Tíminn - 24.11.1988, Síða 3

Tíminn - 24.11.1988, Síða 3
.frimmtudagur,24. nóvember 1988 • Tíminn' 3 Bankastjórnendur óttast að flýta sér hratt en eru tilbúnir að lækka vexti enn frekar 1. des.: Ákveðnir að lækka meira Bankastjómendur hafa ákveðið að birta ekki frekari vaxtaákvörðun fyrr en á næsta vaxtaákvörðunar- degi, sem er fyrsti desember nk. Munu þeir hafa ákveðið það strax í síðustu viku að lækka ekki vexti sína um of á síðasta vaxtabreytingardegi, 21. nóvember sl., til að skapa ekki ótta meðal sparifjáreigenda. Þeir hafa því aðeins litið á nýjustu vaxta- lækkun sem skref í átt að samræm- ingu vaxta við hjöðnun verðbólgu. Samkvæmt heimildum Tímans eru bankastjórar m.a. hræddir við mjög snöggar breytingar gagnvart spari- fjáreigendum. Kemur þessi bremsa þeirra til af því að geysilega miklar nafnvaxta- lækkanir hafa orðið síðan í sumar. Sparifjáreigendur þurfi því að fá sinn tíma til að fullvissa sig um að ekki sé verið að hlunnfara þá með lækkununum. Einnig mun sú stefna vera ríkjandi að þó að mikil hjöðnun verðbólgu hafi átt sér stað síðustu mánuði, sé ekki ástæða til að flýta sér að lækka vexti til samræmis við réttan verðbólguhraða. Nú standa yfir viðræður stjórn- valda við bankaráðsmenn og banka- Frá fundi ráðherra með bankaráðsmönnum í g*r. Steingrímur Hermannsson heiisar hér Lúðvík Jósefssyni, bankaráðsmanni Landsbanka, með „handafii“. Ólafur Ragnar, fjármálaráðherra, og Krístinn Finnbogason, varaformaður bankaráðs Landsbanka, fylgjast með. Tímnmynd: Gunnar stjórnir og hafa ráðherrar einnig næstu viku verði þessi mál rædd til milli viðskiptaráðherra og stuðn- rætt frekari vaxtalækkun sérstaklega hlítar á þessum vettvangi, en fyrsti ingsmanna ríkisstjórnarinnar meðal við stjórn Seðlabankans. Er talið að formlegi fundurinn fór fram í gær bankaráðsmanna. KB Hér sjást Gunnar B. Kvaran, listráðunautur listasafna Reyk og ívar Valgarðsson, myndhöggvari og starfsmaður Kjarvalsstaða, með verk eftir Halldór Ásgeirsson. Timamynd Pjetur. Listaverk Reykjavík- urborgar á sýningu Laugardaginn 26. nóvember verður opnuð sýning á Kjarvals- stöðum þar sem almenningi gefst kostur á að sjá á einum stað hvernig framlagi úr borgarsjóði til listaverkakaupa hefur verið varið á undanförnum fimm árum. Á sýningunni er að finna 118 verk eftir fjölmarga listamenn, en eðli málsins samkvæmt er ekki um heildstæða sýningu að ræða. Sýn- ingin er skipulögð þannig að verk- unum er stillt upp í tímaröð, þar sem tekið er mið af því hvaða ár þau voru keypt. Sýning af þessu tagi var fyrst haldin 1983, en þá voru sýnd verk sem keypt höfðu verið frá árinu 1980 fram á haust 1983. ssh Borgarspítalinn: Fær nýja vararafstöð Borgarráð samþykkti á fundi sín- um sl. þriðjudag að keypt skyldi ný dieselknúin vararafstöð fyrir Borg- arspítalann. Frá því var greint í Tímanum fyrir skömmu að rafstöðin hefði brugðist og ekki farið í gang þegar rafmagns- laust varð um mikinn hluta landsins. Alfreð Þorsteinsson spurðist fyrir um rafstöðina í borgarráði á fyrsta fundi ráðsins eftir þennan atburð og hefur ráðið nú ákveðið að stöðin verði endurnýjuð. -sá Jóhannes Nordal, seölabankastjóri: Stefnt að breyttum vísitölugrundvelli Þrátt fyrir nýlega skýrslu Seðla- bankans um hugsanlegar og nei- kvæðar afleiðingar þess að breyta grundvelli lánskjaravísitölunnar, er seðlabankastjóri nú tilbúinn að fara að tilmælum ríkisstjórnarinnar um breytingar um næstu áramót. Verið er að kanna með hvaða hætti þessi breyting verður framkvæmd, en ekki virðist vera deilt um það lengur hvort grundvellinum verður breytt. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, sagði í viðtali við Tímann í gær að þetta væri ekki alveg frágengið mál. „Það má segja að það sé stefnt að þessum breytingum, en það er ekki alveg frágengið hvernig það verður gert,“ sagði Jóhannes. Nú standa yfir viðræður milli ríkis- stjórnarinnar og Seðlabanka íslands um það með hvaða hætti best verður að standa að breytingum á grundvelli lánskjaravísitölunnar. „Það er ósk ríkisstjórnarinnar að gera þessar breytingar og það erum við að ræða núna,“ sagði Jóhannes. KB Almenningur fellur ekki fyrir „Síöustu freistingu Krists“: Kristur niður og Hrafn upp Lítil sem engin aðsókn er enn að umdeildri kvikmynd Martins Scor- sese, „Síðasta freisting Krists", sem nú er til sýninga í Laugarásbíói. Sagðist Grétar Hjartarson, forstjóri Laugarásbíós, neyðast til að færa myndina úr aðalsal og flytja kvik- mynd Hrafns Gunnlaugssonar að nýju inn í aðalsal. „Ég verð víst að fara niður með Krist og upp með Hrafn,“ sagði Grétar. Ekki er Grétar viss um hvað veldur þessari dræmu aðsókn, þrátt fyrir mjög góða kvikmyndadóma í Tímanum um síðustu helgi og Morg- unblaðinu í gær. Sagist hann ekki hafa átt von á jafn neikvæðum viðbrögðum við þessari ágætu mynd, líkt og varð í öðrum löndum. Væri engu líkara en andófið hafi verið flutt inn á undan myndinni sjálfri án þess að andófsmennirnir hér heima hefðu haft nokkurt tækifæri á að sjá hana með eigin augum. Ljóst er að annað hvort hefur fólk ekki enn tekið við sér, eða þá að það þorir ekki að velta þessum hlutum fyrir sér í návígi. Að sögn Grétars eru dreifingar- aðilar myndarinnar mjög vonsviknir yfir fyrstu viðbrögðum þar sem ekki var talið að svipað andóf væri til staðar hér á landi og víða í Evrópu. Það hefur heldur ekki verið raunin þar sem meginkirkjur þjóðanna hafa víða lagst gegn myndinni af iniklum þunga, gagnsætt því sem hér hefur gerst. Kvikmyndin „í skugga hrafnsins" eftir Hrafn Gunnlaugsson var flutt í B-sal Laugarásbíós þegar „krists- myndin“ var frumsýnd. Sá salur er talsvert minni en aðalsalurinn og hefur hann verið fullsetinn á flestum sýningum. KB Lánskjaravísitala: 0,09% hækkun Seðlabankinn hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir desem- bermánuð og mun lánskjaravísi- tala 2274 gilda fyrir þann mánuð. Hækkun á lánskjaravísitölu frá mánuðinum á undan varð 0,09%. ssh Ármúta3-108 Reykja vík - Sími 91 -680988

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.