Tíminn - 26.11.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.11.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laagardagur 26. novériibÍBKtðð$\ 36. þingi ASÍ lokið. Þingheimur hafnaði kokkteilboði félagsmála- ráðherra. Skiptar skoðanir meðal þingfulltrúa um árangur þingsins: Komum ekki án samningsréttar „í setningarræðunni varpaði ég fram þeirri spurningu hvort síendurtekin afskipti stjórnvalda af starfsemi stéttarfélaga leiði til þess að heildarsamtök okkar verði að iokum lögð niður. Ég svaraði þeirri spurningu reyndar afdráttarlaust í minni ræðu; það er nóg komið og þetta þing hefur svarað spurningunni jafn afdráttarlaust,“ sagði Ásmundur Stefáns- son í ræðu er hann sleit ASÍ þinginu í gær. Ásmundur sagði einnig að þjóðin boð til þingfulltrúa um að mæta í móttöku í dag, sem sýnir góðan hug til þingsins. Því miður geta þingfulltrúar ekki þegið þetta góða boð. Ástæðurnar eru þær að forysta verkalýðshreyf- ingarinnar getur ekki sótt boð stjórn- valda á meðan í gildi eru lög sem svipta íslenska verkalýðshreyfingu samningsrétti. Umræður urðu nokkrar um álykt- un þessa og þótti þeim sem í mót henni mæltu að ástæðulaust væri að móðga ráðherrann enda hefðu kven- fulltrúar þingsins þegar setið boð með Jóhönnu Sigurðardóttur. Skoðanir eru nokkuð skiptar með- al þingfulltrúa um hvort þetta hafi verið árangursríkt þing. Tíminn ræddi við Friðrik Ragnarsson og Svein Gamalíelsson. hefði áður séð hann svartari í efna- hagsmálum og að hreyfingin myndi ekki láta ganga á samningsrétt sinn. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Björn Þórhallsson, Benedikt Dav- íðsson, Guðjón Jónsson, Guðmund- ur J. Guðmundsson, Hilmar Jónas- son og Jón Helgason gengu öll úr miðstjórn og voru heiðruð í þinglok og fengu afhenta blómvendi frá ASf. „Ég hverf nú af vettvangi barátt- unnar og þykir vænt um að ég ber hlýhug til hvers einasta manns sem ég hef unnið með í hreyfingunni," sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir í þakkarávarpi sem hún hélt fyrir hönd hópsins. Hafna kokkteilboði Félagsmálaráðherra bauð öllum þingheimi til móttöku í þinglok en svohljóðandi tillaga var samþykkt af því tilefni: „36. þing Alþýðusambands fs- lands þakkar félagsmálaráðherra Asmundur móðgandi Friðrik sagði: „Þetta hefur verið afar lélegt þing og því olli einkum framkoma forseta í upphafi þess. Mér finnst eins og flestum sem ég hef talað við að hann hafi móðgað þingheim með því að draga fram á mitt þing að tilkynna um framboð sitt. Þá er það einkar ámælisvert að hann skuli láta fréttast að hann dragi fólk í dilka. Hann ætlar sér að ákveða hverjir verða hans samstarfs- menn, en sættir sig ekki við að þingið ákveði það. Það gengur ekki að forseti bendi á fólk og segi; „ég vil vera með þessum en ekki hinum“. Með þessu hefur hann mjög sett ofan og þetta mun veikja stöðu hans mjög og var ekki á bætandi. Hann hefur verið að missa andlitið af ASf undanfarin átta ár, hann hefur tapað í áróðursstríði við atvinnurekendur og þingið hefur verið eftir þessu, máttlaust. Það sagði einhver hér að ASÍ stæði á brauðfótum og það gerir það ennþá meir nú eftir þingið, brauð- fæturnir eru illa bakaðir." Minni flokkspólitík Sveinn Gamalíelsson: „Ég er bú- inn að vera á þingum ASÍ síðan 1960 og þetta er tvímælalaust frá mínum sjónarhóli séð það lélegasta. Ég held að orsökin sé sú að áhrif stjórnmálaflokkanna eru miklu minni en oftast áður hefur verið og ASÍ er orðin grasrótarhreyfing sem ég tel mjög miður. Hugmyndir sem Frá ASÍ þinginu hér 'hafa komið fram rekast hver á annarrar horn og árangurinn er þar eftir. Samþykktin um að hafna boði ráðherra í þinglok er að mínu mati siðlaus og móðgun við ráðherra og ríkisstjórnina. Núverandi ríkisstjórn hefur ekkert gengið á rétt launa- stétta fram yfir margar ríkisstjórnir aðrar heldur þvert á móti er hún á góðri leið með að laga kjör fólksins og ályktunin er, og ég vil að það komi skýrt fram, móðgun við ríkis- stjórn og félagsmálaráðherra. Tfmamynd: Pjetur Jóhann Geirdal var ekki sammála þeim Friðrik og Sveini og taldi að þingið hefði verið um margt gott. Línur hefðu skýrst og nú sætu við stjómvölinn menn sem vildu rétta hlut launamanna. Þingið hefði valið til forystu það fólk sem það treysti til að knýja á um endurheimt samningsréttarins og um bætt kjör launþega en refsa þeim sem viljað hefðu áframhald undan- láts gagnvart sameiginlegri áralangri sókn atvinnurekenda og stjórnvalda gegn hagsmunum launafólks. - sá STAKK KONU f KVIÐINN Maður um þrítugt hefur viður- kennt að hafa stungið konu um fimmtugt í kviðinn með hníf um kl. sex á fimmtudagskvöld. Konan var strax flutt á sjúkrahús, þar sem hún gekkst undir aðgerð og var líðan hennar í gærdag eftir atvikum góð og er hún ekki í lífshættu. Atburðurinn átti sér stað á heimili konunnar við Síðumúla, þar sem konan og maðurinn voru stödd ásamt þriðja manni og voru þau öll undir áhrifum áfengis þegar atburð- urinn átti sér stað. Maðurinn gekkst við brotinu við yfirheyrslu hjá RLR í gær, en ekki var hægt að yfirheyra hann á fimmtudagskvöld sökum ölv- unar. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir manninum, þar sem hann var á reynslulausn af dómi sem hann hafði ekki lokið afplánun á, og var ákveðið að hann skyldi hefja afplánun að höfðu samráði við skilorðseftirlitið og dómsmálaráðuneytið. Hann á liðlega þriggja mánaða fangelsisvist fyrir höndum. - ABÓ Mikill munur á hækkunum á íbúöaverði milli landshluta: íbúðaverð hækkað mest á Akureyri Frá sama tíma í fyrra hefur verð íbúðarhúsnæðis á Akureyri hækkað um 46-49%. Þetta samsvarar 20- 22% hækkun umfram lánskjaravísi- tölu. Leiðrétting Prentvilla varð til þess að upp- haf leiðara Tímans í gær, „Hægri öfl á undanhaldi," brenglaðist. Rétt er málsgreinin þannig: Skoðanakönnun á vegum Fél- agsvísindastofnunar Háskólans í umboði Morgunblaðsins leiðir í ljós að Framsóknarflokkurinn hefur yfirburðastöðu meðal stjórnarflokkanna samkvæmt þessari könnun með sitt 23,6% fylgi á meðan Alþýðubandalagið kemur út með 10,6% og Alþýðu- flokkurinn með 10,5%. Þessar upplýsingar koma fram í Markaðsfréttum, sem eru gefnar út af Fasteignamati ríkisins. Þar kemur einnig fram að á árinu 1987 urðu verulegar hækkanir á verði íbúðar- húsnæðis á Akureyri, en í ár hefur dregið úr hækkununum. Á sama tíma hefur íbúðaverð á Suðurnesjum hækkað um 24-27%, sem er hækkun upp á 2-4% umfram lánskjaravísitölu. Ef borið er saman íbúðaverð í Reykjavík, á Akureyri og á Suður- nesjum kemur fram að raunvirði nafnverðs hefur hækkað mest á Ak- ureyri eða um 42%, í Reykjavík nemur hækkunin 33% en aftur á móti hefur orðið lækkun á Suður- nesjum um sem svarar 2%. Þó svo raunverð íbúða á Suðurnesjum hafi nær staðið í stað síðustu tvö ár þá er hlutfallslegt verðlag á Suðurnesjum talsvert lægra þar nú en á hinum svæðunum tveimur. ssh Allir ætla að vinna milljónir .Potturinn er kominn upp úr öllu valdi og stefnir í eitt það besta sem hefur verið hjá okkur," sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri íslenskrar getspár í samtali við Tímann í gær. Pottur- inn verður þrefaldur að þessu sinni, en tvo síðustu laugardaga hefur fyrsti vinningur ekki gcngið út. Að sögn Vilhjálms má búast við að potturinn verði allt að 12 til 14 milljónir. „Þetta hittir nú skemmtilega á, því að í dag er verið að draga í 104. skipti, það er sem sagt tveggja ára afmæli og þess er minnst með þreföldum potti,“ sagði Vilhjálm- ur. Þetta er í þriðja sinn frá upphafi sem fyrsti vinningur verður þrefaldur, en í hin tvö skiptin skiptist vinningurinn milli nokk- urra aðila. Vilhjálmur sagði að þetta yrði kannski ekki stærstj pottur frá upphafi, vegna þess að hlutfallið sem fer í fyrsta vinning er heldur lægra eftir að bónustölurnar voru teknar upp. Hann sagði að athyglisvert væri hversu margir hópar hefðu tekið sig saman að undanförnu, vinnufélagar og fjöl- skyldur, og lagt þá nokkuð saman í púkk þar sem að um stóran vinning er að ræða. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.