Tíminn - 24.11.1988, Qupperneq 6
6 Tíminn
Fimmtudágur 24. nóvember 1988
Jarðgöng eða rör til Vestmannaeyja:
Sérfræðingar
Vegagerðar-
innar kanna
kostnaðinn
Verið er að kanna möguleika á
gerð jarðganga til Vestmannaeyja,
og hefur Guðni Ágústsson, alþingis-
rnaður, falið sérfræðingum Vega-
gerðarinnar að athuga kostnaðar-
hliðina.
Jarðgöng undir sjávarbotni
myndu kosta um 5 milljarða króna,
en samkvæmt norskum stöðlum
kostar einn kílómetri af röri um 1,5
milljarða króna, og þýðir það 13-14
milljarðar.
í Vestmannaeyjum huga menn nú
í auknum mæli að gerð slt'kra ganga
til meginlandsins, og víst er að
samgöngur myndu gjörbreytast við
tilkomu þeirra. Jarðgöng kosta fimm
sinnum meira en nýr Herjólfur, en á
móti kæmi að rekstrarkostnaðuryrði
mun minni en nú er. Á þessu ári
kostar það Vestmannaeyinga um
100 milljónir að flytja fólk og vörur,
auk 24 milljóna úr ríkissjóði, og
þannig mætti lengi telja.
Verði jarðgöngin gerð, verða að-
eins 10 kílómetrar á milli lands og
eyja, og um 150 kílómetrar til
Reykjavíkur. Og nú er bara að bíða
og sjá hvort draumurinn verður að
veruleika. elk
Bráðabirgöalög ríkisstjórnar-
innar og launafrystingin:
Desemberuppbót
verður greidd
Margir Itafa velt því fyrir sér
hvaða áhrif bráðabirgðalög ríkis-
stjórnarinnar um launafrystingu
komi til með að hafa á svokallaða
desemberuppbót. Nú liggur ljóst
fyrir, ef ntarka má fréttabréf ASÍ og
VR blaðið, að uppbót þessi verður
greidd.
í fréttabréfi ASÍ kentur fram m.a.
„að samkvæmt samdóma túlkun að-
ila vinnumarkaðarins er desember-
uppbót einstaklingsbundin launa-
greiðsla, réttur, sent launantaður
ávinnur sér með starfi hjá atvinnu-
rekenda. Hér er ekki um að ræða
áfangahækkanir, en bráðabirgðalög-
in taka fyrst og fremst til þeirra.“
Launafólk sem hefur samið um
desemberuppbót í kjarasamningum
á því að fá hana greidda.
í lokin má geta þess að starfsald-
urshækkanir eiga líka allar að koma
til greiðslu á réttum tíma. Því tekið
er fram í bráðabirgðalögunum að
einstaklingsbundnar hækkanir og
starfsaldurshækkanir séu undan-
skildar þeirri frystingu launa sem nú
er í gildi. ssh
Skýrsla Ríkismats sjávarafuröa um
ástand hreinlætis í fiskvinnslunni:
Niðurstöður mun
betri en í
fyrra
í nýútkominni skýrslu Ríkismats
sjávarafurða um ástand hreinlætis-
og búnaðarmála fiskvinnslunnar
kemur í ljós að ástandið hefur stór-
lega batnað síðan í fyrra, en í
saltfiskvinnslunni er enn ýmsu
ábótavant.
Þetta er önnur skýrslan sem Ríkis-
matið sendir frá sér undir heitinu:
„Fiskvinnsla til fyrirmyndar“. í fyrri
skýrslunni sem kom út 15. október á
síðasta ári var eingöngu greint frá
ástandi hraðfrystihúsa, en nú var
bætt við rækju- og saltfiskvinnslum.
Niðurstöður í ár benda ótvírætt til
þess að frystihúsin hafi bætt sig
mikið frá því í fyrra og að þróunin
sé í jákvæða átt, enda voru niður-
stöður úttektarinnar í fyrra notaðar
til að hvetja til dáða, m.a. veitti
sjávarútvegsráðherra nokkrum fisk-
vinnslustöðvum viðurkenningu.
Við greininguna skoðaði Ríkismat
sjávarafurða 347 fiskvinnslufyrir-
tæki. Helstu niðurstöður urðu þær
að rækjuvinnslurnar komu best út
hvað varðar hreinlætis- og búnaðar-
hætti. Af þeim voru 72% í lagi eða
til fyrirmyndar þegar á heildina er
litið. Af frystihúsunum voru 56% í
lagi eða til fyrirmyndar, en þar af
fengu 10% húsanna fyrirmyndar-
einkunn. Af saltfiskvinnslunum var
aðeins 1,5% vinnslunnar til fyrir-
myndar, í lagi reyndust vera 31,6%,
ábótavant reyndist 61,3% en í tæp-
um 6% tilvika var ástandið slæmt
eða óhæft. ssh
Síldarsöltunin
rekin með tapi?
„Ég óttast það því miður að tap verði á síldasöltun í
haust,“ sagði Hermann Hansson formaður féiags sOdarsalt-
enda á Norður- og Austurlandi í samtali við Tímann,
ástæðuna sagði hann fyrst og fremst vera verulega lækkun
doilars.
„Menn reyndu í haust þegar
verðlugning fór frarn að tcygja sig
svo langt sem hægt var til sam-
komuiags. Menn náðu síðan samn-
ingum við Sovétmenn sem, ég held
að hafi veriö hagstæöir útaf fyrir
sig. Það sem veldur okkur kannski
öðru frernur áhyggjum núna, er að
þessi stóri samningur við Sovét-
menn er allur í dollurum ogdollar-
inn lækkar og skerðir þar af leið-
andi afkomuna hjá okkur mjög
verulega, þannig að ég óttast þaö
því miður að það gæti orðið til þess
að menn tapi á síldarsöltun í
haust," sagði Hcrmann.
Hermann^agði að sá samningur
sem gcrður var við Sovétmenn á
þessu hausti hafi verið mönnum til
hagsbóta, þar sem meiri verðmæta-
sköpun væri eftir í landinu og meiri
nýting á hráefninu. En sem kunn-
ugt er var samiö um hausskorna og
slógdregna síld við Sovétmenn,
ólíkt því sem var tvö undanfarin
ár, en þá var síidin heilsöltuð.
í fyrrakvöld var búiö að salta í
201.289 tunnur, en búist má við að
saltað hafi verið í fjögur til fimm
þúsund tunnur í gær. Veiði undan-
farna daga hefur verið góð, einkum
í Mjóaíirði og Reyðarfirði.
Mest var búið að salta á Eskifirði
í fyrrakvöid. eða 34.693 tunnur.
Hornfirðingar veita Eskfirðingum
harða samkeppni, því þar var búið
að salta í 33.612 tunnur og í þriðja
sæti er Seyðisfjörður með 23.850
tunnur. 1 Grindavík hefur vcrið
saltað í 21.321 tunnu. - ABÓ
Aukefnanefnd skipuö af Heilbrigðisráðuneytinu:
Kannar umsóknir um aukefni
Skipuð hefur verið af Heiibrigðisráðuneytinu, Aukefna-
nefnd, skv. regiugerð nr. 409/1988, um aukefni í matvælum
og öðrum neysluvörum.
Hlutverk nefndarinnar, sem
starfar á vegum Hollustuverndar
ríkisins, er að athuga umsóknir um
notkun aukefna, taka ákvarðanir
um bráðabirgðaleyfi til notkunar
þeirra, gera breytingartillögur á
aukefnalista og annast eftirlit með
auglýsingum um aukefni.
Næstu fjögur árin eiga sæti í
aukefnanefnd, þau Jón Gíslason,
næringarfræðingur, Brynhildur
Briem, nær.fr., Guðmundur Hall-
grímsson, stórkaupm., Elín Hilm-
arsdóttir, matvælafr. og dr.med.
Þorkell Jóhannesson, prófessor.
Hlutaðeigandi aðilum er bent á
að snúa sér beint til nefndarinnar,
hyggist þeir sækja um að fá að nota
aukefni, sem ekki eru heimiluð,
samkv. reglugerð nr. 409/1988, eða
óski þeir eftir breytingum á magni
eða annarri notkun, en reglugerðin
gerir ráð fyrir.
Svipaðar reglur gilda hér eftir
um skráningu aukefna í matælum
og öðrum neysluvörum, og þær
sem gilda um lyf og eiturefni.