Tíminn - 24.11.1988, Qupperneq 16
16 Tíminn
lllllllllllllllllllllllllll DAGBÓK lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllÍÍÍ
Priscilla Baskerville, sópransöngkona
Michael Lofton, baritonsöngvari
Bandarískir blðkkusöngvarar
með Sinfóníuhljómsveitinni
f kvöld heldur Sinfóníuhljómsveit fs-
lands tónleika utan áskriftar í Háskóla-
bíói og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskrá
verður tónlist úr þekktum og vinsælum
söngleikjum þessarar aldar:
Leikin verður tónlist úr Birtingi (Cand-
ide) og Sinfónískir dansar úr West Side
Story eftir Leonard Bernstein, lög úr
söngleiknum Cats eftir Andrew Lloyd
Webber og að lokum sönglög úr Porgy og
Bess eftir George Gershwin. Til að syngja
þessa söngva hefur hljómsveitin fengið til
liðs við sig tvo bandaríska blökkusöngv-
ara, Priscillu Baskerville, sópransöng-
konu og Michael Lofton, baritónsöngv-
ara. Hljómsveitarstjóri er Murry Sidlin.
Ferðafélag íslands:
ÞÓRSMÖRK - aðventuferð
Sérstök aðventuferð til Pórsmerkur
verður helgina 25.-27. nóv.
Gist í Skagfjörðsskála/Langadal, en
þar er aðstaða fyrir ferðafólk sú besta sem
gerist í óbyggðum. Stór setustofa fyrir
kvöldvökur, stúkað svcfnloft, tvö cldhús
með nauðsynlegum áhöldum, miðstöðv-
arhitun svo að inni er alltaf hlýtt og
notalegt. Fararstjóri skipuleggur göngu-
ferðir. Kvöldvaka og jólaglögg á laugar-
dag.
Fararstjóri: Kristján Sigurðsson
Brottför kl. 20.00 föstudag. Upplýsing-
ar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Öldu-
götu 3.
Ferðafélag íslands
BILALEIGA
meö utibú allt í kringum
landiö, gera þér mögulegt
aö leigja bíl á einum staö
og skila honum á öörum.
Reykjavík
91-31615/31815
Akureyri
96-21715/23515
Pöntum bíla erlendis
interRent
Bílaleiga Akureyrar
Félag eldri borgara
Opið hús í Goðheimum Sigtúni 3. Kl.
14: Frjáls spilamennska. Kl. 19.30: Fé-
lagsvist, hálft kort. Kl. 21: Dans.
Ath. Opið hús í Tónabæ nk. laugardag
kl. 13.30. Félagar frá Selfossi koma kl.
17.30. Skemmtiatriði og dans. Veitingar
verða til sölu á staðnum. Pantanir óskast
í síma 28812 í dag og á morgun.
Spilakvöld Snæfellinga
Félag Snæfellinga og Hnappdæla í
Reykjavík minnir á annað spilakvöldið í
þriggja kvölda keppninni, sem verður
fimmtudagskvöldið 24. nóv. kl. 20:30 að
Hótel Lind við Rauðarárstíg.
Stofnun félags eldri
borgara í Kópavogi
Að undanförnu hefur hópur eldri borg-
ara í Kópavogi unnið að undirbúningi
stofnunar hagsmunafélags aldraðra í
Kópavogi, 60 ára og eldri. Stofnfundur
félagsins er ákveðinn laugardaginn 26.
nóv. kl. 14:00 í Félagsheimili Kópavogs á
2. hæð. Par mun undirbúningsnefndin
leggja fram tillögu að stofnun slíks félags
og einnig drög að samþykktum fyrir það.
Á fundinum verða flutt ávörp og um-
ræður munu fara fram um málefni aldr-
aðra.
Bergsteinn Sigurðarson, formaður Fé-
lags eldri borgara í Reykjavík og ná-
grenni, flytur ávarp á fundinum.
Undirbúningsnefndin væntir þess að
sem allra flestir Kópavogsbúar, 60 ára og
eldri, komi á fundinn og taki þátt í
stofnun þessara samtaka.
Árbók Listasafns
Sigurjóns Ólafssonar
Árbók Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
1987 og 1988 er komin út og er að þessu
sinni tvíæringur. Er hún í sama broti og
fyrsta árbók safnsins, sem kom út 1986,
og hana prýðir fjöldi Ijósmynda af verkum
Sigurjóns.
Meðal efnis má nefna fróðlegt viðtal
sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur
átti síðastliðið sumar við Erling Jónsson
myndhöggvara og fyrrum aðstoðarmann
Sigurjóns um vinnubrögð Sigurjóns, grein
Birgittu Spur um yfirlitssýningu þá sem
nú er haldin á 50 vcrkum eftir Sigurjón í
tilefni af vígslu safnsins og grein eftir
Toru Raknes, fóstru og myndhöggvara,
um myndtjáningu barna og fullorðinna í
ljósi rannsókna sem hún hcfur unnið.
Enn fremur eru kveðjur frá vinum erlend-
is, skýrsla um byggingarframkvæmdir
safnsins, ársreikningar safnsins og styrkt-
arsjóðsins og nöfn stuðningsmanna og
gefenda listaverka cftir Sigurjón.
Árbókin fæst í Listasafni Sigurjóns á
Laugarnesi og helstu bókabúðum í
Reykjavík.
Jólamerki Framtíðarinnar
á Akureyri
Jólamerki kvenfélagsins „Framtíöin"
Akureyri er komið út. Merkið er teiknað
af frú Kristjönu Tryggvadóttur, og prent-
að hjá Prentverki Ödds Björnssonar h.f.
Akureyri.
Sölustaðir eru Póststofan Akureyri,
Frímerkjahúsið og Frímerkjamiðstöðin
Reykjavík. Félagskonur sjá um sölu á
Akureyri. Merkið kostar 10 kr. og örkin
120 kr. Allur ágóði rennur í elliheimila-
sjóð.
Illllllllllllllll BÆKUR 11111
Vilhjálmur Hjálmarsson:
Mjófirðinga-
sögur II
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
hefur gefið út annan hluta af
Mjófirðingasögum eftir Vilhjálm
Hjálmarsson á Brekku, en fyrsti
hluti þeirra kom út 1987. Rekur
höfundur að þessu sinni
byggðarsöguna sunnan fjarðar og
í botni hans og segir hressilega frá
mönnum og atburðum.
Útgefandi kynnir
Mjófirðingasögur II þannig á
kápu:
„Annar hluti af
Mjófirðingasögum Vilhjálms
Hjálmarssonar, fyrrum
alþingismanns og ráðherra, rekur
byggðarsöguna í átthögum
höfundar eystra og spannar
sveitina sunnan fjarðar og í botni
hans. Greint er frá bújörðum og
landsnytjum á þeim slóðum og
birt bændatöl með
bólstaðalýsingunum. Inn á milli er
svo skotið ítarlegum köflum um
sild- og hvalveiðar Norðmanna í
Mjóafirði og af Sveini Ólafssyni,
héraðshöfðingja og
alþingismanni, er sat óðahð Fjörð
allan fyrri hluta aldarinnar, en af
honum varð staðurinn víðfrægur.
Fyrsti hluti af
Mjófirðingasögum, sem út kom
1987, fjallaði um forfeður og
ættgarð Vilhjálms Hjálmarssonar
og vakti mikla athygli, en þar
greindi höfundur einkum frá afa
sínum og ömmu á Brekku og
skylduliði þeirra, en einnig
háttum og daglegu lifi þar. Hér á
höfundur svipað erindi við
lesendur, þó að frá öðrum segi, og
ber atburði og örlög á Suðurbyggð
og í fjarðarbotni hátt í annálum
hans. Einnig sæta tíðindum
kaflarnir um síld- og hvalveiðar
Norðmanna og þátturinn af
Eva Benjamínsdóttir
Nýtt gallerí
Nú um helgina opnar Eva Benjamíns-
dóttir nýtt gallerí - Gallerí Eva - að
heimili sínu Miklubraut 50. Þar sýnir hún
vatnslitamyndir og myndir unnar með
blandaðri tækni. Petta er önnur einkasýn-
ing Evu hér á landi, sú fyrri var í
Ásmundarsal 1983.
Eva útskrifaðist frá School of the
Museum of Fine Arts í Boston og lauk
BFA gráðu frá Tufts University 1984.
Hún hefur áður tekið þátt í samsýningum
bæði hér og erlendis.
Sýningin verður opnuð föstudaginn 25.
nóvember og stendur til 6. desember, er
opin alla daga kl. 15-21.
Fimmtudagur 24. nóvember 1988
garpinum Sveini í Firði. Höfundur
fer á kostum í frásögnum og
mannlýsingum þegar hann teflir
fram Suðurbyggjum og
Býlamönnum og hermir kjör
þeirra og afrek.
Mjófirðingasögur lýsa tímabili
mikUla breytinga í
lifnaðarháttum, sviptinga í
atvinnulífi og röskunar íbúafjölda.
Sögusviðið er afmarkað, en þó vítt
og sérstakt. Þar lifðu og störfuðu
Mjófirðingar Vilhjálms á Brekku,
dáðrakkir og eftirminnilegir
þegnar sem lögðu af mörkum ærin
drög að sögu lands og þjóðar."
Mjófirðingasögur II eru 490
bls. að stærð og prýddar mörgum
athyglisverðum myndum, en að
lokum fylgir ítarleg nafnaskrá.
Kápu gerði Sigurður Örn
Brynjólfsson. Bókin er unnin í
prentsmiðjunni Eddu.
Fjölfræðibók
um steinaríkið
Vaka-Helgafell hefur hafið
útgáfu á flokki fjölfræðibóka sem
hlotið hefur nafnið Heimur í
hnotskum. Fyrsta bókin er
nýkomin út, heitir Steinarikið og
ber undirtitilinn: Heillandi veröld
í máh og myndum.
Bókin Steinaríkið er unnin í
samvinnu við Náttúrugripasafnið
í London og kemur nú samtímis út
í allmörgum Evrópulöndum.
íslensku útgáfuna hafa
jarðfræðingarnir Ari Trausti
Guðmundsson og Halldór
Kjartansson þýtt og staðfært.
í bókinni er fjallað um
steinaríkið á nýstárlegan og
áhugaverðan hátt og birtur fjöldi
litmynda af berg- og
steintegundum, steingervingum,
eðalmálmum, kristöllum,
gimsteinum og steinum utan úr
geimnum.
Bókin hefst á yfirliti um innviði
jarðar og er þá útskýrt hvernig
helstu bergtegundir eru steindir
eða steintegundir eru flokkaðar.
Síðan er því lýst hvemig berg
myndast, hvernig landslag verður
til, hvernig jarðeldurinn markar
ásýnd jarðar, hvernig
neðanjarðarhellar myndast og
sjávarsetið verður til. Að lokum er
fjallað um það hvar málmar,
jarðefni önnur og gimsteinar eru
unnir í námum.
í bókarkynningu Vöku-
Helgafells segir meðal annars:
„Bergið og steindirnar, þ.e.
steintegundirnar undir fótum
okkar, eru sjálfir innviðir
jarðarinnar, reikistjömunnar sem
við lifum á. Þrátt fyrir það ríkir oft
misskilningur um grjótið og oftar
en ekki lítum við framhjá því.
í bókinni Steinaríkið hefur verið
safnað glæsilegu og sérbúnu
myndefni til þess að opna augu
okkar fyrir fegurð og
fjölbreytileika bergtegunda,
steingervinga, steinda, dýrmætra
málma, kristalla, gimsteina og
safngripa úr steinaríkinu. Mörg
sýnin em úr sérsöfnum og hafa
myndir af þeim aldrei áður birst á
bók.
Fjölfræðibókaflokkur Vöku-
Helgafells, Heimur í hnotskurn,
hefur það markmið að veita
myndræna leiðsögn og innsýn í
náttúmna og lífið í kringum okkur.
Bækurnar eiga að vera vandaðar
og efnismiklar en jafnframt á
hagstæðu verði vegna samstarfs
margra útgáfufyrirtækja viða um
heim.“
Prenttækni hf. í Kópavogi
annaðist setningu og
filmuvinnslu bókarinnar
Steinaríkið, en prentun og
bókband fór fram hjá A.
Mondadori á Ítalíu.
Jón úr Vör.
Vaka-Helgafell gefur út
Þorpið
eftir Jón úr Vör
- með myndskreytingum
Kjartans Guðjónssonar
Ljóðaflokkurinn Þorpið eftir Jón
úr Vör er nú kominn út í nýrri
útgáfu hjá bókaforlaginu Vöku-
Helgafelli. Þetta er fjórða útgáfa
bókarinnar sem verið hefur
ófáanleg á markaði allmörg
undanfarin ár.
Þorpið var fyrsta safn
óbundinna ljóða sem út kom hér
á landi. Það var árið 1946. Bókin
markaði þáttaskil á skáldferli Jóns
úr Vör. Kvæðunum var heldur
þurrlega tekið í fyrstu, enda
nýstárleg, og það var ekki fyrr en
við aðra útgáfu bókarinnar áratug
síðar að hún hlaut þann sess í
íslenskum skáldskap sem hún
hefur haldið síðan.
í nýjustu útgáfu ljóðanna, sem
Vaka-Helgafell sendir nú frá sér,
em listrænar myndskreytingar
Kjartans Guðjónssonar,
myndlistarmanns, sem þykja falla
einkar vel að ljóðblæ Jóns.
í kynningu Vöku-Helgafells á
bókinni og höfundinum segir: „í
Þorpinu yrkir Jón úr Vör um
uppvaxtarár sín og æsku á
Patreksfirði, minmst lífsbaráttu
fólksins þar á tímum kreppu og
staldrar í ljóðmáli sínu við hjá
þeim sem honum em nákomnir.
Jón úr Vör hefur lengi verið eitt
virtasta ljóðskáld þjóðarinnar,
enda á skáldskapur hans sér
djúpar rætur í íslenskum vemleik.
Óhætt er að fullyrða að ljóðin í
Þorpinu vitni vel um næmni
skáldsins, málleikni og listrænan
aga.“
Jón úr Vör hefur gefið út tólf
ljóðabækur og hafa ljóð úr þeim
öllum verið þýdd og gefin út
erlendis auk þess sem verk eftir
hann hafa verið tilnefnd til
bókmenntaverðlauna
N orðurlandaráðs.
Hann hefur verið meðal fremstu
ljóðskálda íslenskra allt frá því að
fyrsta kvæði hans birtist í Rauðum
pennum fyrir rúmlega hálfri öld,
árið 1935.
Ljóðabókin Þorpið er sett og
prentuð í Víkingsprenti hf. en
bókband annaðist Arnarfell hf.
Prenthúsið:
Drauga-
kastalinn
Skáldsaga eftir Margit
Sandemo höfund bókanna
um ísfólkið
Þessi bók er eftir höfund hinna
vinsælu bóka um ísfólkið og ber
sömu einkenni og þær, spennu,
átakanleg örlög og sérstæðar
sögupersónur. Auk 43 bóka um
ísfólkið hefur Margit Sandemo
samið um 50 aðrar sögur.
Bókin fjallar um unga stúlku,
Sharon að nafni. Hún var alin upp
á barnaheimili og hafði ekki
hugmynd um hverjir foreldrar
hennar væm. Æskunni eyddi hún
í vinnu og strit, og þegar hún varð
fullorðin var henni kennt um morð
sem vinkona hennar hafði framið.
Sharon flúði - og hafnaði á lítilli
námuey rétt untan við strendur
Kanada. Þar komst hún í kynni við
ógnvekjandi draugakastala, sem
allir óttuðust. Og þar hitti hún
Peter og Gordon — tvo karlmenn
sem áttu eftir að hafa mikla
þýðingu fyrir hana.