Tíminn - 24.11.1988, Page 20

Tíminn - 24.11.1988, Page 20
> > RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagöfu, S 28822 it *' A1'!*' IT 1* I* 1*1* 't*T* Átján mán. binding 0 7,5% SAMVINNUBANKINN ÞRÖSTUR 685060 VANIR MENN T Iíniinn ciMTm UiðisTia Nú eru komnar nýjar Búrfellsvörur á markaöinn: Álegg, beikon, bjúgu, kœfa, kjöt fars og svínahamborgarhryggur. Allt góðar vörur á góðu verði. Dœmi um verð: Búrfellsskinka 999 kr./kg. Búrfellsbeikon 829 kr./kg. Búrfellsbjúgu 348 kr./kg. Ásmundur í ræðustól. Ásmundur fékk sitt fram: Fékk ASÍ, Rögnu og Örn „Ég þakka traustið sem mér hefur verið sýnt en ég var hikandi með hvort ég yrði í framboði. Hvernig samtökunum vegnar er komið undir því að allir félagar ASÍ séu virkir,“ - sagði Ásmundur Stefánsson efnis- lega eftir að hafa verið kjörinn forseti ASÍ í gær þriðja sinn. Ásmundur var nefndur til forseta að tillögu kjörnefndar og komu ekki fram tillögur um aðra og staðfesti þingheimur kosningu hans með lófa- taki. f>á var Ragna Bergmann kosin fyrs'ti varaforseti ASÍ á sama hátt og Asmundur, eða að tillögu kjör- nefndar og staðfestu fundarmenn kosningu hennar með lófaklappi. Ragna Bergmann sagði að kosn- ingu lokinni að hún hefði ákveðið í fyrradag að taka áskorun um fram- boð sitt. Hún sagðist mundu vinna að jafnréttismálum og hvatti konur að standa að baki sér á kjörtímabil- inu. Um kjör annars varaforseta gegndi öðru máli. Kjörnefnd til- nefndi Örn Friðriksson en tillaga kom einnig fram um Vilborgu Þor- steinsdóttur og varð því að kjósa milli þeirra. Örn bar sigur úr býtum og fékk hann 42.350 atkv, en Vilborg 15.700. Örn sagði í ávarpi sínu eftir að hann hafði verið kjörinn annar vara- forseti ASÍ, að tímarnir væru erfiðir fyrir verkalýðshreyfinguna og tvær síðustu ríkisstjórnir hefðu skert at- hafnafrelsi hennar og við því þyrfti að bregðast á viðeigandi hátt. Þegar úrslit forsetakjörs ASÍ ligg- ur fyrir er ljóst að Ásmundur hefur haft sitt fram, en hann setti það skilyrði að Þóra Hjaltadóttir for- maður ASN yrði ekki annar varaf- orsetanna. Nokkuð víst þótti að byði hún sig fram næði hún kjöri, en að eigin sögn vildi hún heldur sleppa því að bjóða sig fram en að ASÍ spryngi í loft upp. -sá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.