú
búinn að raka sig, nema hvað hann
er með snyrtilegt yfirskegg og vanga-
skegg og vel greiddur. Hann sést
stökusinnum íverslunum íbænum.
Snýr Elvis aftur?
Þegar hlustað er á öll rök Gail, er
ekki hægt að verjast spurningunni
um hvers vegna hún hafi ekki lagt
þetta fram í sjónvarpsþætti og látið
fylgja myndir og allt sem hægt er,
máli sínu til stuðnings. Sjálf hefur
Gail aldrei séð Elvis og því síður
skroppið til Kalamazoo til að freista
þess að koma auga á hann þar.
- Til hvers væri það? spyr hún. -
Hann er fjarverandi allt að 3 mánuð-
um í einu, ýmist á ferðalögum eða á
Hawaii, þar sem hann á felustað.
Gail heldur því statt og stöðugt
fram að allan tímann sem hún hefur
rannsakað dauða Presleys, hafi hún
reynt áð vera eins hlutlaus og mögu-
legt sé. En hún tarlar um heimsóknir
hans til Graceland eins og hún hafi
verið með honum þar. Þá er vert að
hafa í huga að eftir 10 ára rannsóknir
væri ekki heppilegt að fá allt í einu
ótvíræðar sannanir þess að Presley
væri látinn fyrir 11 árum. Slíkt
borgar ekki reikningana.
En það er ekki hægt að vísa öllu á
bug, sem hún hefur safnað saman,
það er allt of mikið og athyglisvert
til þess. Hún segir líka að þó fólk
sem rekst á Elvis í verslun, spyrji
hann hvort hann sé ekki hræddur,
nú þegar búið sé að hafa uppi á
honum, geti hann bara svarað sem
svo: - Hver heldurðu að trúi þér,
þegar þú segist hafa séð Elvis úti í
búð? - Élvis er kænn, segir Gail. -
Hann veit að meira þarf til að draga
hann fram í dagsljósið.
Verður Gail Giorgio manneskjan
sem flettir ofan af Elvis? Er í
rauninni ofan af einhverju að fletta?
Er Elvis lifandi eða látinn? - Hann
er lifandi, segir Gail ósköp rólega og
allar sannanir hennar benda auðvit-
að til þess. Nú er það lesenda að
dæma um hvort líklegt sé að heimur-
inn fái á ný að sjá Elvis Presley
ljóslifandi.