Tíminn - 06.12.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.12.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 6. desember 1988 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Póstfax: 68-76-91 Þjóðarsamstaða í síðustu viku kynnti forsætisráðherra enn nýja skýrslu um rekstrarástand atvinnuveganna og horfur í atvinnumálum. Hér er um að ræða svarta skýrslu, sem dregur upp ófagra mynd af afkomu undirstöðu- greina íslensks efnahagslífs, stórminnkandi atvinnu og yfirvofandi hættu á atvinnuleysi í verulegum mæli. Að því er varðar fiskvinnslu og útgerð er þessi skýrsla gerð að frumkvæði sjávarútvegsráðherra. Að henni hafa unnið fjórir endurskoðendur og tekið út efnahags- og rekstrarstöðu 30 sjávarútvegsfyrirtækja. Skýrslan felur það í sér að útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki eru undantekningarlítið rekin með miklu tapi. Þeim er nánast að blæða út. Forsætisráðherra lét svo ummælt, þegar hann kynnti skýrsluna á blaðamannafundi sl. föstudag, að undirstöðufyrirtæki efnahagskerfisins og þau sem standa aðallega undir gjaldeyrisöflun þjóðarinnar, stefni hraðbyri að því að verða gjaldþrota, þau eru mörg búin að éta upp allt eigið fé og önnur eru á góðri leið með að tapa öllu sem þau eiga. Þessi skýrsla flytur ekki nýjan boðskap. Hún er aðeins staðfesting á því, sem ljóst hefur verið mánuðum saman, reyndar allt þetta ár og vel það, að útflutningsatvinnuvegirnir og samkeppnisiðnaðurinn í landinu eru löngu hættir að standa undir yfirkeyrsl- unni í þjóðfélaginu, ofeyðslu, fölsku neyslustigi og rangri fjárfestingu í flestum greinum atvinnulífsins. Þótt þessar nýju upplýsingar um stöðu atvinnu- veganna séu gagnlegar og tímabærar, þá fela þær í sér efnislega hið sama sem fyrir hefur legið frá Þjóðhagsstofnun í hverri skýrslunni á fætur annarri, að afkoma útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja hafi sífellt farið versnandi með hverjum degi sem leið allt þetta ár. Þótt grunlausir menn í fornum bókum hafi “ látið segja sér ótíðindi þrisvar áður en þeir trúðu þeim, þá ættu raunsæir stjórnmálamenn, launþega- foringjar og efnahagssérfræðingar í nútíðinni af hvaða pólitískum lit sem þeir eru, að trúa bókhalds- gögnum sjálfra sín og sinna manna og átta sig á því að tíma skýrslugerða um ástandið er lokið. Það þarf varla að leiða fleiri vitni fram til staðfestingar því að ráðamenn þjóðarinnar á öllum sviðum sérhagsmuna og ptívatkröfugerðar verða að standa saman til þess að vinna sig út úr erfiðleikunum. Ekki þarf að deila um það, að ríkisstjórnin verður að nafa forystu um frekari efnahagsráðstafanir. Það er heldur ekkert vafamál að almenningur í landinu gerir hvort tveggja, að krefjast nýrra aðgerða af ríkisvaldinu og treysta því til forystu um efnahagsráð- stafanir sem almannaheill býður. En ríkisvald er ekki alls ráðandi í lýðræðislandi nema beitt sé víðtækum lögþvingunum. Slíkt er ekki eftirsóknarvert en getur orðið nauðsynlegt, ef frjáls félagasamtök, sem fara með stóran hluta þjóðfélags- valdsins, hafna samvinnu viþ ríkisvaldið um óhjá- kvæmilegar úrbætur í efnahágsþróuninni. Efnahagsástandið á íslandi er nú þannig og at- vinnuhorfur slíkar, að ekkert nema þjóðarsamstaða getur komið í veg fyrir tíð gjaldþrot útflutningsfyrir- tækja og verulegt atvinnuleysi. Þjóðarsamstaða þýðir það að ráðandi þjóðfélagsöfl slíðri sverðin og vinni saman. / GARRI Átta milljarða grín Það er víðar hlegið að norrænu samstarfi en á íslandi. Virt breskt tilað hefur gert samantekt um nor- rænt samstarf og komist að þeirri niðurstöðu að það kosti átta millj- arða króna á ári. Til hvers spyrjum við enn og aftur? Þessi norræni vindgangur hcfur engar tausnir fært okkur eða hinum Norður- löndunum, og sú menningarheild, sem þetta átti að vera er áfram í fimm eða sex hlutum. Helstu tals- menn norræns samstarfs upp á átta milljarða eru embættismenn og svo nokkur skáld og málarar, sem telja sig hafa tekjulegra hagsmuna að gæta. Hvað okkur snertir vakir liðssafnaður Alþýðubandalagsins og jábræður hans yfir vötnunum. Þeir eiga jábræðrum að mæta á hinum Norðurlöndunum, sem sumir hverjir hafa haldið fast við útilokunaræði eftirstríðsáranna, þegar fundinn var nasisti í hverjum manni, sem ekki var þeim sam- mála. Andagift í peningum Þessar staðreyndir bafa oft verið raktar, og cinnig saga þeirrar pólit- ísku „björgunarstarfsemi“, sem talin er þörf fyrír hér á landi vegna veru varnarliðsins á Keflavíkur- velli. En andagiftin í þeirrí baráttu mælist auðvitað fyrst og fremst í peningum. Jötusetur einstakra manna við átta milljarða nægta- borð norrænnar samvinnu eru með ólíkindum, og aUir kannast við hin tíðu ferðalög héðan af menningar- legum lokbrám, sem stansa aðeins á Islandi eins og krían. Nú síðast fréttist af einni utanferðinni þegar hvellsprakk á Flugleiðavél í lend- ingu á Fornebu í Oslo. Þar voru þá íslenskir samstarfsmenn norræn- unnar að fara á fund. Margir hafa óskaplega gaman af utanferðum og sleppa engu tækifæri. Þeir eru helstu talsmenn norrænnar sam- vinnu eftir að þeim hefur tekist að komast í einhverja nefndina. „Hagnaður“ okkar Norræn efnahagssamvinna er af því góða, enda þykja stærri heildir í efnahagslífi alltaf stöndugri en þær iitlu. Það er því ekki allt til einskis í norrænni samvinnu. Hins vegar munu þeir átta milljarðar, sem ævintýrið kostar ekki fara nema að sáralitlum hluta til að standa undir efnahagslegu sam- starfi. Hér á landi hefur því alltaf verið haldið fram, að íslendingar fái meira til sín miðað við höfðatölu af eyðslufé norrænnar samvinnu en hinar þjóðirnar. Vel getur verið að tvö hundruð og fimmtiu þúsund manna þjóð eigi auðvelt með að ná hagstæðu hlutfalii. En þetta hlut- fall er þó til einskis. „Hagnaður" okkar fer til að kosta og halda uppi mannsafnaði á kjaftafundum, sem ekkert leiða af sér umfram það, sem hægt værí að gera eftir diplom- atiskum leiðum. Samkvæmt upp- lýsingum um átta milljarða kostnað virðist norræn samvinna vera dýr- asta grín sem stundað er á norður- 'hveli jarðar, og er það árangur út af fyrir sig. Þeir sem eiga menninguna Eflaust er mcnningarstarfsemin dýrust þátta í norrænni samvinnu. Ber þar margt til. Menning eins og hún er ástunduð í dag er auðvitað allar athafnir okkar. En innan hennar eru svo hópar, flokkaðir í listgreinar, sem telja sig eiga menn- inguna sér á parti. Þetta fólk lifir við góðan kost innan norænnar samvinnu. Það eru settar upp mið- stöðvar handa því, veitt verðlaun og haldin þing og ráðstefnur, m.a. til að kenna skáldum að yrkja. Auðvitað fer enginn á slíkt þing til að læra að yrkja, heldur til að kynnast kollegum og hafa það gott á kostnað norrænna sjóða ■ litlum og einöngruðum heimi Norður- landanna, þaðan sem aðeins hafa komið listamenn, teljandi á fingrum, sem hafa brotist út á víðari vettvang vegna ágætis síns á síðustu tveimur öldum. En jafnvel meðal þessara fáu hafa fundist nasistar sem þurft hefur að „geyma“ eftir að norræn samvinna komst undir regnhlíf útUokunar- postula eftirstríðsáranna. íslenskan er hornreka Þótt fslendingar fái sinn ríflegan skerf af átta milljörðum á ári í ferðalögum og veislum, verðlaun- um og ráðstefnum, er misskilning- ur að halda að norræn samvinna hafi eitthvað fyrir okkur gert, eða breytt einhverju«fari þjóðarinnar. Viðurkennt er að tunga okkar á í vök að verjast, einkum vegna ásóknar táninga í notkun á erlend- um orðum, bæði í sönglagatextum og tali. Fullorðnir eiga auðvitað ekki hreinan skjöld heldur. Frá upphafi hefur aldrei komið orð frá Norræna húsinu um íslenska tungu. Hvað það hús snertir er hún ekki til. Þá hefur ekki fengist að taka upp þann hátt til hagræðis fyrir Finna og íslendinga að fjöl- þýða mál þeirra á norrænum þingum, svo þeir geti talað á eigin tungum. f staðinn er þeim gert að klæmast á einskonar skandinav- ísku áríð út og inn, líklega til að sýna hvað þetta sé nú samstæð heild sem sainan kemur til skrafs og ráðagerða. Átta milljarðar fara í súginn mestan part á ári hvcrju. En það er ekki króna til þegar sýna þarf í raun, að norræn samvinna virði sérkenni þjóða í verki. Garri VÍTTOG BREITT lll Fæðuöf lun heimsins ótrygg Bjarni Guðmundsson kennari á Hvanneyri flutti nýlega athygl- isverðan þátt í Ríkisútvarpinu um fóðuröflun og framleiðslu matvæla í heiminum. Ofgnótt og hungur M.a. vék Bjarni að matarof- gnóttinni í velsældarlöndunum og hungrinu í fátæktarlöndunum: „Ofgnótt matvæla í heiminum virðist ekki hafa megnað að bæta úr sárum matvælaskorti þróunar- landanna. Misskipting þeí.sara ver- aldargæða er geigvænleg. Milljónir manna svelta. Annars staðar er korn notað til þess að framleiða kjöt fyrir stappfulla markaði. Vax- andi alþjóðahyggja í fóðurverslun hefur því aðeins orðið að því marki, er þjónar hagsmunum fram- leiðsluríkjanna. Allt er þetta íhug- unarefni fyrir þau lönd, sem ef til vill hafa hugsað sér að setjast við nægtaborðið og njóta ódýrrar heimsframleiðslu, í stað þess að halda uppi eigin fóður- og matvæla- öflun. En þótt tækniframfarir af ýmsu tagi hafi forðað veröldinni sem heild frá sárum sulti allt til dagsins í dag, er framtíðin engan veginn trygg.“ Síminnkandi uppskera Síðan greindi Bjarni frá því að kornbirgðir í heiminum nú séu óvenjulitlar eftir uppskerubrestinn í Bandaríkjunum. Þessar birgðir gætu enst 54 daga og hafa ekki verið minni síðan 1973, en þessi birgðastaða er miðuð við áætlað ástand næsta haust, þegar upp- skerutími hefst. Þá vék Bjarni Guðmundsson að skýrslu, sem birtist í októbersl. um horfur á fóðurframleiðslu (til að ala menn og dýr) næsta áratug. Þessi skýrsla er eftir Lester Brown, sem er heimsþekktur framtíðar- könnuður og forstöðumaður rann- sóknastöðvar um þetta efni í Was- hington, Worldwatch Institute, sem sent hefur frá sér stórmerkar ársskýrslur um ástand jarðargróða og auðlindanýtingu í heiminum. Um þetta segir Bjami: „Brown telur, að tvennt ógni nú einkum öryggi framleiðslu matvæla í veröldinni: I fyrsta lagi stigminnk- andi vöxtur uppskeru, einkum í þriðja heiminum, og í öðru lagi hækkandi hitastig á jörðinni. Vöxtur kornuppskerunnar á hvern jarðarbúa var ævintýralegur á árabilinu 1950-1978. Síðan 1978 hefur dregið úr vextinum, og raun- ar hefur uppskera á hvern jarðar- búa farið minnkandi síðustu fjögur árin. Til skamms tíma segir Brown, að aukning kornuppskeru hafi fyrst og fremst verið spurning um tækni og framkvæmd.-þ.e.a.s. að brjóta nýtt land til ræktunar, auka áburð- argjöf, og nota afkastameiri búvél- ar og tæki. Það land, sem eftirleiðis þarf að brjóta til kornakra, er í mörgum heimshlutum mjög fok- gjarn jarðvegur, eða land þar sem vökvun er forsenda kornsprettu. Á þessum svæðum mörgum hverjum er þegar glímt við vanda vegna lækkandi grunnvatnsstöðu. Brown telur því engan veginn hægt að reikna með viðlíka aukningu korn- uppskerunnar á næstu árum og einkenndi tímabilið 1950-1980.“ Mengun lofts og jarðar „Talið er nær fulivíst, að hinna svonefndu „gróðurhúsa-áhrifa“ í kjölfar loftmengunar sé þegar farið að gæta í hitastigi á jörðinni. Bent hefur verið á að fjögur hlýjustu ár á jörðinni sl. 100 ár hafi komið nú á níunda áratugnum. Eftir James Hansen, yfirmanni Goddard geim- rannsóknastöðvar NASA, er enn- fremur haft, að hlýrra hafi verið á jörðinni gervallri á þessu ári en nokkurn tímann var síðastliðin 130 ár. 1 framhaldi af þessu getur Brown þess, að nýliðin séu þrjú þurrkaár í Bandaríkjunum, sem spillt hafi kornuppskeru þar verulega. Öll komu þessi ár á síðastliðnum tíu árum, og þau urðu hvert öðru verra. Hér má bæta við þriðja þættin- um, sem víða ógnar kornrækt og annarri matvælaframleiðslu, nefni- lega mengun jarðvegs, grunnvatns, og uppskeru. Bent hefur verið á, að ógnun þessi sé afleiðing af tæknivæddu og ofvernduðu fram- leiðslukerfi, sem ekki hafi verið sniðið að grundvallarlögmálum náttúru og umhverfis. Vaxandi athygli beinist nú að gæðum fóðurs og matvæla. Kröfur um hollustu og gæði, ýmist settar af neytendum beint eða opinberum aðilum, munu skipta æ meira máli í milliríkjaviðskiptum með fóður- vörur og matvæli. Svo kann nefni- lega að fara, að notkun þátta, sem nú eru þýðingarmiklar forsendur framleiðni í þessum greinum t.d. illgresislyfja og áburðar, verði tak- mörkuð verulega. Varia verður það gert átakalítið með alþjóða- sátt; til þess eru hagsmunir ein- stakra ríkja á þessu sviði of miklir. Sem dæmi um takmarkanir í ein- stökum löndum má nefna, að Svíar hafa nýverið komið á einskonar „mengunarskatti" á tilbúinn áburð og ræktunarlyf, í því skyni að draga úr afrennsli þessara efna frá túnum og ökrum í ár og stöðu- vötn.“ Sumir kalla það heimsendisboð- skap að vera með framtíðarspá- dóma um lífsskilyrðin á jörðinni. Hið sanna er að fæðuöfnun og skynsamleg nýting jarðarauðlinda er mikilvægasta úrfausnarefni næstu framtíðar. Matvælafram- leiðsla er mikilvægasti atvinnuveg- ur heimsbyggðarinnar. Ingv. G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.