Tíminn - 30.04.1988, Side 4
HELGIN
Laugardagur 30. apríl 1988
Stjörnugjöf= * ★ * *
I djörfum dansi á
myndbandaleigur
danskennara og voru þeir sam-
mála að Dirty Dancing hefði
almennt aukið áhuga íslendinga
á samkvæmisdönsum. „Hingað
kemur fólk á öllum aldri og
heimtar hreinlega að læra dans-
ana úr myndinni.“ sagði Sigurð-
ur Hákonarson danskennari í
samtali við Tímann þegar hann
var spurður hvort mikil aðsókn
á myndina hefði komið fram í
áhuga fólks á að læra dansana í
myndinni.
Hugljúf mynd
DD er mjög góð mynd. Leik-
ur Patrick Swayze og Jennifer
Grey er á köflum stórkostlegur.
Söguþráðurinn er ekki marg-
flókinn en engu að síður klass-
ískur. Jennifer Grey (Baby)
dvelst ásamt foreldrum sínum í
sumarleyfisbúðum. í stað þess
að taka þátt í dagskrá þeirri sem
í boði er fyrir dvalargesti, leggur
Baby lag sitt við starfsfólkið og
vini þess. Þar kynnist hún Patr-
ick Swayze (Johnny). Johnny
þessi er atvinnudansari og ásamt
dansfélaga sínum skemmta þau
orlofsgestum. Babb kemur í bát-
inn þegar dansfélagi Johnnys
reynist vera barnshafandi. Hún
lætur eyða fóstrinu, en skottu-
læknirinn sem annast aðgerðina
getur ekki framkvæmt hana
nema sama kvöld og þau Johnny
eiga að dansa fyrir fullu húsi.
Baby fellst á að taka hlutverk
dansfélagans. Það hlutverk
reyndist hafa 'eftirmála fyrir
bæði Baby og Johnny. Þann
eftirmála kannast flestir við og
ef ekki þá er bara að taka
spóluna eftir 12. maí og komast
að því. -ES
Stjörnugjöf = ★ ★ V2
Myndbandamarkaðurinn:
Hverjir eru í
aukahlutverki?
Eigi alls fyrir löngu var gefin
út hér á landi mynd í eldri
kantinum, sem ber hið mjög svo
óaðlaðandi nafn, Deadly
Tower.
Myndin greinir frá ósköp
venjulegum manni, Charles
Whitman, (Kurt Russel), sem
breytist í miskunnarlausan fjöl-
damorðingja. Eftir að hafa drep-
ið móður sína og konu, hertekur
hann háskólaturninn í heima-
borg sinni, Austin í Texas, og
hefst handa við að skjóta niður
fólk.
Söguþráðurinn er nú ekki
flóknari en þetta.
Myndin er komin vel til ára
sinna, en það sést eingöngu á
því að Kurt Russel (The Thing,
Big Trouble in Little China, auk
fjölda Walt Disney mynda), er
unglegur. Þá kemur fatatískan
líka upp um aldurinn, (ekki það
að Ameríkanar hafi nokkurn
tíma verið þekktir fyrir að klæða
sig almennilega. Þeir eru náttúr-
lega alltaf í útsniðnum gallabux-
um, köflóttum vinnuskyrtum
með baseballhúfur!). Aldurinn
sést hins vegar ekki á leiknum
eða myndinni í heild.
Á umslagi myndarinnar er
greint frá því að „John Forsythe
(úr Dynasty)“, leiki aðalhlut-
verkið á móti Russel. Hvílíkt
bull og hvílík vitleysa. John er í
aukahlutverki í myndinni, og
það þyrfti að klippa hana heldur
betur til ef hann ætti að komast
í aðalhlutverk. En nóg um það.
Myndin sleppur vel frá sínu.
Nokicur góð spennuatriði eru í
myndinni, og ef þú rekst á
myndina í videoleigunni, þá
skaðastu ekki af því að taka
hana með þér heim og horfa á
hana. -SÓL
SPURNINGALEIKUR
í BETRISÆTUM:
Svaraðu einhverjum þremur af þessum fjórum
spurningum rétt, og þú átt möguleika í að fá
gefins eitt eintak af hinni geysivinsælu dans-,
söngva- og gleðimynd, Dirty Dancing.
Svörum skal skilað í umslagi, merkt: Tíminn,
c0 í Betri Sætum, Síðumúla 15, 108 Reykjavík,
fyrir 12. maí næst komandi, en þá verða dregnar
út þrjár réttar lausnir.
Nöfn vinningshafa verða síðan birt í Tímanum
laugardaginn 14. maí.
Verið með frá byrjun, en við í Betri Sætunum,
hyggjumst halda uppteknum hætti og efna til
getrauna annað veifið.
SPURNINGAR:
IHver leikur aðalkvenhlutverkið í Dirty
■ Danc-ing?
2Hver er rétthafi að Dirty Dancing hér á
■ landi?
3Hvað heitir eigandinn að sumarhótelinu
■ sem myndin gerist á?
jg Hlaut Dirty Dancing einhver Óskarsverð-
laun í ár, og ef svo er, hver voru þau?
ÞAÐ VAR HELST í VÍDEOFRÉTTUM...
... að J.B. myndbönd senda frá sér
tvær myndir á mánudag. Það eru
myndirnar Big Shots og Six Against
the Rock. Sú fyrrnefnda var jóla-
mynd í Bíóhöllinni síðastliðin jól.
Sú síðarnefnda er spennandi framlag
fyrir spennumyndaaðdáendur.
Myndin fjallar um uppreisn fanga og
vonlausa baráttu þeirra við ofurefli.
Meðal leikenda í myndinni eru þeir
David Carradine og Jan Michael
Vincent.
... að aðrar myndir sem væntanlegar
eru á næstunni frá J.B. myndbönd-
um eru: Made in Heaven, aðalhlut-
verk eru í höndum Kelly McGillis
(Top Gun) og Timothy Hutton
(Ordinary People). Rent-A-Cop
með Burt Reynolds og Lizu Minelíi
kemur á leigur 9. maí. Þá er vert að
geta um þrjár myndir sem koma á
næstunni. Ævintýramyndin The
Princes Bride, gamanmyndina The
Woo Woo Kid og spennumyndina
The Whistle Blower, sem hefur á að
skipa fjölda þekktra leikara.
Dirty Dancing verður gefin út
á myndbandi 12. maí. Áður
hefur verið auglýst að hún kæmi
á leigur 7. maí. Ekki gat orðið
af því, þar sem handhafi kvik-
myndaréttarins ákvað að nýta
sér hann til hins ýtrasta, en það
mun sjaldgæft að slíkt gerist.
Kvikmyndarétturinn rennur út
á miðnætti 11. maí og verður
Dirty Dancing fáanleg á mynd-
bandaleigum þann 12.
Það eru J.B.Myndbönd sem
eiga réttinn og þar eru menn
alveg tilbúnir til að dreifa mynd-
inni og þó fyrr hefði verið.
Þetta er mynd sem vart þarf
að kynna. Þjóðin er búin að sjá
hana. Hvers vegna þá að gefa
hana út á myndbandi? Jú, fólk
hefur horft á þessa mynd einu
sinni, tvisvar, þrisvar, fjórum,
fimm og jafnvel sex sinnum. Af
hverju fer fólk svo oft að sjá
sömu myndina þegar nóg er
úrvalið í kvikmyndahúsunum af
nýjum myndum?
„Hannþarna Patrick er meiri-
háttar. Eg get ekki staðist
hann.“ - Þrítug húsmóðir á
Sogaveginum.
„Lögin maður. Það eru lögin
maður sem ég vil heyra.“ -
Unglingur á besta aldri í Árbæn-
um.
„Komdu á hana aftur.“ Kona
í sambúð við Rauðavatn.
Þessi ummæli vitna um vin-
sældir þessarar myndar á meðan
hún var á hvíta tjaldinu í Regn-
boganum.
Áhugi á
samkvæmisdönsum
Tíminn hafði samband við
HELST.I.
VIDEO-
... að í næsta ntúnuði eru
væntaniegar á inyndbandamark-
aðtnn frá Wamer Bros að
minnsta kosti fjórar góðar
myndir. Sú fyrsta er að sjálfsögðu
Full Mctal Jacket, þá Dogs of
War, Eureka og loks The Pope
of Greenwich Village...
... að frá Virgin eru væntanleg-
ar myndir eins og Dudes, Remote
Control og Slamdance...
... að CBS gefur út t maí
myndimar Secret Witness og
Shakcdown at Sunset Strip...
... að á meðan gefur Tri Star
út Night of The Creeps...
... flciri góðar eru væntanleg-
ar, til dæmis White Ghost frá
Virgin og Sharing Richard frá
CBS/FOX...
... að loks er búið að gefa út
myndir cíns og Kaising Arizona
frá CBS/FOX, Night Flyers frá
Virgin, Drcam Warriors (Night-
mare on Elmstreet part III) frá
Warner, Jumpin' Jack Flash frá
CBS/FOX, Sharky‘s Machine frá
Wamer, No Mercy frá Tri Star,
Pee Wee‘s Big Adventure og
Living Daylights, báðar frá
Warner...
I BETRI SÆTUM