Tíminn - 24.11.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.11.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn 1 :FimVn'túdsígur 24. nóvember 1988 Aöstoöarlandlæknirog form. landsnefndar um alnæmisvarnir telur „fóöringu" eða „smokkfyrir konur“ áhugaverðan kost: Ný getnaðar- og smitvöm gæti aukið öryggi kynlífs « iw ti ■ l ■ K * ■ ” II . I ■lraiimr n TO nrnt O A i;i*Y*10 hi'tci - .... ... i ■ i ■■ i — " ■ — - Deilt hefur verið um gildi smokkaherferðarinnar svokölluðu sem iandlæknisembættið stóð að fyrir u.þ.b. ári. Minnihluti fólks virðist geta fellt sig við notkun á smokkinum, en nú er væntanleg á markaðinn ný getnaðarvöm sem hugsanlega kemur til með að auðvelda fólki að stunda það sem kallað er öruggt kynlíf. Guðjón Magnússon aðstoðar- landlæknir og formaður nýskipaðr- ar landsnefndar um almæmisvamir sagði í viðtali að innflutningur á smokkum hefði aukist verulega eftir að áróðurinn fór í gang. „Við trúum ekki öðru en að þetta þýði meiri notkun.*' Guðjón sagði enn- fremur að það væru þó skiptar skoðanir um þetta atriði. „Við höfum náð að fjölga útsölustöðun- um mjög mikið, t.d. eru komnir sjálfsalar á bensínstöðvum, einnig víða í framhaldsskólum og á skemmtistöðum. Ég held að það sé alveg ljóst að salan hefur aukist á smokkum frá því að við hófum áróðurinn 1985. Því er ekki að leyna að eftir sem áður er það lítill hluti fólks sem notar smokka.“ Guðjón var einnig spurður um það hvort áherslan yrði áfram á smokkinn, t.d. í þeim áróðri sem fer fram vegna alnæmisvikunnar. „Það er alveg ljóst að ef um er að ræða kynmök við einhvern sem þú ekki veist deili á, þá er verulega aukið öryggi fólgið f því að nota smokkinn. Rannsóknir hafa sýnt að sé smokkur notaður frá byrjun til enda samfara þá eru hann vörn gegn alnæmi, veiran fer ekki í gegnum smokkinn. Aftur á móti má segja að við höfum ekki verið að halda þessu sérstaklega að fólki því við teljum að núorðið viti fólk þetta.“ „Smokkur“ fyrir konur A næsta ári er væntanleg á markaðinn ný getnaðarvörn, en hér er um að ræða e.k. smokk fyrir konur. Á ensku kallast þessi verja „femshield“ sem í beinni þýðingu myndi kallast „kvenskjöldur". Dæmi um önnur íslcnsk heiti sem hafa verið nefnd cru „fóðring“ og „hlíf“. í>essi nýja getnaðarvörn er e.k. poki sem er 15 sentímetrar að lengd og 7 sentímetrar í þvermál. Hann er úr mjúku gerviefni sem kallast pólýúretan. Verjunni er komið fyrir í leggöngunum og virkar sem e.k. „fóðring" á þeim. 1 verjunni er sæðisdrepandi krem sem jafnframt auðveldar samfar- Tilraunir hafa sýnt að verja þessi veitir sama öryggi og smokkurinn, bæði hvað varðar getnað og smit á kynsjúkdómum, þar er meðtalinn HIV veiran sem veldur ainæmi. Notkun veldur ekki aukaverkun- um, verjan er einnota og verður seld í lausasölu eins og smokkurinn og mun kosta jafnmikið. Helsti munurinn á notkun þessarar nýju varnar og smokksins er að mögu- leiki er á að koma henni fyrir með lengri fyrirvara en gildir um smokkinn. Þessi verja felur einnig í sér nýjan möguleika fyrir konur, þ.e. þær hafa með tilkomu hennar kost á einnota verju sem þær nota sjálfar við samfarir. Meirihluti þess fólks sem hefur tekið þátt t prófunum á verjunum, bæði karlar og konur, líkaði jafn vel eða betur við þessa nýju verju heldur en smokkinn. Einnig álitu langflestar konur sem notuðu hett- una áður að nýja verjan væri betri og mun þægilegri kostur. í fyrrnefndu viðtali var Guðjón Magnússon spurður að því hvort þeir hjá landlæknisembættinu hefðu heyrt um, eða kynnt sér þessa nýju getnaðarvörn. Hann sagði að svo væri ekki. „Ég hef aftur á móti séð að það er nokkuð um það að áróður er rekinn fyrir hettunni sem vörn gegn alnæmi, á Á þessari skýringarmynd er sýndur munurinn á hefðbundnum smokk og hinum nýja kvensmokk eða fóðringu (efri mynd). Skýringarmynd þessi er fengin úr IPPF Medical Bulletin. þeirri forsendu að hetta með sæðis- drepandi kremi sé um leið vörn gegn alnæmi. Við vitum það að út af fyrir sig dregur verulega úr likum á alnæmissmiti ef sæðið kemst ekki að leghálsinum en hett- an er ekki nægilega örugg vöm gegn alnæmi. Þetta sem þú ert að lýsa er ugglaust betri kostur fyrir konuna. Petta er mjög eftirtektar- vert ef þessi verja kemur á markað- inn og sérstaklega ef konum geðj- ast að því að nota hana. Nýja getnaðarvörnin er þróuð og framleidd af fyrirtækinu Medic- or Ltd. í Bretlandi, en Stefán Thorarensen hf. mun hafa umboð fyrir þessa vörn hér á landi. ssh Forseti og tveir varaforsetar ASÍ kjörnir í gær. Ásmundur Stefánsson forseti: „Þurfum að vinna af festu“ Gæslan sótti slasaðan mann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann um borð í Drangavík ST 71 sem staddur var um 40 sjómílur norður af Siglun- esi í gærmorgun. Þyrlan fór frá Reykjavík um 10 leytið í gær- morgun og var komin með sjó- manninn, sem hafði fengið höf- uðhögg og var álitinn höfuðkúpu- brotinn, til Akureyrar upp úr hádegi. Þar tók við sjúkraflugvél frá Norðurflugi og flaug hún með manninn til Reykjavíkur og var hann kominn á Borgarspítalann um þrjú leytið. -ABÓ Bilun í Öskjunni: Kemur sér illa Strandferðaskipið Askja er í lamasessi þessa dagana. Meinið er brotinn sveifarás í vél skipsins sem telst tiltölulega alvarleg bilun. Að sögn Guðmundar Einarssonar forstjóra Ríkisskipa standa vonir manna til þess að viðgerðum á skipinu verði lokið ekki seinna en 12. desember næstkomandi. Hann sagði að ekki væri gott að segja til um hver áhrif bilun skipsins kæmi til með að hafa á flutninga félagsins fyrir jólin en reynt hefði verið að draga sem mest úr slíkum áhrifum. Ferðum annarra skipa útgerðarinnar hefði verið breytt eftir því sem hægt væri, auk þess sem önnur skip hefðu verið fengin til aðstoðar eftir því sem þurfa þótti hverju sinni. Guð- mundur sagðist vonast til þess að þessar aðgerðir yrðu til þess að menn yrðu ekki fyrir miklum óþæg- indum vegna þessa. Það má ef til vill teljast lán í óláni að bilun Öskjunnar ber ekki upp á háannatíma útgerðarinnar sem er á vorin, þó vissulega sé framundan mikill annatími. Guðmundur sagði þó ljóst að eitthvað af flutningum Ríkisskipa myndi flytjast yfir á aðra flutningsaðila. -áma „Ég vil satt að segja ekkert fara að ræða um þær sögusagnir sem hafa gengið hér í húsinu. Sú uppstilling sem kom fram um varaforseta er á ábyrgð kjörnefndarinnar sem var sammála um hana,“ sagði Ásmund- ur Stefánsson er Tíminn ræddi við hann stuttu eftir að hann hafði verið kjörinn forseti ASÍ í þriðja sinn. Ásmundur var kjörinn með lófa- taki þar sem ekki bárust aðrar tillög- ur um forseta en tillaga kjörnefndar. Ásmundur Stefánsson hafði, eftir því sem næst verður komist, sett það skilyrði fyrir því að hann yrði áfram forseti að Þóra Hjaltadóttir yrði ekki varaforseti. Þóra fékk flest atkvæði í kjöri til miðstjórnar Fram- sóknarflokksins á dögunum og var það túlkað sem ósk um að hún yrði í kjöri til varaforseta ASÍ. Ásmundur sagði í gær að hann væri sannfærður um að nýkjörnir varaforsetar ASÍ myndu standa sig vel í sínu starfi. Hann sagðist hafa langa reynslu af samstarfi við Rögnu Bergmann og Örn Friðriksson hefði verið farsæll leiðtogi starfsmanna ísals. „Ég hef fullt traust á því að hér sé samhentur hópur sem geti unnið vel,“ sagði Ásmundur. Heffði Þóra sprengt ASÍ? - En hvað segir Ásmundur um þau ummæli Þóru Hjaltadóttur um að hún mæti hreyfinguna meir en svo að hún vilji sjá hana springa í loft upp við að hún byði sig til fram til varaforseta? „Ég vil ekki fara út í neinar rökræður um það,“ sagði Ásmundur stuttaralega. Ásmundur sagði að ekki þyrfti að vænta umbyltingar í stjórn ASÍ en ljóst væri að ná þyrfti samhentum hóp þar sem aðstaða hreyfingarinnar væri um margt erfiðari en jafnvel nokkru sinni áður. „Bæði eru samningar bannaðir og atvinnuástand ótraustara en verið hefur um langa hríð og það gerir tilkall til þess að við vinnum að okkar málum af festu og ákveðni, að við sýnum frumkvæði og við náum að hafa þau áhrif á stjórnvöld að þau hverfi frá hinum eilífu kjaraskerð- ingaleiðum sem þau hafa viðhaft. Kjaraskerðingin gjaldþrota, þjóðin ágætlega em Ástandið núna sýnir okkur skýrt óg greinilega að kjaraskerðingar- leiðin er gjaldþrota, ekki þjóðin, og í þessu efni þarf að verða stefnu- breyting hjá stjórnvöldum.“ - Aukin harka af hálfu launþega? „Við hljótum að verða að vinna af festu, það er alveg ljóst,“ sagði Ásmundur Stefánsson. Ámælisverður dráttur Ásmundur dró það þar til í fyrra- dag að gefa yfirlýsingu um forseta- framboð sitt og olli það verulegri óánægju og einn þingfulltrúa sagði í gær að þetta hátterni Ásmundar væri verulega ámælisvert. Mikil spenna hefði hlaðist upp vegna for- setakjörsins og þingið því verið lítt starfhæft það sem af er. Framboð Ásmundar var fyrst til- kynnt á þinginu seinnipart dags í fyrradag af Benedikt Davíðssyni for- manni kjörnefndar og sagði viðmæl- andi Tímans að það hefði verið f síðustu lög áður en flokksbönd riðl- uðust og mörg og óvænt framboð kæmu upp. Þá hafði kjörnefndin samþykkt að stilla upp Rögnu Bergmann sem fyrsta varaforseta en síðan stóð valið milli þeirra Arnar Friðrikssonar og Vilborgar Þorsteinsdóttur. Hagsmunir hreyfingarinnar fyrst Ásmundur hafði að sögn ekki viljað sætta sig við Þóru Hjaltadóttur vegna þess að hann taldi hana of halla undir Steingrím Hermannsson og ríkisstjórn hans, en hvað segir Þóra sjálf, af hverju var hún ekki í framboði? „Ég sagði það fyrir hálfum mánuði að ég ætlaði ekki að bjóða mig fram. Ég vildi einfaldlega ekki auka á þann ágreining sem ríkti innan ASÍ. Maður verður fyrst og fremst að hugsa um að hreyfingin komi fram sem ein heild. Það verður að ganga fyrir öðru í starfi fólks í hreyfing- unni, það er ekkert sem heitir með það. Ég er ágætlega ánægð með forset- ana. Það er talsverð breidd í þessu. Ásmundur er verslunarmaður, Ragna er frá Verkamannasamband- inu og Örn er iðnaðarmaður.“ - Ágreiningurinn sem þú minntist á, tengist hann á einhvern hátt núverandi ríkisstjórn? „Því vil ég ekki svara,“ sagði Þóra að lokum. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.