Tíminn - 26.11.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.11.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn 1 POOt t'' c ’ Laugardagur 26. november 1988 lllllllllllllllllllll AÐ UTAN llll llllllllllllllllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Ureltar kreddur kommúnism- ans eru Gorbatsjov fjötur um f ót Allra augu beinast að Sovétríkjunum og þeirri umbótastefnu sem Gorbatsjov er að gera tilraun til að koma á þar. Það er fylgst af miklum áhuga með því sem er að gerast í Eystrasaltslöndunum þessa dagana og víðar í Austur-Evrópu og almenningur á Vesturlöndum veltir fyrir sér hvort Gorbatsjov takist að hafa það taumhald á þróuninni sem hann ætlar sér, eða hvort allt fer úr böndunum. I grein í The Sunday Times nýlega bendir Angus Roxburgh á ýms Ijón sem eru í vegi perestrojku Gorbatsjovs, en þyngsti drösullinn sem hann dregur er og verður úreltur hugmyndaheimur kommúnism- ans, sem til varð löngu fyrir daga tölva, geimhnatta og kjarnorku. Við grípum niður í greinina á stöku stað. Heimur Karls Marx er hruninn Því sem næst allur kommúnista- heimurinn er í uppnámi. Karl Marx myndi lítið kannast við sína eigin veröld frá 19. öldinni eða þá komm- únistaframtíð sem hann sá fyrir sér. Þó hafa allar byltingar, endurskoð- unarumbætur, glæpir og félagslegar tilraunir verið gerðar í hans nafni. Kommúnistaríkin í heiminum eru ekki nema 17, en þar býr þriðjungur þess mannfjölda sem byggir jörðina og u.þ.b. 40% iðnaðarframleiðsl- unnar koma frá þeim. í öllum þess- um ríkjum eiga sér nú stað breyting- ar, sums staðar hægfara en annars staðar hraðar og stórbrotnar. Öll ríkin eru í kreppu, í mismiklum mæli þó. Nú stendur yfir tilraun í uppruna- legu „ríki verkamanna", Sovétríkj- unum, þar sem gamlar hugmyndir sem hafa verið reyndar í öðrum löndum (og í sumum tilfellum for- dæmdar í Moskvu) eru nú kynbættar með nýjum hugmyndum, sem lang- oftast eiga uppruna sinn í huga Míkhaíls Gorbatsjovs. Hann gerir sér vonir um að þessi kynblendingur reynist fyrirmynd fyr- ir heimsbyggðina alla. Og nú er spumingin: Mun það sem út úr þessu kemur minna eitthvað á sósíal- isma? Moskva er ekki lengur nafli kommúniska alheimsins. Kína, Júgöslavía og Albanía hafa löngu fært sig yfir á aðrar sporbrautir. Kínverjar beita eigin aðdráttarafli á geimhnettina í Austurlöndum fjær. M.a.s. Austur-Evrópumenn hrökkva ekki lengur í kút þegar Kremlverjar sveifla svipunni. Það má reyndar segja að Gorbatsjov hafi enn sem komið er stungið svipunni undir stól, þó að hann vildi gjarna sjá Austur- Evrópumennina hrökkva í kút. Nú viðtekin skoðun að gamla fyrirmyndin hafi gengið sér til húðar Um nær alla þessa tvístruðu kommúnistablokk er hins vegar orð- in viðtekin skoðun að gamla „fyrir- myndin“ hafi gengið sér til húðar. Einu undantekningarnar eru Alban- ía, þar sem Stalín er enn í hávegum hafður og einkabílar og skegg eru enn útlæg gerð, og Norður-Kórea sem lýtur dýrkuninni á Kim II-Sung forseta og hinni sérkennilegu heim- speki hans. f næstum öllum öðrum kommún- istaríkjum getum við fylgst með því þegar smám saman er verið að rífa niður kerfið sem loks tók á sig lögun undir stjórn Stalíns og hefur haldist því sem næst óbreytt, með aðeins minni háttar breytingum. Það sem Rússar einu sinni lýstu sem „raunverulegum sósíalisma“ var sambland af kenningum Karls Marx með lagi af alls kyns afskræmingum og viðaukum, sem í sumum tilfellum eiga rætur að rekja til eðlis Rúss- lands sjálfs en miklu fleiri tilfellum vegna arfsins frá alræðisstjórn Stalíns. Djarfasta afrek Gorbatsjovs til þessa dags er að hafa viðurkennt að ríkið sem hann tók við fyrir þrem og hálfu ári var enn að stofni til eins og á valdadögum Stalíns og þess vegna dugðu engin vettlingatök heldur niðurrif, smám saman, og síðan ný uppbygging (perestrojka). Hans ætl- un er sú að nýbyggingin verði sósía- lisk en alls ekki stalinísk. Tilraun Krústjoffs réði aðeins niðurlögum ógnarstefnunnar Krústjoff gerði tilraun til að losa Sovétríkin undan ofurvaldi stalín- ismans, en hann lét öll grundvallar- trúaratriði sósíalismans óhreyfð. Það eina sem honum tókst í rauninni var að taka fyrir ofríkið og skelfing- una sem lögreglan hafði beitt. Það leiddi aftur af sér stutt tímabil þar sem listum leyfðist takmarkað frelsi. Skömmu eftir að Krústjoff var steypt af valdastóli og Leonid Brésnjef tók við 1964 færðust ofsóknir gegn andófsrithöfundum í aukana og jafn- framt voru hafðir í frammi tilburðir til að endurreisa stalínismann. . Þrátt fyrir að perestrojkan sé ekki alltaf sjálfri sér samkvæm og í henni sé að finna ýmsar gloppur er hún engu að síður fyrsta tilraunin í heimi sósíalista til að afmá áhrif Stalíns, ekki bara með því að svipta hulunni Gamla blekkingin að áróður einn og sér geti skapað hinn „nýja Sovét- mann“ er úr sér gengin og enginn trúir henni lengur. af ógnarstefnu einræðisherrans og endurreisa fjölmörg fórnarlömb hans, heldur líka með því að koma fram með nýja fyrirmynd. „Arfleifð Leníns“ Af hugmyndafræðilegum ástæð- um heldur Gorbatsjov því fram að hér sé um að ræða afturhvarf til Leníns, eðaöllu heldur til hugmynda Leníns rétt fyrir dauða hans. En hann heldur því líka fram að ekki eigi að apa eftir arfleifð Leníns hugsunarlaust, heldur eigi að vinna úr þeim „á skapandi hátt“, og sú uppskrift gefur honum meira og minna frjálsar hendur. Sú gamla blekking að áróður einn og sér geti skapað „nýja Sovétmann- inn“ hefur orðið að víkja fyrir raun- særri viðurkenningu á því að félags- legir og efnahagslegir þættir skipti meira máli. Vandamál sem áttu ekki að vera til í sósíalisku kerfi, s.s. eiturlyfjafíkn, vændi, spilling í maf- íustíl, eru nú til opinberrar umræðu. í stað lögregluríkisins á nú að koma ríki „byggt á lögum". Ekki verður lengur litið á andóf sem glæp. Ekki er lengur farið eftir nafnlausum uppljóstrunum, sem var gert þar til fyrir einu ári. Þeir sem sæta ákærum verða álitnir saklausir þar til sekt þeirra sannast. Breytingar til mannlegra þjóðfélags - en ekki vestrænt lýðræði { fáum orðurn er tiigangur umbót- anna að breyta þjóðfélaginu í það að verða mannlegra og við það afsalar flokkurinn sér miklu af völdum sín- um til ríkisins, ríkið afhendir marga starfsemi sína einstaklingum og óháðum hópum, og félagsleg samtök halda aftur af aðgerðum ríkisvalds- ins. Myndin af fyrirmynd Gorbatsjovs að sósíalisma væri hins vegar ekki fullkomin ef ekki væri minnst á þau atriði sem áfram munu greina það frá hinunt ýmsu vestrænu módelum. í fyrsta lagi sér Gorbatsjov ekki fyrir sér margflokka ríki, fjölræði að vísu, í formi óháðra hópa, en ekki sem andstöðu við Kommúnista- flokkinn og aðeins „til hagsmuna sósíalismanum". Þetta er skýringin á því hvers vegna fjöldahreyfingar, eins og alþýðuhreyfingarnar í Eystrasaltslýðveldunum eru um- bornar og jafnvel hvattar áfram, þar sem aftur á móti Lýðræðissambands- flokkurinn, sern krefst vestræns forms á fjölhyggju, er það ekki. Utgáfa Gorbatsjovs af sósíalisma

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.