Tíminn - 30.04.1988, Page 11

Tíminn - 30.04.1988, Page 11
Laugardagur 30. apríl 1988 Tíminn 21 Hnefaleikari settur í bann sökum eyðni Breska hnefaleikasambandið bannaði á dögunum einum besta hnefaleikara Zimbabve, Langton Tinago að keppa þar í landi, vegna. þess að hann er haldinn sjúkdómn- um AIDS. Tinago sem er 38 ára, átti að keppa við Lennie Gloster í Peter- borough á Suður-Englandi. Hann er fyrsti útlendi hnefaleikarinn sem fær á sig dóm hnefaleikasambands- ins, en samkvæmt reglum þess þurfa allir útlendingar sem ætla að keppa í hnefaleikum í Bretlandi að gangast undir eyðnipróf. Framkvæmdastjóri breska hnefaleikasambandsins sagði að það væri undir hnefaleikasambandi Zimbabve komið, hvort Tinago fengi almennt að keppa í hnefaleik- um. Eins og stendur, sagði fram- kvæmdastjórinn, þurfa breskir hnefaleikarar ekki að gangast und- ir eyðnipróf í Bretlandi, en þetta mál gæti vel orðið til þess að þeir yrðu skyldugir til þess. Möguleikar þess að menn smitist af eyðni í hringnum eru hverfandi, sagði hann ennfremur. Breska löggan fær skömm í hattinn * Lögreglumönnum í London sem týna sjálfum sér í langloku orða- gjálfri, hefur verið skipað að taka sig á og tala og skrifa einfalda ensku. Talsmaður Skotland Yard sagði fyrr í vikunni að nú væri átak í gangi meðal eldri lögreglumanna og hefðu þeir fengið í hendur atriðisorðaskrá sem þeir gætu not- að til að sjá hversu skilmerkilega þeir tala eða skrifa opinberar skýrslur. Það er ekki ætlun okkar, sagði taismaðurinn, að uppræta allt þok- ukennt málfar sem notað er innan lögreglunnar eða á veigalitlum skýrslum. Heldur ætlum við að skera upp herör gagnvart þeim sem fást við flóknu og viðkvæmu málin, því þar er meiri hætta á ferðum. Það eru einkum þeir sem eru hærra settir sem senda oft frá sér óskiljanlegar skýrslur. VÉLAR & ÞJÓNUSTA HF. — Vélaborg JÁRNHÁLSI 2 - SÍMI 83266 - 686655 NORDSTEN Turbo-matic Áburðardreifarar-500 og 800 lítra Frá þekktasta fyrirtæki á Norðurlöndum í framleiðslu á sáðvélum. Verð frá kr. 49.400 1. Dreifibúnaður úr ryðfríu stáli. - Dreifibreidd 12 m. 2. Reiknistokkur til nákvæmra útreikninga á áburðarmagni pr. hektara. 3. Kögglasigti hindrar að áburðarkögglar komist niður í dreifibúnaðinn og loki fyrir aðrennsli til dreifiskífunnar og valdi þar með ójafnri dreifingu. Hleðsluhæð 500 I dreifarans er aðeins 82 cm og 800 I aðeins 90 cm. 4. Kapalstýring úr ekilshúsi fyrir stillingu á áburðarmagni og áburðardreifingu til hægri eða vinstri, þegar dreift er meðfram skurðum og girðingum. 5. Áburðartrektin er á hjörum, sem auðveldar þrif á dreifibúnaði og tenging'u vió dráttárvél. 6. Aukabúnaður: Lok sem ver áburðinn í trektinni fyrir raka. Nordsten: Viðurkennd vara fyrir gæði og nákvæmni. Sendum félögum okkar, verkafólki til lands og sjávar bestu kveðjur og árnaðar- óskir í tilefni 1. maí. Verkalýðsfélagið Jökull, Ólafsvík. Sendum öllum launþegum bestu árnaðaróskir í tilefni afl. maí Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Trésmiðafélag Reykjavíkur hvetur félagsmenn sína til að fjölmenna í kröfugönguna ogáfund verkalýðsfélaganna 1. maí, og síðan í 1. maí kaffið að Suðurlands- braut 30. Sendum félögum okkar, verkafólki til lands og sjávar bestu kveðjur og árnað- aróskir í tilefni 1. maí Landssamband iðnverkafólks Sendum félögum okkar, verkafólki til lands og sjávar bestu kveðjur og árnaðar- óskir í tilefni 1. maí. Verkalýðsfélagið Vaka, Siglufirði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.