Tíminn - 26.11.1988, Blaðsíða 24
Átján mán. binding 1
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagöfu, 0 7,5%
S 28822 1 SAMVINNUBANKINN |
iBlLASr,
ÞRÖSTIIR
685060
VANIR MENN
Iimimi
Staða atvinnuveganna rædd ásérstökum ríkisstjórnarfundi í gær:
Staðan verri en talið
ar við stjórnarskipti
„Það voru iagðar fram mjög ítarlegar upplýsingar um
stöðu atvinnulífsins,\ fyrst og fremst sjávarútvegsins,“
sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í sam-
tali við Tímann að afloknum sérstökum ríkisstjórnarfundi
sem boðað var til vegna stöðu atvinnuveganna. Upplýs-
ingarnar sem fram voru lagðar komu frá Þjóðhagsstofnun
og Byggðastofnun. Einnig var lögð fram samantekt á því
hvernig horfir með fyrirtæki sem leita til Atvinnutrygg-
ingarsjóðs. Þetta voru ekki upplýsingar um einstök
fyrirtæki, heldur heildarmynd af ástandinu, og auk þess
komu upplýsingar frá bönkum og fleiri aðilum.
„Ég held að allir hafi verið hagnað til að greiða þennan óhóf-
sammála um að þessar upplýsing-
ar séu mjög gagnlegar, en menn
eiga eftir að átta sig betur á þeim.
Það kemur m.a. fram að eigin-
fjárstaða fyrirtækjanna hefur al-
gerlega snúist við á þessu ári. Hjá
afar mörgum er hún orðin nei-
kvæð, hagnaðurinn hefur minnk-
að og þeir hafa hvergi nærri haft
lega fjármagnskostnað. Fjár-
magnskostnaðurinn er þeim of-
viða, það er ekki hægt að segja
annað. Þetta er miklu verri staða
heldur en menn töldu við stjórn-
arskiptin," sagði Steingrímur.
Tapið á frystingunni er, sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem
fram voru lagðar, að meðaltali 4
til 5%, með 5% uppbótinni. „Við
héldum að þetta yrði nokkurn
veginn í núlli, svo þessi niður-
staða er miklu verri en búist var
við, en meðaltölin segja svo lítið.
Það eru sem betur fer stór og
öflug fyrirtæki sem standa vel,
eru kannski ekki með gróða en
standa við núllið, en svo er mikill
fjöldi sem er langt fyrir neðan og
þar geta heil byggðarlög verið
undirlögð. Það eru svona hlutir
sem valda mönnum miklum
áhyggjum, auk þess sem tap upp
á fimm til sex af hundraði að
meðaltali í lengri tíma, er gífur-
lega mikið,“ sagði Steingrímur.
Hann sagði að á þessu stigi væri
ekki búið að taka ákvarðanir um
frekari aðgerðir en þegar væri
verið að framkvæma.
Hvort þær upplýsingar sem
lagðar voru fram breyttu í ein-
hverju afstöðu hans til gengisfell-
ingar sagði Steingrímur að svo
væri ekki. „Ég vil undirstrika það
að í raun, þá sýna þessar tölur að
gengisfelling er ekki aðstoð nema
við sum fyrirtæki og við önnur
fyrirtæki hefði gengisfelling öfug
formerki," sagði Steingrímur.
Aðspurður sagði hann að í
framhaldi af þessum sérstaka
ríkisstjórnarfundi mundu tveir
ráðherrar auk hans, þeir Ólafur
Ragnar Grímsson fjárntálaráð-
herra og Jón Sigurðsson við-
skiptaráðherra skoða þessar upp-
lýsingar á mánudag, þá með sín-
um trúnaðarmönnum. Beðið er
eftir skýrslum endurskoðenda á
vegum sjávarútvegsráðuneytisins
sem vænst er að komi í fyrri hluta
vikunnar. „Ég mun síðan ræða
þetta við fulltrúa fyrirtækjanna
og fleiri, þannig að það verður
unnið í þessu máli áfram til að
hægt sé að meta stöðuna sem
allra best,“ sagði Steingrímur.
Varðandi ummæli Þorsteins
Pálssonar fyrir skömmu, þar sem
fram kom að óeðlilegt væri að
gögn frá fyrirtækjum, sem sækja
til Atvinnutryggingarsjóðs, bær-
ust inn á borð ráðherra, sagðist
Steingrímur aðspurður hafa orð-
ið afar undrandi á þeim. „Ég fæ
að sj álfsögðu ekki umsóknir fyrir-
tækjanna beint inn á borð hjá
mér. Ég hef hins vegar fengið að
sjá hvernig þessi mál standa og
tel afar mikilvægt að hafa hendina
betur á púlsinum en gert var. Það
er einmitt þess vegna sem við
höfum hrokkið við og eru nú að
vinna svo mikið í þessum málum,
þar sem við höfum fengið að
fylgjast með,“ sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra.
- ABÓ
Tollfrelsi ógnar
garðyrkjubændum
Unnur Stefánsdóttir mælti fyrir
tillögu í sameinuðu þingi í gær um
könnun á rekstrarskilyrðum garð-
yrkju og ylræktíjr. Þar er þeim
tilmælum beint til ríkisstjórnarinn-
ar að hún láti gera úttekt á rekstrar-
skilyrðum þessara tveggja bú-
greina og að í þvf sambandi skuli
sérstaklega könnuð áhrif skatt-
breytinga sem urðu f byrjun þessa
árs.
Hún gerði að umtalsefni að þrátt
fyrir mikla aukningu í framleiðslu
á innlendu grænmeti stæði þessi
búgrein frammi fyrir miklum vanda
vegna mjög aukinnar samkeppni
frá innfluttri vöru. Á undanförnum
árum hefðu tollar á innfluttu græn-
meti verið lækkaðir úr 70% í 30%
og jafnhliða því hefði verið lagður
25% söluskattur á allt grænmeti
um síðustu áramót. Hann hefði
ekki fengist endurgreiddur líkt og
gert er með aðrar matvörur.
Með þessari þingsályktunartil-
lögu væri lagt til að rekstrarstaða
og þróunarmöguleikar garðyrkju
Unnur Stefánsdóttir.
og ylræktar verði könnuð, m.a.
verði rekstrarskilyrði borin saman
við þá aðstöðu sem þessum grein-
um sé búin í nálægum löndum. í
framhaldi af því verði kannað á
hvern hátt megi styrkja stöðu bú-
greinarinnar svo sem með lækkun
gjalda af aðföngum og fjárfesting-
arvörum, lækkun orkuverðs og
fleiru. -ág
Jóhann með erfiða biðskák
íslenska skáksveitin tefldi við
skáksveit Kólumbíu á 11. umferð
ólympíuskákmótsins sem fram fór í
gær.
Skák Jóhanns Hjartarsonar á
fyrsta borði fór í bið og er hún sögð
erfið fyrir hann. Á öðru borði tefldi
Jón L. Árnason og vann hann skák-
ina, á þriðja borði tefldi Margeir
Pétursson og vann hann skákina sem
var mikil sóknarskák. Á fjórða borði
tapaði Helgi Ólafsson með svörtu
mönnunum. Niðurstaðan varð því
sú að ísland er með tvo vinninga
gegn einum og verður biðskákin
tefld í dag. -ABÓ
Tillaga Árna Gunnarssonar um að vísindaveiðum verði hætt
tímabundið veldur lítilli hrifningu hjá samflokksmönnum hans:
Kratar deila hart
Það voru skiptar skoðanir manna
á milli þegar þingsályktunartillaga
Árna Gunnarssonar um endurskoð-
un á hvalveiðistefnu íslendinga var
til umræðu í sameinuðu þingi f gær.
Afstaða manna var ekki flokkspóli-
tísk og sérlega áberandi var að Árni
fékk ekki stuðning neinna sinna
flokksbræðra, þvert á móti.
Eins og komið hefur fram leggur
Árni til í þessari tillögu að við tökum
upp samstarf við grænfriðunga og
reynum þannig að fá þá til að skilja
okkar sjónarmið. Um þetta sagði
flokksbróðir hans Eiður Guðnason.
„Við getum ekki, eigum ekki og
megum ekki taka undir með þessum
samtökum, þegar þau afflytja okkar
málstað, þegar þau breiða út um
íslensku þjóðina ósannindi, rangar
fullyrðingar, óhróður og lygi.“ Hann
bætti við að þessi samtök kynnu því
miður hvorki að umgangast sann-
leikann né staðreyndir þegar hval-
veiðar væru annars vegar.
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði að það hefði verið
reynt að tala við þessa menn og
sjálfsagt væri að halda því áfram.
Hann vitnaði til þess sem hann hefði
áður sagt að við værum í fullum rétti
til að stunda okkar vísindaveiðar og
hefðum farið eftir ályktun Alþjóða
hvalveiðiráðsins frá 1986. Um álykt-
un ráðsins frá árinu 1987 um for-
dæmingu vísindaveiða íslendinga
sagði Halldór að hún væri ómarktæk
Jrar sem hún bryti gegn stofnskrá
Alþjóða hvalveiðiráðsins.
Árni Gunnarsson tók það skýrt
fram að hann væri ekki talsmaður
grænfriðunga og að hann teldi að
íslendingar ættu að halda áfram
hvalveiðum sínum í samráði og sam-
starfi við Alþjóða hvalveiðiráðið.
Við værum hins vegar búnir að tapa
áróðursstríðinu við Greenpeace og
þyrftum að horfast í augu við þá
staðreynd. Það væri mikil skamm-
sýni að halda að milljóna samtök
fólks, með ógrynni fjár á bak við sig,
vel skipulögð fjöldahreyfing, yrði
brotin á bak aftur með sendinefnd-
um stjórnarerindreka. Trúlega hefur
Jóni Sæmundi Sigurjónssyni flokks-
bróður hans fundist þarna að sér
vegið, en hann átti einmitt í kapp-
ræðum við talsmenn Greenpeace-
samtakanna í Þýskalandi í síðustu
viku og fór þar með sigur af hólmi.
Hann sagði að samtökin hefðu staðið
fyrir víðtækri áróðursherferð í
Þýskalandi um síðustu helgi, við
litlar undirtektir. Sem dæmi nefndi
hann að meðlimir þessa samtaka
hefðu staðið fyrir mótmælum fyrir
utan skrifstofu ræðismanns okkar í
Hamborg. Einhversstaðar hefði
þetta vakið athygli, en þarna var
einungis einn hópur sjónvarps-
manna mættur á staðinn og hann var
á vegum íslenska sjónvarpsins. Eftir
þetta stóra átak á laugardaginn síð-
asta hefði ekki komið ein einasta
frétt um það á stóru þýsku sjónvarps-
stöðvunum.
Eiður Guðnason samsinnti Jóni
Sæmundi og sagði að það væri engu
líkara en að beinar línur lægju á milli
sumra íslenskra fjölmiðla og tals-
manna þessara samtaka. Hann taldi
að íslenskir fjölmiðlar hefðu orðið
til að efla baráttu grænfriðunga í
þessu máli. Fleiri tóku undir þessi
orð Eiðs.
Alexander Stefánsson sagði að
málflutningur eins og frumvarp
borgaraflokksmanna og þingsálykt-
unartillaga Árna skaðaði málstað
fslendinga og væri þar að auki van-
traust á vísindamenn Hafrannsókn-
arstofnunar. Hann taldi að við ætt-
um að standa fastir fyrir í þessu máli
og vinna áfram að áætlun um vís-
indaveiðarnar sem væru í fullu sam-
ræmi við samþykktir Alþjóða hval-
veiðiráðsins. -ág