Tíminn - 16.12.1988, Side 18

Tíminn - 16.12.1988, Side 18
18 Tíminn JÓLABLAÐ B/EKUR Rauðu ástarsögurnar Arfurinn — Erik Nerlöe Gylltu skórnir - Else-Marie Nohr Ást og átök - Eva Steen Bókaútgáían Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur í bókaflokknum Rauðu ástarsögurnar: Arfurinn eftir Erik Nerlöe, Gylltu skórnir eftir Else-Marie Nohr og Ást og átök eftir Evu Steen. Skúli Jensson og Sverrir Haraldsson þýddu. Arfurinn: Hún er ung og fátæk og ferðast til aldraðrar frænku sinnar til að aðstoða hana í veikindum hennar. Alveg síðan hún var barn hafði hana dreymt um að fá einhvem tíma tækifæri til þess að búa á óðalssetri. Þessir draumar hennar höfðu fengið hana til að gleyma dapurlegri og erfiðri bernsku sinni. Nú virtust óskir hennar mjög óvænt vera að rætast - en ungi maðurinn í draumum hennar elskar aðra... Gylltu skórnir: Móðir hennar var kona, sem var erfið í umgengni, og hugsaði aðeins um sjálfa sig. Og bróðir hennar var eiturlyfjasmyglari, sem eftirlýstur var af lögreglunni. Eitt kvöldið fer hún frá heimili sínu og eftir það fréttist ekkert af henni. Þegarhún sást síðast, var hún klædd hvítum hliralausum kjól, með gula slá og var í gylltum skóm. Lögreglan er á þeirri skoðun, að henni hafi verið rænt af samtökunum, sem bróðir hennar er í. Ást og átök: Þær höfðu farið upp í selkofa, sem var úr alfaraleið uppi í skóginum. Þær vom dálítið óttaslegnar, því að þær höfðu frétt af því, að smyglarahópur héldi til í nágrenninu. Þær voru taugaóstyrkar, og enn meir eftir að hundur þeirra hafði fundið bakpoka falinn bak við stóran stein í skóginum. 1 bakpokanum var samanvafinn frakki, fjórir elgsfætur og bréfmiði, sem á var skrifað „Miðvikudag kl. 11“. En hvað átti að gerast á miðvikudag klukkan ellefu? Allar bækurnar voru settar og prentaðar í Prentbergi, Kópavogi og allar voru bækumar bundnar í Arnarfelli. Nunnur og hermenn eftir Iris Murdoch Komin er út hjá Iðunni bókin Nunnur og hermenn, en hún er eftir Iris Murdoch, sem er meðal þekktustu og virtustu rithöfunda Breta á þessari öld. Hún hefur átik fjölda skáldsagna skrifað bæði leikrit og heimspekirit og hlotið ýmis bókmenntaverðlaun fyrir verk sín. Bækur hennar eiga sér stóran lesendahóp og vekja jafnan mikla athygli, en Nunnur og hermenn er fyrsta bók hennar sem út kemur í íslenskri þýðingu. í kynningu útgefanda á efni bókarinnar segir: „Nunnur og hermenn er saga sem lætur engan lesanda ósnortinn. Hún er spennandi og falleg ástarsaga en jafnfram átakamikið skáldverk. Þegar sagan hefst liggur Guy Openshaw og bíður dauðans. Ættingjar og vinir safnast að banabeði hans og vilja hughreysta Gertmde, eiginkonu hans. Áður en Guy deyr biður hann Gertmde að giftast aftur þegar hann er horfinn. í sömu mund birtist Anne, gömul vinkona Gertmde, fyrrverandi nunna sem snúið hefur baki við klausturlífinu. Þær endurnýja vináttuböndin og reyna að taka upp þráðinn þar sem hann slitnaði er Anne gekk í klaustur. Einn heimilisvinanna, sem kallaður er Greifinn, er ástfanginn af Gertmde. Hann er pólskur að ætt og lifir alla harmsögu Póllands í martröðum sínum. Þar er hann hermaðurinn sem tapaði frelsisstríði föðurlandsins. Annar heimilisvinur er Tim Reede, misheppnaður málari í stormasamri sambúð með listakonu. Fyrir tilviljun em Tim og Gertmde samtíða í sumarhúsi í Frakklandi og þau verða ástfangin. Þar með er þó viðs fjarri að sagan sé sögð og hamingjan tryggð". Sigurður G. Tómasson þýddi bókin. Andstæður Ljóðasafn Sveinn frá Elivogum Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út bókina Andstæður, sem hefur að geyma ljóð og vísur Sveins frá Elivogum (1889-1945). Þetta em ljóð og vísur, sem birtust fyrst í bókunum Andstæður og Nýjar andstæður, sem út komu árin 1933 og 1935, en em nú löngu ófáanlegar. Og í þessari nýju bók em einnig ljóð og vísur, sem Sveinn skildi eftir sig í handriti, og sonur hans Auðunn Bragi hefur valið og tekið saman. Þetta er eins konar úrval af ljóðum og vísum Sveins, sem gefur hvað gleggsta mynd af manninum, svo og viðhorfum hans til lifsins, listarinnar og samferðamanna. Sveinn frá Elivogum var bjargálna bóndi í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum á fyrri hluta þessarar aldar. En hann var um leið eitt minnisstæðasta alþýðuskáld þessa lands, og hann þótti mjög minna á Hjálmar skáld frá Bólu í kveðskap sínum. Báðir bjuggu þeir við óblíð ævikjör og fóm síst varhluta af misskilnmgi samtíðarmanna sinna. Sveinnbeit frá sér eins og Hjálmar; eða eins og hann segir á einum stað: Ef skáldinu verður geðið gramt/þá grípur það vopn sem næst er hendi. Andstæður Ljóðasafn er 208 bls. Bókin er sett og prentuð í Prisma, Hafnarfirði, og bundin í Félagsbókbandinu Bókfelli. Kápu teiknaði Auglýsingastofa Þóm Dal, Hafnarfirði. Paskval Dvarte og hyski hans Váka-Helgafell hefur sent frá sér eitt þekktasta bókmenntaverk Spánverja, Paskval Dvarte og hyski hans eftir Camilo José Cela, i íslenskri þýðingu Kristins R. Ólafssonar. Bókin heitir á fmmmálinu La familia de Pascual Duarte og hefur hún náð meiri útbreiðslu víða um heim en nokkur spænsk bók önnur, áð bók Cervantes, Don Kíkóta undanskilinni. Bókin sem kom fyrst út 1943 ber snilli höfundarins skýrt vitni og er talin hafa markað djúp spor í bókmenntasögu Spánar. Höfundurinn Camilo José Cela, fæddur 1916, er mjög virtur í heimalandi sínu og hefur setið í Hinni konunglegu akademíu, spænskrar tungu frá 1957. Hann hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir ritverk sín; 1983 hlaut hann bókmenntaverðlaun Spánar og nú síðast veitti hann móttöku hinum eftirsóttu verðlaunum Principe de Asturias. Verk hans hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál, en Paskval Dvarte og hyski hans er fyrsta bók hans á íslensku. Persónulýsingar Cela hafa þótt magnaðar og í skáldsögunni um ógæfumanninn Paskval Dvarte skapar hann persónu sem er ógleymanleg. Mótsagnirnar í lífi Paskvals Dvarte eru ýkt mynd af siðferði samfélagsins. Harm er illmenni og öðlingur í senn; fátækur sveitamaður sem óheillastjama rekur til að fremja hræðileg ofbeldisverk og siðlaus afbrot gegn samfélagi sínu. Frásögnin er játning dauðadæmds manns sem alist hefur upp í andrúmslofti siðblindu og hrottaskapar. Þýðandinn, Kristinn R. Ólafsson, er íslendingum að góðu kunnur sem fréttaritari Ríkisútvarpsins á Spáni þar sem hann hefur verið búsettur frá 1977. Þýðing Kristins er þróttmikil, unnin af vandvirkni og lýsandi um listræn tök Kristins á íslenskri tungu og hagleik hans við nýyrðasmíð. Verkið hefur Kristinn þýtt á undanförnum ámm og hafði hann meðal annars samráð um verkið við höfundinn sjálfan sem nú býr á Mallorca. Paskval Dvarte og hyski hans er 152 blaðsíður. Arthúr Ragnarsson teiknaði kápumynd. Vaka- Helgafell annaðist umbrot og setningu. Bókin var prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar og bundin í Arnarfelli. Verð bókarinnar er 2.286 krónur með söluskatti. Alfræðibókin um skák eftir Ingimar Jónsson Iðunn hefur gefið út Alfræðibókina um skák eftir dr. Ingimar Jónsson, fyrrverandi forseta Skáksambandsins. í Alfræðibókinni um skák er ítarlega sagt frá fjölmörgum stórmeisturum og öðmm skáksnillingum, íslenskum jafnt sem erlendum, og fjallað um á sjöunda hundrað einstaklinga sem á einn eða annan hátt tengjast tafli, sögu þess eða starfi skákhreyfingarinnar. Einnig er sagt frá öllum helstu skákbyrjunum, vörnum og afbrigðum þeirra á þann hátt að lesandinn eigi auðvelt með að glöggva sig á þessum þætti skákfræðinnar. í bókinni er jafnframt að finna upplýsingar um ýmsa skákviðburði, tafltegundir, algengustu skákhugtök og margt fleira, og veitir hún því svör við flestum þeim spumingum sem upp kunna að koma þegar skák er annars vegar. Efni bókarinnar er afar aðgengilega sett fram, birtur er mikill fjöldi stöðumynda og annarra mynda til nánari skýrmgar og vist er að allir áhugamenn um skák, byrjendur jafnt sem lengra komnir, munu hafa bæði gagn og gaman af innihaldi þessarar alfræðibókar sem er sú fyrsta sinnar gerðar á íslensku. Ný ljóðabók eftir Hannes Sigfússon Út er komin hjá Máli og menningu ný ljóðabók eftir Hannes Sigfússon, og nefndist hún Lágt muldur þrumunnar. Bókin geymir þrjátíu frumort ljóð og tíu þýdd og er fyrsta nýja ljóðabók skáldsins í tíu ár. Hannes Sigfússon er fæddur 1922. Hann vakti fyrst athygli með ljóðabókinni Dymbilvöku árið 1949, og hefur ekki síst hennar vegna verið talinn til brauðryðjenda nýstefnu í íslenskri ljóðlist. Síðan hefur hann gefið út fimm ljóðabækur, eina skáldsögu og tvær minningarbækur, auk fjölmargra þýðinga bæði á ljóðum og sögum. Skáldskapur Hannesar hefur jafnan verið talinn skorinorður og rismikill í senn, og í þessari bók yrkir hann af umbúðarleysi um meinsemdir samtíðarinnar, en líka um vegi og vegleysur og um tímans hverfulu náttúru. Hannes hefur búið í Noregi um langt árabil, en alltaf haldið áfram að vera íslenskt skáld og er nú fluttur heim að nýju. Lágt muldur þrumunnar er 72 bls. að stærð og gefin út bæði innbundin og í kilju. Hún er unnin í Prentstofu G. Benediktssonar, en Bókfell annaðist bókband. Kápuna gerði Ingibjörg Eyþórsdóttir. Lækninga- handbókin Uppsláttarrit í stafrófsröð eftir Erik Bostrup í þýðingu Ólafs Halldórssonar líff ræðings „Það sem er nýmæli við þessa bók er uppbygging hennar og framsetning efnis. í stað þess að fjalla skipulega um einstaka sjúkdóma eftir eðli þeirra eða staðsetningu eru efnisatriði bókarinnar í stafrófsröð. Þetta auðveldar leit að svörum við spurningum og gerir þann fróðleik sem bókin hefur að geyma vel aðgengilegan með uppflettingum. “ Þannig kemst Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir að orði í formála nýrrar lækningahandbókar sem Bókaútgáfan Öm og Örlygur sendir á markað um þessar mundir. Lækningahandbókin er í sama broti og hin vinsæla Vegahandbók, rúmar 300 blaðsíður. Eins og fram kemur í fyrrgreindum formálsorðum er efninu skipað í stafrófsröð, sem gerir hana einfalda í notkun og aðgengilega. Stærð hennar gerir hana mjög meðfærilega hvort heldur er í eldhúsi, bíl eða bát. Auk aðstoðarlandlæknis hafa yfirlesið handritið þeir Kristján Guðjónsson, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun rikisins, Páll Hallgrímsson læknir, Öm Bjarnason læknir og ritstjóri Læknablaðsins og Jóhannes Tómasson ritstjómarfulltrúi Læknablaðsins. Lækningahandbókin er prentuð í prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Amarfelli.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.