Tíminn - 24.11.1988, Side 5
Fimmtudagur 24.'nóvémb'ér Íðé8
Tíminn 5
Einkareknar hjartaskurðstofur í Bretlandi standa hálfnotaðar á meðan opinbera
kerfið getur ekki sinnt þörfinni:
Islendingum boðið upp á
afslátt á hjartaaðgerðum
Bretland - sem er orðið að læknisfræðilegri Mekka í
augum fjölmargra íslenskra hjartasjúklinga sem þurfa á
uppskurði að halda - stendur nú frammi fyrir gríðarlegum
vandamálum í hjartaskurðlækningum. Þó svo að íslenskir
hjartasjúklingar sem þurfa á bráðaþjónustu að halda fái
inni um leið á sjúkrahúsum í Bretlandi, þá þurfa breskir
hjartasjúklingai1 að bíða allt upp í 7 mánuði eftir aðkallandi
uppskurði - og hundruð þeirra deyja á meðan á biðinni
stendur.
íslenskir hjartasjúklingar hafa
talið bresk læknavísindi gulls ígildi
- en fyrir hjartasjúka þjáningar-
bræður þeirra í Bretlandi leiðir
kreppa hjartaskurðlækninga þar þá
oft beinustu leið í kirkjugarðinn.
Hjartasjúklingar í Bretlandi sem
þurfa á bráðaþjónustu að halda
verða að bíða eftir aðgerð í 12 til
28 vikur, en í samanburði þurfa
íslenskir sjúklingar sem koma til
Bretlands ekki að bíða nema í
innan við viku, oft á sömu spítulun-
um. Sé ekki um bráðatilfelli að
ræða þurfa breskir hjartasjúklingar
að bíða 36 tii 52 vikur eftir meðferð
en fslenskir sjúklingar sem fara í
aðgerð í Bretlandi aðeins 4 vikur
og einnig í þessum tilvikum er um
sömu spftalana að ræða. Hundruð
breskra sjúklinga deyja áður en
þeir komast í aðgerð og á milli eitt
og tvö hundruð til viðbótar hafa
dáið í ár eftir misheppnaða aðgerð
sem fyrst og fremst má rekja til
aukinnar áhættu vegna langs bið-
tíma.
íslendingar fara
um „heilbrigðishrað-
brautina“
Árlega fara um 130 íslendingar
til Bretlands á vegum íslenska
heilbrigðiskerfisins í hjarta-
skurðaðgerð, einkum til að láta
skipta um hjartaiokur, setja inn
nýjar kransæðar eða víkka þær út
(angioplasty). íslensku sjúkiing-
arnir fá meðferð í „hraðbraut“
breska kerfisins, þ.e. á einka-
sjúkrahúsum eða á einkavæddum
deildum ríkisreknu spítalanna.
Hins vegar stendur fæstum bresk-
um hjartasjúklingum þessi „heil-
brigðishraðbraut" til boða. Breska
sjúkrasamlagið greiðir undir
venjuiegum kringumstæðum ekki
kostnaðinn sem hlýst af því að
setja „venjulega“ sjúklinga inn á
slíkar einkadeildir, og opinbera
heilbrigðiskerfið hefur ekki að-
stöðu til að sinna þörfinni í sínum
stofnunum. Yfirgnæfandi meiri-
hluti „venjulegra“ sjúklinga hefur
ekki efni á að borga þau 5000-7000
sterlingspund eða 400-700 þúsund
ísl. krónur sem það kostar að fara
í slíka aðgerð.
Einkaaðilar bjóða
Skandínövum afslátt
Ástandið verður í raun hálfu
hörmulegra þegar þess er gætt að
mörg af einkasjúkrahúsunum
standa hálf auð - og nokkuð er um
það að „sölumenn" eða talsmenn
þessara sjúkrahúsa hafi að undan-
förnu farið á milli sendiráða
Norðurlandanna í London, þar á
meðal íslenska sendiráðið, og boð-
ið verulega afslætti á hjartaaðgerð-
um. Þannig mun einum þessara
einkaspítala hafa verið svo mikið í
mun að ná til sín „viðskiptum“ frá
íslandi að hann bauð t.d. að lækka
verð á ákveðinni skurðaðgerð úr
7000 sterlingspundum niður í 5400
pund.
Flestir Bretar hafa ekki hug-
mynd um að Bretland er læknis-
fræðileg Mekka í augum fjöl-
margra hjartasjúklinga frá fslandi
og öðrum lönduni og þeir gera sér
heldur ekki grein fyrir því að
aðstaða til hjartaskurðlækninga
liggur að miklu leyti ónotuð í
Bretlandi á sama tíma og hundruð
manna deyja vegna þess að þeir
komast ekki í aðgerð. Prátt fyrir
forystu breska sjúkrasamlagsins í
heilbrigðismálum í heiminum fyrir
mörgum árum ríkir þar nú hálfgert
neyðarástand. Víðtæk þjáning á
sér nú stað í landinu og má nefna
sem dæmi að gláku- og liðagigtar-
sjúklingar þurfa að bíða árum
saman eftir aðgerðum. Stór hópur
glákusjúklinga er nú orðinn meira
og minna blindur á meðan á biðinni
hefur staðið.
Orsök vandamálsins má rekja til
fjárskorts og skorts á hjúkrunar-
fræðingum. Fjölmargir spítalar
hafa augiýst eftir útiendum hjúkr-
unarfræðingum.
Innflutningur hunda á
tímabilinu 1978 til 1987:
67 rakkar
álOárum
Steingrímur Sigfússon land-
búnaðarráðherra hefur gefið svar
við fyrirspurn frá Inga Birni Al-
bertssyni um innflutning á hund-
um síðast liðin 10 ár, frá ’78 til
’87. Alls bárust 192 skriflegar
umsóknir á þessum tíu árum, 99
þeirra var synjað en 64 undanþág-
ur voru veittar. Flestar voru á
síðasta ári eða 9 talsins.
Sendimönnum erlendra ríkja
voru veittar 27 undanþágur á
þessum árum. íslenskum sendi-
herrum er fluttust heim voru
veittarfjórarundanþágur. Hjálp-
arsveitir, björgunarsveitir og lög-
regla, þar með talin fíkniefna-
deild lögreglunnar, fengu að
flytja inn að meðaltali hálfan
hund á ári, eða fimm hunda alls
á tíu árum og loks var tuttugu og
átta einstaklingum heimilað að
flytja inn rakka á umræddu tfma-
bili. Ekki komu fram í svarinu
nöfn einstaklinga er fluttu inn
hunda eins og óskað var eftir í
fyrirspurninni.
Flestir komu hundarnir frá
Bandaríkjunum og Danmörku,
eða 17 og sextán frá hvoru um sig.
■ ág
Bíó í skólum
Borgarráð samþykkti á fundi
sínum í fyrradag að kaupa á móti
Námsgagnastofnun afnotarétt af
kvikmyndinni „Land og synir“ til
næstu 12 ára.
Skólamálaráð Reykjavíkur
hafði áður samþykkt að leggja til
við borgarráð að þetta yrði gert
og verða samningar með líku
sniði og gert var með kvikmynd-
ina Útlagann. -sá
Sala hlutabréfa ríkisins í Útvegsbanka hf. hefur legið í gerjun í rúmt ár:
Kemst skríður á sðlu
bankans í desember?
Sala á hlutabréfum ríkisins í Útvegsbanka íslands hefur legið niðri um hríð,
en nýlega boðaði Björn Friðfinnsson, formaður sölunefndar viðskiptaráð-
herra, til fundar með nokkrum bankastjórnum. Hafa óformlegar þreifingar
átt sér stað milli aðila í Verslunarbankanum, Iðnaðarbankanum og
Samvinnubankanum, en fulltrúar Alþýðubankans hafa ekki verið tilbúnir til
viðræðna fyrr en að loknu yfirstandandi þingi ASÍ.
Að sögn heimildarmanna Tímans
meðal bankastjórna eru þeir orðnir
frekar þreyttir á fræðilegri afstöðu
viðskiptaráðherra, sem vill skoða
alla möguleika í stöðunni, jafnvel
þótt ekki sé útlit fyrir að það séu
raunhæfir möguleikar. Hefur nefnd
sú, sem ætlað er að fjalla um sölu
hlutabréfa ríkisins í Útvegsbankan-
um, boðað til næsta fundar í byrjun
desember og er búist við að þá fari
að komast skriður á málin að nýju.
Alls teljast nú tæplega 160 þjónustu-
aðilar á íslenskum fjármagnsmark-
aði og þykir mörgum sá fjöldi keyra
úr hófi.
Umræða í hverjum banka
t nýjasta fréttabréfi Verslunar-
bankans til hluthafa sinna, er sagt að
tilboð ráðherra knýi á um mikilvæg-
ar ákvarðanir. Segir í féttabréfinu
að bankinn hafi verið í öflugri sókn
og skili hluhöfum sínum arði. „Á
hinn bóginn býðst nú tækifæri á
þátttöku í stærri einkabanka, sem
einnig gæti átt bjarta framtíð fyrir
sér.“ Um frekari þróun í þessa átt
segir bankastjórinn, Tryggvi
Pálsson, að hann geri ráð fyrir að í
hverjum banka sé verið að íhuga
möguleika á kaupum hlutabréfa í
Útvegsbankanum. „Það hafa engar
formlegar viðræður farið fram, en
vegna tilmæla nefndarinnar er verið
að taka afstöðu til málsins í heild,“
sagði Tryggvi.
Valur Valsson, bankastjóri Iðnað-
arbankans, sagði að það eina sem
gerst hafi í þessum málum, sé einn
fundur með Birni Friðfinnssyni,
nefndarformanni ráðuneytisins.
Svipaða sögu var að heyra hjá
bankastjóra Samvinnubankans,
Geir Magnússyni. Flestir þeir sem
Tíminn ræddi við voru þó tilbúnir að
viðurkenna að auðvitað hafi menn
átt símtöl sín á milli og væri ekki
fráleitt að kalla það þreifingar.
Beðið eftir ASÍ þingi
Samkvæmt heimildum Tímans
bíða menn þó með nokkurri eftir-
væntingu eftir hugsanlegri umfjöllun
Alþýðusambands íslands um framt-
íð Alþýðubankans í þessu samhengi.
Líklegt er að ef einhver formleg
umfjöllun eigi að fara fram um
framtíðarstöðu Alþýðubankans,
verði umræðurnar í dag eða á
morgun. Talið er líklegt að ekki hafi
verið farið af stað með fund sölu-
nefndarinnar fyrr en nú að menn sjá
fyrir endann á þingi ASÍ. Hefur ekki
verið talið raunhæft að blanda Al-
þýðubankanum inn í hugsanleg hlut-
abréfakaup og sameiningu við aðra
banka fyrr en nú.
Kaup Sambandsins í fyrra
Svo virðist sem söguleg kaup Sam-
bandsins á hlutabréfum ríkisins í
Útvegsbankanum í fyrra, hafi minni
áhrif á umræðuna núna. Segja við-
mælendur að aðstæður flestra aðila í
þeirri deilu hafi breyst svo mjög að
hvorug stóra blokkin eigi möguleika
á því að leggja fram viðlíka tilboð og
þá. Einnig er bent á að ríkið hefur
lagt til gífurlegt fjármagn til að
hressa við eiginfjárstöðu bankans og
hleypi það verðinu frekar upp en
hitt. í því sambandi hefur verið á
það bent að eigið fé Útvegsbankans
hf. sé svipað, eða jafnvel meira en
samanlagt eigið fé Verslunar- og
Iðnaðarbanka, svo dæmi sé tekið.
Öll þessi umræða núna miðast að
sjálfsögðu við að einstakir aðilar
kaupi einstaka hluti ríkisins í bank-
anum, en ekki að einhverjir hópar
bjóði í meirihluta hlutabréfanna.
Fylgir þessum kaupum einnig sú
kvöð eða hvatning að með sölu
bréfanna verði stuðlað að samein-
ingu bankastofnana. Einnig verði
eignaraðild dreifð.
157 aðilar
fjármagnsmarkaðar
Núna eru í landinu sjö viðskipta-
bankar, 35 sparisjóðir, 19 fjárfest-
ingarlánasjóðir, 86 lífeyrissjóðir,
fjórar eignaleigur, þrjú greiðslu-
kortafyrirtæki, og a.m.k. þrjú verð-
bréfafyrirtæki sem kallast geta
„stór“. Samtals eru þetta 157 þjón-
ustuaðilar á fjármagnsmarkaði.
Þessi mikli fjöldi veldur aðstandend-
um þeirra stöðugt meiri áhyggjum
og má segja að það knýi nú meir en
nokkru sinni áður á einhverja sam-
einingu, eða aukna sérhæfingu stofn-
ana. KB