Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn JÓLABLAÐ Ein á forseta- vakt-Dagarí lífi Vigdísar Finnbogadóttur eftir Steinunni Sigurðardóttur Iðunn hefur gefið út bókina Ein á forsetavakt - Dagar í lífi Vigdísar Finnbogadóttur eftir Steinunni Sigurðardóttur rithöfund, en hún er löngu þjóðkunn fyrir verk sín, skáldsöguna „Tímaþjófurinn“, ljóðabækur, smásögur og sj ónvarp sleikrit. Ein á forsetavakt er heillandi lýsing Steinunnar Sigurðardóttur á lífi og störfum Vigdisar Finnbogadóttur forseta. Með næmri athygli og innsæi bregður hún upp litríkri mynd og sýnir hið flókna svið sem forseti Islands þarf að sinna. Ekki er þó um samfelldan tima að ræða því höfundur fylgist meðal annars með ferðum forseta innanlands sem erlendis á ýmsum árstímum, daglegum skyldum hennar og fristundum. Eina á forsetavakt er persónuleg bók, þar sem Steinunn skyggnist undir yfirborðið og veítir fyrir sér hver Vigdís Finnbogadóttir raunverulega er og hvemig forseta við höfum eignast í henni. Lesendur fá að skyggnast inn í hugarheim forseta sins, og fræðast um hvemig er að gegna því viðkvæma og vandasama hlutverki að vera ein á forsetavakt. Örkin hans Nonna eftir Brian Pilkington Iðunn hefur gefið út nýja barnabók eftir Brian Pilkington og heitir hún örkin hans Nonna. Hann hefur myndskreytt fjölda bama- og unglingabóka, m.a. Ástarsögu úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur, bækumar um Elías eftir Auði Haralds og margar fleiri, svo hann er lesendum að góðu kunnur. En að þessu sinni sér Brian Pilkington ekki einungis um myndskreytingu, hann er jafnframt höfundur sögutextans. Hér segir frá Nonna sem er hræddur um að brátt fari að rigna — hellirigna - og honum finnst vissara að smiða sér örk eins og Nói forðum, úr öllu timbrinu sem hann hefur safnað saman. Þangað ætlar hann að safna dýmm, helst tveimur af hverri tegund. En það hefur margt breyst síðan á tímum Nóa og flest fer öðmvísi en ætlað er. En Nonni er ráðagóður og auðvitað leysir hann vandann á hinn forvitnilegasta hátt. Bókin vakti mikla athygli á bókasýningu í Bologna á Ítalíu síðasthðið vor og kemur fljótlega út í Bretlandi, Færeyjum, Svíþjóð og Þýskalandi, einnig stendur til að gefa hana út í Bandaríkjunum. Prentun bókarinnar á viðkomandi tungumálum fer fram í Prentsmiðjunni Odda hf. og er það í fyrsta skipti sem samprent á svo stóm upplagi fer fram héílendis. Ólafur Jóhann Ólafsson. Markaðstorg guðanna Vaka-Helgafell hefur gefið út fyrstu skáldsögu Ólafs Jóhanns Olafssonar: Markaðstorg guðanna. Bókin er um 256 síður að stærð og skiptist verkið í fimm þætti. 1 umfjöllun um Markaðstorg guðanna á bókarkápu segir að þetta sé margræð skáldsaga og Ustavel fléttuð. Á yfirborðinu birtist spennandi söguþráður og nái strax athygli lesandans, en í stílnum felist galdur sem verði þess valdandi að efnið risti mun dýpra en virðist í fyrstu. Viðfangsefni Ólafs Jóhanns Ólafssonar sé í raun ekki sjálf atburðarásin, heldur viðbrögð aðalpersónu sögunnar, Friðriks Jónssonar, við þeim aðstæðum sem skapast, — uppgjör hans við sjálfan sig og umhverfi sitt. Sögusvið bókarinnar Markaðstorg guðanna er víðara en almennt gerist í íslenskum skáldsögum síðari ára: ísland, Bandarikin og Japan. Efnið er jafnframtmargþætt: Fjölskyldulíf, alþjóðaviðskipti, mannleg samskipti, reynsla og freistingar í firrtum, síminnkandi heimi. 1 forlagskynningu á bókarkápu segir meðal annars: Hvað skiptir máli í lífinu? Hvers virði eru siðalögmál? Eiga menn að vera sjálfum sér trúir? Þessar og aðrar keimlíkar spurningar vakna við lestur bókarinnar Markaðstorg guðanna. Þeir eiga erindi við okkur. Friðrik Jónsson er einn úr okkar hópi, íslendingur, en jafnframt táknmynd nútimamannsins. Ólafur Jóhann Ólafsson er Reykvíkingur, 26 ára að aldri, en hefur verið búsettur í Bandarikjunum undanfarin ár þar sem hann starfar sem framkvæmdastjóri hjá stórfyrirtækinu Sony. Ólafur Jóhann sendi frá sér fyrstu bók sína fyrir tveimur árum og voru það smásögur, Níu lyklar. Sú bók hlaut einstaklega góða dóma og þótti gagnrýnendum flest benda til þess að þar væri á ferð upprennandi höfundur. Að mati ýmissa bókmenntamanna tekur Ólafur Jóhann nú af öll tvimæli um að með Markaðstorgi guðanna skipar hann sér í framvarðasveit íslenskra rithöfunda. Bókin Markaðstorg guðanna er prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda hf. Hún kostar 2.480 krónur með söluskatti. Sjómenn og sauðabændur eftir Tryggva Emilsson Út er komin hjá Máli og menningu bókin Sjómenn og sauðabændur eftir Tryggva Emilsson. Bók þessi er í senn ættarskrá og aldaspegill. Höfundur rekur þær ættir sem að honum standa og segir sögu forfeðra sinna allt að þrjár aldir aftur í tímann. Flestir voru þeir sjómenn og sauðabændur og fær lesandinn hér merka innsýn í lífshætti alþýðufólks fyrr á tímum. Fyrri hluti bókarinnar er að mestu bundinn við norðursýslur landsins, síðari hlutinn við Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Tryggvi rekur móðurætt föður sins til Grímseyjar og er saga eyjarinnar og þess fólks sem hana byggði rakin í ítarlegum kafla. Fjölmargt fólk kemur við sögu og ættarskráin er þannig skrifuð að jafnframt mannanöfnum og ártölum er sagt frá landsháttum og öðru því sem snertir daglegt líf fólksins, svo sem ýmsum fyrirbærum af völdum náttúrunnar og ráðstöfunum valdsmanna. Trygcrvi Emilsson er fæddur árið 1902 og löngu þjóðkunnur fyrir bækur sínar, einkum æviminningarnar sem hófust með Fátæku fólki. Sjómenn og sauðabændur er 432 bls. að stærð, prentuð i Prentstofu G. Benediktssonar. Bókfell sá um bókband. Kápumynd gerði Guðjón Ketilsson. Nýunglingabók - eftir Andrés Indriðason Komin er út hjá Máli og menningu ný unglingabók eftir Andrés Indriðason. Bókin heitir Ég veit hvað ég vil og er sjálfstætt framhald bókarinnar Með stjömur í augum. Sif er í menntaskóla og nýbúin að eignast bam með skólabróður sínum, Amari. Þau em hætt saman en ekki búin að gleyma hvort öðm. Sagan fjallar um hvemig menntaskólastúlkan tekst á við ábyrgðina sem fylgir móðurhlutverkinu, um vanda og gleði sem takast á hjá hinni einstæðu móður. Viðbrögð pabbans skipta ekki síður máh, tilfinningar hans, ást og togstreita. Sagan er sögð frá sjónarhóli tveggja til skiptis. Bókin er 154 blaðsíður, unnin í Prentsmiðjunni Odda en ljósmynd á kápu var tekin í Frostfilm af Páh Stefánssyni. ÖLFOSSÁ bakka Ölfossvatns og Ölfossá hafi í upphafi einfaldlega veríð Ölfoss og er ekki lengra að leita en til Selfoss um að landsvæði hafi tekið á sig slíkt nafn. Líklegra er þó að einhverju hafi verið skeytt við Ölfossnafnið og hafi nafn byggðar- lagsins fremur verið Ölfosshreppur í öndverðu, eins og hreppurinn heitir raunar enn, enda var hrepps- nafnið mjög áleitið á Suðurlandi lengi vel og er enn. íbúar byggðarlagsins á vestur- bakkanum hafa haldið fast í nafnið á ánni allt frá upptökum til ósa, enda nafn byggðarlagsins af því dregið. Úr Ölfusi séð er Ölfusá beint framhald á Soginu, stefnan er sú sama og má því sýnast að það sé Hvítá sem fellur í Sogið-Ölfusá. Þetta hefur þó enn frekar átt við fyrr á öldum þegar jöklar vom minni og Hvítá var minna vatnsfall en hún er nú, þó að jafnan hafi hún verið stærri en Sogið. Hins vegar er líklegast að þeir sem bjuggu á austurbakkanum hafi nefnt fljótið Hvítá allt til ósa. Frá þeirra sjónar- miði getur ekki hafa verið rökrétt að skipta um nafn á fljótinu þó að Ölfossá (Sogið) rynni í það, því að Hvítá og núverandi Ölfusá hafa verið eitt og sama vatnsfallið í þeirra augum og vitund. Þess vegna er líklegt að Ölfusá hafi iengi heiti tveim nöfnum, Öl- fossá og Hvítá, uns Ölfossámafnið sigraði að lokum. í fljótu bragði virðist að Hvítárnafnið væri sigur- stranglegra. Áin er jafn hvít eftir að Ölfossá (Sogið) fellur í hana og hefur þannig á sér þetta meginein- kenni Hvítár. Þá hefur Hvítá verið meira vatnsfall en Ölfossá (Sogið), þó að ekki hafi munað eins miklu og nú. Hins vegar eru aðrir þættir sem gera stöðu Ölfossárnafnsins sterkara en Hvítárnafnsins og má leiða að því líkur að þeir hafi valdið mestu um að Ölfossámafnið sigraði. Þessir þættir hafa verið skipulag byggðarinnar og umferðin. Vestan Ölfossár er eitt byggðarlag, Ölfoss- hreppur. Nafn byggðarinnar og árinnar er samantengt þannig að ekki verður sundurslitið. Sá sem á leið yfir þveran Ölfosshrepp á einnig leið að eða yfir Ölfossá. Þannig verður vægi Ölfossnafnsins tvöfalt. Fyrir austan þessi vötn em mörg byggðarlög og aðeins eitt þeirra, Hraungerðishreppur, á lönd að þeim hluta fljótsins, sem ber bæði nöfnin, Hvítá og Ölfossá. í öðmm byggðarlögum austan vatnanna er sambandið milli Hvít- ár og Ölfossár ekki eins augljóst, þannig að samantengdar nafngiftir Ölfossá og Ölfosshreppur hafa með tímans hjálp haft sterkari stöðu til að ná yfirhöndinni. Umferð á ferju yfir Ölfusá hefur snemma orðið mikil. í máldaga sem álitinn er vera frá því laust eftir tólf hundruð em ákvæði um að ferjumaður skuli vera við ána frá miðjum morgni til miðaftans, eða í níu klukkustundir á dag, alla daga ársins í fæm veðri, nema á páskadag, á kirkjudag og allra heilagra messu. Þá var honum skylt að ferja í þrjár nætur, þá er mest var að gera, í fardögum og þá er riðið var til þings. Af þessu má ráða nokkuð um umferðina. Sá fjöldi fólks, víða að kominn, sem hefur farið Ölfusá á ferju, er jafn- framt á leiðinni úr Ölfusi eða á leiðinni í Ölfus og tengir saman nafn byggðarlagsins og árinnar og flytur vitneskjuna um það með sér og dreifir um landið. Samkvæmt þessum sama mál- daga er ljóst að um tólf hundmð er ferjan frá Kaldaðamesi, sem áður hét Kallaðames, en það er austan ár. En meðal þess sem ferjan á og hefur til þess að standa undir rekstri er jörðin Ferja, vestan ár. Líklegt er að þessi ferja sé sett á ána löngu fyrr og leiða má að því líkur að í upphafi hafi aðsetur hennar verið á vesturbakkanum, Ölfusmegin. Kallaðarnes á austur- bakkanum heitir væntanlega því nafni af því að þarna var kallað á ferju sem aðsetur hafði á vestur- bakkanum. Ekki er óeðlilegt að geta sér til um að bæjarnafnið Ferja á vesturbakkanum hafi ein- mitt orðið til vegna þess að þar var aðsetur ferjunnar. Sé rétt til getið um þetta hefur ferjumaðurinn ver- ið þaðan úr sveit, þar sem Ölfossár- nafnið var notað og hefur það fremur orðið til þess að festa það nafn í sessi. En ekki ræður það úrslitum. Breyttir tímar - breytt nöfn Tíminn vinnur verk sitt hægt og hljóðlega. Smátt og smátt tekur nafnið Ölfossá yfirhöndina og þá heitir fljótið, sem á upptök sín í Ölfossi í Ölfossvatni, einu nafni til sjávar, Ölfossá. En tíminn stendur ekki- kyrr og jafnframt þessu er margt annað að gerast. Það molnar úr bjargbrúninni, þar sem Ölfoss fellur úr Ölfossvatni, sem nú heitir ekki lengur Ölfoss- vatn. Það hefur tekið nýtt nafn vegna þess að skammt frá norður- bakka þess hefur Alþingi verið sett á fót, Þingvallavatn. Það molnar úr bjargbrúninni og þar sem áður féll reglulegur foss fram af brúninni hefur nú myndast rauf. í stað þess að falla fram af bjargbrúninni í freyðandi fossi myndast nú hring- iða ofan við raufina og vatnið sogast niður í flúðina. Þar með er Ölfoss að eilífu horfinn og í staðinn komið Sog. Þó að Ölfossá hafi frá upphafi verið sama áin í augum þeirra sem á vesturbakkanum bjuggu, frá upptökum og allt til sjávar, var hún engu að síður tvískipt. Annars vegar var efri hluti árinnar, berg- vatnsáin, og hins vegar neðri hlutinn, jökulfljótið. Þessa tvo ár- hluta var eðlilegt að aðgreina á einhvem hátt með mismunandi nöfnum, og nú fær efri hluti árinnar nýtt nafn af nýju náttúrufyrirbæri, héðan af heitir hann Sog. Og aftur fær landið í kringum ána nafn af ánni eins og fyrr, landið meðfram ánni tekur nafnið Sog, eins og Ölfoss eða Ölfosshreppur hafði forðum tekið nafn af ánni. Enn þann dag í dag förum við austur í Sog, þó að það nafn eigi ekki lengur við nákvæmlega afmarkað landsvæði. Ölfosshreppur náði frá Ölfoss- vatni til ósa Ölfossár. En á sama hátt og áin er tvískipt er landslagi hreppsins þannig varið að fjöll kljúfa hann nálega í tvennt. Aust- ast þessara fjalla er Ingólfsfjall. í gegnum fjallaskarð vestan Ingólfs- fjalls varð alfaraleið milli sveitar- hlutanna. Þetta skarð fékk heitið Grafningur og var farinn Grafning- ur úr suðurhluta sveitarinnar í þann nyrðri og öfugt. En tíminn heldur áfram að vinna og smátt og smátt verður sú breyting að hætt er að tala um að fara Grafning og þess í stað heitir það að farið sé í Grafning, þegar farið er í norður- hluta sveitarinnar. Norðurhluti sveitarinnar tekur nýtt nafn og heitir héðan í frá Grafningur. Löngu síðar er sveitinni formlega skipt í tvennt og heitir þá Ölfus og Grafningur. Nú hafa mörg tengsl rofnað. Ölfossvatn er ekki lengur til en heitir nú Þingvallavatn. Ölfoss er horfinn og þar sem hann áður var heitir nú Sog. Áin, sem áður tók nafn af Ölfossi, fær nú nafn sitt af Soginu. Langt í burtu er ennþá til vatnsfall sem heitir Ölfossá, án allra tengsla við þau náttúrufyrir- bæri og ömefni, sem áður skópu því nafn. Langt í burtu er einnig sveitin sem ber nú það kynlega nafn Ölfoss, þar sem engan ölfoss er að finna, og hefur týnt hrepps- nafninu úr heiti sínu í daglegu tali, eða hverju því öðm sem skeytt var við ölfossvatnið. Sá sveitarhluti, sem einn gat tengt sveitina við sitt upprunalega nafn kallast nú Grafn- ingur og er ekki í neinum nafn- tengslum við það sem áður var. Þegar svo er komið er hætta á að nöfn fari að afbakast. Og það gerist. Sveitin Ölfoss verður Ölfos, Ölvos, Ölves og að lokum Ölfus og nafnið verður hvorugkyns. Svipuð örlög hlýtur Ölfossá og heitir nú Ölfusá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.