Tíminn - 24.11.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Fimmtudagur 24. nóvember 1988
ÚTVARP/SJÓNVARP
18.00 Mofli - siðastl pokabjörninn. (12). (Mofli -
El Ultimo Koala) Spænskur teiknimyndaflokkur
fyrir börn. býðandi Steinar V. Árnason.
18.25 Smeilir. Umsjón Ragnar Halldórsson.
18.55 Tóknmálsfréttir.
19.00 Fróttir og veður.
19.15 Evrópsku kvikmyndaverðlaunin (EBU
Film Price) Hátíðadagskrá í beinni útsendingu
frá „Theater Des Westens" í Berlín í tilefni af
verðlaunaafhendingu evrópsku kvikmynda-
verðlaunanna 1988. Til þessara verðlauna er
stofnað af Evrópubandalagi útvarps- og sjón-
varpsstöðva og eru þau nú veitt í fyrsta skipti.
Meðal þeirra sem tilnefnd hafa verið til verð-
launa eru Tinna Gunnlaugsdóttir og Helgi
Skúlason. Sýnd verða atriði úr kvikmyndum og
fjölmargir þekktir listamenn koma fram í
skemmtiatriðum, þeirra á meðal Klaus-Maria
Brandauer, Melina Mercouri, Ben Kingsley og
Joan Collins. Formaður dómnefndar er Isabelle
Huppert. Hljómsveitarstjóri er Gunter Fischer.
21.30 Lottó.
21.40 ökuþór. (Home James). Annar þáttur. Nýr,
breskur myndaflokkur um hinn óforbetranlega
einkabílstjóra sem á oft full erfitt með að hafa
stjórn á tungu sinni. Þvðandi Ólöf Pétursdóttir.
22.10 Maður vikunnar. órn Arnar læknir í Minne-
sotafylki í Bandaríkjunum. Umsjón Sigrún Stef-
ánsdóttir.
22.25 Llli Marleen (Lili Marleen) Þýsk bíómynd frá
1981 eftir Rainer Werner Fassbinder. Aðalhlut-
verk Hanna Schygulla, Giancarlo Giannini og
Mel Ferrer. Myndir gerist í Þýskalandi í upphafi
seinni heimsstyrjaldar og segir frá revíusöng-
konu sem slær í gegn með laginu Lili Marleen.
Það á eftir að hafa mikil áhrif á líf hennar og þau
ekki öll góð. Þýðandi Veturliði Guðnason.
00.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Laugardagur
26. nóvember
08.00 Kum, Kum. Teiknimynd. Þýöandi: Sigrún
Þorvarðardóttir. Paramount.
08.20 Hetjur himingeimsins.He-man. Teikni-
mynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir.
08.45 Kaspar. Casper the Friendly Ghost. Teikni-
mynd. Þýðandi: Guðjón Guðmundsson. World-
vision.
09.00 Með Afa. Afi skemmtir og sýnir stuttar
myndir með íslensku tali. Myndirnar sem afi
sýnir í þessum þætti eru Emma litla, Skeljavík,
Selurinn Snorri, Óskaskógur, Toni og Tella,
Feldur, Skófólkið o.fl. Leikraddir: Arnar
Jónsson, Guðmundur Ólafsson, Guðný Ragn-
arsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Júlíus
Brjánsson, Saga Jónsdóttir og Sólveig Jóns-
dóttir.
10.30 Penelópa punturós. The Perils of Penelope
Pitstop. Teiknimynd. Þýðandi: Alfreð S. Böðv-
arsson. Worldvision.
10.50 Einfarinn. Lone Ranger. Teiknimynd. Þýð-
andi: Hersteinn Pálsson. Filmation.
11.10 Ég get, ég get I Can Jump Puddles. Leikin
framhaldsmynd í 9 hlutum um fatlaðan dreng
sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. 7.
hluti. Aðalhlutverk: Adam Garnett og Lewis
Fitz-Gerald. Þýðandi: Birna Berndsen. ABC
Australia.
12.05 Laugardagsfár. Tónlistarþáttur. Vinsælustu
dansstaðirnir í Bretlandi heimsóttir og nýjustu
popplögin kynnt. Musicbox 1988.
13.15 Viðskiptaheimurinn. Wall Street Journal
Nýir þættir úr viðskipta- og efnahagslífinu sem
framleiddir eru af Wall Street Journal og sýndir
hór á Stöð 2 í sömu viku. Þýðandi: Björn
Báldursson.
13.40 Þeir bestu. Top Gun. Hætta og spenna bíða
ungu piltanna sem innritast í flugher Bandaríkj-
anna og söguhetjan okkar er staðráðin í að
verða best. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Kelly
McGillis, Anthony Edwards og Tom Skerritt.
Leikstjóri: Tony Scott. Framleiðendur: Don
Simpson og Jerry Bruckheimer. Paramount
1986. Sýningarlími 105 mín.
15.25 Ættarveldið. Dynasty. Bandarískur fram-
haldsþáttur. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 20th
Century Fox.
16.15 Heimsmeistarakeppnin í flugukasti 1987.
World Fly Fishing Championship 1987. Norskur
þáttur um heimsmeistaramót stangaveiði-
manna í flugukasti. Keppnin fór fram í Bretlandi
árið 1987 og er öll hin fróðlegasta á að horfa.
Tilvalinn þáttur fyrir fluguáhugamenn.
16.40 Heil og sæl. Endurtekinn þáttur um tikm-
efnaneyslu. Umsjón: Salvör Nordal. Handrit:
Jón Óttar Ragnarsson. Dagskrárgerð: Sveinn
Sveinsson. Framleiðandi: Plúsfilm. Stöð 2.
17.15 ítalski fótboltinn.
17.50 íþróttir á laugardegi. Meðal efnis í þættin-
um eru fréttir af íþróttum helgarinnar, úrslit
dagsins kynnt, Gillette-pakkinn o.m.fl. Umsjón:
Heimir Karlsson.
19.19 19.19 Fróttir og fréttatengt efni ásamt veður-
og íþróttafréttum.
20.30 Laugardagur til lukku. Nýr getraunaleikur
sem unninn er í samvinnu við björgunarsveitirn-
ar. í þættinum verðurdregið í lukkutríói björgun-
arsveitanna en miðar, sórstaklega merktir Stöð
2, eru gjaldgengir í þessum leik og mega þeir
heppnu eiga von á glæsilegum aðalvinningum.
Dagskrárgerð: Gunnlaugur Jónasson. Stöð 2.
21.15 Kálfsvað. Chelmsford. Breskur gaman-
myndaflokkur sem gerist á dögum Rómaveldis.
Aðalhlutverk: Jimmy Mulville, Rory McGrath,
Philip Pope. Leikstjóri: John Stroud. Þýðandi:
Órnólfur Árnason. Channel 4.________________
21.45 Hugrekkl. Courage. Myndin er byggð á
sannsögulegum atburði og greinir frá móður
sem reynir ítrekað að frelsa son sinn úr viðjum
eiturlyfjavanans. Fjölskyldulífið er í molum og
sonurinn er illa haldinn af ofneyslu kókaíns og
heróíns. Móðirin tekur að lokum afdrifaríka
ákvörðun og teflir lífi sínu í tvísýnu þegar hún
afræður að taka þátt í leynilegum aðgerðum.
Með aðstoð drifmikils njósnara berst hún hat-
rammri baráttu til að bjarga annarri fjölskyldu frá
harmleiknum og stofnar lífi og limu í hættu til að
fletta ofan af einum stærsta eiturlyfjahring sem
um getur. Aðalhlutverk: Sophia Loren, Billy Dee
Williams og Hector Elizondo. Leikstjóri: Jeremy
Paul Kagan. Framleiðandi: Joel B. Michaels.
New World 1986. Sýningarlími 115. mín.
00.00 Fangelsisrottan. The River Rat. Myndin
fjallar um mann sem hefur hlotið lífstíðardóm
fyrir morð. Eftir þrettán ára fangelsisvist er
honum veitt frelsi fyrir milligöngu eftirlitslæknis
sem er ekki allur þar sem hann er séður.
Staðráðinn í að hefja nýtt líf leitar hann til móður
sinnar og dóttur og leggur drög að því að
endurheimta féð sem hann kom undan áður en
hann var handtekinn. Feðginin tvö hefjast handa
við að koma gömlum bát, River Rat, á flot og
setja stefnuna á Memphis. Þar bíður þeirra
óvæntur gestur, eftirlitslæknirinn, sem hyggst
nú láta fangann greiða sér frelsið dýrum dómi.
Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones, Brian Denn-
ehy og Martha Plimpton. Leikstjóri: Tom
Rickman. Framleiðandi: Bob Larson. Param-
ount 1984. Sýningartími 90 mín. Aukasýning 7.
jan.
01.30 Götulíf. Boulevard Nights. Ungur piltur af
mexíkönskum ættum elst upp í fátækrahverfi í
Los Angeles. Hann mætir miklum mótbyr þegar
hann reynir að snúa baki við götulífinu og hefja
nýtt líf. Aðalhlutverk: Danny De La Paz, Mareta
Du Bois og James Victor. Leikstjóri: Michael
Pressman. Framleiðandi: Bill Benson. Þýðandi:
Ásthildur Sveinsdóttir. Warner 1979. Sýningar-
tími 100 mín. Ekki við hæfi barna.
03.10 Dagskrárlok.
Sunnudagur
27. nóvember
7.45 Morgunandakt. Séra Hjálmar Jónsson pró-
fastur á Sauðárkróki flytur ritningarorð og bæn.
8.00 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Dagskrá.
8.30 Á sunnudagsmorgni með Guðnýju Guð-
bjömsdóttur. Bernharður Guðmundsson ræðir
við hana um guðspjall dagsins, Jóhannes 18,
33-37.
9.00 Fréttir.
9.03 Tónlist á sunnudagsmorgni.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.25 Veistu svarið? Spurningaþáttur um sögu
lands og borgar. Dómari og höfundur spurninga:
Páll Líndal. Stjórnandi: Helga Thorberg.
11.00Messa í Hallgrímskirkju. Prestur: Séra
Sigurður Pálsson.
12.10 Dagskrá.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist.
13.30 Leikskáld á langri ferð. Dagskrá í tilefni af
100 ára afmæli Eugene 0‘Neill. Jón Viðar
Jónsson tók saman.
14.30 Með sunnudagskaffinu. Sígild tónlist af
léttara taginu.
15.00 Góðvinafundur. Jónas Jónasson tekur á
móti gestum í Duus-húsi. Meðal gesta eru
Guðmunda Elíasdóttir og Sif Ragnhildardóttir.
Tríó Guðmundar Ingólfssonar leikur. (Einnig
útvarpaö aðfaranótt þriðjudags að loknum frétt-
um kl. 2.00).
16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Framhaldsieikrit barna- og unglinga:
„Tumi Sawyer“ eftir Edith Ranum.
17.00Tónlist á sunnudegi frá erlendum út-
varpsstöðvum. a. Tríó nr. 1 í d-moll op. 49 eftir
Felix Mendelssohn. Barcelona tríóið leikur. (Frá
katalónska útvarpinu i Barcelona). b. Sinfónía
nr. 8 í F-dúr eftir Ludwig van Beethoven
Útvarpshljómsveitin í Frankfurt leikur; Eliahu
Inbal stjórnar. (Frá Hessischer útvarpsstöðinni
í Frankfurt).
18.00 Skáld vikunnar. Sveinn Einarsson sér um
þáttinn.
Tilkynningar. -
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.33 Um heima og geima. Páll Bergþórsson
spjallar um veðrið og okkur.
20.00 Sunnudagsstund barnanna. Fjörulíf, sögur
og söngur með Kristjönu Bergsdóttur. (Frá
Egilsstöðum)
20.30 íslensk tónlist.
21.10 Austan um land. Þáttur um austfirsk skáld
og rithöfunda. UmsjónfAmdís Þorvaldsdóttirog
Sigurður Ó. Pálsson. (Frá Egilsstöðum)
21.30 Útvarpssagan: „Heiður ættarinnar“ eftir
Jón Bjömsson. Herdís Þorvaldsdóttir les (6).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Norrænir tónar.
23.00 Frjálsar hendur. Umsjón: lllugi Jökulsson.
24.00 Fréttir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
03.05 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri,
færð og flugpamgöngum kl. 5.00 og 6.00.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
9.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests.
Sígild dægurlög, fróðleiksmolar, spumingaleikir
og leitað fanga í segulbandasafni Útvarpsins.
11.00 Úrval vikunnar. Úrval úr dægurmálaútvarpi
vikunnar á Rás 2.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Spilakassinn. Pétur Grétarsson spjallar við
hlustendur sem freista gæfunnar í Spilakassa
Rásar 2.
15.00 Vinsældalisti Rásar 2. Stefán Hilmarsson
kynnir tíu vinsælustu lögin. (Endurtekinn frá
föstudagskvöldi).
16.05117. tónlistarkrossgátan. Jón Gröndal
leggur gátuna fyrir hlustendur.
17.00 Tengja. Kristján Sigurjónsson tengir saman
lög úr ýmsum áttum. (Frá Akureyri)
19.00 Kvöldfréttir.
19.33 Áfram ísland. Islanesk dægurlög.
20.30 Útvarp unga fólksins - Fikniefnafjandinn.
Við hljóðnemann er Sigríður Arnardóttir.
21.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi.
22.07 Á elleftu stundu. Anna Björk Birgisdóttir á
veikum nótum í helgarlok.
01.10 Vökulögin.
Fréttir kl. 2.00, 4.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.20,
16.00,19.00, 22.00 og 24.00.
SJÓNVARPIÐ
Sunnudagur
27. nóvember
15.35 Steinarnir tala. Fyrri hluti heimildamyndar
sem Sjónvarpið lét gera um Guðjón Samúels-
son fyrrum húsameistara ríkisins. Áður á
dagskrá 3. apríl sl.
16.00 Jónatan og galdranornin. Þýsk ævintýra-
mynd sem fjallar um litla stúlku sem misst hefur
móður sína. Þeirri stuttu líst ekki á tilvonandi
stjúpmóður sína sem vægast sagt er mjög
ógeðfelld. Hún fær óvenjulega aðstoð til að losa
sig við hana. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir.
17.50 Sunnudagshugvekja. Haraldur Erlendsson
læknir flytur.
18.00 Stundin okkar. Umsjónarmaður Helga
Steffensen. Stjórn upptöku Þór Elís Pálsson.
18.25 Unglingarnir í hverfinu. (19). (Degrassi
Junior High). Kanadískur myndaflokkur um
krakkana í hverfinu sem eru búnir að slíta
barnsskónum og komnir í unglingaskóla. Þýð-
andi Kristrún Þórðardóttir.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Bleiki pardusinn. Bandarísk teiknimynd.
Þýðandi Ólafur B. Guðnason.
19.20 Dagskrárkynning.
19.30 Kastljós á sunnudegi. Klukkutíma frétta-
og fróttaskýringaþáttur.
20.35 Strax í dag. Tónlistarþáttur með hljómsveit-
inni Strax.
20.55 Matador. (Matador). Fimmti þáttur. Dansk-
ur framhaldsmyndaflokkur í 24 þáttum. Leik-
stjóri Erik Balling. Aðalhlutverk Jörgen Buckhöj,
Buster Larsen, Lily Broberg og Ghita Nörby.
Þýðandi Veturliði Guðnason.
21.55 Ugluspegill. í þessum þætti er sagt frá
Bandaríkjamanni sem fékk styrk frá Fulbright-
stofnuninni til að smíða höggmynd tengda
jarðvarma sem umbreytist í rafmagn innan í
verkinu. Hann kom til Islands og vann hörðum
höndum við smíðar verksins sem nú er tilbúið.
Umsjón Kolbrún Halldórsdóttir.
22.40 Feður og synir (Váter og Söhne) Sjötti
þáttur. Þýskur myndaflokkur í átta þáttum.
Höfundur og leikstjóri Bernhard Sinkel. Aðal-
hlutverk Burt Lancaster, Julie Christie, Bruno
Ganz, Dieter Laser og Tina Engel. Þýðandi
Jóhanna Þráinsdóttir.
23.45 Úr Ijóðabókinni. Davíð Oddsson borgar-
stjóri les kvæðið Stormur eftir Hannes Haf-
stein. Sigurður Hróarsson flytur formála.
Stjórn upptöku Jón Egill Bergþórsson.
23.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Sunnudagur
27. nóvember
08.00 Þrumufuglarnir. Thunderbirds. Ný og vönd-
uð teiknimynd. Þýðandi: Gunnhildur Stefáns-
dóttir. ITC.
08.25 Paw, Paws. Teiknimynd. Þýðandi: Margrét .
Sveinsdóttir. Columbia
08.45 Momsurnar. Monchichis. Teiknimynd. Þýð-
andi: Hannes Jón Hannesson.
09.05 Benji. Leikinn myndaflokkur fyrir yngri kyn-
slóðina um hundinn Benji og félaga hans sem
eiga í útistöðum við öfl frá öðrum plánetum.
Þýðandi: Hersteinn Pálsson. Thames Televis-
ion.
09.30 Draugabanar. Ghostbusters. Teiknimynd
með íslensku tali. Leikraddir: GuðmundurÓlafs-
son, Júlíus Brjánsson og Sólveig Pálsdóttir.
Þýðandi: Magnea Matthíasdóttir. Filmation.
09.50 Dvergurinn Davíð. David the Gnome.
Teiknimynd með íslensku tali. Leikraddir: Guð-
mundur Ólafsson, Pálmi Gestsson og Saga
Jónsdóttir. Þýðandi: Magnea Matthíasdóttir.
BRB 1985.
10.15 Rebbi, það er ég. Moi, Renard. Ný talsett
teiknimyndaröð í þrettán þáttum um refinn
Renart. Renart er gæddur ýmsum hæfileikum
eða svo álítur hann sjálfur og til að fleiri fái notið
stórkostlegrar náðargáfu hans selur hann sjálf-
an sig í alls kyns verkefni. Canal +.
10.40 Herra T. Mr. T. Teiknimynd. Þýðandi: Sig^rún
Þorvarðardóttir. Worldvision.
11.05 Sígildar sögur. Animated Classics. Tumi.
Tom Sawer. Vönduð teiknimynd sem byggir á
samnefndri sögu eftir Mark Twain. Consolidat-
ed.
12.00 Viðskipti. íslenskur þáttur um viðskipti og
efnahagsmál í umsjón Sighvatar Blöndahl og
Ólafs H. Jónssonar. Dagskrárgerð: Valdimar
Leifsson. Stöð 2.
12.30 Sunnudagsbitinn. Blandaöur tónlistarþáttur
með viðtölum við hljómlistarfólk og ýmsum
uppákomum.
13.10 Annie. Annie er vel þekkt teiknimyndasögu-
hetja sem birtist hér í fyrsta sinn á hvíta tjaldinu.
Dans- og söngvamynd sem höfðar jafnttil barna
sem fullorðinna. Aðalhlutverk: Albert Finney,
Carol Burnett, Ann Reinking, Tim Curry og
Aileen Quinn. Leikstjóri: John Huston. Framleið-
andi: Ray Stark. Columbia 1982. Sýningartími
125 mín.
15.15 Dollar Brand. I þessum þætti kynnumst við
afríska tónlistarmanninum Abdulla Ibrahim,
öðru nafni Dollar Brand og framlagi hans sem
píanóleikara á sviði jass- og blústónlistar.
Myndin er tekin að hluta til í Höfðaborg og að
hluta á heimili Dollar Brand í Chelsea í New
York og er samtvinnuð úr heimildamyndum og
leiknum myndum.
16.45 A la carte. Skúli Hansen kennir áhorfendum
að matreiða Ijúffenga rétti. Dagskrárgerð: Óli
Orn Andreasen. Stöð 2._________________________
17.15 Smithsonian. Smithsonian World. í þættin-
um verður fjallað um nýja, hraðfleyga flugvél
sem nefnist „Voyager" og mennina sem
reynslufljúga henni. Skoðaður verður nýr og
fullkominn stjömukíkir og fylgst með kafara í
hættulegri könnunarferð um neðansjávarhella.
Þýðandi: Tryggvi Þórhallsson. LBS 1987.
18.10 Ameriski fótboltinn - NFL. Sýnt frá leikjum
NFL-deildar ameríska fótboltans. Umsjónar-
maður er Heimir Karlsson.__________________
19.19 19.19 Fréttir, íþróttir, veður og frískleg um-
fjöllun um málefni líðandi stundar.
20.30 Á ógnartímum. Fortunes of War. Áhrifamikil
og vönduð framhaldsmynd í 7 hlutum sem
gerist á dögum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Ung, ensk hjón ferðast um Austur-Evrópu
vegna fyrirlesarastarfa eiginmannsins. Áhrifa
stríðsins gætir í öllum löndum Evrópu og setur
einnig svip sinn á samband ungu hjónanna. 3.
hluti. Aðalhlutverk: Kenneth Branagh, Emma
Thompson, Ronald Pickup og Rupert Graves.
Leikstjóri: James Cellan Jones. Framleiðandi:
Betty Willingale. Þýðandi: Björn Baldursson.
BBC 1987.
21.40 Áfangar. Landið skoðað í stuttum áföngum.
Umsjón: Björn G. Björnsson. Stöð 2.
21.50 Listamannaskálinn. The South BankShow.
Toni Morrisson. Viðmælandi Listamannaskál-
ans að þessu sinni er bandaríska blökkukonan
og rithöfundurinn Toni Morrison. Fyrir rétt rúmu
ári síðan gaf hún út sína fimmtu bók er ber heitið
Áskær eða Beloved eins og hún nefnist á
frummálinu. Toni fjallar hér um ritstörf sín vítt
og breitt og helstu áhrifavalda í skáldverkum
sinum. Bernskan er Toni minnisstæð fyrir
margra hluta sakir og reifar hún hana ásamt
ákveðnum atburðum úr lífi sínu allt til þessa
dags. Áðurnefnt ritverk hennar ber oft á góma í
þættinum en til fróðleiks má geta þess að um
þessar mundir gefur bókaútgáfan Forlagið verk-
ið út. Þýðandi: örnólfur Árnason. Umsjónar-
maður er Melvyn Bragg. LWT.
22.45 Dauðir ganga ekki í Kórónafötum. Dead
Men Don’t Wear Plaid. Mynd um Rigby, hinn
fullkomna njósnara. Rigby ber klassískt yfir-
bragð, dökkhærður, myndarlegur og í alla staði
hinn óaöfinnanlegi þjónn skjólstæðinga sinna.
Þar sem Rigby er í bókstaflegum skilningi
lærisveinn Phillips Marlowe er ekkert sem fær
haggað hans lagalegu innri sannfæringu. Aðal-
hlutverk: Steve Martin og Rachel Ward. Leik-
stjóri: Carl Reiner. Framleiðendur: David V.
Picker og William E. McEuren. Universal 1982.
Sýningartími 85 mín. Ekki við hæfi barna.'
Aukasýning 5. jan.
00.10 Bragðarefurinn. Hustler. Mynd um bragða-
ref sem hefur viðurværi sitt af því að leika
ballskák. Aðalhlutverk: Paul Newman, Jackie
Gleason, Piper Laurie og George C. Scott.
Leikstjóri: Robert Rossen. Framleiðandi: Robert
Rossen. 20th Century Fox 1961. Sýningartími
135 mín.
02.25 Dagskrárlok.
Mánudagur
28. nóvember
6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Halldóra Þorvarð-
ardóttir flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið með Má Magnússyni. Frétta-
yfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og
veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynningar laust fyrir kl.
7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Valdimar Gunnarsson
talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn. „Vaskir vinir" eftir Jennu
Jensdóttur og Hreiðar Stefánsson. Þórunn
Hjartardóttir les (7). (Einnig útvarpað um kvöldið
kl. 20.00).
9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Bjöms-
dóttir.
9.30 Dagmál. Sigrún Bjömsdóttir fjallar um líf,
starf og tómstundir eldri borgara.
9.45 Búnaðarþáttur. Gunnar Guðmundsson
ræðir við Gísla Karlsson framkvæmdastjóra
Framleiðsluráðs landbúnaðarins um uppgjör á
mjólk og sauðfjárafurðum.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10,10 Veðurfregnir.
10.30 „... Bestu kveðjur“. Bréf frá vini til vinareftir
Þórunni Magneu Magnúsdóttur sem flytur
ásamt Róbert Arnfinnssyni. (Endurtekinn þáttur
frá laugardegi).
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur. Umsjón: Bergljót Haraldsdótt-
ir.
11.55 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn. Umsjón: Bergljót Baldurs-
dóttir.
13.35 Miðdegissagan: „Konan í dalnum og dæt-
urnar sjö“. Ævisaga Moniku á Merkigili skráð
af Guðmundi G. Hagalín. Sigriður Hagalín
byrjar lesturinn.
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Á frivaktinni. Þóra Marteinsdóttir kynnir
óskalög sjómanna. (Einnig útvarpað aðfaranótt
föstudags aö loknum fréttum kl. 2.00).
15.00 Fréttir.
15.03 Lesiðúrforustugreinum landsmálablaða.
15.45 fslenskt mál. Endurtekinn þáttur frá laugar-
degi sem Gunnlaugur Ingólfsson flytur.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið - Að eignast systkini. Ell-
efu ára stelpa heimsótt, sem nýbúin er að
eignast lítinn bróður. Umsjón: Sigurlaug M.
Jónasdóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi - Brahms og Smetana.
a. Píanósónata í C-dúr op. 1 eftir Johannes
Brahms. Eva Knardahl leikur á píanó. b.
Strengjakvartett nr. 2 í d-moll eftir Bedrich
Smetana. Smetana-kvartettinn leikur.
18.00 Fréttir.
18.03 Á vettvangi. Umsjón: Bjarni Sigtryggsson,
Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson.
Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.33 Um daginn og veginn. Ólafur Oddsson
menntaskólakennari talar.
19.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni
sem Valdimar Gunnarsson flytur.
20.00 Litli barnatíminn. (Endurtekinn frá morgni).
20.15 Barokktónlist.
21.00 FRÆÐSLUVARP: Málið og meðferð þess.
Fjarkennsla í íslensku fyrir framhaldsskólastigiö
og almenning. Umsjón: Steinunn Helga Lárus-
dóttir.
21.30Bjargvætturin. Þáttur um björgunarmál.
Umsjón: Jón Halldór Jónasson.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Vísindaþátturinn. Umsjón: Jón Gunnar
Grjetarsson. (Einnig útvarpað á miðvikudag kl.
15.03).
23.10 Kvöldstund í dúr og moll með Knúti R.
Magnússyni.
24.00 Fréttir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með
fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00.
Leifur Hauksson og Olöf Rún Skúladóttir hefja
daginn með hlustendum, spyrja tíðinda víða um
land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni
líðandi stundar. Guömundur Ólafsson flytur
pistil sinn að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Veður-
fregnir kl. 8.15.
9.03 Viðbit. - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri)
10.05 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur og
óskars Páls Sveinssonar.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 í Undralandi með Lisu Páls.
Sigurður Þór Salvarsson tekur við athugasemd-
um og ábendingum hlustenda laust fyrir kl.
13.00 í hlustendaþjónustu Dægurmálaútvarps-
ins.
14.00 Á milli mála. - Eva Ásrún Albertsdóttir og
Óskar Páll Sveinsson.
16.03 Dagskrá. Stefán Jón Hafstein, Guðrún
Gunnarsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp
mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem
hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr
kl. 16.00, „orð í eyra" kl. 16.45 og dagsyfirlit kl.
18.30. Pétur Gunnarsson rithöfundur flytur pistil
sinn á sjötta tímanum.
19.00 Kvöldfréttir.
19.33 Áfram ísland. fslensk dægurlög.
20.30 Útvarp unga fólksins. Við hljóðnemann er
Sólveig Arnarsdóttir.
21.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi.
22.07 Rokk og nýbylgja. Skúli Helgason kynnir.
(Einnig útvarpað aðfaranótt laugardags að lokn-
um fréttum kl. 2.00).
01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00
verður endurtekinn frá sunnudegi Góðvinafund-
v ur þar sem Jónas Jónasson tekur á móti gestum
í Duus-húsi. Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot
úr dægurmálaútvarpi mánudagsins. Fréttir kl.
2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og
flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir
frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30.
Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00,
10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00,
17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2
8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
SJÓNVARPIÐ
Mánudagur
28. nóvember
16.30 Fræðsluvarp. (17) 1. Málið og meðferð
þess. - Frásagnir og gildi talaðs máls (20
mín) 2. Daglegt líf í Kína. - Lokaþáttur -
Shanghai (20 mín) 3. Frönskukennsla fyrir
byrjendur. (15 mín.). Kynnir Fræðsluvarps er
Elísabet Siemsen.
18.00 Töfragluggi Mýslu í Glaumbæ-endursýn-
ing frá 23. nóv. sl. Umsjón Árný Jóhannsdóttir.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 fþróttir. Fjallað verður um íþróttir helgarinn-
ar heima og erlendis. Umsjón Arnar Björnsson.
19.25 Staupasteinn (Cheers) Bandarískur gam-
anmyndaflokkur. Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
19.50 Dagskrárkynning
20.00 Fréttir og veður
20.35 Já! Þáttur um menningu og listviðburði
líðandi stundar. f þessum þætti syngur Hamra-
hlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Inqólfsdótt-
ur. Sigurður Pálsson og Nína Björk Arnadóttir
koma fram, sýnt verður úr leikriti Harðar Torfa-
sonar. Óvinurinn sem nú er sýnt í Djúpinu og
lista- og menningarmiðstöð Hafnarfjarðar er
heimsótt. Umsjón Eiríkur Guðmundsson. Stjóm
upptöku Jón Egill Bergþórsson.
21.15 Ríkarður II. (Richard II.) Breskt sjónvarps-
leikrit eftir William Shakespeare. Leikstjóri Da-
vid Giles. Aðalhlutverk Derek Jakobi, John
Gielgud, Jon Finch og Charles Gray. Hér segir
frá síðustu valdadögum Ríkarðs II. Englands-
konungs og sviplegum örlögum hans. Skjátext-
ar: Gauti Kristmannsson.
23.00 Seinni fréttir.
23.10 Ríkarður II. framhald.
00.10 Dagskrárlok.
Mánudagur
28. nóvember
16.20 Þögul kvikmynd. Silent Movie. Sprellfjörug
gamanmynd. Aðalhlutverk: Mel Brooks, Marty
Feldman, Dom De Luise. Leikstjóri: Mel Brooks.
Framleiðandi: Michael Hertzberg. 20th Century
Fox 1976. Þýðandi: Pétur S. Hilmarsson. Sýn-
ingartími 85 mín.
17.50 Kærleiksbimimir. Care Bears. Teiknimynd
með íslensku tali. Leikraddir: Ellert Ingimundar-
son, Guðmundur Ólafsson og Guðrún Þórðar-
dóttir. Þýðandi: Ragnar Hólm Ragnarsson.
18.15 Hetjur himingeimsins. She-ra. Teiknimynd.
Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir._______________
18.40 Tvíburarnir. The Gemini Factor. Framhalds-
mynd í 6 hlutum fyrir börn og unglinga. Tvíbura-
systkini eru tengd órjúfanlegum böndum þrátt
fyrir ólíkt útlit. Þegar þau verða fyrir dularfullri
reynslu reynir fjölskyldan að koma til hjálpar og
kallar til sérfræðinga. 4. hluti. Aðalhlutverk:
Louisa Haigh og Charlie Creed-Miles. Leikstjóri:
Renny Rye. Thames Television.__________________
19.1919.19 Fréttum, veðri, íþróttum og þeim
málefnum, sem hæst ber hverju sinni, gerð
fjörleg skil.
20.45 Rödd fólksins. Þjóðmálaþáttur þar sem
almenningi er gefinn kostur á að segja álit sitt á
ýmsum ágreiningsefnum í þjóðfélaginu og verð-
ur eitt deilumál tekið fyrir í hverjum þætti.
Umsjón: Jón Óttar Ragnarsson. Dagskrárgerð:
Valdimar Leifsson. Stöð 2.
21.55 Dallas. Bandarískur framhaldsmyndaflokk-
ur. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir. Lorimar.
22.45 Hasarleikur. Moonlighting. David og Maddie
í nýjum sakamálum og hættulegum ævintýrum.
Aðalhlutverk: Cybill Shepherd og Bruce Willis.
Þýðandi: Ólafur Jónsson. ABC 1987.
23.35 Tom Horn. Sannsögulegur vestri um Tom
Horn sem tók aö sér það verkefni að verja
nautgripabændur í Wyoming fyrir þjónum en
Tom sýndi of mikla hörku og (búar snerust gegn
honum. Aðalhlutverk: Steve McQueen, Linda
Evans og Richard Fawrtnsworth. Leikstjóri:
William Wiard. Framleiðandi: Fred Weintraub.
Þýðandi: örnólfur Árnason. Warner 1980. Sýn-
ingartími 95 mín. Ekki við hæfi bama.
01.10 Dagskrárlok.