Tíminn - 03.11.1988, Blaðsíða 11
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
Aarhus:
Alla þriðjudaga
Svendborg:
Annan hvern þriðjudag
Kaupmannahöfn:
Alla fimmtudaga
Gautaborg:
Alla föstudaga
Varberg:
Annan hvern miðvikudag
Moss:
Annan hvern laugardag
Larvik:
Alla laugardaga
Hull:
Alla mánudaga
Antwerpen:
Alla þriðjudaga
Rotterdam:
Alla þriðjudaga
Hamborg:
Alla miðvikudaga
Helsinki:
Hvassafell........12/11
Gloucester:
Jökulfell......... 4/11
Skip...............25/11
New York:
Jökulfell......... 6/11
Skip..............27/11
Portsmouth:
Jökulfell......... 6/11
Skip...............27/11
-- — -—
'f&kSAMBANB&NS
■LINDAPGOTu'öA/TCH'REYKjAVfk
L • -SÍMI 698100 •
L 1 A* A 1 k 1 1
TÁKIV TR.AUSTRA FLÚTNINIGA
Kortnr.:
□□□□□□□□□□□□□□□□
Gildir út:
Undirritaður óskar þess að áskriftargjald
Tímans verði mánaðarlega skuldfært á
VISA-greiðslukort mitt
UNDIRSKRIFT.
ÁSKRIFANDI:..............................................
HEIMILI:................................................
PÓSTNR - STAÐUR:................... SÍMI:............... SENDIST AFGREIÐSLU BLAÐSINS
LYNGHÁLSI 9. 130 REYKJAVÍK
10 Tíminn _______________________________________________________________________________________________________________________________________Fimmtudagur 3. nóvember 1988 Fimmtudagur 3. nóvember 1988 Tíminn 11
lllllllllllllllllllll IÞROTTIR IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM IþrOttir lil;l:IM1lllllllllllllil,i;rtl!llllllllllllii:lillllllllllllll;!llllllllllllili:;^ .......................III..........íllll........Illlll........Illll..................55
Tímiim
□ ER ÁSKRIFANDI
□ NÝR ÁSKRIFANDI
Dags.:
BEIDNI UM MILLIFÆRSLU
ÁSKRIFTARGJALDS
HAMAGANGUR
Á HLÍDARENDA
Sigurður Sveinsson er kominn í klæðin rauð og brýsf hér í gegn í leik Vals ogUBK. Leik ÍBV og Gróttu sem fara átti fram 1 Pje‘>*r
Það vantaði ekki lætin og hama-
ganginn á Hlíðarenda þegar bikar-
og íslandsmeistarar Vals fengu
Breiðablik í heimsókn í fyrsta leik 1.
deildar íslandsmótsins í vetur. Þótt
risið á handboltanum hafí ekki verið
hátt í þessum baráttuleik, þá mátti
sjá takta hjá einstökum leikmönnum
sem glöddu augað og lofa góðu fyrir
veturinn.
Fyrstu mínútur leiksins var jafn-
ræði með liðunum allt þar til staðan
var 4 mörk gegn fjórum. Þá tóku
Valsmenn að síga framúr og í hálf-
leik var staðan 15-7 Valsmönnum í
vil.
Þó Valsmenn hafi náð þetta mikl-
um mun var það ekki góðum hand-
knattleik að þakka, heldur frekar
slakri vörn Breiðabliks sem tók þann
kostinn að taka tvo menn úr umferð,
þá Júlíus og Sigurð Sveinsson sem
lék sinn fyrsta 1. deildarleik á íslandi
í fjölda ára. Hann sýndi forsmekkinn
að því sem áhorfendur mega eiga
vona á, en línusendingar hans á Geir
Sveinsson voru stórkostlegar og er
greinilegt að þeir félagarnir ná mjög
vel saman.
Breiðabliksmenn léku frekar
vandræðalega þó greinilegt að vilj-
inn var fyrir hendi, en leikkerfi
þeirra gengu alls ekki upp eins og
markatalan sýnir.
Það var allur annar gállinn á
Breiðabliksmönnum í síðari hálfleik
þegar þeir mættu ákveðnir til leiks.
Sveinn Bragason byrjaði með tveirn-
ur stórkostlegum mörkum og gaf
tóninn því með mikilli baráttu náðu
Blikarnir að minnka muninn jafnt
og þétt þannig að aðeins eitt ntark
skyldi er þrettán mínútur voru til
leiksloka.
Á þessu tímabili var allt í þati hjá
Valsmönnum og misstu þeir menn
út af fyrir klaufaleg brot og rangar
innáskiptingar. Voru þeir aðeins
fjórir í vörninni á tímabili. Það var
því allt á suðupunkti þegar Blikinn
Þórður Davíðsson missti knöttinn í
hraðaupphlaupi þegar staðan var
20-19 Valsmönnum í vil. Eftir það
misstu Blikar einbeitingun, Vals-
menn gengu á lagið að nýju og
sigruðu í leiknum með 27 mörkum
gegn 23.
Mörk Vals: Valdimar 10/2, Jakob
5, Jón 5, Sigurður Sv. 3. Geir 3,
Júlíus 1.
Mörk UBK: Jón Þ. 8, Hans 6,
Þórður 4, Sveinn 3, Kristján 1, Pétur
1 -HM
Handknattleikur:
Formsatriði hjá KR
Öflugt lið KR átti ekki í nokkrum
erfiðleikum með að sigra Framara í 1.
deildinni í handknattleik í Laugardalshöll-
inni í gærkvöld, 30-18, eftir að staðan í
hálfleik var 15-7.
Það var aðeins rétt í byrjun leiksins sem
Framarar sýndu mótspyrnu. Alfreð Gísla-
son skoraði fyrsta mark leiksins, en Egill
Jóhannesson jafnaði fyrir Fram. Síðan var
jafnt 2-2 og 3-3, en þá skildu leiðir.
KR-ingar gerðu 3 mörk í röð og Framarar
áttu sér ekki viðreisnar von eftir það.
Þriggja marka munur var 9-6, en þá kom
annar sprettur hjá KR og 4 mörk í röð litu
dagsins ljós. Það voru þeir Páll Ólafsson
og Sigurður Sveinsson, þó ekki sá örvhenti,
fyrrum félagi Páls úr Þrótti. Staðan í
hálfleik var síðan eins og áður segir 15-7
fyrir KR.
í síðari hálfleik fór Alfreð Gíslason
heldur betur í gang og gerði 6 mörk. Hann
náði sér ekki á strik í fyrri hálfleiknum,
gerði þá aðeins 2 mörk og Júlíus Gunnars-
son hélt honum álveg niðri. Þá fór Konráð
Olavson líka í gang og þrátt fyrir góða
markvörslu Guðmundar A. Jónssonar
kom hún ekki í veg fyrir stórsigur KR,
30-18.
í KR-liðinu var Alfreð stórhættulegur,
sérstaklega í síðari hálfleik ásamt Konráð,
eins og áður er sagt og Páll Ólafsson átti
einnig góðan leik, en var hvíldur nokkuð í
síðari hálfleik. Lið KR er heilsteypt og
verður ekki auðunnið í vetur.
Hjá Fram stóð ekki steinn yfir steini á
köflum, en leikur liðsins var nokkuð
gloppóttur. Góðir kaflar inná milli, en þess
á milli gekk allt á afturfótunum. Guð-
mundur var góður í markinu, svo og hinn
markvörðurinn, Þór Björnsson, sem varði
vel í byrjun og Júlíus Gunnarsson var
góður í fyrri hálfleik.
Mörkin: KR: Alfreð 8/2, Páll 6, Konráð 4,
Stefán 4, Sigurður 3, Þorsteinn 3 og Guðmundur
Albertsson 1. Fram: Birgir 4, Egill 4/2, Júlíus 4,
Ólafur2,Tryggvi l,SigurðurRún. 1 ogJason 1.
BL
Austurríki
vann Tyrki
í gærvöld voru nokkrir leik í undan-
keppni HK í knattspymu, þar á meðal
leikur í 3. riðli, sem íslendingar leika
í. Austurríkismenn unnu Tyrki, 3-2.
Þá gerðu Danir og Búlgarir 1-1 jafn-
tefli, Rúmenar unnu Grikki 3-0 og
Norðmenn unnu Kýpur 3-0. BL
til
afgreiðslu
strax
KVERNELAND 24 diska herfi kr. 105.000.-
KVERNELAND 28 diska herfi kr. 118.500.—
HOWARD jarðtætara 60" kr. 188.500.- m/ssk.
70" kr. 194.900.- "J4sk.
80 kr. 210.300.- " ssk.
JOSVE hnífaherfi vinnslubr. 3 m kr. 84.200.-
Við erum sveigjanlegir í greiðsiukjörum.
T.d. 1/3 út og eftirstöðvar í allt að 12 mánuði.
Hafið samband
við sölumenn
okkareða
umboðsmenn.
G/obus/
Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555
Halldór Ásgrímsson dómsmálaráðherra og Jón Ármann Héðinsson stjómarformaður íslenskra getrauna spá í úrslitaröðina í fyrstu
getraunavikunni, en á seðlinum era leikir sem leiknir verða á laugardaginn kemur. Tímamynd Gunnar |
boðið
Geilf. Knattspyrnusamband Evr
ópu hafnaði á sunnudaginn beiðni
ítalska liðsins Roma, um að liðinu
yrði dæmdur 3-0 sigur í Evrópuleik
gegn Partizan Belgrad, en leikur-
inn fór fram í síðustu viku í
Júgóslavíu. Partizan vann 4-2 sigur
í leiknum, en leikmenn Roma voru
grýttir í leiknum og eldur braúst út
á vellinum. UEFA ákvað að dæma
Partizan í 10 þúsund franka sekt,
sem er um 6600 dalir og liðið
verður að leika sinn næsta heima-
leik í að minnsta kosti 300 km
fjarlægð frá heimavelli sínum.
London. Colin Suggett hefur
nú endanlega verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Newcastle, en hann
tók við liðinu eftir að Willie Mc-
Faul var rekinn í síðasta mánuði.
Suggett var áður þjálfari liðsins.
Sigur eftir
framlengingu
- og 5. sæti C-keppninnar staöreynd
ísland vann Sviss í úrslitulcik um inni gerði ísland jafntefli gegn
5. sætið í C-keppninni í handknatt- Portúgal, stúlkumar náðu að jafna
lcik, en mótið var haldið í Frakk- leikinn á síðustu stundu, 19-19, cn
landi. leikurinn var mjög slakur og ís-
íslensku stúlkumar sigruðu lenska liðið langt frá sínu bcsta.
svissncska liðið í framlengdum leik Tap gegn Spáni og jafntefli gegn
19-17, en eftir venjulegan leiktima Portúgal em úrslit sem valda mikl-
var staðun 16-16. Þær Guðríður um vonbrígðum, þar sem þcssar
Guðjónsdóttir og Margrét Theo- þjóðir urðu að lúta í lægra haldi
dórsdóttir gerðu 6 mörk hvor fyrir gegn okkar liði á móti hér heima
íslenska liðið. ' fyrirstuttu.IngaLáragerðiSmörk
í síðasta leik sínum í riðlakeppn- gegn Portúgal og Guðríður 4. BL
TÆTARAR OG HERFI
Getum
Handknattleikur:
Handknattleikur:
Handknattleikur:
FH marði Stjörnuna
Urslitin í leik FH og Stjörnunnar
réðust ekki fyrr en á lokasekúndun-
París. Michel Platini hefur tek-
ið við sem þjálfari franska lands-
liðsins í knattspyrnu af Henri
Michel. Ástæða þessara breytinga
hjá Frökkum er slælegur árangur
að undanförnu, en 1-1 jafnteflið
gegn Kýpur á dögunum mun hafa
fyllt mælinn. Þá mun gamla brýnið
Jean Tigana aftur fara að leika
með liðinu, sem fyrirliði, en hann
hefur leikið vel fyrir Bordeaux
uppá síðkastið. Gerard Houllier
fyrrum þjálfari París SG, mun
verða aðstoðarmaður Platini. Þá
mun forseti Bordeaux, Claude
Bez, taka við formennsku í lands-
liðsnefnd. Platini mun stjórna
franska landsliðinu í fyrsta sinn í
HM leik Frakka í Belgrad í Júgó-
slavíu þann 19. þessa mánaðar.
Michel, fráfarandi þjálfari, hefur
stjórnað liðinu frá því 1984 að liðið
varð Evrópumeistari og liðið hefur
ekki tapað leik á þessu ári, unnið
4 leiki og gert 4 jafntefli.
Mission, Kansas. Há-
skólalið Kansas í körfuknattleik
sem sigraði í háskólakeppninni á
síðasta keppnistímabili, fær ekki
að verja titil sinn og er liðið það
fyrsta í sögunni sem ekki fær
tækifæri til þess. Ástæðan er sú að
skólinn hefur verið dæmdur úr leik
•og settur á þriggja ára reynslutíma,
fyrir að bjóða leikmanni sem hugs-
anlega ætlaði að fara í skólann,
fatnað og flugmiða að verðmæti
yfir 1200 dali. Þar að auki var 1
skólastyrkur tekinn af háskólanum
og skólinn fær ekki að borga fyrir
ferðir hugsanlegra nemenda, sem
koma í skólann til að kynna sér
aðstæður. Mjög hart er tekið á ef
bandarískir háskólar bjóða nemum
sem útskrifast hafa úr menntaskól-
um hlunnindi, komi þeir í viðkom-
andi skóla. Þetta er gert til þess að
fjársterkir skólar geti ekki keypt til
sín bestu leikmenn menntaskól-
anna.
London. Tottenham gerði
markalaust jafntefli gegn Black-
burn í 3. umferð ensku bikar-
keppninnar í knattspyrnu í fyrra-
kvöíd. Derby County tapaði stórt
fyrir West Ham, 0-5, á útivelli,
Bristol City vann Crystal Palace
4-1, Ipswich vann Leyton Orient
2-0 og Tranmere vann Blackpool
1-0. í Skotlandi vann Rangers
Hearts 3-0 á heimavelli og St.
Mirren vann Motherwell 2-1 á
útivelli. Þessir leikir voru báðir í
úrvaisdeildinni.
um en þá var það leikrcynsla FH-
inga sem reið baggamuninn og þeir
náðu að knýja fram sigur.
Jafnræði varmeð liðunum íbyrjun
en Stjörnumenn voru þó öllu frískari
þegar á leið og náðu um miðjan fyrri
hálfleik 4 marka forskoti 8-4. Gylfi
Birgisson skoraði grimmt í byrjun
og einnig lék Hafsteinn Bragason
vel í hægra horninu óg fiskaði víta-
köst. Eftir að Magnús Árnason kom
inn á í mark FH-inga vænkaðist
hagur þeirra og hann varði meðal
annars tvö vítaköst í fyrri hálfleik og
FH-ingar minnkuðu muninn jafnt
og þétt. í hálfleik var síðan jafnt
12-12.
Seinni hálfleikur var geysi-
skemmtilegur og jafnt var á öllum
tölum upp í 20-20. Brynjar Kvaran
vaknaði til lífsins eftir heldur daufan
fyrri hálfleik og varði 10 skot. Sig-
urður Bjarnason lék líka mun betur
í seinni hálfleik en í þeim fyrri en
KA-menn sigruðu Víkinga ótrú-
lega auðvcldlega í fyrsta leik íslands-
mótsins í handknattleik á Akureyri.
Það var aðeins í byrjun sem Vík-
ingar höfðu eitthvað í KA-menn að
gera, en jafnt var uppí 4-4, en þá
skildu leiðir. Norðanmenn voru 4
mörkum yfir í leikhléi 12-8 og bilið
breikkaði enn meira í síðari hálfleik.
Lokatölur urðu 30 mörk gegn 20.
KA-menn eru til alls líklegir í vetur,
en breidd liðsins er mikil og fengu
' allir leikmenn að spreyta sig. Sóknin
Á mánudaginn var tóku íslenskar
getraunir í notkun nýtt tölvukerfi
sem gerið það að verkum að fram-
vegis vcrður getraunakerfið með
svipuðu sniði og Lottóið. Þ.e.a.s.
getraunaseðlarnir verða framvegis
seldir á sömu útsölustöðum og Lottó
seðlarnir og síðan settir í tölvukass-
ann eins og Lottóið.
Halldór Ásgrímsson dómsmála-
FH-ingar héldu sínu striki og voru
leikmenn jafnir sem fyrr. Þeir náðu
síðan að knýja fram sigur eftir að
Stjörnumenn höfðu gert klaufaleg
mistök í lokin m.a. misst knöttinn í
upplögðu hraðaupphlaupi. Lokatöl-
ur: 24-22.
Bestu menn FH-inga voru þeir
Óskar Ármannsson, Guðjón Árna-
son og einnig áttu Héðinn og Þorgils
Óttar góða spretti. Brynjar Kvaran
stóð fyrir sínu í marki Stjörnunnar
og varði þrettán skot. Hafsteinn
Bragason lék vel og fiskaði m.a 4.
vítaköst. Valdimar Kristófersson lék
á köflum mjög vel í vörn Stjörnunn-
ar.
Mörk FH: Óskar Ármannsson 8,
Guðjón Árnason 6, Þorgils Óttar 5,
Héðinn Gilsson 4, Gunnar Bein-
teinsson 1. Mörk Stjörnunnar: Gylfi
Birgisson 6, Sigurður Bjarnason 5,
Hafsteinn Bragason 4, Skúli Gunn-
steinsson 4 og Valdimar Kristófers-
son 2. J.S.
var mjög kröftug, en veilur voru í
varnarleiknum. Allir leikmenn liðs-
ins léku vel og ekki hægt að gera upp
á milli þeirra. Víkingar söknuðu
Guðmundar Guðmundssonar, en
tæplega hefði hann þó breytt gangi
mála mikið. Þeirra skástir voru Árni
Friðleifsson og Eiríkur Benónýsson.
Troðfullt var í íþróttahöllinni og
stemmning mikil og góð.
Mörkin: KA: Sigurpáll 9/6, Erlingur
5/1, Friðjón 4, Jakob 4, Pétur 4. Guð-
mundur 3, Svanur 1/1.
Víkingur: Árni 7/2, Eiríkur4, Bjarki 3,
Sigurður2, Karl2, Siggeir 1 ogJóhann 1.
JB/BL
ráðherra vígði nýja tölvubúnaðinn
og lét tölvuna velja fyrir sig tvær
raðir. Ráðherrann tví- og þrítryggði
nokkra leiki, en spá hans fer hér á
eftir: lx,2,l, 2,2,1, x2,2,x, x,lx,x,
og x2,1x2,2, x,12,12, 2,x,l,
lx,x2,lx.
Nánar verður sagt frá fyrstu get-
raunavikunni í blaðinu á morgun og
þá birt fjölmiðlaspáin. BL
Handknattleikur:
Víkingar flengdir
Frá Jóhanncsi Bjarnasyni fréttamanni Tímans:
íslenskar getraunir:
Halldór vígði
getraunakassann